Þjóðviljinn - 09.09.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 09.09.1986, Síða 15
Ég ákæri ykkur grænfriðunga fyrir afdrifarík afglöp, þegar þið slettuð ykkur fram í selveiðar. Vopnin hafa snúist í höndum ykkar. „Góðverk“ ykkar hafa snúist upp í illvirki, bæði gagnvart lífsafkomu fjölda fólks og einnig og ekki síður gagnvart tilveru selanna. Því fyrr sem þið sjáið villu ykkar vegar og því fyrr og rækilegar sem þið snúið við blaðinu, því betra. Þetta skal nú rökstutt að því er ísland varðar. Það er nú einu sinni lögmál líf- keðjunnar, að ein tegund lífvera lifir á annarri, veiðir hana sér til matar og annarra nytja. Menn- irnir eru stórtækastir og hættuleg- astir, af því þeir eru alls staðar á landi og á sjó og hafa brynjað sig gegn öllu sem fækkar þeim. En sumir gæta hófs. Sambúð íslendinga og sela við ísland hefir í flestum aðalatriðum stuðlað að jafnvægi um margar aldir. Selirnir eru veiðidýr, lifa villtir og sjálfala. Þrátt fyrir það hafa bændur við sjávarsíðuna, selabændur kynslóð fram af kyn- slóð, litið á þá sem nokkurs konar bústofn sinn. Bændurnir veiða einungis kópana, ekki fullorðnu selina. Það er áratuga og alda reynsla, að víðast hvar er veiðum í hóf stillt og þess gætt að stofninn haldist í horfi til að missa ekki hlunnindin af veiðunum. Bæði útselur og landselur eru átthaga- bundnir. Þeir vitja uppeldis- stöðvanna þegar þeir fæða af sér afkvæmin. Eru þannig tengdir landinu. Eru fósturbörn þess undir forsjón bændanna. Um útselina Útselsurturnar kæpa á haustin. Þær varðveita kópana, „ból- selina,“ fyrir ofan stór- straumsflæðarmál fyrstu vikurn- ar. Þeir vaxa ótrúlega hratt. Verða eins og spikhnettir. Fara svo úr hárum og verða þá tilbúnir og tilneyddir að fara í sjóinn og bjarga sér sjálfir. Hægt er að ganga að kópunum á þurru landi á eyjum og háum skerjum. Sela- bændurnir drepa aldrei alla kópa alls staðar. Vitandi vits skilja þeir ævinlega einhverja eftir, helst þá elstu eða yngstu, til að halda stofninum við. Um landselina Landselsurturnar kæpa á vorin á skerjum og töngum við strend- ur, eyjar og árósa. Þar heita sela- látur og eru friðuð með lagaboði. Þau eru í landareignum einstakra bújarða, metin til verðs og eignar. Selabændurnir láta sér annt um þessi dýrmætu hlunn- indi, náttúruauðlind sem litlu þarftilað kosta. Kjötið afkópun- um er úrvalsmatur. Vorkópa- skinnin voru í miklu hærra verði en skinn af haustkópum. Margir telja þau einhverja fegurstu og eftirsóttustu grávöru sem kemur á márkað. Vorkóparnir eru veiddir í net rétt fyrir og eftir að urturnar venja þá af spena. Netin eru 14-22-26 metra löng þau allra lengstu. Þau eru lögð um fjöru. Erfestviðland,enliggjaút í sjóinn undan vindi þar sem lík- legast er að kóparnir syndi fram með. Sjávarmegin er þungur steinn bundinn í taug út frá botni djúpendans á netinu. Það dregst því lítið saman og helst við botn- inn. Þegar flæðir, kafna kóparnir í netunum, hafi þeir ekki fundist áður. Sætur er sjódauðinn, segir máltækið. Vitanlega er vitjað á annarri hverri fjöru þessar 2-3 vikur sem netin liggja. Raunar liggja net aðeins 1/3--1/2 þess tíma á hverjum stað, því margir sela- bændur leggja aðeins í þriðja part eða helming lagnanna í einu og færa netin stað úr stað. Kóparnir þið hvað þið gerðuð, grænfriðungar? upp í bát. Maður finnur til með þeim eins og ánum, þegar lömbin eru tekin frá þeim á haustin. En á nýju vori fæðist aftur nýtt líf. Þannig á það að vera. Þannig er eilíf hringrás lífs og dauða. eiga því ærna möguleika á að sleppa lifandi. Þeir eru friðhelgir eftir að seinasta netið er dregið úr sjó árlega. Sögur af atvikum gefa hvað besta innsýn í sambúð sel- anna og þeirra manna, sem líta