Þjóðviljinn - 09.09.1986, Side 5
AFMÆU
Skúli Alexandersson
Sextugur í dag
Skúli!
Pað er margs góðs að minnast
frá löngu samstarfi okkar í póli-
tíkinni. Margt er líka að þakka,
margt gott að þakka: ósérplægni
þína til dæmis og ódrepandi
dugnaðinn, - og drengskap þinn.
Þú hefur alltaf verið sannur félagi
félaga þinna. Manna hollastur í
flokki. Betur ef slíkt hið sama
mætti segja um alla þá sem nú
ráðskast mest með stefnumál ís-
lenskra sósíalista. Hollir menn,
hollur flokkur. Ekki meira um
það.
Margs góðs að minnast, sagði
ég. Af hverju geri ég þá ekki út-
tekt á því í Blaðinu Okkar í tilefni
af sextugsafmæli þínu? Af því að
ef vel ætti að vera mundi þetta
verða svo ógurlega langt; það
mundi taka svo mikið pláss frá
öðru efni mikilvægara í blaðinu.
Ritstjórarnir mundu segja að ég
yrði að stytta þetta til stórra
muna, skera niður. Og ég mundi
vitaskuld verða reiður og segja
þeim að þeir gætu bara étið það
sem úti frysi. Og fyrr en varði
mundi einhver „áreiðanleg heim-
ild“ hlaupa með deilumálið í DV
eða Helgarpóstinn.
Ekki þar fyrir, - ritstjórarnir
mundu auðvitað hafa á réttu að
standa. Eins og nú er komið
mundi auðvitað enginn heilvita
Þjóðviljalesandi nenna að pæla í
gegnum langloku um gamlan
félagsmála- og atvinnumálapuð-
ara sem er bara einn óbreyttur
landbyggðarþingmaður og þar að
auki Sandari.
Já, hann hefur breyst, Þjóðvilj-
inn okkar. Tímarnir hafa líka
breyst. Nútíminn gerir aðrar
kröfur en. gerðar voru í gamla
daga.
Sameiginlegur kunningi okkar
(ekki alveg laus við ótuktarskap)
segir að meðal merkilegra greina
frá gáfuðu lærdómsfólki sem of-
annefnt „málgagn sósíalisma,
þjóðfrelsis og verkalýðshreyfing-
ar“ hafi sankað að sér til birtingar
á næstunni séu:
1. Þróun sonnettuskáldskapar
við Oxfordháskóla á árunum
1867-1872.
2. Samanburður á kvikmynda-
gerð Frakka og Japana síðasta
áratuginn.
3. Það sem Stuðmönnum þótti
merkilegast við matargerðarlist
Kínverja.
3. Engjasláttur í skáldsögum
Halldórs Laxness. (Framhalds-
greinaflokkur upp á sjö heilsíður
samtals).
5. Hversvegna er ekki hægt að
velja úr fleiri rauðvínstegundum
en fjórum í Þjóðleikhússkjallar-
anum?
6. Jesús og ég. - Viðtal við Ing-
ólf í Útsýn um túlkun hans á verk-
um Hándels og Bach.
7. Undirtónarnir undir undir-
tónunum í söng Megasar.
8. Geta sannir vinstrimenn sætt
sig við að fá bara að fara með
blessunarorðin í kirkjum lands-
ins á meðan menn eins og Davíð
Oddsson komast upp með að
flytja þar heilu predikanirnar?
Eru ekki allir jafnir fyrir Guði?
9. Stefnuleysið í poppþáttum
hljóðvarps og sjónvarps.
En -, Skúli minn, hvað sem
þessu líður megum við fyrir alla
muni ekki segja að Þjóðviljinn sé
orðinn ómerkilegra blað en hann
var þegar við vorum ungir og hrif-
umst af boðskap hans og urðum
fyrir bragðið báðir tveir það sem
við höfum verið síðan: sósíalist-
ar. Þvert á móti. Þjóðviljinn er
auðvitað orðinn miklu merki-
legra blað - sem slíkur. Sem slík-
ur.
Jamm.
Og svo er bara að óska þér til
hamingju með afmælið.
