Þjóðviljinn - 09.09.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 09.09.1986, Side 4
LEIÐARI Góðæríð og láglaunastefnan Það ríkir góðæri. Bullandi góðæri svo menn muna ekki aðra eins hagsæld til lands og sjávar um langan aldur. Góðærið hefur meira að segja hlotið tölfræðilega staðfestingu, -einskonar opinberan löggildindarstimp il'. Hinir spöku reiknimeistarar Þjóðhagsstofnunar hafa nefnilega sent frá sér gagnmerkt plagg, sem heitir endurskoðuð þjóðhagsspá. Og sjá: þar er upp Ijóstrað fyrir lýðum að hagvöxtur verði miklu meiri á þessu ári en bestu menn höfðu spáð. Viðskiptahalli við útlönd minnkar sömuleiðis stórlega frá fyrri spám. Mildur alvaldur þjóðarinnar, Steingrímur Hermanns- son, boðar af þessu tilefni fjölmiðlasveitir á vettvang í gærdag til að lýsa því yfir að mörgu árin sjö séu liðin og íslenska þjóðin búi nú við velsæld meiri en áður. Til að fullkomna myndina vantar í rauninni ekkert nema lúðrablástur og fagnaðaróp í fjarska, nema ef vera skyldi grænan geislabaug í kringum framsóknar- legt höfuð forsætisráðherra. Því auðvitað er góðærið honum og ríkisstjórninni að þakka! Og láti að líkum mun þess væntanlega skammt að bíða að hann flytji opin- berar þakkir sjálfum sér, Framsóknarflokknum og ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins fyrir fjölgun þorska í hafi, aflabrest hjá samkeppnisþjóðum og þarafleiðandi hærra afurðaverð, að ógleymdum deilum olíufursta í Austurlöndum fjær sem leiddu til hríðlækkandi olíu- verðs. En vantar ekki eitthvað í myndina? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur forsætisráðherra gleymdi, þegar hann var að lýsa góðærinu? Vissulega. Hann gleymdi til dæmis að geta þess, að það hefur aldrei gengið jafn illa að manna stöður hjá hinu opinbera. Hann gleymdi að geta þéss að gott fólk flýr nú unnvörpum úr þjóðþrifastörfum hjá ríki og bæjar- félögum, af því það getur ekki lifað af launum sem hið opinbera býður. Það er núverandi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á þeirri grimmilegu láglaunastefnu sem rekin ergagnvartfólki í starfi hjá hinu opinbera. Vegna hennar hefur aldrei gengið jafn illa að manna kennarastöður og nú. Fjöldi kennara sem búinn var að ráða sig fyrir veturinn hefur kosið að hverfa að öðrum, betur launuðum störfum í einkageiranum. Skólastjórarstanda uppi ráðalausir, og neyðast jafnvel til þess við upphaf skólahalds að senda heilu bekkina heim vegna þess að þeir hafa enga kenn- ara! Sömu sögu er að segja af menntuðum fóstrum. Þær fást ekki til starfa vegna ótrúlega slæmra kjara. Og Sóknarkonurnarsem gjarnan hafa hlaupið undir bagga þegar neyðin var stærst vilja helst ekki lengur starfa á dagvistarheimilunum vegna láglaunastefnunnar. For- stöðukonur sumra heimilanna hafa þegar þurft að bregða á það neyðarráð að loka deildum. Sjúkraliðar boða fjöldauppsagnir því þeir geta ekki lengur sætt sig við laun, sem ekki er hægt að lifa af. Hvers vegna gerist þetta? Vegna þess einfaldlega að góðæri mannsins með græna geislabauginn nær ekki til láglaunahópanna. Það sneiðir gersamlega hjá garði allra þeirra sem vinna hjá ríkinu. Kennarar, sem sinna þýðingarmiklu uppeld- isstarfi fá engan hlut í góðærinu. Ekki heldur fóstrurnar, Sóknarkonurnar, fiskverkafólkið, - enginn sem er í raunverulegum láglaunastéttum nýtur góðærisins. Góðærið virðist því miður leiða til þess eins að þeir sem höfðu það gott fyrir, munu hafa það enn betra eftir. Hinir fá enn að éta það sem úti frýs. í sama mund og forsætisráðherra boðar til blaða- mannafundar til að upplýsa þjóðina um bullandi góðær- ið, þá er láglaunastefna ríkisstjórnarinnar aö hrekja gott fólk úr störfum fyrir hið opinbera. Það er sérstök ástæða til að óska Steingrími Herm- annssyni og ráðherrum hans, til