á þá sem bústofn og réttháan aðila í ríki náttúrunnar. Fyrsta dæmisaga: Þegar urturnar festast í netum, þá skera bændurnir heldur ný net utan af þeim en verða þeim að meini. Þetta vissu 10 og 12 ára bræðurnir, sem fundu urtu er hafði dregið net upp á þurrt land. Urtan var grimmileg í fyrstu og næsta óárennileg. Þeir sáu ekki ráð til að greiða hana úr. Hníf höfðu þeir ekki til að skera netið. Annar fann langa spýtu og þving- aði hausinn á urtunni til hliðar svo hún biti ekki, á meðan hinn hjó netið í sundur á steini með öðrum steini egghvössum. Hegð- an urtunnar breyttist meira en orð fá lýst, þegar hún skynjaði að mennirnir voru að frelsá hana. Önnur dæmisaga: Eitt sinn var ég daglangt á einni kunnustu selveiðijörð á Strönd- um, Broddanesi. Þar er þríbýli. Öll bæjarhúsin standa rétt á sjá- varbakkanum. Örstutt frá landi eru sker. Þar lágu margir vorkóp- ar alsælir í haustblíðunni. Ung- lingarnir á bæjunum voru að vinna útivið. Þeir höfðu hjá sér glymjandi útvarpstækin, stillt á dans- og dægurlög. En í nokkurra tuga metra fjarlægð veltu vor- kóparnir sér á skerjunum og hlustuðu dáleiddir á tónaflóðið. Þetta voru þeir sem synt höfðu framhjá netunum um vorið og urðu nú til að auka stofninn og endurnýja. Sjálfur horfði ég dol- fallinn á þetta einstæða dæmi um samstillingu tæknivædds mann- lífs og villtrar náttúru. Þriðja dæmisaga: í Hindisvík á Vatnsnesi við Húnaflóa eru ein af mörgum sel- alátrum landsins. Presturinn þar friðaði selinn. Fyrirbauð ára- tugum saman að veiða þar svo mikið sem einn kóp. Sel fjölgaði meira en nokkur vissi. Presturinn varð landsfrægur fyrir. í apríl 1965 fylltist Húnaflói af hafís. Þá má ætla að Hindisvíkursöfnuðin- um til sjávarins hafi þótt þrengj- ast fyrir dyrum. íslenski landsel- urinn er ekki neinn íshafsselur eins og blöðruselurinn eða vöðu- selurinn, sem kæpa á hafísnum. Nú víkur sögunni til Breiðafjarð- ar. Þangað kemst ísinn úr Norðuríshafinu ekki. Þar vildi svo til þetta eða þarnæsta hafís- vor, að tveir nágrannar, gamal- reyndir selabændur í eyjunum, urðu meira en lítið undrandi. Þar var allt í einu orðið kvikt af ó- kunnugum sel í sundum og vog- um. Þessir nýju selir voru styg- gari í fyrstu og höguðu sér ólíkt gömlu hagvönu heimahjörðinni. Og ekki nóg með það. Þegar kóp- ar nýkomnu selanna fóru að veiðast, kom í ljós nýtt litar- mynstur í skinnunum og ólíkt hinu sem fyrir var. Veiðin óx í einu vetfangi um 60-70 kópa samanlagt árlega á þessum tveimur selajörðum og hélst síð- an í því horfi. Af hverju stöfuðu þessir „þjóðflutningar“? Var það ekki af því að orðið var of þröngt um selina í Hindisvík? Tóku tvö hundruð eða fleiri sig upp, héldu hópinn og fluttu milli landsfjórð- unga? Þessi getgáta verður hvorki sönnuð eða afsönnuð. Hitt er víst. Þessir gömlu og grandvöru selabændur tóku rétt eftir og Játvarður Jökull Júlíusson skrifar sögðu satt. Þeir sögðu mér frá reynslu sinni sinn í hvoru lagi og bar saman í einu og öllu. í mínum augum sannar þetta dæmi gamalt og gott orðtak, byggt á reynslu kynslóðanna: Þangað sækir veiðin sem hún er vanin. Nú má fara fljótt yfir ljóta og þekkta sögu. Þið grænfriðungar, þessir sjálfskipuðu selavinir, fór- uð að ofsækja kanadíska (og norska) selveiðimenn. Og ekki bara þá, heldur alla sem bjuggu til, keyptu og notuðu föt úr kópa- skinnum. Þið lögðuð undir ykkur heimspressuna, heimsfjölmiðl- unina, með öllum hennar áhrifa- mætti. Þetta gekk svo langt, að hrækt var á konur á götum úti, sem sáust í selskinnskápum. Vit- anlega var þetta versta tegund af atvinnurógi. Ofsóknir ykkar komu ekki aðeins niður á þeim sem fara á skipum til veiða í haf- ísnum. Um leið var eyðilögð lífs- afkoma fjölda Grænlendinga