Þjóðviljinn - 03.09.1986, Page 4
LEIÐARI
Óskhyggja hægrimanna
Að undanförnu hefur það verið mikil tíska hjá
hægrisinnuðum fjölmiðlum að reyna að gera Al-
þýðubandalagið tortryggilegt í augum almennings
með því að gefa í skyn, eða jafnvel fullyrða, að
Alþýðubandalagsfólk sé of upþtekið við innbyrðis
deilur til að geta lagt nokkuð jákvætt af mörkum til
gagns fyrir land og þjóð.
Sem betur fer sjá allflestir í gegnum blekkinga-
starfsemi af þessu tæi, nema þá kannski helst sjálfir
höfundar blekkinganna, sem í óskhyggju sinni í-
mynda sér að mannfyrirlitning og gróðahyggja, sem
eru afkvæmi hinnar svonefndu „frjálshyggju", fái að
dafna áfram eins og gorkúlur á taðhrúgu, því að
Alþýðubandalagið hafi gleymt sér við þras og þrætur
og muni ekki koma til að stinga út úr stallinum.
En þeim verður ekki að ósk sinni!
Alþýðubandalagið er vakandi á verðinum. Inn-
byrðis skoðanaskipti um markmið og leiðir, menn og
málefni, eiga sér sem betur fer stað innan flokksins,
og eru þá mál flutt af festu og rökfimi og vissulega
þykir mönnum það miklu varða að lenda ekki undir í
slíkum rökræðum. En það er mikill misskilningur,
eða hrein og klár blekkingastarfsemi, að halda því
fram, að lifandi stjórnmálaumræða í Alþýðubanda-
laginu sé til marks um að flokkurinn sé í sárum, eins
og hægrisinnaðir fjölmiðlar vilja láta í veðri vaka.
Alþýðubandalagið er í öflugri framþróun.
Stöðug umræða á sér stað um markmið og leiðir.
Og þegar það hendir að menn verða ósammála er
ágreiningurinn oftast fremur um leiðir að settu marki
heldur en að menn greini á um markmiðið sjálft,
enda grundvallast stefna Alþýðubandalagsins á
hugsjónum sem eru sígildar.
Já og amen (Yes and Amen)...
í hinni almennu stjórnmálaumræðu í þjóðfélaginu
eru samskipti íslands og Bandaríkjanna ofarlega á
baugi - eða öllu heldur afskipti Bandaríkjanna af
íslenskum innanríkismálum.
Það verður að viðurkennast að fá lönd hafa verið
hersetin jafnmjúklega og fsland. Sú staðreynd á sér
margar skýringar, þar á meðal þá að íslenska þjóðin
er of stolt til að gera sér herliðið að féþúfu - þó með
nokkrum sorglegum undantekningum. Ennfremur
hafa Bandaríkjamenn haft vit á því að koma tiltölu-
lega kurteislega fram við þessa greiðasömu þjóð.
Enda erfitt að deila við aðila sem sýknt og heilagt
segir já og amen.
Þetta mjúka hernám hefur verið mjög árang-
ursríkt. Afmörkuð landssvæði hafa verið afhent set-
uliðinu og það sem þar fer fram kemur íslendingum
ekki við. Vopnabúnaður, mannafli, aðdrættir og
hernaðarumsvif eru allt sem hernaðarleyndarmál,
sem koma íslenskri þjóð ekki við, enda skammast
hún sín innst inni fyrir hernámið og vill sem minnst
vita af setuliðinu og brölti þess.
Ekki þó svo að skilja að þjóðin öll hafi sæst á að
láta eins og engar herbúðir séu í túnfætinum. fs-
lenskir hernámsandstæðingar hafa með einarðlegri
hugsjónabaráttu sinni hlúð að þjóðerniskennd og
minnt okkur á að fjöregg þjóðarinnar er enn varðveitt
í brjóstum okkar sjálfra, en ekki í neðanjarðarbyrgi á
Keflavíkurflugvelli.
