Þjóðviljinn - 16.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.09.1986, Blaðsíða 13
DJÚÐVILJINN Kvikmynd, sem Finnar hafa gert um styrj- aldir Finna og Sovétmanna á árunum 1939-40 og 1941-44 og vakið hefur mikla athygii í Finnlandi, verður sýnd bráð- lega í Moskvu og tveimur öðr- um sovéskum borgum, að sögn kvikmyndagerðarmanna í Helsinki. Kvikmynd þessi nefnist „Óþekkti hermaður- lnn“ og er gerð eftir sam- nefndri sögu rithöfundarins Vaino Linna, sem hefur verið þýdd á ein fimmtíu tungumál. Höfundur kvikmyndarinnar, Rauni Mollberg, hefur að sögn lagt mesta áherslu á að sýna ógnir styrjaldarinnar, og hefur rithöfundurinn lagt blessun sína yfir hana. Er sagan byggð á persónulegri reynslu hans sjálfs í báðum styrjöldunum. Kvikmyndin var frumsýnd í Finnlandi snemma á þessu ári og hafa þegar 600000 manns séð hana, en það eru tíu af hundraði allra íbúa Finniands. Reiöhjólabjöllu- þjófnaður varð þess valdandi að 72 menn voru handteknir og 17 þeirra pyndaðir í kínversku þorpi, að sögn frétastofunnar „Nýja Kína“. Þar var eigandi bjöll- unnar Li Jiyin, yfirmaður kommúnistaflokksins á staðn- um og þingmaður á kínverska þinginu, sem greip til þessara róttæku aðgerða til að endur- heimta þýfið: Hafði hann suma þorpsbúa í haldi í átta daga og neyddi 23 þeirra til að borga sekt fyrir kostnaðinum af fang- avistinni. Ekki var skýrt nánar frá því hvaða pyndingar flokksyfirmaðurinn var ákærð- urfyrir, en fréttastofan vitnaði í dreifibréf frá aganefnd komm- únista. Þar var sagt, að málið sýndi hve nauðsyniegt það væri að flokksfélagar færu að lögum. Grænfriðungar voru handteknir í Austur- Berltn í gær þegar þeir breiddu út borða með mótmælaáletr- unum og helltu niður salti fyrir utan skrifstofur umhverfis- málaráðuneytisins að sögn sjónarvotta. Talsmaður Græn- friðunga í Vestur-Berlín sagði að félagar úr samtökunum hefðu farið til að mótmæla því að Austur-Þjóðverjar heíltu úrgangssaiti í tvær ár, sem renna síðan yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Hefðu þrjátíu lögregluþjónar stöðvað þessar mótmælaaðgerðir og handtekið fjóra Grænfriðunga. Að sögn sjónarvotta ktifruðu tveir menn upp á súlnahlið við inngang ráðuneytisins og breiddu þar út borða, sem stóð: „Hættið að eitra Werra og Weser-á“. Aðrir úr hópnum, sem í voru um fimmtán menn, helltu úr fjórum saltpokum og veifuðu skiltum sem á stóð: „Sendist til baka“. Vestur- og Austur-Þjóðverjar hafa lengi rætt um leiðir til að hreinsa árnar tvær, Weser og Werra. Síðar í gær var tilkynnt að Grænfriðungarnir hefðu verið látnir lausir og reknir til Vestur-Þýskalands. ERLENDAR FRÉTTIR jEóNnAssoÍ7rEU1ER Alda af sprengjutilræöum Ferðamenn verða að hafa vegabréfsáritun París - Fimmtíu og tveir menn særðust, þegar sprengja sprakk í aðal lögreglustöðinni í París skömmu eftir hádegi í gær. Var þetta annað sprengjutilræðið á tæpum sól- arhring: á sunnudagskvöldið beið lögregluþjónn bana og margir særðust, þegar sprengja sprakk í veitingahús- inu Pub Renault við Champs- Elysées. Vegna þessara sprengjutilræða, sem eru hin verstu sem orðið hafa í París í aldarfjórðung, hefur franska stjórnin tekið upp strangar ör- yggisreglur, og verður þess nú