Þjóðviljinn - 09.09.1986, Page 6
Fimm milljónir á milli tveggja hjartagóðra: Gjaldkeri Landsambands hjartasjúkl-
inga, Jóhannes Proppé, tekur við fénu úr höndum Rúriks Kristjánssonar for-
manns fjáröflunarnefndar samtakanna.
Hjartagóðir
Ný hjartatæki
_________MINNING_______
Eyjólfur Halldórsson
Fimm milljónir söfnuðust þeg-
ar Landsamtök hjartasjúklinga
báðu menn að draga upp veskið
undir kjörorðinu „ert þú hjarta-
góður“ snemma í júní. Þetta fé
hefur nú verið afhent gjaldkera
samtakanna, og verður því varið
til kaupa á tækjum á endurhæf-
ingardeild hjartasjúklinga á
Reykjalundi og á væntanlega
deild samskonar á Borgarspítal-
anum.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Eyjólfur Halldórsson fyrrverandi
yfirverkstjóri Vatnsveitu
Reykjavíkur. Hann hóf störf hjá
Vatnsveitunni árið 1931 og lét af
störfum fyrir aldurssakir árið
1974 eftir 43 ára farsæl störf.
Fyrstu kynni mín af Eyjólfi voru
veturinn 1946, er hann kom heim
til mín.
Ég var þá hjá Hitaveitu
Reykjavíkur, en erindi hans við
mig var að fá mig til vinnu hjá
Vatnsveitunni. Hann tjáði mér
að fram undan væri að leggja nýja
aðalæð til borgarinnar frá
Gvendarbrunnum og það vantaði
menn til þeirra starfa.
Pegar vatni úr nýju leiðslunni
var veitt á borgarkerfið haustið
1948, hélt borgarráð boð að Hót-
el Borg, en það gleymdist að
bjóða þeim starfsmönnum sem
að lögninni störfuðu. Vatns- og
hitaveitustjóri tók með sér eina
flösku af koníaki úr boðinu og fól
Eyjólfi að færa okkur hana upp í
Vatnsgeymi, en þar vorum við að
F. 1903 - D. 1986
leggja síðustu hönd á verkið.
Við fréttum síðar að Eyjólfi
hafi þótt þetta heldur naumt
skammtað, svo hann bætti við
tveimur flöskum frá sjálfum sér.
Við gerðum gott úr þessu og ég
man ekki betur en að vínið hafi
bragðast vel. Þessi viðbrögð
Eyjólfs voru síðan dæmigerð fyrir
löng kynni mín af honum. Væri
hallað á mannskapinn að hans
dómi snérist hann alltaf til varn-
ar.
Eyjólfur batt oft ekki bagga
sína á sama hátt og aðrir gera,
samt var hann dæmigerður alda-
mótamaður, sem ekki gafst upp
þótt á móti blési. Hann var mjög
fljótur til ef um stærri bilanir var
að ræða, og fór aldrei að sofa fyrr
en skaðinn var að fullu bættur.
Ekki lét hann heldur veður hamla
framkvæmdum.
Eyjólfur hafði góða greind og
óvenju gott minni t.d. þurfti hann
ekki nema að koma á staðinn og
benda á hvar ætti að grafa til þess
að finna götulokann, sem leitað
var að. Hann hafði þá tekið mið
að hætti sjómanna og geymdi það
í minni.
Þegar komið er að kveðjust-
undinni kveðjum við starfsmenn
Vatnsveitu Reykjavíkur Eyjólf
með þökk fyrir þau störf sem
hann innti af hendi og jafnframt
þökkum við margar góðar minn-
ingar á liðnum árum.
F.h. starfsmanna
Vatnsveitu Reykjavíkur
Jóhannes Kolbeinsson
AFIVLÆLI
Framhald af bls.5
fólki á Vesturlandi, að Skúli tæki
við sem þingmannsefni okkar,
þegar Jónas Árnason ákvað að
hætta þingmennsku.
í starfi sínu sem þingmaður
hefur Skúli sýnt og sannað með
krafti sínum og dugnaði, að við
höfum valið réttan mann til
starfsins.
Á þingi hafa afskipti hans af
málefnum sjávarútvegsins vakið
mesta athygli, og það er víða
fylgst með því af athygli sem hann
hefur um þau mál að segja. Skúli
er t.d. einn af örfáum þing-
mönnum sem hafa frá upphafi
andmælt kvótabákni núverandi
sjávarútvegsráðherra.
