Þjóðviljinn - 09.09.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.09.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Skógrœktarfélagið Beitarfriðun á Reykjanesi Vilja ríkislaunaban skógrœktarráðunaut Anýafstöðnum aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands, sem að þessu sinni var haldinn í Reyni- hlíð í Mývatnssveit, var sam- þykkt tillaga, sem felur í sér friðun Reykjanesskagans í meira mæli en orðið er. í tillögunni er lagt til, að athug- aðir verði möguleikar á því, að leggja með öllu niður sauðfjárbú- skap á Reykjanesi. Komið verði upp fjárheldri girðingu „frá Krísu- víkurbergi í Kleifarvatn og frá því norðanverðu í skógræktar- firðingu Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar í Undirhlíðum". Telur fundurinn þetta „eðlilegt fram- hald af þeim friðunaraðgerðum, sem nú standa yfir í námunda við þéttbýlið á suðvesturhorni lands- ins.“. í annan stað var samþykkt, að athugaðir verði möguleikar á því, að brunatryggja skóglendi og koma þar upp brunavörnum. Þá var talið brýnt orðið að ráðinn yrði sérstakur ráðunautur í skóg- rækt og greiði ríkið laun hans í samræmi við það sem gildir um ráðunauta búnaðarsamband- anna. Verður þessum ályktunum fundarins, sem og öðrum, sem samþykktar voru, gerð betri skil hér í blaðinu síðar. Á fundinum flutti dr. Vil- hjálmur Lúðvíksson erindi, sem hann nefndi: „Hugleiðingar um framtíð skógræktar á íslandi". Var erindi dr. Vilhjálms allar at- hygli vert og líklegt til þess að vekja auknar umræður um ís- lenska skógrækt, sem nú er meir í brennidepli en oft áður. Mun blaðið greina nánar frá erindinu og skoðunum fundarmanna á því, sem ekki féllu allskostar í einn farveg. Að þessu sinni fór fram kosn- ing á tveimur aðalmönnum í stjórn Skógræktarfélagsins. Kosningu hlutu: Sveinbjörn Dag- finnsson og Baldur Helgason. Jón Bjarnason, skólastjóri á Hól- um, var kosinn varamaður í stjórnina, til næstu 3ja ára og Ólafía Jakobsdóttir til eins árs. -mhg Grafarvogur Búseti byggir „Byggingarmál húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta standa nú þannig að við höfum úthlutað Hagvirkja þeim 15 íbúðum sem við fcngum lán fyrir. Síðan er hugmyndin að kaupa þær íbúðir aftur“, sagði Páll Gunnlaugsson formaður Búseta í samtali við Þjóðviljann. „Við ætluðum að byggja 46 íbúða blokk í Grafarvogi en feng- um aðeins lánveitingu fyrir 15 íbúðum, eða þremur hæðum. Þar sem það er ekki hagkvæmt að byggja einungis hluta blokkar- innar, frestuðum við fram- kvæmdum og nú er Hagvirki lóð- arhafi. Við tókum til þessa ráðs vegna þess að við vildum ekki hefja starf með svo lítið fé í hönd- uín. Við gerum okkur vonír um að fá lánveitingu fyrir fleiri íbúð- um eða jafnvel öllum íbúðum blokkarinnar og fari svo lítur dæmið út eins og í byrjun starfs- ins“. -GH Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Telpnameistari, lengst til vinstri, teflir við Hannes H. Stefánsson Drengjameistara Islands. Ólafur H. Ólafsson stjórnaði skákmót- inu. Hér horfir hann spenntur á skákina. Ljósm.: Sig. Skáksambands íslands Hannes vann Þjóðviljabikarinn Guðfríður Lilja Grétarsdóttirvarð Telpnameistari. 