Þjóðviljinn - 03.09.1986, Síða 5
Þegar hernaðarframkvæmdir
Bandaríkjanna á íslandi ber á
góma, er það sífellt viðkvæði
andstæðinga þeirra, að íslenskir
ráðamenn séu algerar undir-
lægjur hinna bandarísku og kikni
í hjáliðunum gagnvart hverri
kröfu, sem þaðan berist. Einkum
á þetta þó að gilda um Sjálfstæð-
isflokkinn. Hið sama hef ég lesið í
Þjóðviljanum síðasta aldarþriðj-
ung og trúði því reyndar lengi vel
sjálfur.
En þetta er mikil einföldun og
raunar misskilningur. Uppbygg-
ing herstöðva hvarvetna í heimin-
um er öðru fremur hagsmunamál
verktaka í þeim ríkjum, sem hlut
eiga að. Hér á landi er því um að
ræða bæði samvinnu og sam-
keppni íslenskra og bandarískra
verktaka. Og þeir íslensku eru
síður en svo hoknir í hjánum þeg-
ar keppt er um verkefni.
í þeirri baráttu hafa þeir og ein-
arðan stuðning Sjálfstæðisflokks-
ins, enda eiga þeir sinn stóra hlut
í honum einsog aðrir atvinnurek-
endur. Þessi togstreita hefur
hinsvegar ekki þurft að verða
eins opinber og t.d. í máli
Eimskips útaf flutningum til hers-
ins. En það má sjá glöggt dæmi
þess, að Morgunblaðið bilar ekki
í hagsmunabaráttu eigenda
sinna. Geir hefur greinilega stað-
ið sig einsog hetja og Matthías
Mathiesen ætlar að feta dyggilega
í fótspor hans.
íslenskt
frumkvæði
Það er því augljóst, að íslenskir
verktakar geta átt frumkvæði að
smíði hernaðarmannvirkja ekki
síður en bandarískir. Þegar
harðnar á dalnum hjá verktökum
t.d. vegna samdráttar í virkjun-
arframkvæmdum, þá þarf að
finna ný stórverkefni handa hin-
um dýru vinnutækjum, sem ella
gætu ryðgað ónotuð. Og þá er
þjóðráð að sýna fram á brýna
þörf fyrir t.d. hafnarmannvirki í
Opnum augun
Árni Björnsson skrifar
„Það sem venjulegtfólk í lýðrœðisríkj-
um þyrfti að reyna er að knýjafram-
leiðendur hergagna til að beina orku
sinni aðþarflegriframkvœmdum. Þá
leysist afvopnunarvandamálið afsjálfu
sér. En þá verðurþað samafólk að gera
sér Ijóst að hér er ekki um nein „örygg-
ismál“ að rœða, einsog jafnan er haft að
yfirvarpi. “
Helguvík, varaflugvöll á Norður-
landi eða ratstjárstöðvar la Stiga-
hlíð og Gunnólfsvíkurfjalli. Þar
fara saman hagsmunir íslenskra
verktaka og bandarískra fyrir-
tækja, sem framleiða allskonar
herútbúnað. íslenski markaður-
inn er auðvitað smáræði, en hann
er liður í samskonar viðskiptum
um allan heim.
(Stöðin mikla á Straumnes-
fjalli komst t.d. aldrei í gagnið
hérna um árið, en bæði verktakar
og tækjaseljendur fengu allt sitt
ríkulega greitt. Og það var aðal-
atriðið).
Vestrænn
afvopnunarvandi
Þetta er ein höfuðástæða þess,
hversu erfiðlega gengur ævinlega
að semja um afvopnun, þótt öll
almenn skynsemi mæli með
henni. Bandaríkjastjórn er öðru
fremur samræmingarnefnd vold-
ugustu fyrirtækja í þvísa landi á
líkan hátt og Sjálfstæðisflokurinn
á íslandi. En þar eru öll hlutföll
vitaskuld þúsund sinnum stærri.
Samdráttur eða stöðvun her-
gagnaframleiðslu gæti haft hrika-
legar afleiðingar fyrir allan þann
gífurlega atvinnurekstur, sem
hefur lifað og blómstrað á stríðs-
óttanum síðustu 40-50 ár, allt frá
risavöxnustu samsteypum vestan-
hafs til smæsta hermangara
norður á Islandi.
Menn þurfa því ekkert að und-
rast, þótt öllum hugmyndum í átt
til afvopnunar sé jafnan illa tekið
af þessum aðilum og taldar af
annarlegum rótum runnar.
