Þjóðviljinn - 09.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.09.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR TORGK>< Þjóðhagsstofnun Góðærið magnast Nýþjóðhagsspá: Hagvöxtur meiri. Þjóðartekjur aukast. Viðskiptahalli minnkar Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að hagvöxtur ársins 1986 verði talsvert meiri en spáð var í aprfl eða um 5% í stað 3.5%, að viðskiptahallinn verði mun minni en áður hefur verið áætlað, að þjóðartekjur aukist um 7% í stað 5% eins og áður var spáð og að verðbólga á árinu fari niður fyrir 10% þegar upp verður staðið. Þetta kemur fram í endurskoð- aðri þjóðhagsspá sem forsætis- ráðherra kynnti í gær. Spáin er grundvölluð á reynslu fyrstu sjö til átta mánaða ársins. í spánni segir einnig að launabreytingar hafi orðið mun meiri en áætlað hafi verið í kjölfar kjarasamning- anna í febrúar. Spáð er að at- vinnutekjur á mann hækki um allt að 31% að meðaltali. Kauptaxtar að meðtöldum áhrif- um kjaradóms og sérkjarasamn- inga eru taldir hækka um 25% að meðaltali á árinu. Þjóðhagsstofn- un telur að kaupmáttur atvinnu- tekna verði mun meiri í ár en áður var reiknað með og muni hann aukast um 8% á mann að meðaltali frá í fyrra. í spánni segir að sama máli gegni um kaupmátt ráðstöfunartekna heimilanna. fíjörn Björnsson hagfræðingur ASI sagði í gær að með þessari spá fengist enn frekari staðfesting á því að markmið febrúarsamn- inganna hafi náðst. „Þetta þýðir að við göngum til næstu samninga við allt aðrar aðstæður en áður. Við munum ganga til samninga við þær aðstæður að framleiðsla verður í fullum gangi og vaxandi, að jafnvægi verður í viðskiptum við útlönd og að verðbólga verð- ur lægri en sl. 15 ár, þannig að við munum hafa betri forsendur við gerð samninga en verið hefur um langt skeið,“ sagði Björn. Steingrímur Hermannsson sagði í gær á blaðamannafundi að hann þakkaði þetta fyrst og fremst ytri aðstæðum og samn- ingunum sem gerðir voru í árs- byrjun. Hann taldi að nota ætti þennan efnahagsbata einkum á þrennan hátt. í fyrsta lagi til þess að jafna kjörin, í öðru lagi til þess að verja unninn kaupmátt án þess að hleypa verðbólgunni upp og í þriðja lagi til þess að lækka er- lendar skuldir, sem spáð er að verði 52% af landsframleiðslu í ár. -£g. Skrítið. Alls staðar góðæri nema í launaumslögunum! Húsnœðislögin ÁæUanir erfiðar Talsvert borið á því aðfólk á í vandrœðum með að gera kostnaðar- og greiðsluáœtlanir Meðal nýmæla í húsnæðislögu- num sem tóku gildi um síð- ustu mánaðamót eru ákvæði um að senda kostnaðar- og greiðslu- áætlun með umsóknum um lán. Hefur mjög borið á því að fólk er illa í stakk búið að gera kostnað- aráætlun sem þessa og íhuga menn í Húsnæðisstofnun að breyta eyðublöðum og gera áætl- anagerðina auðveldari viðfangs. Helgi Guðmundsson hjá Hús- næðisstofnun kvað þessi ákvæði sett til verndar lántakendum sjálfum. Hann sagði allt of mikið hafa borið á því á undanförnum árum að fólk hafi ráðist í bygging- ar eða húsakaup sem það réði svo ekki við. „Hins vegar hefur kom- ið í ljós að fólk á erfitt með þessar