Þjóðviljinn - 03.09.1986, Blaðsíða 13
Bresk
yfirvöld ákváðu í fyrradag að
herða reglur um veitingu dval-
arleyfis fyrir fólk frá Vestur-
Afríku og ákveðnum hlutum
Asíu vegna kvartana frá stjórn
Heathrow flugvallar um
neyðarástand á flugvellinum.
Reuter fréttastofan hefur eftir
heimildarmönnum innan ríkis-
stjórnarinnar að fólk frá Ind-
landi, Pakistan, Bangladesh,
Nígeríu og Ghana sem hingað
til hefur getað komið til Bret-
lands án þess að hafa dvalar-
leyfi, verði nú að hafa slíkt
undir höndum áður en það fær
að fara inn í landið. Straumur
fólks frá fyrrnefndum löndum
hefur aukist um 60% á árinu.
Þessi fólksfjöldi hefur valdið
mikilli óreiðu á Heathrow flug-
velli og hafa jafnvel myndast
fjögurra tíma biðraðir við af-
greiðslu innflytjendaeftirlits-
insáflugvellinum.
Áhyggjur
eru nú miklar meðal starfs-
manna frönsku leyniþjónust-
unnar og annarra þeirra í
Frakklandi sem eiga að sjá um
öryggismál. Ástæðan ku vera
sú að fram eru komin samtök í
Frakklandi sem nefna sig
„Frönsku Frelsisfylkinguna"
og láta heldur ófriðlega. Það
var franska dagblaðið Le
Monde sem sagði frá þessu i
forsíðufrétt í gær. Blaðið sagði
að frá því í júní síðastliðnum
hefði það fengið fjölmörg
skilaboð frá þesum samtökum
um að ríkisstjórnin væri sek
um að gefa eftir arabískum
hryðjuverkamönnum. Sam-
tökin nefndu í bréfum sínum til
blaðsins Líbani sem búsettir
eru í Frakklandi, sem fórnar-
lömb í framtíðinni ef franskir
gíslar í Líbanon yrðu ekki látnir
lausir. „Arabíska hryðjuverka-
menn“ sögðu samtökin vera,
íran, Sýrland og Líbýu. Engin
viðbrögð fengust í gær við
þessari fregn hjá franska
innanríkisráðuneytinu. Frétt
Le Monde kemur í kjölfar hót-
ana frá því í fyrradeag frá hópi
sem ekki gat nafns, um að haf-
in yrði sprengjuherferð í
Frakklandi ef franska ríkis-
stjórnin léti ekki lausa úr haldi
þrjá menn sem verið hafa í
haldi að undanförnu, grunaðir
um ofbeldisaðgerðir.
Fídel Kastró
sem nú er á ráðstefnu óháðra
ríkja í Harare í Zimbabwe,
sagði í gær í ræðu að Vestur-
lönd ættu sök á vopnakapp-
hlaupinu, einnig hvatti hann
þau til að borga skuldir ríkja í
þriðja heiminum. „Þyngsta
byrðin sem heimsvaidastefn-
an hefur lagt á sósíalismann er
það fjármagn sem lagt hefur
verið í vopn.“...„Við eigum á
hættu útrýmingu vegna fá-
tæktar og hungurs sem hefur
komið til vegna þess efna-
hagsskipulags heimsins sem
við sköpuðum ekki, sem kom
til þrátt fyrir okkur og sem er
beint gegn okkur,“ sagði
Kastró.
Konungurinn
í Swazilandi mun vera nokkuð
hressilegur drengur (konung-
urinn er 18 ára að aldri).
Mswati heitir hann og nýtur
mikilla vinsælda meðal þegna
sinna. í gær dansaði hann
innan um þúsundir berbrjósta
stúlkna á mestu hátíðinni þar í
landi, Ncwala. Hann olli þegn-
um sínum hins vegar nokkrum
vonbrigðum þegar hann
neitaði að velja sér brúði úr
hópi stúlknanna eins og hefðir
þarlendar segja til um að kon-
ungur landsins skuli gera.
Mswati, sem kom í heimsókn á
hátíðina frá Englandi þar sem
hann er í heimavistarskóla,
mun hafa kosið sér brúði á há-
tíð síðasta árs, sama ár og
hann varð konungur. Nú mun
hann ekki hafa áhuga á fleiri
konum.
_______________HEIMURINN___________________________
Slysið í Svarta hafinu
Hundrnð manna fómst
Um 400 manns hafafarist eða hafa ekkifundist eftir sjóslysið í Svarta hafinu á sunnudagskvöldið
Moskvu - Allt að 400 manns eru
látnir eða hafa ekki fundist eftir
að stórt sovéskt farþegaskip
sökk á sunndagskvöld eftir
árekstur við sovéskt flutninga-
skip.