En nú hafa þau tíðindi gerst að hinu mjúka her-
námi er lokið. Ekki vegna þess að íslendingar hafi
sjálfir ákveðið að sjá um varnir landsins, heldur
vegna þess að þeir sem komu hingað sem vinir og
verndarar hafa nú kastað grímunni og hafa í hótun-
um við okkur. Þetta vissum við alltaf, segja hernáms:
andstæðingar. En þeir sem treystu á móðurlega
umhyggju Bandaríkjastjórnar í garð íslendinga eru
hissa.
En það má einu gilda hvort menn eru hissa eða
ekki.
Það sem skiptir máli er að þurrka sauðarsviþinn af
andlitinu og rétta úr hrygglengjunni. Við þurfum að
snúa við blaðinu í samskiptum okkar við Bandaríkin,
og gera þar með öllum Ijóst að við viljum og ætlum að
ráða sjálf hvernig við högum málum í okkar eigin
landi.
Við þurfum að endurheimta sjálfsvirðingu okkar.
Þegar við höfum endurheimt hana höfum við einnig
áunnið okkur virðingu umheimsins. En sjálfsvirðingu
okkar endurheimtum við ekki með flaustri eða of-
stopa. Við endurheimtum hana með ábyrgri og á-
kveðinni framkomu.
Við endurheimtum sjálfsvirðingu okkar með því að
móta íslenska stefnu í utanríkis- og varnarmálum;
stefnu sem þjónar íslenskum hagsmunum og varð-
veitir íslenskt þjóðerni, þjóðfrelsi og menningu.
Við endurheimtum sjálfsvirðingu okkar með því að
taka sjálf ábyrgðina á frelsi og sjálfstæði lands og
þjóðar. Eftir okkar eigin höfði skulum við haga sam-
skiptum við bandamenn okkar.
Við skulum ekki liggja Bandaríkjamönnum á hálsi
fyrir að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni -
það gera flestar þjóðir. Við viljum gjarna eiga vináttu
Bandaríkjamanna. En við viljum ekki eiga allt undir
vináttu þeirra.
„YES AND AMEN“ - varnarmálastefna her-
námsaflanna hefur steytt á skeri.
Eða var það stórhveli sem grandaði henni?
-Þráinn
______________KUPPT
Heimkynni
bjartsýninnar
Menn eru einatt að halda því
fram, að bjartsýnin eigi erfitt
uppdráttar nú um stundir - leiti
hún helst athvarfs í hinum sæla
heimi auglýsinganna, í poppþátt-
unum sem gera ráð fyrir að allir
séu „eldhressir“ ár og síð , og í
þeim plássblöðum sem dreift er
ókeypis í hvert húss byggðarlags-
ins og fjalla um það, hvernig fé-
lög og einstaklingar og fyrirtæki
eru sífellt að bæta þjónustuna.
Víst er að bjartsýnin hefur
skotið upp kollinum í sambandi
við tvö hundruð ára afmæli
höfðuðborgarinnar. Þetta sér
maður m.a. af tilvitnunum Guð-
rúnar Helgadóttur í afmælisboð-
skap borgarstjóra um það, hve
lánssamir við samtímamenn vær-
um að þurfa ekki að falla úr hor
eins og menn gerðu unnvörpum
um það bil sem Reykjavík fékk
kaupstaðarréttindi. Klippari
biðst annars forláts á því hve illa
hann er að sér um afmælistertuna
og allt það- en svo vildi til, að um
það bil sem tertan sú var full-
bökuð horfði hann á afmælis-
brennu Eskfirðinga sem voru líka
að hefja mikla hátíð.
Hinn jákvæði
skáldskapur
En við vorum semsagt að tala
um bjartsýnina og hin jákvæðu
viðhorf til lífsins. Og getum bætt
því við, að skáldskapur hefur
lengst af einkennst af öðru meira
en bjartsýni; skáld hafa verið
slæm með það að fara með
grimmar ádrepur, bölmóð, ill-
kvittni eða þá blátt áfram ráðið
sig í fastavinnu hjá alheimsþján-
ingunni.