í heilum byggðum, þar sem frum- stæðar selveiðar eru næstum eina atvinnan. Um leið var kippt fót- um undan fjölda selabænda á ís- landi, sem stuðst hafa við sel- veiðar sem verulegan þátt í af- komu sinni. í báðum þessum löndum hefur fólk neyðst til að flýja fornar byggðir áa sinna fyrir þá sök, að þið eyðilögðuð skinn- amarkaðinn. Allt það tjón, öll þau sárindi og hörmungar, eru fyrir ykkar tilverknað og eru á ykkar ábyrgð. Ég særi ykkur grænfriðunga til ábyrgðar gagn- vart saklausu og varnarlausu fólki. Máltækið segir: „í upphafi skyldi endirinn skoða.“ Annað máltæki segir: „Það kemur fram í seinna verkinu sem gert er í því fyrra.“ Þið gripuð inn í líf og störf náttúrubarna á Grænlandi og á íslandi, fólks sem lifði í sátt við náttúru landsins, hélt henni í jáfnvægi eins og gert höfðu for- feður þess á umliðnum öldum og óhrekjandi dæmi sönnuðu. Þið sögðust vera að bjarga lífi selsins, göfugrar skepnu með manns- augu. Víst eru selir bæði vitrir og fag- ureygir. Það vitum við íslenskir selabændur ennþá betur en þið. Já. Þið björguðuð nokkrum ár- göngum af kópum svona mikið til. Það dró afar mikið úr kópa- veiði eftir að búið var með rógi og illmælum að eyðileggja markað fyrir kópaskinn. Sel fjölgaði við fsland, einkum útselnum. Ekki leið á löngu uns yfirmenn hrað- frystihúsanna sögðu að hring- ormum í fiski fjölgaði úr hófi fram. Það væri allt því að kenna hvað selum, hýslum hringorma, fjölgaði við landið. Heimtuðu há- stöfum að selunum yrði fækkað, helst útrýmt, til að létta af þeim kostnaði við að tína orma úr fiski. „Drepum selinn strax,“ áður en náttúruverndarmenn vita af, ein- mitt á meðan þeir eru uppteknir af að vernda hvali! Svo sagði í forystugrein í blaði sjávarútvegs- ráðherrans sem nú er. Útvegs- menn og fiskverkendur segja líka að selirnir éti árlega fisk sem svarar ársafla margra togara. Því skuli drepa þá. Árið 1978 eða 1979 skipaði fyrri sjávarútvegsráðherra nefnd nokkurra yfirmanna í fiskiðnaði. Hún heitirhringormanefnd. Hún hefur tekið sér ótakmarkað vald. Hún hefur veitt fé í miljónatali árlega úr rekstrarsjóðum fiskiðn- aðarins og lagt til höfuðs selum við íslandsstrendur. Hún virðir hvorki aldagrónar hefðir og hagsmuni selabænda, né landslög um friðun selalátra og tiltekinna svæða. Hagar sér að því leyti eins og mafía, að láta eins og lög séu ekki til. Útkoman er alveg eftir því. Dauðasveitir hennar hafa drepið í hrönnum seli á öllum aldri en flæmt aðra á flótta. Sumir bændur, sem veiða kópa til matar af gömlum vana, fá nú ekki nema 1/6 þeirrar veiði sem var. Það mun sums staðar taka tugi ára að koma stofninum í samt lag, ef þess er þá nokkur von. Útselur- inn er þó enn berskjaldaðri fyrir dauðasveitum hringormamafí- unnar. Lifnaðarhættir hans valda því, „bólselirnir" sem áður er lýst. Kópurturnar haldasigísjón- um hið næsta bólunum, þar sem afkvæmi þeirra liggja og þær skríða upp til að gefa þeim að sjúga. Dauðasveitir hringorma- nefndar ganga þar að þeim vís- um. Skjóta þær. Drepa síðan kópana og hakka allt með húð og hári til að fóðra loðdýr. Þau loð- dýr fæðast, lifa og deyja læst inni í búrum ættlið fram af ættlið. Loð- skinnaflíkur af þeim lífstíðar- föngum koma í stað skinna af veiðidýrum í víðernum frjálsrar náttúru, kópunum. Þið grænfrið- ungar eigið upptökin að þessari ógeðslegu atburðarás, en skilget- ið afsprengi ykkar, hringormam- afían á íslandi, borgar út verð- laun, blóðpeninga sem hún leggur til höfuðs selamæðrum við ísland og sérhverju barni þeirra. Þetta er ykkar verk. Afleiðing vanhugsaðrar afskiptasemi ykk- ar. Þetta hafið þið kallað yfir sel- abændurna og yfir selina sem þið sögðust vera að bjarga. Setjið ykkur fyrir sjónir