Þjóðviljinn - 03.09.1986, Page 3
FREITIR
Nígería
Skreiðin enn um borð
Kynningarrit
Allir með
strætó
40-80 krónum ódýrara
en með einkabíl úr
Breiðholti í miðbæinn
Stjórn SVR bauð blaða-
mönnum til stjórnarfundar í gær
til að kynna útgáfu upplýsingarits
sem borið verður í hvert hús í
borginni nú i vikunni.
Hr það von SVR að upplýsing-
aritið megi verða til þess að marg-
ir sem nota alfarið einkabílinn og
þekkja ekki þjónustu strætis-
vagnanna muni verða margs vís-
ari um þá þjónustu sem þeir
veita. í ritinu er að finna leiða-
kort, tímatöflur og margs konar
upplýsingar aðrar sem að gagni
mega koma. Líta má á upplýsing-
aritið sem framlag SVR til
Reykjavíkurafmælisins, en eins
og menn muna var ókeypis með
vögnunum á afmælisdegi borgar-
innar.
Stjórnarmeðlimir bentu á að
vaxandi umferðarþungi í borg-
inni hefur nú aukið þörf öflugrar
þjónustu SVR, auk þess sem
verulegur peningasparnaður
fylgir notkun hennaren það er
40-80 kr. ódýrara að fara með
strætisvagni úr Breiðholti í mið-
bæinn en í einkabíl. Einnig losna
menn við áhyggjur af umferðinni
og erfiðum akstursskilyrðum, leit
að bílastæðum o.fl., svo ekki sé
minnst á hina þjóðhagslegu hag-
kvæmni sem gott strætisvagnak-
erfi býður upp á.
- GH
Engar tryggingar hafa enn komiðfrá Nígeríumönnum vegna
skreiðarfarmsins sem þangað varsendur á dögunum. Ní-
geríumenn skulda íslendingum um 200 miljónir króna
fyrirskreið
Pað hefur engin trygging verið
lögð fram enn og því er farm-
urinn enn um borð í skipinu, sem
liggur fyrir utan losunarhöfn í
Nígeríu. En við erum sannfærðir
um að tryggingin verður greidd,
þetta gengur bara hægt þarna
syðra, sagði Árni Þór Bjarnason
hjá íslensku umboðssölunni, en
hún sá um skreiðarfarminn sem
sendur var út á dögunum.
Árni sagði að Islenska um-
boðssalan ætti um það bil 900
þúsund dollara inni hjá Nígeríu-
mönnum fyrir skreið. Hannes
Hall hjá Samlagi skreiðarfram-
leiðenda sagði að samlagið ætti
enn inni rúmar 4 miljónir dollara,
sem er skuld allt frá árinu 1983.
Skuldir Nígeríumanna við ís-
lenska skreiðarframleiðendur
nema því um 200 miljónum króna
og virðist ganga hægt að inn-
heimta þetta.
Þeir Árni og Hannes sögðu
báðir að tvennum sögum færi af
því hvort búið væri að loka
skreiðarmarkaðnum í Nígeríu
það sem eftir væri ársins. Hvoru-
tveggja hefði heyrst, að hann
væri opinn og að hann væri lokað-
ur.
- S.dór
Þjóðviljinn
Á sömu
línu!
Ég þurfí ekki annaö en að taka
upp tólið hjá mér og með það
sama var ég kominn inn á línu hjá
ykkur. Þetta var bara svona eins
og maður væri í sveitasímanum.
En ég hlustaði nú ekkert, sagði
Jóhannes Lárusson í samtali við
Þjóðviljann í gær, en hann átti
þess kost i sumar að hlera síma
Þjóðviljamanna.
Ekki var það nú samt svo að
Jóhannes hafi komið fyrir hlerun-
arbúnaði eða gert þetta af ásettu
ráði með einhverjum belli-
brögðum, heldur varð hann fyrir
þessu alsaklaus og segist heldur
hafa viljað vera án þess. Ástæðan
var einfaldlega sú að tækjabún-
aður Pósts og síma stóð sig ekki
sem skyldi, en nú virðist því hafa
verið kippt í lag. - gg
Það var nóg af smáufsa í höfninni í Garði þegar Þjóðviljamenn litu þar við í gaer.
Þeir félagar Guðni og Magnús drógu hvern tittinn á fætur öðrum og kváðust
gefa mömmu og pabba í soðið ef þeir stóru bitu á öngulinn. Hitt fer líklega í
gúanó. Ljósm. Sig.
Dalvík
Vatnið
vantar
Lindarsvœði í Karlsárdal
rannsökuð í vetur
Kjaradeilur
Ósigur hinna þröngsýnu
Ögmundur Jónasson: Lá við slysi en réttarríkið sigraði. 10
starfsmenn Ríkisútvarpsins sýknaðir afákœru saksóknara
Lítið rofar til í vatnsmálum
Dal víkinga þótt lokið sé ellefu ára
grunnrannsóknum í vatnsmálum
þeirra, en þeir hafa lengi mátt
búa við þann kost að þurfa að
nærast á óheilnæmu vatni.