Ég óska Skúla til hamingju
með afmælið og þeim hjónum
gæfu og gengis í framtíðinni.
Jóhann Ársælsson
Karlinn hann Skúli er orðinn
sextugur og það er bara ekki hægt
að láta það fram ganga án þess að
skipta sér svolítið af því. Það vill
nú svo til að karl þessi var eitt sinn
valinn til þingmennsku fyrir ör-
eiga Vesturlands og gegnir þeirri
köllun enn. Mörgum kom það
spánskt fyrir sjónir þegar öreiga-
lýðurinn valdi atvinnurekenda til
að fara með sín mál á hinu háa
alþingi. Það eitt segir allt sem
segja þarf um manninn og jafnvel
miklu meira en margar svona af-
mælisgreinar. í þessari greinaró-
mynd langar mig þó sérstaklega
til þess að þakka lífsstundir sam-
tfðar.
Skúli karlinn er að ætt og upp-
runa Strandamaður og hefur því
hlotið í vöggugjöf dugnað, hörku
og þennan líka gífurlega þráa,
þráa sem þarf til að geta yfirleitt
gert nokkurn skapaðan hlut.
Skúli kom ungur á Hellissand og
þar kynntist hann konu sinni
Hrefnu Magnúsdóttur og það er
sú Hrefna sem enn fylgir Skúla.
Ekki er að efa að hún hefur hvatt
hann og ýtt undir þau áform hans
sem gert hafa Hellissand að því
sem hann er í dag. Eftir að í þing-
mennskuna kom fylgir Hrefna
honum yfirleitt í allar ferðir um
kjördæmið og þær eru orðnar óf-
áar. Eljan í þeirri konu, og þráinn
og dugnaðurinn í karlinum hafa
skapað honum miklar vinsældir
sem þingmanni. Og ekki er að efa
að Hrefna nýtur þess með manni
sínum.
En nóg með það. Þegar karlar
eins og Skúli verða sextugir verða
ekki aðeins tímamót í lífi hans
heldur einnig heillar hreyfingar,
og þá finna vanmáttugir hjá sér
þörf fyrir að benda á að menn
geta verið góðir þótt þeir séu ekki
dauðir.
Skúli hefur ávallt og alltaf
tekið málstað lítilmagnasns og er
ávallt reiðubúinn til þess að
styðja menn til góðra verka, hvar
í flokki sem þeir standa. Við
Grundfirðingar getum þakkað
Skúla fyrir margháttaðan stuðn-
ing við okkur í viðskiptum við
ríkisvaldið, og tel ég mig ekki
halla á neinum þótt ég segi að
enginn hefur fyrr reynst okkur
betur.
Einn er sá kostur Skúla sem
fáir þingmenn hafa, en hann er sá
að standa ávallt á sínu og segja
alltaf meiningu sína, burtséð frá
því hvað áheyrendurnir vilja
heyra. Þeir eru fleiri sem ljúga
heídur en að segja eitthvað sem
áheyrendum líkar miður. Sam-
skipti okkar Skúla gegnum árin
hafa einkennst af því að vera ann-
að tveggja, innilega sammála eða
hræðilega ósammála. Skúla líkar
hið fyrra betur en mér verr.
Leiðtogaeðlið og þráinn passa
sumsé ekki alltaf við uppreisnar-
eðlið. En karlinn getur mjög vel
umborið vandræðabörn flokksins
og því verða árekstrar ekki
harkalegir, og enginn bíður af
skaða.
Á Hellissandi hefur afmælis-
barnið vonandi skrópað í
saltfisknum í dag til að fagna
tímamótunum og gleðjast með
vinum. Já, - þetta með
saltfiskinn. Skyldu þeir vera
margir þingmennirnir sem aka
hjólbörum með salti í og stakka
saltfisk með verkafólkinu? Og
það ekki uppá sport, heldur í
fullri alvöru. Og það þykir við-
komandi mikið gáfulegra en
margt það sem telst til
mannvirðinga á íslandi.
Skúli og Hrefna, heill ykkur
báðum á merkisdegi. Megi allar
góðar vættir fylgja ykkur um ó-
komna tíma.
