Þjóðviljinn - 16.09.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
íbúð óskast
Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir
að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem
fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og
öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í
síma 681331 kl. 9-17.
Örlagið
hefur þá ánægju að kynna Dagbók
Lasarusar, nýja Ijóðabók eftir Kjart-
an Árnason. Bók sem lyftir andan-
um og er til sölu hjá höfundi, Ham-
rahlíð 33A, Máli og menningu,
Eymundssyni og Laxdalshúsi á Ak-
ureyri. Örlagið, sími 32926.
íbúð óskast
26 ára einstæð móðir með eitt barn
óskar eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst.
Öruggar mánaðargreiðslur. Góðri
umgengni heitið. Meðmæii ef ósk-
að er. Uppl. í s. 73426 eftir kl. 17.
íbúð óskast
Systkin óska eftir 3ja-4ra herb.
íbúð. öruggar mánaðargreiðslur, s.
73426 eftir kl. .17.
Óska eftir ýmsum notuðum
handverkfærum til trésmíði
svo sem smergeli, lítilli hjólsög o.fl.
Sími 72072.
Til sölu eru eftirtalin
húsgögn og munir
Hjónarúm úr tekki með áföstum
náttborðum án dýna, dívan (sófi)
með Ijósum viðarörmum,
strauborð, eldhúsvaskur með á-
föstu fráleggsborði og forn skíði.
Ennfremur gardínubrautir af ýms-
um lengdum. Verð ákveður
kaupandi. Nánari upplýsingar er að
fá í síma 30672 eftir kl. 19.
Kjarakaup
Vel útlítandi baðker, handlaug, sal-
ernisskál og blöndunartæki til sölu
fyrir kr. 5.000.- Uppl. eftir kl. 17 í
síma 77836.
Magnari - skautar
Til sölu 2x30 watt Zanusi magnari.
Fæst fyrir lítið. Á sama stað óskast
keyptir kvenskautar nr. 38. Uppl. í
síma 621454.
Áttu húsgögn
til að lána eða gefa erlendum há-
skólanema sem var að flytja inn í
tóma leiguíbúð? Ef svo er, hafðu
samband í síma 23523 eftir kl. 19 á
kvöldin.
Til sölu
brún barnavagga á hjólum, mjög
vel með farin og baðborð, burðar-
rúm, göngugrind og barnastóll sem
hægt er að nota á sjö vegu. Uppl. í
síma 54417.
Forstofuherbergi
með sérsnyrtingu. Uppl. í síma
33586.
Til sölu
notað grátt teppi 425 cm x 375 cm
verð 1.200,- Sími 15045.
Jólaföt
til sölu, matrósaföt á dreng 3-4ra
ára (Úr Mæðrabúðinni) kr. 1.500.-,
svartir lakkskór nr. 28 kr. 500,- og
aðrir nr. 32 kr. 600.- Uppl. í síma
37920.
Get tekið að mér örfáa
nemendur í píanóleik
Er á Sólvallagötu. Uppl. í síma
614647. Dagný Björgvinsdóttir.
Herbergi óskast
Tvítug stúlka óskar eftir herb. m/
aðg. að baði og helst að eldhúsi.
Góðri umgengni er heitið og skilvís-
um greiðslum. Uppl. í síma 25194.
íbúð óskast
Er einhver sem getur leigt mér litla
íbúð, helst miðsvæðis í Reykjavík?
Er að koma frá Færeyjum í nám
hér. Uppl. í síma 621737 á morgn-
ana og eftir kl. 20.
Kvennaathvarfiö
í Reykjavík
Einn skjólstæðingur okkar er að
flytja frá okkur og vantar allt til alls.
Er ekki einhver sem þarf að losa sig
við slíkt? Uppl. í síma 21205 milli kl.
14 og 18.
Tilboð - málningarvinna
Tilboð óskast á sameign og stiga-
gangi í fjölbýlishúsi. Uppl. í síma
671870 eða 671879.
Barnarimlarúm og
ungbarnastóll til sölu
Sími 12068.
Ungt útivinnandi par
óskar eftir 2-3ja herb. íbúð strax.