Þó gerast þau undur og stór-
merki að stöku skáld brýtur blað
og stefnir af alefli anda síns á
grasmjúka og sólbjarta reiti
bjartsýninnar og hins fyrirvaralitla
lofs um tilveruna og mannanna
athæfi undir sólunni.
Eitt slíkt dæmi er nú ljóðabók
eftir Gunnar Dal sem Borgarljóð
heitir og er svo sannarlega „frá-
bitin öllum ljótleika“ eins og eitt
sinn var að orði komist um annað
skáld.
Fremst í þeirri bók fer mikill
bálkur um Reykjavík sem hefst á
þessari hyllingu hér:
Reykjavík, borg mín
ég fagnandi flyt þér
Ijóð mitt,
þú fagra og svipmikla höfuðborg
okkar lands.
Á degi eins og þessum, segir á
öðrum stað, „er dýrlegt að ganga
um bœinn/drekka í sig ilminn af
lífinu og vera til“. Hér heldur
fólkið „háleitt og stolt“ út í við-
skiptastríð dagsins. Hér gengur
fallega stúlkan „með nýtísku
hatt“ og er marksækin í betra lagi:
„Hún áfram vill komast ílífinu/og
gengur hratt“. Hér ganga verka-
menn sem eru líka „stœltir og á -
kveðnir“ og um alltþetta góða fólk
heldur Esjan vörð sem „ójarð-
nesk draumsýn“ meðan svanirnir
„sækja hátíðarfund“ á Tjörninni.
Gott er það allt og fagurt og
indælt. Og ekki sakar að bætt er
við rammalvarlegum athuga-
semdum um rétta trúarlega og
siðferðilega afstöðu til
mannlífsins eins og segir í lokaer-
indi þessa langa kvæðis:
Við gleymum því ei
að hver einasti maður
er maður
og mikilvœgt líf hans...
Fleiri kvæði eru í bókinni í svip-
uðum dúr. í kvæði sem Borgar-
œskan heitir er fjallað um það
unga fólk sem „hugsar hátt/sú
hugsun vekur nýjan mátt“. Hin
bláeyga tæknihyggja brýst fram í
svofelldum ljóðlínum:
OG SKORIÐ
Þitt takmark er stórt á tölvuöld
tæknin skapar miljónföld
afrek fyrir huga og hönd...
Annað kvæði er lofgjörð um
Flugleiðir sem skrifa nafn íslands
í loftið blátt:
Því heimurinn allur
með Flugleiðum fer
með flugvélum íslenskum
komið er hér...
Aðrar nótur
Verður nú ekki rakið meira úr
Borgarljóðum lesendum til upp-
byggingar og fróðleiks. Nema að
það kemur reyndar fyrir á stöku
stað, að höfundur bregður sér úr
kufli hins sæla jákvæðis og reynir
fyrir sér ádrepu. Til dæmis segir
hann í upphafsljóðum frá „hinum
róttæku ungmennum" sem
„ruddust um stéttina
/forðum/ en rölta nú
leið sína í bankann
thógvœr og stillt.
Að hamborgara
heilagar kýr þeirra urðu.
Og sú líking sem nær sér ágæt-
lega á strik í þessum línum tveim
leiðir hugann að því - með hlið-
sjón af augljósum skáldskapar-
eiginleikum annarra ljóðdæma
sem vitnað var til - að hin þægi-
lega bjartsýni sé sem fyrr best
geymd í auglýsingum og hátíðar-
ræðum. Meðan við erum enn
minnt á það, að sá ljóðasmiður
sem í ádrepufótinn stígur á alltaf
einhverja möguleika á því að
skilja eftir sig spor sem betra er
að skoða en ekki. ÁB
DJOÐVIIJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins-
son.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur-
dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Augiýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðsiustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsia, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúia 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Biaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. september 1986