áætlanir, en við erum tilbúnir til aðstoðar í þeim efnum“, sagði Helgi ennfremur. Kostnaðar- og greiðsluáætlun sem fólk á að senda inn með um- sókn um lán þarf ekki að vera ítarleg. Hins vegar verður ná- kvæm kostnaðaráætlun að liggja fyrir amk. þremur mánuðum fyrir útborgun 1. hluta láns. Guð- laugur Gauti Jónsson formaður Arkitektafélags íslands sagði arkitekta alvana að gera slíkar áætlanir og því þýddi þetta ákvæði enga erfiðleika fyrir þá. Allar teikningar að nýbyggingum þurfa að hafa slíkar áætlanir ef þær eiga að teljast lánshæfar hjá Húsnæðisstofnun. Helgi Daníelsson sagði í sam- tali að þar íhuguðu menn breytingar á eyðublöðunum með það fyrir augum að auðvelda fólki kostnaðaráætlanirnar. - v. slenskir unglingar eru greinilega mikið fyrir aðalsmenn, því vinsældum Greit- anna frá Húsavík ætlar aldrei að linna. Blátt blóð rennur um vinsældarlista Rásar 2. Greifarnir Öll lögin á lista Sveinbjörn gítarleikari: Ótrúlegt hvað okkur hefur gengið vel. Ný plata í smíðum Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík á hug og hjörtu íslenskra ungmenna um þessar mundir. Greifarnir gáfu út fjögurra laga plötu fyrir Verslunarmannahelg- ina, Blátt blóð, og hún hitti strax í mark. Lagið Útihátíð lenti um leið á toppi vinsældarlista Rásar 2 og í síðustu viku voru öll lög piötunnar inni í 20 efstu sætum rásarlistans. „Við höfum mikið verið að spila á böllum í sumar og höldum því áfram í vetur. Svo eru í gangi samningar um nýja tíu laga plötu. Við erum fullbókaðir á böllum út þennan mánuð en eftir það ætlum við að fara að æfa af kappi. Við höfum haft svo mikið að gera í sumar að við höfum ekki mátt vera að því að æfa. Okkur er farið að langa til að semja nýtt efni,“ sagði Sveinbjörn Grétarsson gít- arleikari í Greifunum við Þjóð- viljann í gær. Sveinbjörn gat þess til að ein ástæðan fyrir vinsældum Greif- anna væri að undanfarin ár hefðu íslenskar hljómsveitir verið í svo þungum pælingum að fólk hefði verið farið að þrá létta og hressa tónlist eins og Greifarnir flytja. SA. Einvígið Heimsmeistarinn stendur betur Hörkuskák í gœr. Kasparoff virðist vera að ná afgerandi forustu í gær var 14. skákin í einvígi Kasparoffs og Karpoffs um heimsmeistaratitilinn tefld. Kasparoff hafði hvítt og lék kóngspeðinu tvo reiti fram öllum að óvörum í fyrsta leik. Upp kom flókið afbrigði af Spænskum leik og fóru vopnaskiptin aðallega fram á drottningarvæng þótt Kasparoff ætti að vísu mikilvirk- an riddara kóngsmegin. Eftir miklar flækjur og þvæling fram og aftur náði Kasparoff að skipta upp í sigurvænlegt endatafl með þvingaðri leikjaröð. í biðstöð- unni á hann valdað frípeð. Karp- off á að vísu frípeð líka en það er dauðadæmt. Hvítt: KasparofT Svart: Karpoff 1. e4 — e5 6. Hel — b5 2. Rf3 - Rc6 7. Bb3 - d6 3. Bb5 - a6 8. c3 - 0-0 4. Ba4 - Rf6 9. h3 - Bb7 5. 0-0 - Be7 10. d4 - He8 Hvítur hefur meira rými á mið- borðinu og getur nýtt sér það til sóknar hvort heldur sem er á kóngs- eða drottningarvæng ef svartur hefst ekki að. Svartur beinir nú spjótum sínum einkum að e4-reitnum um hríð. 11. Rb-d2 - Bf8 13. Bc2 - exd4 12. a4 - h6 Með þessu gefur svartur lítil- lega eftir á miðborðinu en hyggst bæta sér það upp með framsókn drottningarmegin. Önnur leið var g6 og Bg7 en þá þrýstir hann á miðborð hvíts úr öllum áttum. 