Uppl. í síma 23271.
Til sölu
Silver Cross kerruvagn. Ennfremur
óskast vel meðfarinn Hókus-Pókus
barnastóll. Uppl. í síma 672283.
Óska eftir konu
til að gæta 2ja drengja (5 og 7 ára)
2-3 tíma á dag nokkra daga í viku.
Þarf að vera í nágrenni Kennarahá-
skólans. Uppl. í síma 30447 eða
10952.
Óska eftir ísskáp
(ekki stærri en 1,50x50) og barna-
svefnbekk. Uppl. í síma 10952 eða
30447.
Sófi óskast
Uppl. í síma 24834.
Barnareiðhjól
Ég er 5 ára stelpa og mig langar svo
mikið í lítið tvíhjól til að læra að hjóla
á. Ef þú átt svoleiðis (16“) og vilt
selja eða gefa mér það, hringdu þá í
hann pabba minn í síma 23777 eða
79001 eftir kl. 18. Hrafnhildur.
Til sölu
Candy þvottavél, Sanyo ísskápur
(50x50) Siemens eldavél með
tveimur hellum og ofni, Yamaha
Folk gítar, ný skákklukka (ónotuð),
Silver-reed EB 50 reikni-teikni vél
og þrjár einingar af Mekka-
hillusamstæðu frá Kristjáni Sig-
geirssyni. Uppl. í síma 14381 eftir
kl. 18.00.
Til Kúbu um jólin
Farið verður í vinnuferð til Kúbu 12.
des og komið heim 11. jan. Þeir
sem hafa áhuga skrifi til Vináttufé-
lags íslands og Kúbu og við send-
um uppl. Umsóknarfr. er til 1. okt.
Vináttufélag ísl. og Kúbu Pósthólf
318 121 Rvík.
Fæst gefins
Barnavagga úr tágum, hæginda-
stóll án arma o.fl. Sími 21604.
Kettlingur fæst gefins
Vel vaninn og þrifinn. Uppl. í s.
25859.
Eiginmaður minn og fósturfaðir okkar,
Jón Kolbeinsson
Hátúni 4
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18.
september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir
Valgerður Guðmundsdóttir
Ella Kolbrún Kristinsdóttir Pálína M. Kristinsdóttir
Útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður
Steindórs Árnasonar
skipstjóra
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. septemb-
er klukkan 10.30
Blóm og kransar afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans
er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Guðmunda Jónsdóttir
Jón Steindórsson Guðný Ragnarsdóttir
Vetrardagskráin
Margt spennandi á skjánum
Gott úrval heimildamynda og framhaldsmyndaflokka
Það er farið að hausta og gláp-
sjúkir geta farið að hlakka til
vetrardagskrár sjónvarpsins,
sem er óvenju fjölbreytt að þessu
sinni. Ýmislegt nýtt er á boðstól-
um, sumir myndaflokkar halda
áfram og gamlir kunningjar birt-
ast á skjánum á ný eftir nokkurt
hlé. Heimildamyndaúrvaliðerþó
nokkuð og mörgum til mikillar
ánægju hefjast kennsluþættir í
spænsku, auk þess sem Hildur,
dönskukennslan verður endur-
sýnd.
Stórskáld og merkir
leikarar
Hér verður tæpt á nokkru af
því efni sem verður á dagskrá
næstu mánuði en nákvæmar
tímasetningar eru enn ekki fyrir-
liggjandi. Af leikritum má nefna
Sganarelle eftir franska meistar-
ann Moliere, en mynd um ævi
hans er væntanleg til sýningar á
næsta ári. Sganarelle er aðalpers-
ónan í 4 gamanleikjum og það er
John Bottoms sem fer með hlut-
verk hans. Uppfærslan er bresk
og svo er einnig um gamanleikinn
Footlight Frenzy sem verður
einnig sýndur í vetur.
Þá verður einnig sýnt leikritið
A Kind of Alaska eftir breska
skáldið Harold Pinter, sem ku
njóta mikillar hylli í heimalandi
sínu. Boesman og Lena er leikrit
sem gerist í Suður-Afríku og fjall-
ar um vandamál þarlendra vegna
kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar.
