Þjóðviljinn - 09.09.1986, Síða 8
Hjörleifur Guttormsson í pólitísku
síðsumarspjalli um byggðamál:
Nýja byggðasókn til að koma í veg
fyrir hrun á landsbyggðinni.
Markaðshyggjaríkisstjórnarinnar
andstœð byggðastefnu, -
Alþýðubandalagið á að vera í forystu
um róttœkar breytingar til að efla
byggðirnar
Á sama tíma og mjög hallar á
ógæfuhlið í byggðum lands-
ins utan höfuðborgarsvæðis-
ins kemur í Ijós í skoðana-
könnun að svokölluð byggða-
stefna á sér sterkan almanna-
hljómgrunn, - og hvaðöflug-
astir eru byggðastefnumenn í
stuðningshópi Alþýðubanda-
lagsins. Endasegirokkur
saga undanfarinna áratuga
að sótt er f ram í byggðamál-
um á líftíma þeirra ríkisstjórna
sem flokkurinn hefur átt aðijd
að, en þegar hægristjórnir
sitja á landsbyggðin undir
högg að sækja. Það er því
ekki óeðlilegt upphaf á pólit-
ísku síðsumarspjalli við hinn
austfirska stjórnmálamann
Hjörleif Guttormsson að
spyrja um samhengi milli
byggðaáherslunnar í stefnu
flokksins og þess sósíalisma
sem hann kennirsig við,-er
þetta einskonar tilviljun eða
rökrétt samfella?
- Byggðastefna sem þáttur í
starfi Alþýðubandalagsins teng-
ist jafnréttishugsjónum flokks-
ins. Við höfum alltaf lagt áherslu
á sem jafnasta lífsaðstöðu þjóð-
félagsþegnanna, á trygga at-
vinnu, jafna félagslega þjónustu
og rétt allra til menntunar, og
búseta má ekki verða tilefni mis-
mununar. Flokkurinn hefureinn-
ig í stefnuskrá og ítrekuðum sam-
þykktum lagt ríka áherslu á um-
hverfisvernd og sem jafnasta nýt-
ingu auðlinda, og þau stefnumið
verða varla tryggð nema með
búsetu um landið og með því að
dreifa álaginu á landið og fiski-
miðin.
Með þessu er ég ekki að halda
því fram að engin hreyfing megi
verða á byggðinni, auðvitað
hlýtur fólk að flytjast milli byggð-
arlaga og einstakar jarðir geta
farið í eyði. Meginmálið er að
byggðakeðjan slitni ekki og að
það haldi áfram að vera lífvæn-
legt í öllum landshlutum.
Samþykkt stefna er eitt, fram-
kvæmdin annað, - það nægir ekki
að skreyta sig með fögrum orðum
- Alþýðubandalagsmenn og sósí-
alistar hafa sýnt það rækilega
þegar þeir hafa setið í ríkisstjórn-
um, frá lýðveldisstofnun að telja,
að þeim er alvara í þessu efni.
Það er sláandi að líta á sögu sjáv-
arútvegsins. Þessi undirstöðu-
grein um land hefur dafnað þegar
áhrif sósíalista eru mest og þeir
fara með sjávarútvegsmál, en á
dögum hægristjórna drabbast
sjávarútvegurinn niður með
hroðalegum afleiðingum fyrir
byggðina í landinu.
Eins er með félagsleg réttind-
amál fólks í dreifbýli, þau nást
fyrst og fremst fram fyrir frum-
kvæði og með stuðningi Alþýðu-
bandalagsins. Það má nefna til
dæmis sókn í heilbrigðismálum
’71-’74, - heilsugæslukerfið, - og
nýja grunnskólalöggjöf á sama
tíma. Á þessu varð síðan fram-
hald í tíð ríkisstjórna með þátt-
töku Alþýðubandalagsins á árun-
um ’78-’83, þegar fjölmörg rétt-
indamál náðust í gegn, meðal
annars í svonefndum félagsmála-
pökkum, og skiptu miklu fyrir
landsbyggðina - til dæmis afl-
eysingaþjónusta bænda.
Það er stundum sagt að landið
hafi sporðreist á síðustu árutn
með þenslu á suðvesturhorninu
og deyfð annars staðar; hníga að
þessari byggðaröskun efnahags-
leg rök eða pólitísk?
