Þjóðviljinn - 16.09.1986, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Velkominn þó síðar verði,
séra Olafur
Ólafur Skúlason hefur verið
svo vinsamlegur að svara mér í
blaðagrein. Svargrein hans birtist
í Þjóðviljanum 4. september. Ég
þakka honum fyrirhöfnina, sem
greinilega hefur verið ærin því
prófasturinn kvartar sáran yfir
því að vera dreginn fram á ritvöll-
inn. Eftir að hafa lesið grein hans
vandlega kemst ég ekki hjá því að
draga þá ályktun að það hafi ver-
ið misskilningur af mér að hrekja
hann fram á ritvöllinn hálf-
nauðugan. Það ætla ég aldrei að
gera aftur.
Það er engu líkara en skrifin
fari obbolítið í taugarnar á hon-
um. Hann streitist bersýnilega
við að leyna pirringnum, en tekst
því miður ekki nógu vel. Þó
blandar hann inn f skrifin
óskyldum málum eins og Voter-
geitmálinu. Ég kenndi honum
samt aldrei um Votergeitmálið.
Getur verið að prófasturinn sé
foxillur? Vonandi ekki.
Ég hef tekið eftir því að ein-
hverjir halda að ég sé að fara
fram á að koma í ræðustól í
kirkju. Ég var ekki að fara fram á
neitt slíkt með grein minni, enda
hef ég nóga ræðustóla. Auk þess
er það skoðun mín að það sé
kirkjunni fyrir bestu að stjórn-
málamenn - sem valdhafar - láti
hana sem allra mest í friði.
Séra Ólafur segist ekki halda
kladda, en fylgjast með. Vonandi
fylgist hann með, það er honum í
rauninni rétt og skylt sem kjós-
Kvittað fyrir svargrein
Svavar Gestsson skrifar
„Égskora á þig að fylgjast framvegis
betur með, ekki aðeins íhaldinu, heldur
öðrum stjórnmálamönnum líka. Þá
kynnisitthvað athyglisvertað koma í
Ijós. “
anda í lýðræðisríki. Hann segist
meta þingmenn eftir því hvernig
þeir koma í kirkju hjá honum.
Þetta er vafasamur mælikvarði.
Með þessum orðum dæmir hann
hart þær þúsundir manna sem
sjaldan koma í kirkjur eða aldrei
en telja sig samt ekki verri en þá
sem alltaf sækja kirkjurnar.
Þannig tekur hann einn þing-
mann út úr, Eið Guðnason, og
hampar honum sérstaklega.
Sveigir hann með þessum hætti
einkum að Friðrik Sophussyni
sem samkvæmt þessu kemur
sjaldan til kirkju þó hann eigi
heima hundrað metra eða svo frá
kirkjuveggnum í Bústaðasókn.
Ekki skil ég hvers Friðrik á að
gjalda. En það er ekki mitt mál.
Ég hef tekið eftir því á undan-
fömum misserum að fjölmörgum
prestum landsins ofbýður algjör-
lega þegar auðhyggjan veður yfir
eins og svartidauðinn fyrrum. Ég
hef tekið eftir því að þeir for-
dæma okrið og nauðungarupp-
boðin, peninga- og gróðahyggj -
una, semleggurheimiliírústog
brýtur niður einstaklingana. Ég
hef ekki haldið kladda um það
hvernig séra Ólafur stendur sig í
þessum efnum. Og ekki dettur
mér í hug að hann verði talinn á
mitt band pólitískt. Kannski er
hann sósíalisti inn við beinið og
leynir því svo vel að enginn tekur
eftir því? Vonandi rennur upp sá
dagur að prófasturinn gengur
fram í baráttunni gegn auðhyg-
gjunni, með manngildinu. Það
munar áreiðanlega um hann. Þá
hefði bréfið um Bústaðakladd-
ann borið árangur.
Velkominn í þá sveit, séra
Ólafur, þó síðar verði, en fyrir
alla muni vertu ekki að slíta þér
út á því að svara mér með blaða-
grein nema þú finnir hjá þér sér-
staka þörf til þess. Blessaður
vertu ekki að ergja þig á þessu.
En að allrasíðustu þetta: Þú gafst
í skyn í grein þinni að þú fylgdist
reglulega með frammistöðu þing-
manna og borgarfulltrúa og að
þess vegna væru flokksmenn
Sjálfstæðisflokksins teknir fram
yfir aðra. Nú hefur þú greint frá
því að þú haldir ekki skrá og fylg-
ist þess vegna ekki með reglulega
heldur tilviljanakennt. Mér er
nær að halda að þú fylgist aðeins
með sumum og ekki þeim sem þú
telur að séu þér ekki þóknan-
legir. Ég skora á þig að fylgjast
framvegis betur með, ekki aðeins
íhaldinu, heldur öðrum stjórn-
málamönnum líka. Þá kynni
sitthvað athyglisvert að koma í
ljós.