Austrænn
afvopnunarvandi
í öðru helsta ríki hergagnaiðn-
aðarins, Sovétríkjunum, gegnir
dálítið öðru máli. Vegna ríkis-
reksturs ætti að vera auðveldara
að draga úr vopnaframleiðslu og
beina henni að öðrum sviðum,
t.d. landbúnaðarverkfærum, án
þess að fyrirtækin færu á hausinn.
En fram á þennan dag hafa þar
verið við völd stjórnendur, sem
voru haldnir hræðslu við árás að
utan. Þeir gátu auðvitað bent á
innrás vesturevrópskra herja um
1920 og Hitlers tuttugu árum
seinna. Hugarfar þeirra hefur
verið mengað á svipaðan hátt og
íslenskra hægrikrata eða „hús-
móðurinnar" í Velvakanda, sem
óttast Rússa einsog pestina án
þess að nokkur hagnaðarvon
þurfi að vera á bak við.
Á sviði herbúnaðar hafa Sov-
étríkin því streist við að halda í
við Bandaríkin, sem hafa þó oft-
ast verið skrefi á undan í tækni-
þróun.
Breyttar aðstæður
Nú er hinsvegar löngu svo
komið, að hætta á beinni innrás
eða árás er hverfandi á báða
bóga. Bæði risaveldin eiga
kjarnvopnabirgðir til að gjöreyða
hvort öðru margsinnis. Enginn
nema vitfirringur eða klaufi
myndi hefja kjarnorkustríð.
Fjárausturinn í þessa ógnarlegu
hervæðingu (milljón dollarar á
mínútu hverri!) er ekkert annað
en hörmuleg sóun verðmæta fyrir
alla aðra en þá, sem græða sín
þúsund eða milljarða á honum.
En með þessum svimandi fjár-
hæðum væri unnt að bæta hag
sveltandi milljóna og jafnvel
græða upp eyðimerkur á tiltölu-
lega skömmum tíma.
Verkefni
almennings
Það sem venjulegt fólk í lýð-
ræðisríkjum þyrfti að reyna er að
knýja framleiðendur hergagna til
að beina orku sinni að þarflegri
framkvæmdum. Þá leysist af-
vopnunarvandamálið af sjálfu
sér. En þá verður það sama fólk
að gera sér ljóst, að hér er ekki
um nein „öryggismál" að ræða,
einsog jafnan er haft að yfirvarpi,
og manngæska eða mannvonska
skiptir litlu máli. Draumar um
heimsvöld eru ekki heldur það,
sem ræður ferðinni, þótt þeir
finnist hjá hálfbiluðum einstak-
lingum í öllum löndum og hafi
óspart verið hagnýttir af her-
gagnajöfrum. Þannig notuðu
þýsku vopnasamsteypurnar Hitl-
er fyrir hálfri öld.
Hér þarf blátt áfram að breyta
um framleiðslustefnu. Það er
ugglaust feiknadýrt eftir þá
óhemju fjárfestingu, sem lögð
hefur verið í kjarnorkuverk-
smiðjur og önnur mannvirki síð-
ustu fjóra áratugina. En þann
kostnað verða menn að taka á sig
fyrr en seinna. Fólk í þingræðis-
ríkjum má því ekki kjósa aðra á
þjóðþing en þá, sem afdráttar-
laust vilja vinna að þesskonar
breytingu. Hún er algjör for-
senda þess, að stórveldin geti
nokkru sinni komið sér saman
um gagnkvæma afvopnun. Samn-
ingaþóf þeirra síðustu þrjá ára-
tugi hefur verið lítið annað en
sýndarmennska.
Frumkvæði Gorba
Nú hafa Sovétríkin stöðvað til-
raunir með kjarnavopn einhliða í
bráðum hálft annað ár. Þetta
frumkvæði er einkum þakkað
nýjum leiðtoga þeirra, Mikjáli
Gorbatsjoff og fylgismönnum
hans, sem láti stjórnast af meiri
heilbrigðri skynsemi en fyrir-
rennarar þeirra.
í dómum um sovésk málefni
tek ég talsvert mark á þeim tékk-
nesku sósíalistum, sem hrökkl-
uðust úr landi eftir innrásina
1968. Þeir þekkja hlutina svo vel
innanfrá. Einn þeirra, Zdenek
Mlynar fyrrum flokksritari og
einn nánasti samstarfsmaður Al-
exanders Dubceks, nam lögfræði
með Gorba í Moskvu 1950-1955
og hitti hann síðast 1967. Hann
KONUR OG KJOR
Hlustum ekki á íhaldið
Það er ekki hægt að slíta launa-
baráttu kvenna úr tengslum við
launabaráttu verkalýðshreyfing-
arinnar og því hefði átt að orða
spurninguna þannig: Hvað veld-
ur að illa gengur í kjarabaráttu
launafólks?