krafist að allir útlendingar sem koma til landsins hafi vega- bréfsáletrun. Einungis borgar- ar efnahagsbandalagsríkj- anna og Sviss eru undanþegn- ir þessari skyldu. Sprengjan í gær sprakk í skrif- stofu á neðstu hæð lögreglustöðv- arinnar, þar sem gefin eru út öku- leyfi. Sögðu heimildarmenn innan lögreglunnar, að svo virtist sem þessi sprengja, sem sprakk á mesta annatímanum, kl. tvö eftir hádegi, hafi verið sett við burðar- súlu í skrifstofunni. Margir þeirra sem særðust voru starfsmenn. Lögreglan umkringdi þegar hverfið og lokaði inni þúsundir ferðamanna - lögreglustöðin stendur beint á móti hinni sögu- frægu kirkju Norte Dame - en tugir sjúkrabfla komu strax á vettvang. Voru lögregluskrifstof- urnar notaðar sem neyðarsjúkra- stofur. Þetta var fjórða sprengjutil- ræðið á einni viku. Hið fyrsta í Austurríki Nýjar kosningar boðaðar Vínarborg - Franz Vranitzky, kanslari Austurríkis, batt í gær enda á stjórnarsamstarfið milli sósíalistaflokks hans sjálfs og hins hægri sinnaða Frelsis- flokks, og boðaði nýjar þing- kosningar í nóvember. Vranitzky skýrði frá þessu eftir að miðstjórn sósíalistaflokksins hafði komið saman til skyndi- fundar. Sagði hann að leiðtogum flokksins hefði komið saman um að kosning Jörg Haiders sem leiðtoga Frelsisflokksins um helgina væri óþolandi hægri- sveifla í samstarfsflokknum. Hai- der, sem er 36 ára, var kosinn leiðtogi flokksins í stað Norbert's Steger, sem hefur reynt síðan stjórnarsamstarfið hófst 1983 að sveigja stefnu þessa þjóðernis- sinnaða flokks í frjálslyndisátt. Formaður austurríska Sósíalist- aflokksins sagði að þessi kosning væri greinilegt merki um stefnu- breytingu, og hefði miðstjórn flokksins samþykkt einróma til- lögu Vranitzkys að rjúfa stjórn- arsamstarfið og efna til kosninga. Búist er við að þær fari fram 23. nóvember. Fréttaskýrendur telja líklegt að hvorki Sósíalistaflokk- urinn né hinn íhaldssami Þjóðar- flokkur geti unnið hreinan meiri- hluta. röðinni var gert í pósthúsi við ráðhús Parísar, og lét þar kona lífið. Síðan voru gerð tvö tilræði í veitingahúsum, síðast á sunnu- daginn í Pub Renault við eina að- algötu borgarinnar, Champs- Elysées. Þar hefði getað orðið mikið manntjón, en svo vildi til að þjónustustúlka á staðnum varð vör við grunsamlegan pakka og gerð lögreglunni viðvart. Pakkinn var þá borinn í nálæga bflageymslu, þar sem hann sprakk. Einn lögregluþjónanna lét lífið og aðrir særðust. Skæruliðasamtök í Beirút hafa lýst sig ábyrga á þessum sprengjutilræðum, og krefjast þau, að þrír arabískir hryðju- verkamenn, sem eru í haldi í frönskum fangelsum, verði látnir lausir. Mikill viðbúnaður er í París vegna þessara tilræða, sem hafa orðið tveimur mönnum að bana á eini viku og sært yfir hundrað. Mikill lögregluviðbúnaður er um alla borgina, og er ströng gæsla við opinberar byggingar, stór- verslanir og aðra slíka staði. Við inngang allra stórverslana er Ieitað í handtöskum viðskipta- vina. Strax á sunnudaginn boðaði Chirac forsætisráðherra nýjar ör- yggisreglur, m.a. eiga ferðamenn sem koma til landsins að hafa vegabréfsáritun, nema ríkisborg- arar Sviss og efnahagsbandalag- slandanna. Talið er þó að það muni taka einar tvær