Ingi Hans
Mér er sagt af ábyrgum
mönnum að vinur minn Skúli Al-
exandersson alþingismaður sé
sextugur í dag. Þetta er lyginni
líkast þegar maður horfir uppá
alla þá orku og allt það úthald
sem maðurinn býr yfir. Þar er
ekki við mann að eiga. Ég fæ ek ki
séð að þessi kraftur hafi nokkuð
minnkað þau 13 ár sem ég hef
þekkt Skúla, eða frá því að við
kynntumst suður í Rúmeníu í
skemmtilegri 3ja vikna ferð.
Kynni okkar hófust með
„skoðunarferð“, sem vart á sína
líka, sem Skúli stóð fyrir. Hann
hafði verið í Búkarest 20 árum
fyrr á miklu æskulýðsmóti og lýsti
því yfir í anddyri hótelsins, sem
við bjuggum á að kvöldi annars
dags ferðarinnar að henn þekkti
Búkarest vel og nú skyldi hann
leiðsegja okkur átta eða tíu
manns sem stóðum þarna saman,
á besta veitingahús borgarinnar.
Það væri hérna rétt hjá, sagði
Skúli.
Auðvitað voru allir til í þetta og
nú var lagt af stað. Skúli fullyrti
að veitingastaðurinn væri þarna
rétt handan við næsta götuhorn.
Hitinn var mikill og mönnum
óaði við langri göngu.
„Þetta er örstutt,“ sagði Skúli.
Þegar komið var að umræddu
götuhorni var ekkert veitingahús
að sjá. Skúli leit í kringum sig,
tók kúrsinn og fullyrti að það væri
bak við þetta horn sem við sæjum
þarna við götuendann. Enn var
lagt af stað, en sökum þess hvað
það var heitt heimtuðu ferða-
langar að stoppa á næstu bjórkrá
og fá ölsopa. Fararstjórinn féllst
á þetta. Éinhverra hluta vegna
var svo veitingahúsið ekki á bak
við næsta horn og heldur ekki á
bak við næstu 7-8 horn. En á
leiðinni var stoppað á nokkrum
stöðum til viðbótar að svala
þorstanum og varð fararstjórinn
örlátari á að leyfa slík stopp eftir
því sem lengra leið á ferðina.
Klukkan var nú orðin 24 og allt
útlit fyrir að við næðum ekki að fá
okkur kvöldmat á umræddu
veitingahúsi. Loks gafst farar-
stjórinn upp, sagði að það væru
tuttugu ár síðan hann var þarna
síðast og sennilega hefði borgin
breyst. Við skyldum hætta við að
sinni en reyna aftur síðar. Þessu
var vel tekið.
Þá um leið verður einhverjum
litið yfir götuna, blasir þar ekki
við veitingahúsið góða.
„Hvað sagði ég ekki, ég vissi
það alltaf að ég myndi rata!“
sagði Skúli.
Þegar að veitingahúsinu kom
var búið að loka og hljómsveit af
sígaunaættum, sem þar lék fyrir
dansi, að pakka niður hljóðfær-
unum. Vertinum var gert það
Ijóst að hér væri kominn maður
frá íslandi í pílagrímsför til þessa
merka vertshúss. Hann hefði
kynnst dásemdum þess fyrir 20
árum á miklu sósíalísku æsku-
lýðsmóti og nú væri hann með
nokkra vini sína með sér.
Húsráðandi lyftist allur, sagði
að vísu engan mat að fá svona
seint, en bauð hópnum til borðs.
Innan skamms voru komnar
nokkrar kampavínsflöskur á
borðið, hljómsveitin pakkaði
upp aftur og tók til við að leika
unaðsfagra sígaunatónlist. Mér
er til efs að glaðari og ánægðari
hópur hafi yfirgefið þetta góða
hús fyrr, en við, einhverjum
stundum síðar með blessunarorð
og þakkir húsráðanda á bakinu.
Kvöldverðurinn sem fórst fyrir af
tæknilegum ástæðum skipti ekki
máli á þessari stundu.
Síðan höfum við Skúli verið
vinir og nú hin síðari ár hef ég
unnið nokkuð með honum að út-
gáfu þess merka blaðs „Vestur-
landsblaðsins". í þeim störfum
hef ég kynnst öllum bestu hliðum
Skúla, ósérhlífni hans og ó-
mennskum dugnaði. Það væri
hægt að segja margar sögur af því
öllu saman en ég ætla að geyma
það þangað til hann verði sjötug-
ur.
Mínar innilegustu hamingju-
óskir vinur á þessum tímamótum,
ég lofa að skála þér til heiðurs
suður á Spáni í kvöld.
