Þjóðviljinn - 16.09.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.09.1986, Blaðsíða 15
FORVITNAST UM FÓLK Seldi allt nema matvæli Guðmundur Stefánsson, kall- aður Muggi er afgreiðslumað- ur í Eymundsson. Muggi er 23 ára frá Húsavík en fluttist fyrir rúmu ári til Reykjavíkur og starfar í ritfangadeildinni í Ey- mundsson. Aðspurður sagð- ist hann hafa unnið við svipuð störf á Húsavík. „Ég vann í bókaverslun sem seidi allt nema matvæli. Vöruúrvalið var mun meira en hér í Eymunds- son.“ Þig hefur ekkcrt langað í fram- haldsskóla? „Nei, ég hætti í skóla eftir 9. bekk. Skólaseta á ekkert við mig. Það er töluvert um það á Húsavík að krakkar hætti í skóla og fari að vinna í fiski. Hinir fara í fram- haldsnám til Reykjavíkur og koma ekki aftur til Húsavíkur. Því er frekar lítið um að vera á Húsavík fyrir fólk á mínum aldri.“ Hvernig kanntu við þig í borg- inni? „Bara ljómandi vel. Ég hafði nú oft komið hingað áður. En miðað við aðrar höfuðborgir sem ég hef séð þá er Reykjavík mjög hrein og borgarbragurinn er ekki síðri en annarsstaðar. Hér er mikið líf. Mér gekk líka mjög vel að koma mér fyrir; fékk fljótt húsnæði og vinnu. Svo er auðvelt að kynnast Reykvíkingum." Hvernig eru launin þín hér miðað við á Húsavík? „Launin mín eru viðunandi. Maður á nú víst ekkert að vera að segja hvað maður hefur í laun.“ (Blaðamaður hváir). „Það hafa ekki allir sömu laun. Það er nú svoleiðis á flestum vinnustöðum. En á Húsavík eru launin almennt lægri. Svo ermaturinn þar dýrari. En maður þarf ekki að taka strætó og það er ekki nauðsynlegt að eiga bfl. Svo er minna um að vera þar. Þannig að í heildina er dýrara að lifa í Reykjavík. Hér er miklu meira af freistingum." Hvað gerirðu í frístundum? „Ég fell í freistingar. Svo hef ég gaman af tónlist. Ég var að byrja í Módettukórnum í Hallgríms- kirkju. Það er heilmikil vinna. Við erum núna að æfa verk eftir Bach og Mozart. Kórinn á að syngja við vígslu Hallgríms- kirkju.“ Meiri frítími á Húsavík „Þegar ég bjó á Húsavík var ég mikill útivistarmaður. Ég gekk mikið á skíðum. Maður var í svo miklum tengslum við náttúruna þar. En ég geri lítið af þessu hérna í bænum. Það er svo langt að fara og meiri fyrirhöfn. Mér fannst ég líka hafa meiri frítíma á Húsavík.“ Hvað er vinnutíminn þinn langur? „Ég vinn frá 9-6 eða 7. Stund- um lengur þegar mikið er að gera eins og núna í skólabókaflóðinu. Það er líka opið fyrir hádegi á laugardögum.“ Ertu ekkert óhress með að vinna á laugardögum? „Nei, það eru flestir til í að vinna þá. Ekki af því að fólki finnist svona gaman að vinna heldur af því að þá hækkar kaupið." Les starfsmaður bókaverslun- ar ekki mikið? „Nei, ég er ekkert mikið gefinn fyrir lestur." Tekurðu eitthvað þátt í pólit- ísku starfi? „Ég gerði það. Var í framboði fyrir Bandalag jafnaðarmanna, og í kringum kosningarnar var mikið að gera. En eftir að ég flutti í bæinn þá er ég lítið að stússast í þessu. Maður má ekkert vera að því.