14. cxd4 - Rb4 19. Rd4 - Hxa3 15. Bbl - c5 20. bxa3 - Rd3 16. d5 - Rd7 21. Bxd3 - cxd3 17. Ha3 - c4 22. Bb2 - ... 18. axb5 - axb5 Peðið á d3 er bæði sterkt og veikt. Ef svartur nær að koma mönnunum fram til að styðja það yrði það mjög illvígt. Þess vegna hirðir hvítur ekki um peðið á b5 því eftir 22. Rxb5 Da5 23. Rd4 Dc3 stendur svartur vel (Ba6, Re5 o.s.frv.) 22. ... - Da5 25. Rb3 - Db6 23. Rf5 - Re5 26. Dxd3 - Ha8 24. Bxe5 - dxe5 Peðið á a3 fellur og ef til vill hefði verið einfaldast hér að taka það með biskupi (Bxa3) og leika honum síðan aftur upp í borð (Bf8), leika svo b5-b4 og Ba6, Hc8 o.s.frv. Hér í framhaldinu lendir hrókurinn fram á borðið og þá myndast veikleikar í kóngs- stöðunni. 27. Hcl - g6 30. Rg4 _ Bf8 28. Re3 - Bxa3 31. Hcl - Dd6 29. Hal - Ha4 Eftir 32. Dxb5 Hb4 33. Dd3 Ba6 34. Dc2 h5 35. Re3 Db6 fær svartur gott spil fyrir peðið. Djarfur möguleiki hefði verið 32. Dxb5 - Hb4 33. De8 Hxb3 34. Rxh6+ Kg7 35. Dxf7+ Kxh6 36. Hc7 og hvítur hefur vænleg færi þótt staðan sé að vísu óljós. Kasparoff finnur nú snjalla leið. 32. Rc5 - Hc4 34. Rxb7 - cxd3 33. Hxc4 - bxc4 35. Rxd6 - Bxd6 Uppskiptin voru þvinguð. Svartur er nú öðru sinni í skák- inni kominn með frípeð á d3 en þetta peð er dauðanum undirorp- ið eins og forveri þess. Hvítur á sterkt frípeð á d5 sem tryggir honum sigur fyrr eða síðar. 36. Kfl - Kg7 38. Rf2 - d2 37. f3 - f5 39. Ke2 - Bb4 40. Rd3 - Bc3 Hér fór skákin í bið. Peðið á d3 fellur eftir 41. Rc5 Kf6 42. Rb3 og Rxd2. Það er vonlaust fyrir svart að ryðjast með kónginn inn á kóngsvæng, t.d. 42. ... Kg5 43. Rxd2 Kf4 44. Rfl fxe4 45. g3+ Kg5 46. fxe4 og hvítur vinnur. Hvítur gæti þá líka ýtt d-peðinu fram og unnið biskupinn fyrir það. Svartur verður því að reyna að verjast drottningarmegin en það er líka vonlaust. Eftir 42. ... Ke7 43. Rxd2 Kd6 44. Rc4+ Kc5 45. Kd3 Bd4 (biskupinn verður að valda e5-peðið) 46. Ra5 Bb2 47. Rc6 stekkur riddarinn í peðin á kóngsvæng eins og gammur. Það þarf meiriháttar kraftaverk til að bjarga svarti. Flug Frúin í þyrlu Ómar Ragnarsson nauðlenti vél sinni, TF-Frú, uppi á Esju á sunnudagskvöld, flaug of lágt yfir fjallinu og náði henni ekki upp aftur. Vélin skemmdist nokkuð. í gær var þyrla landhelgisgæslunn- ar fengin til að flytja Frúna af fjallinu niðrá flugvöllinn í Mos- fellsdal og gekk ferðin vel. Frúin er 850 kfló. Fyrirlestur Miðalda biskupar á Grænlandi í dag klukkan 17.15 heldur Lou- is Rey fyrirlestur í hátíðasal Há- skólans um grænlenska biskups- dæmið á miðöldum. Louis Rey hefur um langt ára- bil stundað rannsóknir á norður- slóðum, og er helsta rannsóknarsvið hans um tengsl Norðurlanda við Miðevrópu á miðöldum. Fyrirlesturinn er á vegum Minningarsjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright sem er í vörslu Þjóðminjasafnsins. 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.