- Hér eru fyrst og fremst pólit-
ísk öfl að verki. Frammyfir 1980
naut landsbyggðin uppbygging-
arstarfs vinstri stjórnarinnar ’71-
4 og ýmissa aðgerða á tímum
ríkisstjórnanna ’78-’83. f hægri-
stjórn GeirsHallgrímssonar ’74-8
var Framsóknarflokkurinn ekki
jafn aumur og síðar, og verka-
lýðshreyfingin var líka sæmilega
samstæð á þeim tíma einsog
kjarasamningar þá leiddu í ljós.
Frjálshyggja andstæð
byggðastefnu
Það kom hinsvegar á daginn
haustið 1979, þegar Alþýðu-
flokksmenn höfðu runnið af
hólmi í ríkisstjórninni, að
leiftursóknaröflin ætluðu að
hefna harma sinna. Þá sáu lands-
menn í fyrsta sinn fyrir alvöru
framaní það prógramm sem er
uppistaðan í stefnu núverandi
ríkisstjórnar. Frjálshyggjan náði
ekki undirtökunum ’79 vegna
þess að Alþýðubandalagið kom
sæmilega sterkt útúr kosningun-
um og brot úr Sjálfstæðisfloknum
undir forystu Gunnars Thorodd-
sen hljópst undan merkjum
frjálshyggjunnar. Atlagan mikla
frestaðist um eitt kjörtímabil.
Pú segir frjálshyggjuna and-
stœða byggðastefnu... ?
- Óheft markaðshyggja og
byggðastefna eru ósættanlegar
andstæður. Þessvegna eru þeir
þingmenn sem kosnir eru í lands-
byggðarkjördæmum og styðja
núverandi ríkisstjórn að bregðast
frumskyldum sínum og því fólki
sem hefur veitt þeim umboð sitt.
Með eðlilegri byggðastefnu er
hinsvegar enganveginn verið að
Hjörleifur Guttormsson: Frjálshyggjan spyr ekki um þjóðarhag. Kjarni hennar erhámörkunskammtímagróða.-ogþaðerpólitískútfærslaáþeimkenningum sem nú er að sporðreisa landið. (mynd: EÓI)
halda fram kröfum um óhag-
kvæman rekstur eða uppbygg-
ingu í bága við þjóðarhag. Síður
en svo. Og frjálshyggjan spyr
ekki um þjóðarhag, kjarni henn-
ar er hámörkun skammtíma-
gróða, - og það er pólitísk útfærs-
la á þessum kenningum sem nú er
að sporðreisa landið. Ríkis-
stjórnin er fyrst og fremst
hagsmunavörður verslunar-
auðvaldsins og viðskiptalífs, og
stefna hennar er rekin á kostnað
landbúnaðar og sjávarútvegs sem
í reynd bera uppi íslenskt þjóðar-
bú.
Að mestu leyti ráðast tekjur
sjávarútvegsins af ákvörðunum
stjórnvalda, svo sem gengis-
skráningu og vaxtastefnu. Sjáv-
arútveginum hefur um margra
ára bil verið haldið í kreppu með
rekstrarfj ármagn, og mörg áður
traust fyrirtæki ramba nú á barmi
gjaldþrots. Þetta hefur keðjuá-
hrif í byggðarlögunum, bæði á
annað atvinnulíf og á styrk
sveitarfélaganna, og kallar
stöðnun yfir þennan undirstöðu-
atvinnuveg. Fjármagn fyrirtækj-
anna sogast sundur gegnum far-
vegi banka og sjóða, og fisk-
vinnslan hættir að gera keppt um
vinnuaflið hvað varðar kaup og
kjör.
Að flosna upp
/ blaðagreinum í sumar hefur
þú gagnrýnt harkalega landbún-
aðarstefnu Jóns Helgasonar...
- Ég hef gagnrýnt landbúnað-
arstefnu ríkisstjórnarinnar og
Framsóknarflokksins, - vissulega
er ástandið víða bágt í sjávar-
plássum og hjá launafólki, en
enginn þjóðfélagshópur er eins
illa staddur og ákveðinn hluti
bændastéttarinnar. Það á við um
tekjur, en ekki síður þá framtíð
sem núverandi stefna býr þeim,
það er í stuttu máli að flosna upp.