Leonyd Nedyak, aðstoðar-
maður í ráðuneyti um flutninga á
hafi, sagði á fréttamannafundi í
gær að björgunarmönnum hefði
tekist að bjarga 836 manns úr sjó
eftir að skipið klofnaði í tvennt
þegar að flutningaskipið Pyotr
Vasev, sigldi á hlið þess. Nedyak
sagði ennfremur að 79 manns
hefðu látist 319 menn væru ó-
fundnir. Hann sagði að eftir því
sem hann vissi best, hefði sá sem
síðast var bjargað, fundist í fyrra-
kvöld, því væri lítil von til þess að
fleiri fyndust á lífi. Samkvæmt
þessum tölum virðist sem þarna
hafi orðið eitt alvarlegasta sjó-
slysið í sögu Sovétríkjanna.
Medyak sagði að á þeim 15
mínútum sem liðu frá því að á-
reksturinn varð, þar til skipið
sökk, hefði ekki verið neinn
möguleiki á að setja út björgun-
arbáta, hvað þá að skipuleggja
björgunaraðgerðir. Hann sagði
að flestir þeirra sem komust af,
hefðu skriðið upp á björgunar-
fleka sem blásast sjálfkrafa út.
Slysið átti sér stað sjö rnílur frá
borginni Novorossyisk, þaðan
lagði skipið upp. Farþegar voru
888 og áhöfn taldi 346, 234 þeirra
björguðust. Af þeim sem björg-
uðust eru nú 29 á sjúkrahúsi.
Medyak vildi ekki gefa upp
neinar upplýsingar um tildrög
slyssins. Hann sagði að skipuð
hefði verið nefnd til að rannsaka
slysið, sjálfur sagðist hann hins
vegar telja það hafa orðið vegna
mannlegra mistaka. Dagblaðið
Izvestia, sagði í gær að slysið
hefði orðið vegna mannlegra mis-
taka, stjórnendur flutningaskips-
ins hefðu haft að engu skilaboð
frá farþegaskipinu.
Ráðstefna óháðra ríkja
Gaddafi skapar ólgu
Harare - Málefni Miðaustur-
landa komust í brennidepil á
ráðstefnu óháðra ríkja í gær
þegar Gaddafi Líbýuleiðtogi
og Ali Khameini, forseti íran,
komu með dramatískar yfirlýs-
ingar um heimsmálin.
Gaddafi mun hafa sagt við
komuna til Harare í fyrrakvöld
að hann vildi leggja niður samtök
óháðra ríkja og skipta heiminum
í tvennt, milli þeirra sem fylgja
iðnríkjum Vesturlanda og þeirra
sem gera það ekki. Khameini
réðist að leiðtogum í írak, and-
stæðingum írans í Persaflóastríð-
inu, og sagði þá stríðsglæpamenn
sem gæfu Hitler ekkert eftir.
Hann krafðist aftöku þeirra og að
írak yrði rekið úr hreyfingunni
sem telur 101 þjóð í þriðja
heiminum. „Hreyfingunni ber
skylda til þess að reka írak,“
sagði Khameini í ræðu á þinginu í
gær. í beinni sjónvarpsútsend-
ingu frá ráðstefnunni mátti sjá
Robert Mugabe, forseta Zimba-
bwe og einnig forseta þingsins,
halda höndum um höfuð sér. Út-
sendingin var síðan rofin skyndi-
lega án nokkurra skýringa.
Þetta er áttunda ráðstefna
samtaka óháðra ríkja sem haldin
er á þriggja ára fresti. Henni var
nú valinn staður í Harare í Zimb-
abwe, til þess að draga athygli
umheimsins að því neyðarástandi
sem nú ríkir í S-Afríku vegna
kynþáttaaðskilnaðarstefnu
stjórnvalda þar í landi. Nú eru 50
þjóðarleiðtogar komnir til Har-
are til að taka þátt í ráðstefnunni.
Rajhiv Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, sagði í ræðu sinni
á þinginu í gær að S-Afríka sé
„suðupottur sem nú er um það bil
að sjóða upp úr.“ „Frelsi í S-
Afrtícu þolir enga frekari bið,“
sagði hann. „Spurningin er ein-
faldlega: Frelsi nú og lífi sak-
lausra þar með bjargað, eða frelsi
síðar, í miklu blóðbaði.“ Gandhi
hvatti þjóðir innan samtaka
óháðra ríkja til að koma á refsi-
aðgerðum gagnvart S-Afríku,
hvort sem aðrar þjóðir gerðu það
eður ei. Þá hvatti hann Banda-
ríkjastjórn og aðrar vestrænar
ríkisstjórnir sem ráða yfir kjarn-
orku, til að taka þátt í banni við
tilraunum með kjarnorkuvopn
með Sovétríkjunum. Einnig
gagnrýndi hann Reagan Banda-
ríkjaforseta fyrir að halda fast við
„Stjörnustríðsáætlun" sína, hún
væri aðeins hættuleg tálsýn um
öryggi sem ýtti undir kjarnork-
usjálfsmorð.
