Þjóðviljinn - 03.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.09.1986, Blaðsíða 8
MENNING Sagnfrœði Áfangi að sögu Jón Þ. Þór: Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna, 2. bindi. Félags- og menningarsaga 1867-1920. ísafirði, Sögufélag ísfírðinga, 1986. 330 blaðsíður. Sagnfræðingur má aldrei segja allt sem hann veit. Ef hann ætlar að segja eitthvað af viti verður hann að vita miklu meira en hann lætur fara frá sér. Ef hann veit ekki miklu meira sér hann ekkert útúr efninu og úr verður hrúgald, stórt og ljótt. Það er heldur ekki góð sagnfræði að róta saman heimildum og raða jreim upp í röð og reglu eftir einhverskonar venjulegri stjórnsýsluflokkun, bara, að ætla má, af því heimildir liggja þannig í kössum. Báðar þessar syndir gerir Jón Þ. Þór sig sekan um í öðru bindi ísafjarðar- sögu sinnar. Það er eins og hann langi til að koma öllu að, úrþví hann á annað borð hefur haft fyrir því að finna efnið og lesa það yfir, en einnig, ef að líkum lætur, af því honum finnst lesendur ekki mega fara á mis við fróðleik, fyrst hann ertil. Óralangar reglugerðir félaga og stofnana eru birtar í heild eða raktar lið fyrir lið, langt mál er um stærðir lóða og fundi bæjarstjórnar, farið er hús úr húsi, götu eftir götu, og íbúar nefndir einn og einn; ennfremur taldir upp prestar, læknar, kenn- arar, sýslumenn, kaupmenn og fleiri og fleiri stöðuheitamenn. { bókinni er óhemju fróð- leikur, líkt og í fyrsta bindinu, og óguðlega margt er tekið fyrir, en því miður í snubbóttri uppsetn- ingu. Mannlífið er skorið niður í ótal búta, sem heita Skólamál, Stétta- og hagsmunafélög, Bœjar- bragur, Mannfjöldi, Prentverk, Menning og listir, Félagsstarf- semi, Bœjarstjórn og Kirkja og ísfirskar hnátur um aldamót. trúmál, að ógleymdum kaflanum Ýmis bœjarmál þar sem ræðir um vatnsveitu, hafnargerð, heilsu- gæslu og lögreglu, sem allt á mun betur heima í kaflanum um bæjarbrag og lífshætti, og hefði þá verið hægt að gera reglulega góða hluti. (Eg á kannski ekki að Tónleikar Stravinsky, Nordal og Speight Meðal lónskálda á tónleikum Hljómeykis annað kvöld í Kristskirkju Geirlaugur Magnússon á nokkuð gamalli mynd. L.jóð Geirlaugur með bók Norðan° Niður gefur út Útgáfufyrirtækið Norðan0 Niður hefur sent frá sér þriðju Ijóðabók- ina ájafnmörgum mánuðum. Sú er eftir Geirlaug Magnússon og heitir áleiðis áveðurs. Geirlaugur Magnússon er fæddur lýðveldisárið 1944 og hef- ur áður sent frá sér sex ljóðabæk- ur. Hann er búsettur á Sauðár- króki, en forlagið Norðan0 Niður sem gefur nú út sjöundu bókina er staðsett þar og hefur áður gefið út bækur bræðranna Gyrðis og Sigurlaugs Elíassona. Áleiðis áveðurs er 40 blaðsíður að stærð og hefur auk ljóða Geir- laugs að geyma þýðingar á þrem- ur ljóðum eftir Nicanor Parra. Kápumynd gerði Sigurlaugur Elíasson og allt prentverk var unnið á Sauðárkróki af SÁST. Söngflokkurinn Hljómeyki sem mun syngja á tónleikum á vegum Tónlistarfélags Krist- skirkju í Kristskirkju á fimmtu- dagskvöld kl. 20.30 er eini „ma- drigalkórinn" hér á landi, sem starfað hefur samfellt svo árum skiptir. Hann varstofnaður 1974, af tvennum hjónum, Halldóri Vilhelmssyni óperusöngvara og Áslaugu Ólafsdóttur, og Rúnari Bjarnasyni og Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur, sem