Það hefur lengi skort skil-
merkilega stefnu í landbúnað-
armálum, meðal annars leiðsögn
um það hvað skynsamlegt er að
byggja upp og framleiða í ein-
stökum sveitum og á einstökum
jörðum með tilliti til markaðar og
landgæða. Hið mikla fjármagn
sem ráðstafað hefur verið til upp-
byggingar í sveitum síðustu ára-
tugi skilar sér þessvegna ekki sem
skyldi, öllum til tjóns.
Með landbúnaðarlöggjöfinnni
frá í fyrra og reglugerðum á
grundvelli hennar hefur
meingallað framleiðslukerfi ver-
ið fest í sessi, og þeim bændum
jafnframt refsað sem höfðu dreg-
ið úr framleiðslu sinni árin áður.
Á sama tíma gera stjórnvöld ekk-
ert til að hamla gegn samdrætti í
neyslu hefðbundinna landbúnað-
arvara, sem hefur hrapað frá árs-
byrjun ’83, - samdráttur í dilka-
kjötsneyslu er um tíu prósent á
ári síðan þá, og spár sérfræðinga
ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir
enn meiri samdrætti á næstunni.
Haldi þessi óstjórn áfram kemur
auðvitað að því sem dregið er upp
í landnýtingarskýrslunni, að
bændum við hefðbundinn búskap
fækkar stórlega, jafnvel um allt
að helming á örfáum árum.
Pín gagnrýni og annarra hefur í
stjórnarblöðunum verið talin óá-
byrg. Það sé auðvelt að benda á
misfellur, snúnara að bœta úr.
Hvað er til bragðs?
- Það er ljóst að það tekur
nokkurn tíma að vinda ofanaf
þeirri öfugþróun sem nú er í
gangi. Það sem þarf að gerast í
landbúnaði, með tilstyrk nýrrar
forystu og þátttöku bænda
sjálfra, er meðal annars þetta:
- Afurðirnar verða að lækka í
verði fyrir neytandann, með
auknum niðurgreiðslum og hærri
launum láglaunafólks. Slíkt
mundi strax segja til sín með
aukinni neyslu.
- Það þarf að draga úr milli-
liðakostnaði í landbúnaðarfram-
leiðslunni og laga afurðirnar bet-
ur að kröfum neytenda til að örva
söluna, meðal annars með
breyttu kjötmati og sveigjanlegri
verðlagningu.
- Sem skjótast þarf að gera út-
tekt á öllum bújörðum til að leiða
í ljós hverskonar búrekstur hent-
ar helst á hverjum stað, fá yfirlit
um möguleg hlunnindi og aðra
kosti jarðanna. Slík könnun er
raunar komin af stað á Norður-
landi fyrir tilstilli Ræktunarsam-
bandsins þar, - þetta þarf að ná til
allra landshluta. Mat á beitarþoli
afrétta á að vera liður f þessu
starfi. Þá vitneskju sem slík
könnun leiðir í ljós á síðan að
hafa að leiðarljósi við nauðsyn-
legar breytingar í búrekstri, bæði
í hefðbundnum búgreinum og
nýjum. Það er raunár sárgræti-
legt að vita til þess að þrátt fyrir
allt talið um nýjar búgreinar
liggur enn engin áætlun fyrir frá
stjórnvöldum um hvar sé
skynsamlegt að byggja þær upp
og hvernig þær geti komið í stað-
inn fyrir eða stutt við hefðbund-
inn búrekstur.
- Til viðbótar þessu verður að
sinna félagslegri stöðu dreifbýlis-
ins og halda þar uppi félagslegri
þjónustu af svipuðum gæðum og í
þéttbýlinu, til dæmis í heilbrigðis-
og menntamálum. í stað þess að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur einsog Sverrir Her-
mannsson í árásum sínum gegn
skólaakstri og sérkennslu.
Breytingar
til að efla
Þeir sérfrœðingar sem þú vitn-
aðir til áðan tala um byggðarösk-
un sem nánast óhjákvœmilega,
sérstaklega vegna breytinga í
landbúnaði. Er ekki bara þrjóska
og íhaldssemi að þæfast gegn
þessari þróun?
