Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Páll Valsson DJÚÐVIIJINN „Það er lsafirði“ Gyrðir Elíasson ræðir við kollega sinn Geirlaug Magnússon Bókmenntir Geirlaugur Magnússon er sjötíu sólarhringum yngri en Lýðveldið. Eins og fleiri góðskáld er hann ættaður úr Dölum vestra. Basil fursti kenndi honum að lesa; Jó- hannes úr Kötlum þá löngu upp- gefinn á lestrarkennslu, enda viðbröðg Aðalsteins Kristmunds- sonarfremurletjandi... Þegar Geirlaugur um síðir eignaðist göngustaf, varfurstinn allur-og ósnertanlegur. Faðir Geirlaugs var umtals- verður hestamaður, og þar liggja ef til vill rætur þess að Geirlaugur skuli nú vera búsettur með sitt „bókadót" í þeim fjarðarkjapti sem einatt er fullur af hrossum, vænglausum flestum - að vísu. Milli hestasókningar í bernsku og núverandi frönsku og heimspeki- kennslu á Sauðárkróki liggur meðal annars rjómatertuveisla í stærstu leigubílastöð Moskvu- borgar, áfengissmygl með trúar- legu ívafi í Þórshöfn í Færeyjum, rammkatólskt tímabil í Póllandi, hugvekjur í Flábænum, dönsku- kennarastaða á Patreksfirði, og ómetanlegur félagsskapur svart- fætlinga í Aix í Frakklandi. Þar syðra eignaðist Geirlaugur sinn alsírska leðurhött sem hann bar lengi síðan. Sá höttur er nú vendi- lega geymdur og merktur á Mannfræðisafninu í Marseille. Einhversstaðar innanum og samanvið allt þetta urðu til sex ljóðakver. Fyrst kom „annað- hvort eða“, þá „21“, sem mun hafa verið fjölrituð að næturlagi á Kleppsspítala - á fremur vafa- saman pappír. Þar næst kom „undir öxinni", „án tilefnis", „fátt af einum“, og í fyrra kom „þrítíð" út. Og þar með er komið að þessum fororðum að réttlæta tilveru sína; Geirlaugur er semsé að skjóta á braut umhverfis jörðu sinni sjöundu ljóðabók, sem ber nafnið „áleiðis-áveðurs". Og það eiga fleiri afmæli en ör- borgir, bankar og tryggingafélög: eftirfarandi spjall átti sér stað yfir og meðfram fertugastaogöðru af- mæliskaffi Geirlaugs, þann 25. ágúst s.l. í litlu hansoggrétulegu húsi þarsem Skjólbraut heitir - í Kópavogi. Þótt þetta eigi alls ekki að verða eitthvert endalausthelltup.pákaffi viðtal, þá má geta þess að Geirlaugur vill hafa kaffi eins og Eric nokkur Blair vildi hafa te: skeiðin standi eins og óstudd! Og með það er iglunum sleppt... - Pessi nýja bók, „áleiðis- áveðurs“, hvar er hún útgefin? Hún er útgefin á Sauðárkróki. Þar er nú upp risið eitt framsækn- asta forlag vorra tíma, NORÐAN°NIÐUR, sem sumir telja fossbúaframlag, en aðrir sáttmála við höfðingjann í neðra. Hinsvegar er þessi útgáfa á engan hátt tengd byggðastefnu, hvorki menningarlegri né efnahagslegri. - Einhversstaðar sá ég ritdóm um eina af þínum fyrri bókum, þarsem sagt er að þú „daðrir“ við súrrealismann. Eitthvað hœft í því? Hvort ég hafi daðrað við súrr- ealismann, mér er allsendis óljúft að skrifta daður mitt við eitt eða annað. En hvað er súrrealismi? Einhverntímann löngu fyrir ví- deó voru vísir kallar suður í Frans, sem kenndu sig við þetta súrmeti. Nú orðið virðist þetta ná yfir flest matarkyns, hversdags- mat sem nýbakaðar pönnukökur. Gamanlaust, þá hefur enginn sem á annað borð hefur kynnt sér nútímaljóðlist komist hjá þeim skáldum sem kenndu sig við súrr- ealisma eða súrrealistar eignuðu sér. Athyglisvert hversu þeir rák- ust illa í flokki flestir, en nú skilst mér að safnaðarstarf standi með blóma í vesturbænum. Sendu kveðju páfa og kardinölum. - Svo við vendum okkar kvœði. .. eru þá hesta- og drykkju- vísurþeirra skagfirðinga áleitnar? Tíðkast nú hin breiðu spjótin. Satt best að segja hef ég varla orðið var við þennan nafntogaða skáldskap, og grunar reyndar að skagfirðingum sé hann ekki ýkja tamur lengur. Hitt er svo annað mál að ferskeytlan er alls góðs makleg, þótt mér finnist sá stakk- ur helsti þröngur. - / „leiðis-áveðurs“ er Ijóð sem þú tileinkar Degi Sigurðssyni. Manstu þá nokkuð lengur útaf hverju þið börðust á Friðarstrœt- inu í Moskvu? Þetta er reyndar ekki fyrsta ljóðið sem ég tileinka Degi, og jafnvel ekki það síðasta. Dagur er mér, sem og mörgum fleiri nokkurskonar lærifaðir, og kannski er maður alltaf að bera verk sín undir meistarann. Slags- málin á Friðarstræti, á ég að vera að rifja þau upp? Okkur Degi er nú oftar vel til vina, enda maður- inn ljúfmenni. Auðvitað var Bakkus, sá heillakall, með í för og rændi og ruplaði friðarstræt- um þá nótt, óminnishegrinn flaug brott með tilefnið, enginn varð sár en báðir nokkuð móðir. - Um þessar mundir verður mönnum