38 krakkartóku þáttímótinu Um helgina var haldið skákmót fyrir 14 ára og yngri á vegum Skáksambands Islands. Keppt var í húsi Taflfélags Reykjavíkur. Alls tóku 38 keppendur þátt í mótinu og komu þeir víðs vegar að af landinu. Keppt var um far- andbikar sem nefndur er Þjóð- viljabikarinn og um hann hefur verið keppt í rúin 20 ár. Einnig voru bókaverðlaun fyrir 5 efstu sætin. Sigurvegarinn varð Hann- es H. Stefánnson 14 ára úr Rcykjavík og fékk hann 9 vinn- inga af 9 mögulegum. Ber hann nú titilinn Drengjameistari Is- lands. í öðru sæti varð Sigurður Daði Sigurðsson 14 ára úr Reykjavík, með 8 vinninga. f þriðja sæti varð Þröstur Árnason 14 ára úr Reykjavík með 7 vinninga af 9. Þrír piltar voru með 6 vinninga af 9 mögulegum. Þeir heita: Héð- inn Steingrímsson úr Rvík. Rún- ar Sigurpálsson 13 ára frá Akur- eyri og Rafn Jónsson 14 ára úr Rvík. Aðeins 3 stelpur tóku þátt í mótinu.Guðfríður Lilja Grétars- dóttir 14 ára úr Reykjavík fékk 5 vinninga. Hún varð þar með Telpnameistari íslands. -SA. Lánsréttur Samfelldar greiðslur eru nauðsynlegar Sigurður E. Guðmundsson framkvœmdastjóri Húsnœðisstofnunar: Löggjafinn gerir ráðfyrir óslitnum greiðslum í lífeyrissjóð áður en sótt er um. Erum í viðræðum við ráðuneytið Hólabrekkuskóli Bíðum enn Staðan er óbreytt, hér vantar ennþá kennara fyrir þrjá bekki yngstu barnanna og við bíðum eftir því hvort fræðsluyfirvöld hafa einhverja lausn á málinu, sagði Sigurjón Fjeldsted skóla- stjóri Hólabrekkuskóla í gær. „Samkvæmt samþykkt skólastjóra- og yfirkennarafél- agsins mun ég ekki mæla með því við ráðuneytið að ráðnir verði réttindalausir kennarar hingað. Við getum ekki heldur leyst þetta með því að steypa saman fleiri bekkjum, ég er þegar búinn að því og útkoman er sú að í 7 ára bekkjunum eru um 27-29 börn í hverri deild.“ -vd. Listahátíð Góður hagnaður Salvör Nordal framkvæmdar- stjóri listahátíðar sagði í samtali við Þjóðvifjann að búið væri að gera bráðabirgðauppgjör vegna listahátíðar 86. Staðan í dag er þannig að það er rekstraraf- gangur upp á 300 þúsund krónur. „Ef til vill á einhver kostnaður eftir að koma fram, enda er þetta aðeins bráðabirgðauppgjör," sagði Salvör. Ekki er búið að á- kveða hvað gert verður við pen-1 ingana, en þeir renna líklega upp í áframhaldandi rekstur listahá- tíðar. Salvör sagði að hún væri mjög ánægð með stöðuna. „Það hefur ekki verið tekjuafgangur af listahátíð síðan ’78“. - SA. „Ég lít þannig á að skilningur löggjafans sé ótvírætt sá að um- sækjendur um lán þurfi að hafa greitt iðgjöld til Iffeyrissjóða ós- litið í 24 mánuði áður en sótt er um lán. Við eigum í viðræðum við fclagsmálaráðuneytið um málið eins og svo mörg önnur en það er engin deila uppi um þetta atriði“, sagði Sigurður E. Guð- mundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar í samtali við Þjóðviljann í gær. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá um helgina virðist misjafnt hvernig menn vilja túlka ákvæði í nýju húsnæðislögunum um lánsrétt einstaklinga. Þurfi um- sækjandi að hafa greitt óslitið í lífeyrissjóð í 24 mánuði áður en sótt er um, gætu verkföll eða aðr- ar vinnustöðvanir leitt til þess að fóik missi réttinn til láns. Sigurður sagði í gær að enn væri óljóst hvernig brugðist yrði við þegar óvænt tilvik eins og þetta kæmu upp, en það myndi væntanlega skýrast í þessum mánuði. Hann sagðist þeirrar skoðunar að taka ætti á slíkum málum af skilningi, eins og hann orðaði það. - gg- Þriðjudagur 9. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.