hamingju með þá fá- gætu stjórnvisku sem í þessu birtist. Mállausir og óskrifandi Giftuleysi Framsóknarflokksins hefur orðið flokks- mönnum nokkuð umhugsunarefni, en einsog þjóð veit hefur gengi flokksins dalað stöðugt á meðal þjóðarinn- ar. Ungurblaðafulltrúi SÍS, Helgi Pétursson, steypiryfir sig kufli sjálfsgagnrýninnar í anda hins gengna leið- toga, Maó-tse-tung, og fremur óvægilega krufningu á flokknum í nýlegri grein. Og einsog vænta mátti kemst hann að þeirri niðurstöðu, að þingmenn og forysta flokksins eigi verulega sök á vandanum. Þeir „skrifa ekki í blöð“. Þeir halda ekki erindi í útvarp. Þingmenn Framsóknarflokksins tala minnst allra í málum á þingi. Sumir svo sjaldan að það heyrir til tíðinda meðal ann- arra þingmanna og fréttamanna þegar þeir taka til máls.“ Mönnum hefur að sönnu verið hulin ráðgáta af hverju aldrei heyrist neitt frá þingmönnum Framsóknarflokks- ins. En nú hefur sem sagt fyrrum ritstjóri málgagnsins og núverandi blaðafulltrúi SIS svipt hulunni af leyndar- dómnum: Þeir kunna ekki að skrifa og eiga erfitt um mál. -ÖS 9 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 „Áhrif verkalýðsfélaga fara þverrandi í Bandaríkjunum“ innan tækni- og sérsviða, þar sem starfsmenn væru sérmenntaðir. Sem dæmi nefndi hann tölvufyrir- tækin IBM og Texas Instruments, sem hefðu samið beint við sína starfsmenn og hvatt þá til að ganga ekki í verkalýðsfélög. Hins vegar gæti það haft í för með sér öfuga þróun nú, þar sem þessi fyrirtæki Ihafa orðið að segja upp fólki og margt af því hefur gengið í verka- lýðsfélög vegna þess að því finnst að umfjöllun um þeirra mál hafi < „Það er ekki hægt að ætli | þess að starfsmenn séu tryggir fyr-1 I irtækjunum þegar Qárhagsvandi I steðjar að og þeir eiga á hættu að | missa atvinnuna, eftir að hafa I L kannski unnið í áratugi fyrir sama ' [j fyrirtækið. Þessir starfsmenn fundu I enga þörf fyrir verkalýðsfélag áður en nú er kannski annað "r>“* KLIPPT Kvikmyndir og verkföll Hafið þið spurt ykkur að því, hve frjáls sú kvikmyndagerð er, sem stjórnast af „frjálsum mark- aði“? Hafið þið til dæmis tekið eftir því, að það eru viss fyrirbæri í þjóðfélaginu, sem hafa fyrr og síðar haft gífurlega þýðingu fyrir miljónir manna, sem sjaldan eða aldrei eru gerð að efni í kvik- mynd? Eitt slíkt efni eru verkalýðsfé- lög og vinnudeilur. Það vakti feiknaathygli fyrir nokkrum árum, þegar gerð var þokkaleg bandarísk kvikmynd um Normu Rae, unga konu í vefnaðarverk- smiðju, sem ræðst í þá hetjudáð að stofna verkalýðsfélag í „sólar- beltinu“ svonefnda með aðstoð erindreka frá Austurströndinni. Slíkt efni hafði lengi verið óhugs- andi þar í landi. Menn mundu ekki í svipinn eftir annarri am- rískri mynd um vinnudeilur en Salt jarðar, sem gerð var meira eða minna í sjálfboðavinnu og komu þar við sögu ýmsir þeir kvikmyndamenn sem McC.arthy- isminn hafði sett í bann. Og það er mjög vafasamt að nú á tímum Rambós og Reagans fengist nokkur sá, sem þyrði að leggja fé í jafn „hættulegt“ efni og verkföll og vinnudeilur. Mark- aðslögmálin tryggja öllum frelsi jafnt - en sumir eru, eins og Orw- ell sagði, jafnari en aðrir. „Jafn- astir“ verða þeir, sem vilja efna í stórglæsileg filmuævintýri, þar sem amrískir súpermenn þessa heims og annarra lemja and- skotann illskufláan sundur og saman og blása ekki úr nös. „Þverrandi áhrif“ Það var reyndar verið að tala um bandarísk verkalýðsfélög í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var. í viðtali við bandarískan hagfræðing, Jack Barbash. Fyrir- sögnin var í anda þess, sem við vitum að Morgunblaðið helst vill: „Áhrif verkalýðsfélaga fara þverrandi í fíandaríkjunum". Barbash finnur á þeirri stað- hæfingu ýmsar skýringar - og tel- ur þá fyrsta, að markaðir eru orð- nir