Meðan auðvaldið og íhaldsöfl-
in í þjóðfélaginu hafa þjappað sér
saman hefur verkalýðshreyfing-
unni ekki tekist það að sama
skapi og sumum forystumönnum
launþega hefur þótt hlýrra í
sölum auðvaldsins, og vindla-
reykurinn góður, en meðal sinna
manna. Á undanförnum árum
hefur fólk ekki verið hvatt til bar-
áttu heldur hefur línan alltaf ver
ið komin ofan frá og síðan kynni
félagsmönnum. f þessu samráðs-
makki sitja reiknimeistarai
beggja aðila og segja okkur al-
þýðunni hvað þjóðarbúið þolir
litla kauphækkun. Það hefur ekki
mátt minnast á róttæka kjarabar-
áttu. Þeir sem teljast róttæklingar
og komast í stjórnir og samninga-
nefndir eiga að sitja með skiln-
ingsbros á vör, það þykir ekki við
hæfi að þeir séu með sértillögur
og bókanir sem eru ekki í anda
hinnar áunnu og tillærðu Dale
Carnegie stefnu sem ræður ríkj-
um í þjóðfélaginu.
Okkur var sagt eftir síðustu
kjarasamninga að með því að
lækka bfla (eða eins og fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins komst svo vel að
orði þá eru bflar enginn lúxus) og
hækka lán til íbúðakaupa væri
verið að bæta kjörin. Nú segja
bflasalar okkur að sumar bflateg-
undir séu orðnar jafndýrar og
fyrir samninga og fasteignasalar
að íbúðir hækki. Þrátt fyrir nýju
lánin þarf fólk samt að taka
skammtímalán til að kaupa íbúð
og þannig bindur auðvaldið okk-
ur enn á skuldaklafa þannig að
við getum okkur ekki hreyft.
Hver hirðir gróðann?
Svo vikið sé að konum þá hefur
þeim gengið illa að komast í
stjórnir og trúnaðarastöður,
jafnvel þótt þær séu fjölmennar í
félögum. Margir góðir félagar
mínir hafa um árabil starfað af
fullum krafti í félögum sínum án
þess að veljast þar til trúnaðar-
starfa og ekki er það kannski ein-
göngu af því að úrvalið sé mikið.
En jafnframt er á það að líta að
konur bera ábyrgð á heimilun-
um, uppeldi barna og ummönnun
gamalmenna, og eru ekki hvattar
áfram og ná því ekki að beita sér
sem skyldi í kjarabaráttunni. Sér-
staklega þær konur sem eru einar
með börn og hafa lág laun sem
ekki duga til framfærslu, þær má
virkilega kalla þræla nútímans.
Þegar stórt er spurt verður oft
lítið um svör. Það eina sem dugir
núna er forystuafl sem hvetur
hinn almenna félaga til baráttu,
sem hlustar ekki á íhaldsöflin í
landinu, sem er meðal félaganna,
sem gerir sér grein fyrir því
hvernig er að lifa á 20.000 krón-
um á mánuði, sem selur sig ekki
fyrir silfurpening eins og dóttir
Steins í Steinahlíðum enda var
henni sagt strax að hún fengi
aldrei aftur slíkan pening. Þannig
tel ég t.d.að komið sé fyrir lög-
reglufélaginu sem hefur seít verk-
fallsréttinn. Verkfallsrétturinn
er eina vopnið sem við höfum
þótt hann sé vandmeðfarinn. Þó
hópuppsagnir einstakra félaga sé
líka hægt að nota þá er hætt við að
einstakir hópar einangrist í bar-
áttu sinni nema vel sé að gætt.
Nú á dögum virðist helst ekki
skipta máli að kynna sér hlutina
vel, öllu skiptir að vera „töff“.
Gott dæmi um það er borgar-
stjórinn sem lætur sig hafa það að
fullyrða að engin fátækt sé til í
borginni „sinni“ í sóknarkirkj-
unni „min.'.i" (ég tek það fram að
mig langar samt ekkert til að pre-
dika).
Sigríður Kristinsdóttir er í stjórn
Starfsmannafelags Ríkisspítal-
anna og Sjúkraliðafélagsins, í
tengihópi Samtaka kvenna ó
vinnumarkaði og í samninganefnd
BSBR
Þjóðviljinn spyr
1. Hvað veldurað illa gengurf
kjarabaráttu kvenna? "
2. Hvað er til ráða?
Sigríður Kristjánsdóttir svarar