- Það er vissulega þörf mikilla
breytinga, en þær breytingar
gætu leitt af sér eflingu byggðar í
stað þess hruns sem nú stefnir í.
Það þarf róttækar breytingar,
meðal annars á landnýtingu, og
þeim á að fylgja öflugur stuðning-
ur og leiðsögn af opinberri hálfu.
Meðal nýrra búgreina sem taka
þarf upp í sveitum þarsem að-
stæður leyfa eru skógrækt og fisk-
eldi. Margir bændur gætu í fram-
tíðinni lifað af skógrækt þarsem
skilyrðin eru best, einsog á
Fljótsdalshéraði og í uppsveitum
Suðurlands. Hún gæti komið í
staðinn fyrir sauðfjárbúskap og
aukið þannig svigrúm sauðfjár-
bænda annarsstaðar, - þótt vissu-
lega megi samræma skógrækt og
beitarbúskap ef rétt er að staðið.
Þróunin í fiskeldi er dæmigerð
um skammsýni og stefnuleysi í at-
vinnumálum. Þar virðist nær ein-
göngu stefnt að stórrekstri, að
verulegu leyti í höndum útlend-
inga, en lítið sem ekkert gert til
að aðstoða bændur, til dæmis á
jörðum með jarðhita, til þátttöku
í þessari grein.
Slíkar breytingar á atvinnu-
háttum í sveitum eru mögulegar
og þurfa engan veginn að veikja
byggðina, heldur þvert á móti.
Það er fjölbreytni, þekking og
skynsamleg nýting landgæða sem
máli skiptir.
Fólksfækkun
- Ástandið í landbúnaði er
dökkt. En vandi landsbyggðar-
innar er miklu víðtækari. Ég held
að landsbyggðarmenn sjálfir átti
sig tæpast á því í hvert óefni er
komið, hvað þá fólk á höfuðborg-
arsvæðinu. 1 hittifyrra tapaði
landsbyggðin 1100 manns suður,
og fékk ekkert í sinn hlut í íbúa-
fjölguninni í heild. í fyrra fækk-
aði fólki á Vestfjörðum um yfir
200, og á öflugum útgerðarstað
einsog Höfn í Hornafirði fækkaði
fólki líka. Og þó sitja sumir um
kyrrt vegna þess að þeir losna
ekki við húsnæði. Markaðsverð
húseigna er víða aðeins 50-60%
af því sem gerist á Reykjavíkur-
svæðinu.
Tölur um íbúðabyggingar
segja líka skýra sögu. Árin 1983-5
eru þrír fjórðu nýrra íbúða á
landinu reistar á höfuðborgar-
svæðinu, - hér hafa hlutirnir snú-
ist við á örfáum árum: 1978 var
byrjað á 1065 íbúðum á lands-
byggðinni, á síðasta ári 288.
Og ég óttast að síðustu atburð-
ir í húsnæðismálum komi lands-
byggðinni ekki til góða, - að nýju
húsnæðislögin í kjölfar kjara-
samninga síðasta vetur leiði til
mikillar byggingaruppsveiflu á
höfuðborgarsvæðinu en lands-
byggðin sitji á hakanum - það má
jafnvel gera því skóna að fjár-
magn flytjist gegnum lífeyris-
sjóðakerfið frá landsbyggðinni til
íbúðabygginga syðra. Það var
vissulega brýnt að bæta úr í hús-
næðismálum, en áhrifin við nú-
verandi aðstæður gætu orðið
landsbyggðinni mjög í óhag, og
það er fátt brýnna en að koma í
veg fyrir slíkt. Liður í nýrri
byggðasókn tel ég eigi að vera
félagslegt húsnæðiskerfi með
búseturétti, slík skipan mundi
svara mjög vel þörfum lands-
byggðarinnar.
Lýðræði, ábyrgð,
sjálfstraust
- Nýjar áherslur í atvinnumál-
um og félagsmálum skipta lands-
byggðina miklu, en það er líka
nauðsynlegt til að ná fram nýrri
byggðasókn að efla forræði fólks-
ins í héraði. Við þurfum að gera
róttækar breytingar á hinni opin-
beru stjórnsýslu. Ég hef ásamt
fleirum flutt á alþingi tillögur um
nýtt stjórnsýslustig, þriðja stigið
svokallaða, stjórnsýslu héraða
sem tæki við umtalsverðum verk-
efnum frá ríkinu og hefði yfir um-
talsverðu fjármagni að ráða. Með
slíkri héraða- eða fylkjaskipan
væri hægt að flytja svæðisbundna
yfirstjórn í fjölmörgum málum
frá höfuðborginni til landsbyggð-
arinnar og efla þannig sjálfsstjórn
og ábyrgð í héraði.