Við Guðrún hlökkum til að
hitta ykkur Hrefnu og aðra ágæta
félaga vestur á Hellissandi í
kvöld. Það verður gaman. Það
verður kannski ekki mikið talað
um listirnar og Menninguna með
stórum staf. En það verður gam-
an samt.
Jónas Arnason.
Það er við hæfi að hylla félaga
Skúla og samfagna honum með
áfanga á lífsleiðinni. Allir vita að
hann er ekki ástvinur kvótasetn-
ingar en hvað sem líður ártölum
og áratugum þá lætur hann ekki
setja sér neinn aldurskvóta. Þess
vegna er það í raun undarlegt að
vera að senda honum kveðju í
tilefni 6 tuga lífshlaups svo ungur
er hann enn í andanum, svo albú-
inn ætíð til átaka. íturhress finnst
mér hann hann oft bera með sér
óþreyju stráklingsins og víst er að
vettlingatök og óþarfa vafstur eru
honum víðs fjarri. Þó er hann
fyrst og síðast fulltrúi einlægni,
hlýju og grómlausrar gleði sem
gjarnan endurómar í hlátri hans
sem er að minsta kosti vestur-
landsfrægur fyrir sakir óvenju-
legrar útgeislunar. En jafnhliða
léttri lund og leiftrandi kátínu á
góðum stundum er hann einnig
maður alvörunnar, fastur fyrir og
enginn skyldi bregða honum um
skapleysi. Hann hefur fastmótað-
ar skoðanir og fylgir þeim eftir af
festu og þunga. Skúli er hinn
dæmigerði félagsmálamaður sem
bæði hefur verið í forystu fyrir
fólkinu og jafningi þess um leið.
Félagsmálasaga hans á Hellis-
sandi er farsæl hið besta og ekki
síður virk þátttaka í lífi fólksins
þar, striti þess og störfum öllum.
Þannig eiga þingmenn að vera, í
náinni snertingu við kjör og að-
búnað alþýðu manna. Ætíð
reiðubúnir til þátttöku í hverju
því sem skilað getur fólkinu fram
á veg og um leið tilbúnir að fara í
fylkingarbrjósti ef þess er farið á
leit. A Alþingi er Skúli ódeigur í
orðahríð, vaskur til varnar og
sóknar og dregur þar hvergi af
sér. Yfirburða þekking á undir-
stöðugrein þjóðarbúsins kemur
að góðu gagni ásamt fjölþættri
reynslu af vettvangi félagsmála.
Hann hefur eignast þar sem ann-
arsstaðar ágæta vini og félaga
sem meta hann að verðleikum
fyrir skýrar skoðanir og óraga
einbeittni samfara sáttfýsi ef svo
vill horfa. En vinsældir hans þar
og er heima í héraði bindast ekki
síst þessum einlæga og notalega
persónuleika sem veldur því að
það er svo gríðarlega gott að una í
návist hans og eiga hann að vini.
Og nú þori ég ekki að mæra Skúla
meira svo ekki hljótist af alvar-
legri hlutir því endilega vil ég eiga
hann að góðvini áfram.
Um leið og við Hanna sendum
þér hjartanlegar heillaóskir er
Hrefnu samfagnað með þér og
henni sendar hlýjar kveðjur.
Heill félaga Skúla með óragan
aldur þó kirkjubækur segi sitt.
Megi Vesturlands jarl vel una ó-
gleymdum áratugum.
Helgi Seljan
Þegar þingmaður þess flokks,
sem ég hef stutt gegnum tíðina,
tók upp á því að verða sextugur,
kom sá þanki að mér að nú, - já
akkúrat núna, - væri ástæða til að
brjóta gegn gamalli ákvörðun,
sem sagt þeirri að skrifa hvorki
afmælis- né minningargreinar.
Ég nughreysti mig með því, að
ég gæti þó alltaf hætt við að senda
hinni þríheilögu ritstjórn Þjóð-
viljans skrifin, settist síðan út í
sólskinið og tók til að skrifa um
Skúla sextugan.