fengu þá til liðs við sig vini og kunningja úr hópi þjálfaðra kórsöngvara. Mark- miðið var að flytja fyrst og fremst fjölradda tónlist frá endur- reisnartímabilinu, svo og barr- okktímanum, þar sem J. S. Bach er auðvitað í fararbroddi, en einnig að leggja áherslu á flutning nýrrar kórtónlistar, ekki síst ís- lenskrar. Á árunum 1974-79 frumflutti Hljómeyki mörg tónverk hér á landi, bæði gömul og nýleg er- lend tónverk og nokkur íslensk, m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigursvein D. Kristinsson. Alls telur Hljómeyki ellefu fé- laga. Söngflokkurinn hefur síðustu árin og mánuðina lagt æ meiri áherslu á flutning nútímaverka og er efnisskráin í Kristskirkju í kvöld gott dæmi um það. Það verða t.d. frumflutt í Reykjavík tvö tónverk eftir íslensk tón- skáld, Aldarsöngur eftir Jón Nor- dal og Locus Iste eftir John Speight. Bæði eru verkin við býsna kirkjulega texta, en Aldar- söngur er við vísur úr frægu kvæði Bjarna (skálda) Jónssonar, sem uppi var eftir siðaskiptin (1560- 1640 ca.), en þar segir m.a.: Allt haföi annan róm áður í páfadóm, kœrleikur manna í milli, margt fór þá vel með snilli. ísland fékk lofið lengi, Ijótt hér þó margt til gengi. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. september 1986 Isafjarðar geta þess, en þrátt fyrir smá- smugulegheitin og nákvæmnina vantar sitt af hverju, hvað um póstburð til dæmis?, þar er firna- merkilega saga.). Margt er vel til fundið og skemmtilega unnið í bókinni, svo sem frásögn af upphafi verka- lýðsfélaga og um fyrstu ár Þjóð- viljans, að ekki sé talað um ávæn- ing af umfjöllun um fátækt ein- stæðra mæðra og um líknarstarf- semi fínna frúa. En það er nær alltaf sama sagan: höfundur kemst ekki niðurúr heimildun- um. Hann rekur þær fram og aft- ur, næstum því eina í einu, sem er langdregið og einum um of. Hon- um auðnast ekki að skrifa sam- fellda frásögn, hún er snubbótt og brotakennd, og þegar eitthvað virðist vera í uppsiglingu verður fljótlega lát á og yfirvofandi hug- mynd breytist í rabb og algild sannindi, samanber fagra setn- ingu á blaðsíðu 59: „En þótt kjör verkafólks væru erfið á þessum árum, leitaði fólk stöðugt til bæjarins í atvinnuleit“. Þetta þykir nægja og einskis er spurt, ekki um það hve margir fluttu að og hvaðan, á hvaða aldri innflytj- endur voru og þar fram eftir göt- um. Vandalaust er að afla upplýs- inga um fólksflutningana og feng- ur væri að rannsókn, enda er fátt mikilvægara þegar saga bæjar er skoðuð en einmitt tengsl hans við nærsveitir. Þaðan kom fólkið, lif- andi fólk, og samlagningartölur einar og sér segja ekki neitt. Hér er sem sé á ferðinni einkar venjuleg sagnfræði, samtíningur og heldur klunnalega skrifuð, þrátt fyrir góð tilþrif við og við. Hugsanlega er þannig meðferð máls og heimilda óhjákvæmileg þegar ritað er héraðsafmælisrit af þessu tagi, því þau lúta ákveðn- Önnur verk á efnisskrá Hljóm- eykis eru af útlendum toga. Frá endurreisnartímanum eru m.a. Ave Maria eftir Josquin des Prles og Ave verum corpus eftir Wil- liam Byrd, sem var einn mestur madrigalasnillingur á dögum El- ísabetar fyrstu á Englandi. Skandinavía 20stu aldar á tvo fulltrúa á efnisskránni, Knut Ny- stedt, sem er meðal virtustu tón- skálda