Þinn vinur S.dór
Skúli Alexandersson er sex-
tugur í dag. Það er lágmark að
formaðurinn skrifi nokkrar línur í
málgagnið og óski honum til
hamingju með daginn, langlífis
og góðrar heilsu. Fyrir hönd Al-
þýðubandalagsins flyt ég honum
árnaðaróskir og heitar kveðjur.
Hitt verður líka að fylgja með
að þessum góða félaga mínum
flyt ég sérstakar persónulegar
kveðjur á afmælisdaginn. Það má
segja um okkur Skúla eins og sagt
er um hjón á tyllidögum að við
höfum mátt þola saman súrt og
sætt. Þó man ég nú ekki eftir
neinu öðru en skemmtilegum
kynnum og samstarfi frá undan-
förnum árum. Skúli er traustur
flokksmaður á hverju sem
gengur. Má það vera mörgum
manninum umhugsunarefni um
þessar mundir þegar fjölmiðlarn-
ir hefja einkapotið til vegs hvern-
ig maður eins og Skúli Alexand-
ersson hefur starfað og hvernig á
því stendur að hann skuli nú fyrir
fáum árum á sextugsaldri hafa
hafist tíl forystu í kjördæmi sínu
og þar með fyrir flokkinn á lands-
mælikvarða.
Skúli átti sér langa pólitíska
sögu áður en hann kom til þings.
Hann var ekki og er ekki spútnik
sem skotið er upp á stjörnuhimin-
inn, heldur er Skúli maður starfs-
ins og starfsgleðinnar. Honum
Iíður best þegar hann hefur mikið
að gera og sést aldrei á honum
þreyta þegar mest er að atast.
Hann hreifst af hugsjónunum
kornungur og er gróinn sósíalisti
með hjartað og tilfinningarnar á
réttum stað, en er vissulega jarð-
bundinn eftir áratuga störf fyrir
sveitarfélag sitt og sjávarútveg-
inn á undanförnum áratugum.
Það er nauðsynlegt að hafa í þing-
flokki Alþýðubandalagsins mann
sem þekkir atvinnurekstur af
eigin raun eins og Skúli gerir og
hygg ég að aðrir þingflokkar hafi
ekki af annarri eins reynslu að
státa og þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins í þeim efnum.
Þó Skúli sé kominn á miðjan
aldur þegar hann fer til framboðs
sem efsti maður lista okkar á
Vesturlandi auðnast honum að
tileinka sér með einkar góðum
árangri nútímavinnubrögð.
Hann er afburðagóður vinnust-
aðamaður, enda eins og heima
hjá sér þegar hann heimsækir
fiskvinnslustöðvarnar á Vestur-
landi. Ég hef líka séð til hans á
vinnustöðum í öðrum kjördæm-
um og á hann alls staðar einkar
gott með að komast í samband
við fólk.
Vestlendir.gar eru heppnir að
eiga jafnduglegan þingmann og
Skúla Alexandersson. Hann kom
þar vissulega ekki að tómum kof-
unum sem þeir höfðu áður byggt
og búið Ingi og Jónas að ó-
gleymdum öllum félögunum eins
og Erlingi sem ég leyfi mér að
nefna einan hér af vissum ástæð-
um. En þann jarðveg sem þeir
félagar höfðu plægt hefur Skúli
ræktað af natni og samviskusemi.
Og úr því að ég er kominn í land-
búnaðarsamlíkingar, má ég
kannski skjóta því inn í að ég
hygg að fáir þingmenn hafi lagt
sig eins fram og Skúli við að setja
sig inn í kjör bænda og búaliðs á
undanförnum árum - enda met-
inn að verðleikum af bændum á
Vesturlandi ekki síður en sjó-
mönnum og fiskverkunarfólki.
Ég er hættur að skrifa í bili ,ætla
að skrifa meira um Skúla þegar
hann verður sjötugur, áttræður
og níræður, því þegar kemur
fram á næstu öld fer kannski að
umhægjast eitthvað hjá okkur
báðum.
Má ég að lokum bera Hrefnu
heillaóskir líka og þakkir fyrir
hennar starf á liðnum árum, ekki
aðeins frá mér heldur einnig frá
konu minni fyrir góða viðkynn-
ingu í starfi og á gleðistundum.
Það er gott að vita af því að eiga
vísan stað með þeim hjónum til
að hittast og gleðjast og hlæja
Iengi því nóg eru tilefnin.
Svavar Gestsson
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. september 1986