vikur áður en unnt verður að hrinda þeirri reglu í framkvæmd. Franz Vranitzky. Grikkland Stöðugir jarðskjálftar Kalamata - Meira en þrjátíu manns slösuðust í jarðskjálfta í bænum Kaiamata í suður- hluta Grikklands í gær. Þar höfðu a.m.k. tuttugu manns beðið bana í snörpum jarð- skjálfta, sem varð á laugardag- inn. Tugir bygginga hrundu í bæn- um í gær í þessum seinni jarð- skjálftakipp, sem mældist 5,6 stig á Richters-kvarða, m.a. tvö fjöl- býlishús, sem orðið höfðu fyrir sícemmdum í jarðskjálftanum á laugardaginn. Tveir minni kippir fundust á þessum slóðum aðfara- nótt gærdagsins. Hinum slösuðu var hjúkrað í tjöldum fyrir utan aðalsjúkrahús borgarinnar, en það var yfirgefið á laugardaginn vegna skemmda sem það varð fyrir í jarðskjálftan- um þá. Franskur læknir, sem hafði tekist að ná manni lifandi úr rústum hrunins húss, sagði frétta- mönnum að mikill ótti hefði grip- ið um sig meðal borgarbúa, og væru þeir að flýja úr bænum í tugum bfla. Þeir sem eftir væru byggju í tjöldum og fáeinir væru í Sikiley Gos í Etnu Hraumstraumur rann í gær nið- borgin var ekki í neinni hættu og ur norðausturhlíðar eldfjallsins heldur ekki landbúnaður á svæð- Etnu á Sikiley eftir gos í tindi þess jnu. stíg, sem ferðamenn notuðu nóttina áður. Sprunga, sem var til að komast upp í aðalgíginn, um 50 m löng og 10 m breið, opn- var lokað af öryggisástæðum, að aðist í um 3200 m hæð, aðeins um sögn manna á staðnum. Einn 100 m fyrir neðan aðalgíginn, og maður lét lífið og fjórtán særðust rann bráðinn hraunstraumurinn þegarhótelhrundiíhlíðumfjalls- þaðan niður í óbyggt svæði um 20 ms ( eldgosi s.l. desember. km frá borginni Randazzo. En Þriðjudagur 16. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 steinhúsum. Þorpið Eleokhori í grennd við Kalamata gereyðilagðist í jarð- skjálftanum á laugardaginn, voru allir íbúar þess, 250 að tölu, flutt- ir í tjaldbúðir í Kalamata. Fléstir þorpsbúarnir voru í þorpskirkj- unni að halda upp á hátíð Maríu meyjar, þegar jarðskjálftinn varð. Kirkjan hrundi en allir komust út, og töldu þorpsbúarnir að heilög Maríumynd i kirkjunni hefði bjargað þeim. Shamir Andvígur alþjóðlegri friðairáðstefnu Tel Aviv - Yitzhak Shamir utan- ríkisráðherra ísraels vísaði í gær á bug hugmyndum um alþjðlega friðarráðstefnu um deilumálin í Austurlöndum nær, en hann sagði að ísraels- menn myndu halda áfram friðarumleitunum sínum eftir að hann tekur við embætti for sætisráðherra af Símoni Peres í næsta mánuði. Shamir, sem er leiðtogi hins hægri sinnaða Likúd-flokks, sagði í útvarpi, að unnt væri að ímynda sér friðarráðstefnu, sem ísraelsmenn og nágrannar þeirra, Egyptar og Jórdaníumenn tækju þátt í, og myndi enginn standa gegn slíkri hugmynd. En hann sagðist vera algerlega andvígur þeirri hugmynd um alþjóðlega friðarráðsteftiu, sem fram kom á leiðtogafundi Peres, núverandi forsætisráðherra ísraels og Mu- baraks forseta Egyptalands í síð- ustu viku. Embættismaður í utan- ríkisráðuneytinu sagði að hvor- ugur leiðtoganna væri hrifinn af þessari hugmynd og litu þeir á hana sem aðferð til að fá Hússein Jórdaníukonung til að taka þátt í friðarumleitunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.