Ég sé að þér blöskrar að ég hef
sent grein mína - rétt eins og þú -
í öll Reykjavíkurblöðin. Eg læt
því nægja eftir áminninguna að
senda þessa grein til birtingar í
Þjóðviljanum.
Með von um góðan árangur í
baráttunni fyrir betri heimi
manneskjunnar kveð ég sóknar-
prest minn í þessu tilskrifi sem er
ekkert annað en kvittun fyrir
svar. Svavar Gestsson
Bréf frá Fáskrúðsfirði
Um fbnlóma
landsbyggðarinnar
Féíagsmálaskólí alþýðu
Námskeið um
húsnæðismál
og lánskjör
28. september - 1. október
Sigurður Gunnarsson, Fáskrúðsfirði, skrifar
Vinum mínum fannst ég ergj-
ast mikið yfir litlu þegar lands-
leiknum við Frakka var ekki
sjónvarpað beint. En það var
bara dropinn sem fyllti gímaldið.
Okkur landsbyggðarmönnum er
nú orðið vísast að kaupa lands-
leiki okkar eigin þjóðar frá gervi-
hnöttum, ef þeir eiga að fást.
Ef frá Reykjavík er ekki
einu sinni hægt að fá landsleiki,
hvers vegna verslum við þá hér?
Reykjavík er dýrasti staðurinn á
jörðinni að versla við og þaðan
fæst ekkert nema skítkast og nið-
urlæging. Nú er okkur á lands-
byggðinni sagt að við stelum frá
skólaakstri barnanna okkar og að
öllu réttlæti yrði fullnægt ef við
værum öll gerð gjaldþrota.
Landsbyggðin skapar gífur-
legan gjaldeyri og getur því versl-
að þar í heimi sem henni sýnist.
Um þessar mundir virðist dýrast
og verst að versla í Reykjavík.
Ég er fæddur og uppalinn
Reykvíkingur og tel mig ekki
hafa fordóma þrátt fyrir 15 ára
fjarveru. Hún móðir mín er
Reykjavíkurmær og mér þykir
vænst um hana af öllum. Én ef
þið gerið ykkur ekki ljós eymdar-
kjör grunnframleiðslunnar á
þessum gullnu tímum þá eruð þið
ekki verðir samstarfs og við
landsbyggðarmenn ættum að
versla annars taðar.
Langlundargeð landsbyggðar-
innar gagnvart höfuðborginni er
þó mikið og gáfnafar manna mæl-
ist ekki af því hvað þeir búa í
stóru byggðarlagi. Ef menn byrja
að talast við sem jafningjar þá er
öllu óhætt og við förum ekki að
ráðum oddvita úr uppsveitum
Árnessýslu sem á landsþingi
Sambands íslenskra sveitarfélaga
í síðustu viku boðaði sambands-
slit úr ræðustól!
Að lokum harma ég að fundar-
stjóra landsþingsins, Magnúsi L.
Sveinssyni, hafi láðst að koma til
afgreiðslu þingsályktun um beina
útséndingu landsleikja borna upp
af Sigfúsi Jónssyni á Akureyri og
tíu oddvitum og sveitastjórum af
Austurlandi. Ályktunin hafði
hlotið einróma afgreiðslu í alls-
herjarnefnd og þingheimur hafði
samúð með kappleikjaunnend-
um. - Ljótt að þetta skyldi
gleymast.
Sigurður Gunnarsson er sveit-
arstjóri á Fáskrúðsfirði.
„Nú er okkur á landsbyggðinni sagt að
við stelumfrá skólaakstri barnanna
okkar og að öllu réttlœti vœrifullnœgt ef
við vœrum öll gerð gjaldþrota. “
Viðfangsefni:
Ný lög, nýjar reglur, lánskjör bankanna,
greiðslubyrði, fasteignamarkaðurinn á íslandi og
tengsl lífeyrissjóðanna við húsnæðiskerfið o.fl.
Fyrir hverja?
Alla, en sérstaklega þá sem þurfa að veita
upplýsingar um húsnæðismál, réttindi fólks og
lánsmöguleika.
Hvar og hvenær?
í Ölfusborgum. Námskeiðið hefst sunnudagskvöld
28. sept. og lýkur síðdegis miðvikudaginn 1. okt.
Skráning þátttakenda á skrifstofu MFA,
sími 91-84233;
Nánari upplýsingar á sama stað.
MFA
MENNINGAR- OG
FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU
Þriðjudagur 16. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5
Þekkíng, starf og sterkari verkalýðshreyfing