alþjóðlegir: hann á við það, að ef að Japanir ráða um 30% af bflamarkaðinum þá verði þeim mun erfiðar fyrir bandaríska bíla- smiðasambandið að knýja fram kauphækkanir, sem geri banda- ríska bfla dýrari en þeir eru. Þetta er vandi serr hefur orðið mun stærri á óðrum sviðum: þegar verkalýðsfélög hafa kannski tryggt sæmileg kjör þeim sem starfa að vefnaði og fatagerð í Evrópu, þá grípa kapítalistar það ráð, að koma framleiðslunni fýrir í Thailandi, þar sem vinnuafl kostar ekki neitt vegna út- breiddrar barnaþrælkunar og veikrar stöðu verkalýðshreyfing- ar (ef hún er þá til). Við því að markaðurinn er alþjóðlegur er náttúrulega til lengdar ekki til annað svar en að verkalýðshreyf- ingin verður að vera alþjóðleg. „Réttur“ lítilsvirði Barbash segir að verkalýðsfé- lög nýti sér ekki verkfallsréttinn að sama skapi og þau bandarísku „enda vœri heimskulegt að fara í verkfallþarsem ríkir 7% atvinnu- leysi og miklir möguleikar á að ráða ófélagsbundna verkamenn í þeirra stað“. Því hafi verkfalls- rétturinn í rauninni „lítið gildi“ í Bandaríkjunum. Þetta eru athyglisverð orð: þau minna á þá staðreynd sem margir láta sér sjást yfir, að eitt er að hafa formlega rétt t.d. til að fara í verkfall - annað að geta notað þann rétt. Þegar ýmislegt í hefð, opinberum afskiptum og þrýst- ingi (stundum glæpsamlegum) frá kapítalistum sameinast um að veikja verkalýðsfé'ögin þá kemur það á daginn, að verkfallsréttur- inn verður formið eitt. Og þá kemur upp sú staða, sem dregur það sterklega fram hve mikill munur er í rauninni staðfestur - enn að minnsta kosti - milli bandarísks þjóðfélags og hins ís- lenska: það þýðir ekki að fara í verkfall þar fyrir vestan vegna þess að það er nóg af verk- fallsbrjótum og það eru þeir sem lög og hefðir vernda! OG SKORIÐ Þeir sem sjá að sér Barbash kemur að athyglis- verðum hlutum þegar hann segir frá stórfyrirtækjum eins og IBM, sem hafi reynt að halda starfs- mönnum sínum utan verka- lýðsfélaga með fýrirheitum um atvinnuöryggi og fleiru. En nú, þegar IBM og aðrir hafa sagt upp fjölda fólks, þá kemur að því að mönnum finnst að þeir hafi verið * ranglæti beittir og þá snúa þeir sér til verkalýðsfélagsins, sem þeir áttu að vera komnir í fyrir löngu: „Þessir starfsmenn fundu enga þörf fyrir verkalýðsfélag áður fyrr, en nú er kannski annað uppi á teningnum. Þannig er möguleiki á að fjöldi meðlima í verka- lýðsfélögum gæti verið á uppleið aftur". Þetta minnir á það, hve skammgóður vermir það getur verið að hlusta á áróður þeirra, sem vilja láta verkalýðshreyfing- una lönd og leið vegna þessa, að þeir halda að ÞEIR sjálfir séu svo snjallir og þurfi ekki á samtökum að halda. Hér er líka með nokkr- um hætti komið að málum, sem ýmsir ágætir verkalýðsfrömuðir beggja vegna Atlantsála hafa ver- ið að velta fyrir sér: Hvernig má komast hjá því, að verkalýðs- hreyfingin verði fyrst og fremst athvarf þeirra sem fara halloka í yfirstandandi tæknibyltingu, meðan þeir sem eru ofan á, með trygg störf og allgóðar tekjur, eru innlimaðir í fyrirtækin ef svo mætti segja, gerðir samábyrgir og kannski að nokkru meðeigendur og stefnt í þjóðfélagsstöðu, þar sem þeir fjandskapast við þá, sem minna mega sín, og við þá hjálp sem þeir eiga í verkalýðssam- tökum. -AB UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéc son. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garöar Guöjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friöþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víöir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Roykjavík, sími 681333. Augiýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 500 kr. 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 9. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.