tíðrætt um aukinn Ijóða- áhuga. Geturþú merkt að svo sé? Að minnsta kosti úir og grúir af skáldum og ekki þrífst ljóðið án þeirra, hvort þau eru lesin er vafasamara, það nægir eftilvill að þau lesi hvort annað. Annars er tíðin ekki ljóðholl, menn ofmett- ast fjölmiðlavaðli, gefst enginn tími til íhugunar, sem er lífsnauð- syn vilji þeir njóta ljóða. Upp- lestrarpróf og gæludýrasýningar tengdar þeim, sanna fremur lítið. - Aftast í bókinni eru þrjár þýð- ingar á Nicanor Parra frá Chile. Ég veit að mörgum skáldum er bölvanlega við svona spurningar; en er hann einn af þínum uppá- haldsljóðasmiðum? Uppáhald, ég hef nú að vísu enga listaskráningu á skáldum, en Parra er vissulega ljúfur, eins- og mörg skáld rómönsku Amer- íku. Þýðingarnar eru kannski frekar tilraun að sannfæra sjálfan sig um að maður geti lesið hann á frummálinu. Einhversstaðar framar í þessu kveri vísa ég síðan í þann ágæta Perúbúa, Vallejo, hann var búinn að panta sér himnavist einhvern rigningar- saman fimmtudagsmorgun, en Geirlaugur Magnússon við manntafl lognaðist síðan útaf á föstudegi. Svo eru þarna á vappi provens- alskir trúbadorar, og ef vel er leitað glittir í Þingeying... - tyA poem should be mean“, sneri íslenskt skáld útúr reglu- bróður sínum Archibald Mac- Leish. Sammálaþessu? A Ijóð að vera grimmt eða gott? Mala, eða urra og klóra? Það má í senn mala og klóra, sakar ekki þótt bíti, og umfram allt má það breima. Einsog aðrir kettir verður ljóðið fyrst vansælt þegar það hefur verið gelt og fengið slaufu um háls. En ljóðið er lesandans, svo framarlega sem hann mætir því með opnum huga. - Sem þrautþjálfaður sjálfsút- gáfumaður; hefurðu einhverja skoðun á hvernig gamalgrónu bókaútgáfurnar sitxna Ijóðinu? Mylja þœr undir skáldin? Ég hef litla reynslu af for- lögum, heldur óskemmtilega þó. Mér sýnist að bókaforlög hér- lendis séu rekin á tréfættum grunni, peningalega og hug- myndafræðilega. Þaðverður eng- inn ríkur á að gefa út ljóð, þess vegna er ljóðskáldum aldrei greitt í samræmi við vinnu, helst hægt að borga þeim fyrir jóla- sögu, skáldskapur og hugmynda- fræði lenda ávallt upp á kant fyrr eða síðar. Ég verð að játa að ég kann enga lausn á þessum vanda og mér er stórlega til efs að þetta styrkja og starfslaunakerfi sem ríkisvaldið heldur úti sé til mikils að heldur. í því felst allavega sú hætta að menn hlaupi eftir dutt- lungum pólitíkusa til að missa ekki dúsuna sína. - Hafandi alið manninn útum hvippinn og hvappinn, ertu loks- ins kominn norður undir heimskautsbaug. Sama hvar frómur flækist? Er Sauðárkrókur ekkert verri staður til að krafsa sín Ijóð á, en t.d. Varsjá eða S- Frakkland. Staðsetningin skiptir víst ekki öllu, en auðvitað skilur hvert að- setur eftir sig far. Ég er enn að yrkja um Varsjá þótt ég hafi ekki komið þar í þrettán ár. Það gerist ekki margt norður undir baugnum, vídeóglampinn á góðri leið með að kaffæra þau ljós sem draga nafn af uppvísandi örinni á landakortinu. Maður verður innhverfari á svona stað, frekar sjálfum sér nægur. Og eldri. - Og þér verður ekki tíðhugsað um bókabúðir, kaffihús og skáldaklíkur Reykjavíkur, þegar veturinn varnar útgöngu nyrðra? ► Reykjavík er stærsta og ömur- legasta þorp í heimi. „Öllum haf- ís verri/er taugahrollurinn/í Austurstræti eftir hádegi", kvað Dagur. Hvers er þá að sakna? Annars er sosum eitt gott kaffi- hús í Reykjavík um þessar mund- ir - en ég segi ekki hvar það er! - Að lokum Geirlaugur, og í beinu framhaldi af öllu ofan- sögðu: hefurður rekist á nokkrar galdranornir nýlega? Ekki síðan ég var staddur í Víti á dögunum - því íslenska og ^hitti eina sem var útspekúleruð í wúdú, mig minnir hún vera frá Ástrah'u. En það sem er einum nom er öðrum gyðja. Hinsvegar sendir undirheimalýður mér oft skeyti þegar skyggja tekur. Ég er meira að segja með eitt við hönd- ina núna, barst það raunar hefð- bundna boðleið gegnum Póst & Síma, í því stendur einfaldlega: ÞJÓÐVtLJINN - SlÐA 7 morgunskíma furðu fjölbreytt skordýralíf í þessari fjöldagröf draumanna kliður mótmæla leikfánganna berst um villta gángana kæfir trúarjátningu grammófónsins augun margskorin birtunni rjúfa veggi vefsins að leita dagsins hvar situr afrenndur að skrá þér ákœrur nœturinnar kulið ber þér enn vitni stírur í augum órakaðra veggja límbandið hylur þykkar varirnar sár á gagnauga gerð með eggvopni eggvopni ekkert er oddhvasst utan hendur þínar og orð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.