Norðmanna og Vagn Homboe, en hann er af mörgum talinn verðugur arftaki Carl Ni- elsen í danskri tónlist. Báðir þess- ir menn hafa samið talsvert af kirkjutónlist, en þeir eru þó þekktastir af sinfóníutónlist, sér- staklega Holmboe, sem hefur samið a.m.k. tíu stórar sinfóníur fyrir utan einleikskonserta og óg- rynni kammerverka. Ave Maria eftir Stravinsky er ein af dýrustu perlum kórtónlist- ar þessarar aldar. Þessir höfuð- snillingur 20stu aldarinnar í tón- list, gerðist rómversk-kaþólskur á efri árum, en hann var auðvitað alinn upp í austurkirkjunni í Rússlandi, og bera tónsmíðar hans margar þess merki. Ave Maria var samið 1934 og frum- um lögmálum líkt og saga fyrir- tækja og ábúendatöl einstakra hreppa og sýslna: skylt er að segja frá hinu og þessu og nefna þennan og hinn. Því miður verð- ur ekki hjá því komist, verktakar verða að beygja sig undir það, og víst er að saga ísafjarðar er með því besta sem birst hefur af sög- um bæja og sveita. Bókin er líka falleg og þau eiga eftir að taka sig vel út í hillum bindin fjögur þegar öll verða til. Myndir eru margar og prýða þær verkið, helst mætti voga sér að kvarta undan þyngd pappírs og spjalda, við lestur hlýtur bókin að liggja á borði. Önnur aðfinnsla og alvarlegri væri sú að letur er sett upp í tvo Már Jónsson dálka, sem eru af svipaðri breidd og dálkar dagblaða, og er það voðalegt mein. Bók er bók og á að vera bók, og í bók ná línur á milli spássía. Bækur með dálkum vekja óhugnað, og þegar hugað er að bók Jóns Þ. Þór sérstaklega hefur dálkaskipanin hrapallegar afleiðingar. ívitnanir til heimilda eru nefnilega látnar vera með sama letri og meginmál, og í sömu stærð. Það sést enginn munur, sem er óverjandi, ekki síst þegar ívitnanir eru jafn langar og oft í þessari bók. Sjálfsagt er litlu hægt að breyta um útlit binda úr þessu og verður þá ekki annað fyrir en að vona að efnistök í því þriðja verði merk og mæt, sem er líklegt, því greint verður frá verslunar- og hagsögu ísafjarð- arkaupstaðar á árunum 1867 til 1920, og er þar einmitt kjörlendi höfundar. Már Jónsson. flutt ásamt Pater Noster og Cre- do tveim árum síðar, í Rússnesku kirkjunni í París. Stærsta verkið á þessum tónleikum kemur hins- vegar frá Englandi, þ.e. Óður til heilagrar Sesselju, verndardýr- lings tónlistarinnar, eftir Benj- amin Britten, við ljóðabálk Audens. Sesselíudagur hefur í aldaraðir verið mikil hátíð á Eng- landi og eru jafnan fengin til mestu skáld og tónskáld, að semja ljóð og tónlist í því tilefni. Eru t.d. til fræg verk til heilagrar Sesselíu eftir Purcell og Hándel, en fegurstu textar Sesselíu á en- ska tungu eru líklega ljóð Dry- dens frá 1687 og 1697 og ljóð ls- landsvinarins Audens, en þeir Auden og Britten unnu reyndar oft saman, m.a. að óperum. Tónlistarfélagi Kristskirkju er mikill fengur að þessari efnisskrá Hljómeykis, og svo er væntan- lega um alla velunnara félagsins, en þeir hafa að undanförnu fjöl- mennt á tónleika þess, bæði í kirkjunni og í Safnaðarheimilinu að Hávallagötu 14. Eru þetta 11. tónleikarnir á fyrsta starfsári fé- lagsins, sem hófst 26. september 1985. Sönghópurinn Hljómeyki syngur í Kristskirkju sem er sérlega vel fallin til kórsöngs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.