Ráðuneyti og stofnanir í höf-
uðborginni yrðu þá fyrst og
fremst samræmingaraðili, en
framkvæmd og eftirlit færi fram í
héruðunum, - sem til dæmis
mætti byggja upp á grundvelli nú-
verandi kjördæmaskipunar. Með
þessu væri lýðræði í landinu eflt,
og um leið flyttust störf úr höfuð-
borginni til landsbyggðarinnar,
störf sem gera kröfu til
menntunar og hæfni. Hér væri ýtt
undir sjálfstraust og atgervi á
landsbyggðinni, - nú horfa menn
sífellt á eftir blómanum af æsku-
fólki flytjast burt með litla von
um að það fái síðar atvinnu við
sitt hæfi í heimabyggð.
Þessar tillögur um héruð hafa
nýverið fengið góðar undirtektir í
byggðanefnd þingflokkanna, en
Sjálfstæðisþingmenn hafa lýst sig
andvíga, og þingflokkur Fram-
sóknarmanna hefur ekki stutt
þessar tillögur.
Aður en við hœttum: það er
mánuður íþing, síðasta þing fyrir
kosningar, og ekki langt í kjara-
samninga. Hver er línan frá Nes-
kaupstað?
- Ég held að byggðamálin
hljóti að vega rnjög þungt á kom-
andi vetri. Fólk á landsbyggðinni
þarf að eiga sér bandamenn í
þéttbýlinu, og nú er þeirra aðeins
að leita á vinstrivæng
stjórnmálanna. Breytingar á al-
mennum hlutaskiptum í samfé-
laginu þurfa að nást fram í kom-
andi kjarasamningum, og þann
árangur sem þar vonandi næst
verður hinsvegar að tryggja með
róttækum breytingum á pólitísk-
um valdahlutföllum í landinu.
Launþegar hljóta að spyrja
hverjir geti breytt þeim aðstæð-
um sem við höfum búið við und-
anfarin ár að ísland er komið í
hóp láglaunalanda og misskipting
milli þjóðfélagshópa fer ört vax-
andi.
í mínum huga ber hæst ferns-
konar viðfangsefni á komandi
vetri:
- að knýja fram breytta at-
vinnustefnu, þannig að sjávarú-
tvegur og landbúnaður verði ekki
lengur hornrekur,
- að ná fram umtalsverðri
leiðréttingu á hlutaskiptum í
þjóðfélaginu í kjarasamningum,
- að móta sókn í byggðamál-
um, meðal annars með stofnun
héraða,
- að hnekkja þeim undirlægju-
hætti sem hér fer dagvaxandi
gagnvart erlendum aðilum og þá
fyrst og fremst Bandaríkjastjórn.
Til að tryggja árangur á þess-
um sviðum öllum þarf hinsvegar
breyttar valdaaðstæður í fram-
haldi af alþingiskosningum.
Landsbyggðarfólkið þarf alveg
sérstaklega að ná saman um sína
grundvallarhagsmuni og tryggja
þeim pólitískt brautargengi.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur hafa gjörsamlega
brugðist landsbyggðinni og
vandamálin þar hafa magnast á
öllum sviðum í tíð ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar.
Alþýðubandalagið hefur ríkar
skyldur við landsbyggðina. Það
þarf að hafa forystu um heil-
brigða byggðastefnu og vinna
slíkri stefnu stuðning, einnig hjá
alþýðu manna á höfuðborgar-
svæðinu. Það ríkir hættuástand á
landsbyggðinni núna, og það sem
þarf er öflug sókn fyrir byggðirn-
ar um allt land. En til þess þarf
Alþýðubandalagið að fá brautar-
gengi í komandi kosningum, og
sýna síðan að flokkurinn sé
traustsins verður.
- m
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 9. september 1986
Þrlðjudagur 9. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13