Mörg fleiri verk mætti telja upp
en við vísum á nánari kynningu
þegar að sýningu þessara leikrita
kemur í vetur.
Af heimildamyndum má nefna
mynd um Placido Domingo, og
þátt um Gabriel Garcia Marques
og auk þess verður sýnd myndin
Tími til að deyja sem er gerð eftir
sögu hans á svipuðum tíma. Fleiri
stórskáld verða kynnt, til dæmis
Scott Fitzgerald og Jorge Luis
Borges, einn stærsta rithöfund
okkar tíma. Þá verða einnig sýnd-
ir þættir um þekkta leikara, svo
sem Ingrid Bergman. Hepburn,
Fonda, John Wayne, Alfred
Hitchcock, Frek Astaire og Jos-
ephine Baker. Á svipuðum tíma
og þessir þættir verða til sýningar
verður sýnt úrval af þekktum
myndum sama fólks.
Og hvalfriðunarmönnum ef-
laust til mikillar ánægju í þessu
harðæri þeirra ætlar sjónvarpið
að sýna okkur mynd um hvali
sem heitir Hvalir gráta ekki og í
sömu viku sjáum við kvikmynd-
ina um Moby Dick, sem er byggð
á sögu Melvilles. Melville verður
einnig kynntur sérstaklega, en
hann er eitt uppáhaldsskáld
Bandaríkjamanna.
Rússland Ústinovs
Leikritamyndaflokkar verða
að minnsta kosti fimm og sá fyrsti
hefur göngu sína í næsta mánuði,
sá nefnist Tender is the night,
byggður á sögu eftir F. Scott Fitz-
gerald. Aðalhlutverk leikur Pet-
er Strauss sem ætti að koma ís-
lenskum glápurum kunnuglega
fyrir sjónir. Annar þekktur
leikari, Richard Chamberlain,
sjarmörinn karlmannlegi, leikur
aðalhlutverk í þáttum um Wall-
enberg. Og nýjung: spænskur
flokkur um Goyja frá spænska
imbanum.
Sígild tónlist verður heldur
ekki út undan, Brandenborgar-
konsertarnir sex verða til sýning-
ar í tilefni af vígslu Hallgríms-
kirkju og sex þættir um Mozart,
ævi hans og starf koma á skjáinn í
vetur. Af flokkum heimilda-
mynda má nefna Rússland Usti-
novs, leikarinn fræðir okkur um
sögu Rússlands og sýnir okkur
daglegt líf Sovétborgarans. Saga
tískunnar er breskur flokkur í
þremur þáttum og Meistaraverk,
13 mínútna fræðsluþættir um
listaverk eru bresk-þýskir. Marg-
ir fleiri flokkar heimildamynda
verða sýndir í vetur og við segjum
frá þeim þegar nær líður sýning-
um.
Nýir spennumyndaflokkar eru
Maelstrom, The Assasination,
Black Tower, og The Treachery
Game, allir breskir. Gamlir
kunningjar sem halda áfram eru
Sá gamli, Bergerac og Derrick
birtist á ný eftir nokkurt hlé. Miss
Marple eftir sögum Agöthu
Christie er einnig ný þáttaröð frá
BBC. Poppþættir verða einnig á
vetrardagskránni, erlendir sem
innlendir og sjást þar margir
helstu popparar landsins. Bíó-
myndir verða ekki taldar upp hér
en af því sem ákveðið er til sýn-
ingar er fátt í frásögur færandi,
mest bandarfskt Klístvúdefni og
gamlar filmur. _vd.
DJÓÐVILJINN
0 68 13 33
0 68 18 66
Tímiiui
0 68 63 00
Blaöburöur er
og borgar sig
LAUS HVERFI
NÚÞEGAR:
Álfhólsvegur 1-50
Hamraborg
Skálagerði
Bakkagerði
Akurgerði
Grensásvegur (að hluta)
Síðumula 6
0 6813 33
Breiðagerði
Grundargerði
Steinagerði
Teigagerði
Sogavegur (að hluta)
Hafðu samband við