Þjóðviljinn - 27.08.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.08.1986, Blaðsíða 7
DJÚÐVIIJINN Umsjón: Páll Valsson Sagnfræði Ómissandi bókum Reykjavík Þorunn Valdimarsdóttir: Sveitin við sundin. Búskapur í Reykjavík 1870- 1950. Reykjavík, Sögufélag, 1986. 328 blaðsíður. Skítalyktin í Reykjavík um aldamótin heillar höfund, eng- um blöðum er að fletta um það. Og af hverju ætti hún ekki að láta það eftir sér? Eiginlega mætti hún skrifa meira um hana og aðra ands- tyggð, þvíhún vertildæmis ekki nema sex blaðsíðum í það sem hún ýmist nefnir mannasaur eða salernisá- burð. Franskursagnfræðing- urskrifaði heila bókfyrir nokkrum árum um fýluna í París á síðustu öld, enda heimildir miklar þareð fólk var sífellt að kvarta og yfirvöld fundu að eða reyndu að draga úr henni. Samskonar bók mætti vel skrifa um hérlendar aðstæður, og væri kjörið að Þórunn Valdimarsdóttir hug- aði aðþvíþegartímigefsttil fráönnum. Eitt albesta sagnfrœðirit... En hreinsun kamra og salernis- leysi eru, þó leitt sé, aðeins eitt atriði af ótal mörgum sem tekin eru fyrir í þessari framúrskarandi bók, sem ekki verður hjá komist, þó ljótt sé, að nefna hornstein að reykvískri vitund. Þetta er þvílíkt grundvallarrit að ekki er laust við að hér hljóti að fara nauðsynleg tilviljun að bókin skuli einmitt hafa komið út nánast sömu daga og reykvíkingar sameinuðust, sem aldrei nokkru sinni fyrr, við að borða tertuorm og gapa uppí flugeldasýningu að kvöldi í tilefni af afmæli borgarinnar. Bókin lýsir því hvernig borgin varð til, hvernig hún breyttist úr sveitaþorpi í heilmikla alvöru borg. Að vísu lýsir hún þeirri þró- un aðeins til helminga, því sjávar- útvegi eru engin skil gerð, og var það heldur aldrei ætlun höfund- ar. Það verk á einhver annar eftir að vinna, og vonandi jafn vel. Það verður erfitt, því ég leyfi mér að fullyrða að Sveitin við sundin er eitt albesta sagnfræðirit sem er til á þessu landi, ennþá. Vissu- lega eru þar leiðinlegir kaflar, svo sem talnarunur um túnrækt, framræslu, girðingar og fleira, og langdregið stagl um lóðir og lög um nýtingu lands, en þeir eru nauðsynlegir sem einskonar leik- mynd utanum hið heillandi hugðarefni höfundar, sem er hversdagslegt líf fólks sem bjó á þessum stað. Þórunn er gædd hreint einstökum hæfileika, sem er fágætur meðal sagnfræðinga, en sá er að hún nær líkt og líkam- legu sambandi við viðfangsefni sitt. Hún skynjar landið, gras og mold, tún, mógrafir og garða, slóða og götur, og húsin; hún skilur að kýr gengu um og bauluðu, hundar geltu og fólk þurfti að borða og drekka, pissa og kúka. Á nákvæmlega sama hátt og við göngum um Austur- strætið á morgun gengu þar tuddi og hestur og maður og drengur og lögregluþjónn árið 1898. Hæfir skáldsagnahöfundar koma slík- um skilningi og slíkri skynjun oft til skila, en fræðimenn sjaldnast. Þórunni tekst það nokkrum sinn- um, til dæmis þegar hún lýsir mjólkurflutningum til bæjarins og mjólkursölu þar í byrjun ald- arinnar, hvernig mjólkin varð hreinni og hreinni og kom lengra og lengra að. Henni lánast það líka þegar hún gerir grein fýrir viðleitni til garðyrkju og segir frá Jarðræktarfélagi Reykjavfkur sem var stofnað árið 1891, að ekki sé talað um lýsingar á slátrun nautgripa og sauðfjár, og það í miðri Reykjavík. Lesandi sœli og glaður Mestur þungi er í umfjöllun um árin fyrir og eftir síðustu alda- mót, þegar iandbúnaður var hnyttilega valdar og sprenghlægi- legar sumar, og myndir eru mafg- ar óbærilega mikils virði. Frá- gangur er til fyrirmyndar og letur skýrt. Már Jónsson MÖRÐUR ÁRNASON Reykjavík Mörður skrifaði um kvikmynd Hrafns Þau leiðu mistök urðu í menn- ingu síðastliðins laugardags að út féll nafn þess er fjallaði um kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Reykjavík, Reykjavík. Eins og stílglöggir lesendur hafa væntanlega fundið út var það Mörður Arnason sent reit dóminn sem hann kallaði Blá bók í kvikmynd. — pv Kýr í Eskihlíð á fjórða áratugnum. Mjólkurpóstur á Laugavegi um 1940. Tuddi leiddur til slátrunar í Austurstræti 1898. reykvíkingum mikilvægur og raunar óumflýjanlegur bjargræð- isvegur. íbúum fjölgaði stöðugt og þeir þurftu þarafleiðandi meiri og meiri mat. Rækta varð hvern blett eða nota til beitar, og margt var gert til að fá sem mest útúr sem minnstu plássi, auk þess sem allt var notað sem að gagni gat komið: mór, grjót og torf, og ís af tjörninni um vetur. Smám saman þrengdist síðan um skepnurnar og grasið, hús og götur lögðust yfir landið og bæjarbúar létu af ræktun. En það var eiginlega ekki fyrr en eftir seinna stríð, og þá er meðferð Þórunnar orðin nokkuð rýr og bókin búin, en les- andi samt sem áður sæll og glað- ur, heilmiklu nær. Vinna við bókina hefur verið óstjórnlegt púl, en líklega skemmtileg, og höfundur sat við í ekki færri en fjögur ár, nær sam- fleytt og linnulaust. Mikiil lestur er að baki ekki lengri bók, Þór- unn hefur farið yfir allt prentað skrif sem fyrirfinnst um efnið og plægt í gegnum skjalastafla, og það er nokkuð sem tekur tíma og léttir síst af öllu lund. Vart er að efa, þó ég hafi ekkert athugað það, að rétt sé farið með og að flestu eða öllu sé fyllilega að treysta. Eini alvarlegi annmarki bókarinnar, sýnist mér, er aftur sá að höfundur hefur ekki notað sér fólk sem er á lífi og bjó hér fyrir stríð, starfaði, lék sér, spjall- aði og sá. Hvergi er í bókinni vitnað til samræðna höfundar við slíkt fólk, sem vissulega er til, og í heimildaskrá er engra getið. Það er miður, en kemur kannski ekki verulega að sök, að minnsta kosti úrþví bókin þrátt fyrir það er þetta góð, og þá ekki aðeins vönduð heldur einnig bráð- skemmtileg og stundum reglu- lega fyndin. Þórunn skrifar lipurt mál og leyfir sér léttari stíl en sagnfræðinga er vandi, og það sem meira er: hún ræður við það. Þá eru beinar ívitnanir í heimildir Miðvikudagur 27. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.