Þjóðviljinn - 09.09.1986, Blaðsíða 7
Annar tappinn fallinn af tveimur. Guðbjörg í einni þrautinni.
Hér átti að fella þverprikið án þess að hreyfa við þeim sem standa uppá endann, og það tókst Ríkharði. (Myndir: Sig.).
fara villulaust í gegnum brautina
báðar umferðirnar, sem er talinn
einkar góður árangur, - þeim
Einari Halldórssyni og Garðari
Ólafssyni, en Garðar fór sjö sek-
úndum hraðar, og varð íslands-
meistari karla, fékk bikar, utan-
landsferð og Mözduna. Einar
verður að hugga sig við að aðalat-
riðið er að vera með, þótt honum
finnist það eflaust frekar þunnur
þrettándi. Hinsvegar getur Einar
glaðst yfir úrslitum kvenna-
keppninnar, því að þar sigraði
Auður Yngvadóttir, eiginkona
hans. Hún fékk þó enga ferðina
því þær reglur giltu að slík skyldi
aðeins veitt þeim sem enga hefði
fengið áður, og var hin heppna
Inga Kristjánsdóttir frá Eskifirði
sem var í fjórða sæti kvenna.
Við tókum þann kostinn að
fylgjast með hjónunum Ríkharði
Jónassyni og Guðbjörgu Sig-
mundsdóttur frá Egilsstöðum, og
látum myndirnar tala.
Á sunnudag var mikið um að
vera á piani Bílaborgar við Ár-
túnshöfða, bílar mjökuðust
fram og aftur og áhorfendur
horfðu á spenntir, - þetta var
íslandsmeistarakeppni í öku-
leikni á vegum Bindindisfé-
lags ökumanna.
Forkeppni hefur farið fram í
sumar á um þrjátíu stöðum víðs-
vegar um land og nú mættu sigur-
vegararnir til keppni sín á milli.
Það setti svo aukaspennu í mótið
að Bílaborg hafði heitið þeim
Mazda-bíl sem tækist að komast
villulaust gegnum brautina.
Tveimur keppendum tókst að
Ökuleikni
sekúnaífr
s/<ipta
ö/iu
Aðalatriðið ersamtað vera með
Beltið er algjör skylda, líka þótt ekið
séáhægari nótunum.
Umsjón:
Mörður
Árnason
Ríkharður og Guðbjörg athuga
stigin, - hvort er hærra?
Þriðjudagur 9. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7