Ég á því einstaka láni að fagna,
ásamt fáum hundruðum annarra
íslendinga, að hafa alist upp í
Neshreppi utan Ennis. Ég man
því eftir Skúla frá þeim árum,
þegar hann fór að láta að sér
kveða í pólitík og atvinnulífi þess
byggðarlags. Þó að á þeim árum
hafi ég ekki verið mikið farinn að
gefa gaum að pólitík fann ég fyrir
þeim straumum aðdáunar á
dugnaði og krafti til félagsstarfs
og framkvæmda, sem athafnir
Skúla og félaga hans vöktu í
byggðarlaginu. Og ekki varð
maður síður var við virðingarb-
landna öfund pólit skra andstæð-
inga vegna þess starfs sem unnið
var.
En þótt Skúli hafi aflað vinstri
hreyfingu meira fylgis en fyrir-
finnst annars staðar, nema ef
vera skyldi á Austurlandi, þá
hafa gamlir fordómar örugglega
komið í veg fyrir að það yrði enn
meira. Því oft man ég eftir að
hafa heyrt setningar í þessum
dúr: „Ég myndi kjósa hann
Skúla, ef hann væri ekki komm-
únisti!“
Það er þó ekki umdeiluvert, að
enginn sem unnið hefur að
sveitarstjornarmálum í Nes-
hreppi undanfarna áratugi hefur
haft meiri og betri áhrif á viðgang
sveitarfélagsins en Skúli.
En þótt Skúli hafi verið á kafi í
félagsmálum og fiski í sinni
heimabyggð, þá gaf hann sér
jafnframt tíma til að starfa af
krafti að kjördæmis- og lands-
málum. Það var því einhugur urn
það hjá okkur Alþýðubandalags-
KONUR OG KJÖR
Konur stöndum saman
Þjóðviljinn spyr
1. Hvað veldurað illa gengurí
kjarabaráttu kvenna? "
2. Hvað er til ráða?
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir svarar
1. Til þess eru ýmsar orsakir.
Sú fyrsta er að ekki er langt síðan
konur komu almennt út á vinnu-
markaðinn. Þær fóru tíma og
tíma, oftast til vinnu fyrir ein-
hverju sem heimilið vantaði.
Fram á síðustu ár hafa heimilis-
störf ekki verið metin til starfa
(sbr. svör unglingsins: „Hún
mamma vinnur ekkert, hún er
bara heima.“) Konur eru oft
öryggislausar þegar þær byrja á
vinnustað. Yfirmaður notar sér
það gjarnan, hvort sem hann er
karl eða kona.
Konur sem fara til stéttarfé-
lagsins fá oftar en ekki snuprur
fyrir að vera að klaga. Þetta
stuðlar m.a. að því að konur
nöldra út í horni en standa illa
saman. Þær líta gjarnan á stétt-
arfélagið sem einn kröfuhafann
enn og vilja ekki af því vita. En
séu konur virkar og það er sem
betur fer nokkuð stór hópur, þá
er ekki hægt að finna betri félaga.
Þær hafa fórnfýsi og baráttuvilja.
Nú það er eiginlega óþarft að
nefna langan vinnudag og kann-
ske líka að heimilisstörfin hvíla
meira á konunni. Því verður
heldur ekki neitað að í stóru sam-
flotunum hafa konur lítið að
segja og það er helsta skýringin á
því hvað þeim hefur miðað grát-
lega seint.
Að konur þjappi sér sam-
an. Hætti að láta bónus og ákvæði
ráða ferðinni í launamálum
kvenna. Brjóta á bak aftur það
sem því miður er orðið allsráð-
andi í launþegahreyfingunni, að
aðeins þeir sterkari skuli umbun
hljóta, en þeir veikari skildir eftir
eða stjakað frá.
Enn er langur vegur til réttlætis
en ef konur standa saman og
vinna saman í einlægni og þora að
leggja á nýjar leiðir þá kann
meira að ávinnast en okkur órar
fyrir.
Aðalhelður Bjarnf reðsdóttir er for-
maður Verkakvennafélagsins
Sóknar.
Þrlðjudagur 9. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5