hversu geðþekk sú kvikmynd yrði, sem tekin væri af téðu framferði dauðasveita hringormanefndar, beinum ár- angri ykkar hér á íslandi. Já. Horfist undanbragðalaust í augu við veruleikann. Mér verður oft hugsað til kvikmyndar frá áróð- ursmiðstöð ykkar, sem sýnd var í sjónvarpi. Hún átti að sýna villi- mennsku selveiðimanna á hafísn- um við Nýfundnaland. Þeir drápu kóp og drógu hann til skips. Urtan elti þá á leið, elti afkvæmi sitt eins og hver önnur góð móðir ungs afkvæmis. En þeir drápu hana ekki, eins og handlangarar ykkar drepa nú urturnar hér við land. Þeim kom það ekki til hugar. Hún átti að lifa og hitta maka sinn. Ala nýtt af- kvæmi á næsta ári, annað hvort nýtt veiðidýr eða dýr til að yngja upp selahjörðina. Ég hefi séð marga urtuna horfa á eftir kópnum sínum dauðum Ójafn leikur Selabændur á íslandi eiga við ofurefli að etja. Ekki eiga þeir aðgang að áróðursmiðstöðvum utan lands eða innan. Atferli ykkar útlendra grænfriðunga og íslensku hringormamafíunnar er eins og hver önnur vægðarlaus tangarsókn tvíefldra herja. fs- lenska hringormamafían er það forhert, að hún kunngerir að 2- 300 selveiðimenn séu að á hennar vegum. Þar fara skotmenn á hraðbátum á sólbjörtum lognkyrrum sumardögum, til að hópmyrða og útrýma sel á ákveðnum slóðum. Sannnefndar dauðasveitir. íslenski sjávarútvegsráðherr- ann, (hvalveiðiráðherrann), er alveg á bandi téðrar mafíu. Hann ætlar að koma á nýjum lögum um selveiðar undir yfirstjórn sinni. Þar á að gera þessa eign og forn réttindi bænda að engu. Þar á að afnema öll ákvæði um friðlýst selalátur. Þar verður öllum ís- lenskum ríkisborgurum heimilað að skjóta seli, allt frá ystu mörk- um 200 mílna efnahagslögsögu og upp að línu í 115 metra fjarlægð frá stórstraumsfjöruborði. Þar með á að löghelga undanfarið framferði hringormamafíunnar. Þá verður öllum selum útrýmt á sumum svæðum við ísland. Þá lokast hringur þeirrar atburða- rásar sem þið hrunduð af stað með forkastanlegri frekju og fá- fræði. Sjáið þið nú hvað þið hafið gert? íslenskir selabændur hafa efnt til samtaka um að freista þess að verja forn réttindi sín og um leið tilveru selastofnanna og það eðli- lega og nauðsynlega jafnvægi í náttúrunni, sem þið hafið stefnt í beinan voða. Þeim er mest um- hugað um að markaður og veiðar komist sem fyrst í fyrra horf. Enn er óvíst hverju fámenn og févana samtök þeirra áorka. Þau berjast gegn margföldu ofurefli, bæði hvað varðar áróður og fjár- austur. Þeim veitti ekki af liðsinni sem þið gætuð veitt og engum væri skyldara en ykkur að veita. Þið verðið að viðurkenna mistök ykkar frammi fyrir alheimi, að þið fóruð offari gegn kópaveiði. Betra er seint en aldrei að hverfa frá villu síns vegar. Mislagðar hendur Þið grænfriðungar vinnið ómetanlegC þarfaverk, er þið hindrið að höfin séu eyðilögð með allskonar eitri. í þeim efnum eigið þið skilið stuðning heiðvirðs manns og engra frekar en okkar íslendinga. Tilvera okkar byggist á því, framtíð okkar veltur á því, að lífið í sjónum bíði ekki hnekki. Þetta er jafn víst og hitt, að íslenskir selabændur eiga ærinna harma og hagsmuna að hefna, þar sem eru eyddir og sundraðir selastofnar. Þið hefðuð betur látið selveiðimenn óáreitta. Fyrir afleiðingar þeirrar áreitni verðið þið að bæta á gagngeran og áhrif- aríkin hátt eins fljótt og auðið er. Lokaorð Hér með skora ég, höfundur þessarar greinar, á umboðsmann eða umboðsmenn grænfriðunga á íslandi, að senda málflutning minn til aðalstöðva þeirra er- lendra samtaka grænfriðunga, sem mestu ráða og hafa ráðið um að móta stefnu og skipuleggja að- gerðir. Játvarður Jökull Julíusson Þriðjudagur 9. september 1986 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.