„Þórólfur Hafstað var að skila
lokaskýrslu um rannsóknir sem
staðið hafa meira og minna í 11
ár,“ sagði Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri í gær. „Einblínt hefur
verið á að fá vatn frá einum stað,
en nú er Ijóst að það verður aldrei
mögulegt. í vetur er ætlunin að
rannsaka lindarsvæði í Karlsárdal
og fá í ljós hvort mögulegt er að fá
vatn þaðan. Verði þær rannsókn-
ir jákvæðar má búast við að fram-
kvæmdir geti hafist seint á næsta
ári, en á þessu stigi er allt óljóst í
þessum efnum.“
- Aðrar fréttir úr bænum...
„Ekki nema góðar, að vísu er
haustið farið að minna á sig því í
gærmorgun hafði snjóað í fjöll.
Atvinnumál standa vel og meira
að segja vantar fólk í vinnu, m.a.
iðnaðarmenn, og rækjuveiði hef-
ur verið allgóð," sagði bæjar-
stjóri Dalvíkur að lokum.
- GH
í gær voru útvarpsmennirnir
10, sem ákærðir voru fyrir að
hafa haft forgöngu fyrir því að
starfsmenn Ríkisútvarpsins lögðu
niður vinnu þ. 1. október 1984,
sýknaðir af ákærunni og ríkis-
sjóður dæmdur til þess að greiða
allan sakarkostnað. Ástæðan
fyrir því að útvarpsmenn lögðu
niður vinnu tilgreindan dag var
sú að fastir starfsmenn höfðu ekki
fengið mánaðarlaun sín greidd
eins og lög gera ráð fyrir, en laun
starfsmanna voru ekki greidd af
íjármálaráðuneytinu á þeim for-
sendum að BSRB hafði boðað
verkfall fjórum dögum síðar.
Kæran á hendur útvarpsmönn-
unum var upphaflega send ríkis-
saksóknara af tveimur aðilum,
Félagi frjálshyggjumanna og for-
svarsmönnum Fréttaútvarpsins,
eða DV-útvarpsins, Þeim Sveini
R. Eyjólfssyni, Herði Einarssyni,
Ellert B. Schram og Jónasi Krist-
jánsyni. Þessir aðilar kærðu út-
varpsmennina fyrir ætlað brot
gegn 176. gr. almennra
hegningarlaga, en refsiákvæði
greinarinnar er bundið við það að
truflun á útvarpsrekstri sé valdið
með ólögmætum verknaði og
varðar brot á þessari grein allt að
3ja ára fangelsisvist. Jónatan
Sveinsson saksóknari hafði auk
þess vísað í 138. grein um brot
opinberra starfsmanna í starfi, en
hún heimilar að refsing verði
helmingi þyngri og hefðu tímenn-
ingarnir því getað átt von á því að
vera dæmdir í fangelsi í allt að
fjóru og hálfu ári.
Um sýknun tímenninganna
segir í dómabók Sakadóms
Reykjavíkur að það sé ekki talið
að ákærð, sem fæst unnu við
beinar útsendingar, hafi með
verknaðar- eða aðgerðarleysi
sínu með því að sitja heima brotið
refsiákvæði greinarinnar sem vís-
að var til í kærunni. Þessu til rök-
stuðnings segir í Dómabókinni að
ákærð „hafi viljað knýja á um
greiðslur starfslauna sem ógoldin
voru og að þeirra mati í eindaga
fallin. Ásetningur þeirra hafi
ekki beinst að því að raska út-
varpsrekstri. Ákærð unnu ekki
spjöll á tæknibúnaði útvarpsins,
og þau reyndu ekki að koma í veg
fyrir, að aðrir, sem ekki lögðu
niður vinnu gætu starfrækt út-
varpið. Ekkert er fram komið því
til styrktar, að ákærð hafi haft
forgöngu um, að starfsemi út-
varpsins stöðvaðist. Þess var ekki
farið á leit við ákærðu, að þau
hæfu störf að nýju. Öryggisvakt
starfsfólks var hjá ríkisútvarpinu
allan tímann“.
“Við fögnum því að sjálfsögðu
að dómsvaldið skuli hafa tekið
fram fyrir hendur á þröngsýnum
og vanstilltum stjórnmálamönn-
um og öðrum þeim sem vilja
verkalýðsbaráttuna feiga hér á
landi. Það lá við slysi en réttarrík-
ið sigraði og því fögnum við,“
sagði Ögmundur Jónasson frétta-
maður og einn tímenninganna
um dóminn í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Verjandi tímenninganna var
Páll Arnór Pálsson hæstaréttar-
lögmaður. -K.Ól
Bolungarvík
7 miljóna króna gat
Þetta er miklu verri fjárhags-
staða en menn vildu viðurkenna í
lok síðasta kjörtímabils, en stað-
reyndin er sú að á síðasta kjört-
ímabili jukust skuldir á hvern
íbúa bæjarins úr 4767 krónum í
19547 krónur og það er ekki lítil
aukning, sagði Kristinn H. Gunn-
arsson bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Nú verður nýi meirihlutinn að
skera verulega niður fjárframli
til framkvæmda og taka auk þe
lán til þeirra. í ljós kom þeg
fjármál bæjarins voru skoðuð ;
fyrrverandi meirihluti hafði va
áætlað gjöld verulega, en ofáæ
að tekjur og innheimtu, þann
að gat myndaðist upp á 7 miljór
króna. Þess má geta til sama
burðar að tekjur bæjarins nen
aðeins um 50 miljónum.
Miðvikudagur 3. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3