Haft var eftir starfsmönnum á
ráðstefnunni í gær að nú væri rætt
um það bak við tjöldin hversu
harkalega ráðstefnan ætti að
gagnrýna Bandaríkjastjórn fyrir
að afneita tilraunabanni og fyrir
að ætla að hverfa frá því að virða
Salt 2 samkomulagið unt tak-
mörkun vopnabúnaðar stórveld-
anna.
Neil Kinnock. Ræða hans fékk góðar viðtökur verkalýðsleiðtoga í gær.
Neil Kinnock
Heitir milljón nýjum störfum
Neil Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins hélt ígær rœðu
á ársþingi breskra verkalýðsfélaga og hét milljón nýjum
atvinnutœkifœrum og hvatti verkalýðsleiðtoga til að sameinast
Verkamannaflokknum um að koma íhaldsstjórninnifrá völdum
Brighton - Neil Kinnock, for-
maður Verkamannaflokksins í
Bretlandi sagði í gær að ef
flokkur hans kæmist í ríkis-
stjórn eftir næstu kosningar,
myndi hann beita sér fyrir
einni milljón nýrra atvinnutæk-
ifæra og stöðva fjármagns-
streymið úr landi. Þessar ráð-
stafanir yrðu hluti tveggja ára
áætlunar um að koma bresk-
um efnahag aftur á rétt spor.
Kinnock sagði þetta á ársþingi
TUC, breska alþýðusambands-
ins. Hann hvatti breska verkalýð-
sleiðtoga til að styðja Verka-
mannaflokkinn til að koma frá
núverandi ríkisstjórn íhalds-
flokksins sem hefur verið við völd
meðan atvinnuleysi í landinu hef-
ur þrefaldast. Kinnock sagði á
þinginu að nú væri rétti tíminn
fyrir breskan almenning til að
kjósa gegn stefnu forsætisráðher-
rans, Margaretar Thatcher.
Hann sagði þá stefnu hafa leitt af
sér stjórnleysi í efnahag landsins.
„Ég vil að allir skiljisagði
Kinnock, „að við höfum ekki efni
á að láta 11 milljarða punda í
fjárfestingum renna á hverju ári
úr jressu landi sem þarfnast fjár-
festinga svo mjög. Við þörfnumst
þessa fjármagns hér í landi til
endurnýjunar og endurbygging-
ar.“
Kína
Fyrsta kjamoikuverið
Hong Kong - Ríkisstjórinn í
Hong Kong, Sir Edward You-
de, sagði í gær að Kínverjar
myndu skrifa undir samninga
við franskt fyrirtæki um smíði
fyrsta kjarnorkuversins í Kína í
september næstkomandi.
Youde tilkynnti fréttamönnum
þetta þegar hann kom úr fimm
daga ferð til Kína. Hann sagði að
kínverskir embættismenn hefðu
upplýst sig um að samningar yrðu
undirritaðir við forráðamenn
franska ríkisrekna kjarnorku-
tæknifyrirtækisins Framatome,
22. til 24. september næstkom-
andi. Hann sagði að Framatome
myndi framleiða tvo 900 rnegaw-
atta kjarnorkukljúfa sem settir
yrðu í kjarnorkjuver við Daya
flóa sem er um það bil 50 km.
norður af Hong Kong.
Youde sagðist hafa lýst yfir
áhyggjum Hong Kong búa um ör-
yggisráðstafanir við kjarnorku-
verið en kínverskir embættis-
menn hefðu fullvissað sig um að
farið yrði að alþjóðlegum kröfum
um öryggi í kjarnorkuverum.
Ráðgert er að byggingu versins
verði lokið 1992. Samtök í Hong
Kong sem berjast gegn notkun
kjarnorku munu kaupa mest allt
það rafmagn sem framleitt verð-
ur í kjarnorkuverinu. Fulltrúar
þessara samtaka fóru til Peking í
síðasta mánuði með bænaskrá
sem milljón manns í Hong Kong
höfðu skrifað undir. Fóru þeir
fram á það við kínverska ráða-
menn að hætt yrði við fram-
kvæmdirnar.
ERLENDAR
FRÉTTIR
INGÓLFUR ,
HJÖRLEIFSSON
REUIER
Miðvikudagur 3. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13