“ -SA. Guðmundur Stefánsson verslunarmaður spurðurspjörunum úr FRETTIR Verðmyndun Ekki einkamál framleiðenda Stjórn neytendasamtakanna: Furðurlegar yfirlýsingar talsmanna hœnsnabœnda. Varað við hugmyndum umframleiðslustjórnun á eggjum ogfuglakjöti hér sé um einkamál framleiðenda að ræða og vara alvarlega við öllum hugmyndum um fram- leiðslustjórnun af þessu tagi. „Þeir framleiðendur sem ekki geta selt afurðir sínar á því verði sem ýtrasta hagkvæmni leyfir, hafa engan rétt á að knýja fram hækkanir á kostnað neytenda með framleiðsluþvingunum fyrir aðra framleiðendur, eða með því að koma í veg fyrir að nýir hæfari aðilar hefji framleiðslu. Útilokað er að veita fram- leiðendum sem nú eru í vand- ræðum vald til þess að skammta öðrum hæfari framleiðendunt framleiðslurétt. Neytendasam- tökin benda á að þau hafa fram til þessa ekki krafist afnáms á inn- flutningsbanni á búfjárafurðum. Forsenda þeirrar afstöðu er jafn réttur neytenda og framleiðenda í verðmyndunarmálum þeirra nauðsynjavara sem innflutnings- bann gildir fyrir,“ segir £ yfirlýs- ingu samtakanna. - gg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Neytendasamtökin hafa lýst jTir furðu sinni á nýlegum yf- irlýsingum einstakra talsmanna hænsnabænda þess efnis að þeir óski eftir kvótakerfi eða fram- leiðslustjórnun fyrir egg og fugla- kjöt. Segir stjórn samtakanna að almennt virðist margir þessara hænsnabænda ræða um þessi mál eins og þau séu einkamál fram- leiðenda, en neytendum óvið- komandi. Rök framleiðenda eru þau að verð afurða hafi verið of lágt langtímum saman og að einstakir framleiðendur séu að verða gjaldþrota af þeim sökum. Því sé nauðsynlegt að koma á fram- leiðslustjórnun eða kvótakerfi einhvers konar. Neytendasam- tökin segjast ekki viðurkenna að Aldraðir Söluíbúðir á Hvolsvelli Fyrstu tvœr íbúðir af tíu fullbúnar Verkalýðsfélagið Rangæingur hefur lokið byggingu tveggja 70 fermetra íbúða fyrir aldrað verkafólk. íbúðirnar eru í rað- húsi og staðsettar í næsta ná- grenni við byggingar Dvalar- heimilisins á Hvolsvelli. Þama er um að ræða söluíbúðir og hafa þeir félagsmenn Rangæ- inga sem orðnir eru 63 ára eða eldri rétt á að kaupa íbúðirnar. Þó eiga þeir forkaupsrétt sem orðnir em 67 ára. íbúðirnar eru seldar á kostnaðarverði. Með byggingu þeirra er lokið fyrsta áfanga í áformaðri 10 íbúða bygg- ingarframkvæmd á vegum verka- lýðsfélagsins. " 88 Aðalritari forsætisnefndar Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalritara forsætisnefndar Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóð- þinga og ríkisstjórna Norðurlanda og eru þar samþykkt tilmæli til ríkisstjórna landanna um málefni varðandi samstarf þjóðanna. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin árlega, stýrir forsætisnefndin daglegum störfum þess og fara þau fram á skrifstofu forsæt- isnefndarinnar í Stokkhólmi, þar sem starfslið er 30 manns. Starfið þar fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Skrifstofan hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar. Aðalritari forsætisnefndar er yfirmaður skrifstof- unnar og stýrir því starfi sem þar fer fram, bæði innan skrifstofunnar og gagnvart Norrænu ráð- herranefndinni, en í henni eiga sæti fulltrúar ríkis- stjórna Norðurlanda. Aðalritarinn er ritari á fundum forsætisnefndar og formaður nefndar þeirrar, sem undirbýr fundi forsætisnefndarinnar. í undirbúningsnefndinni eiga sæti auk aðalritarans ritarar landsdeilda Norðurlandaráðs. Aðalritarinn er forsætisnefnd- inni til aðstoðar um erlend samskipti. Forsætisnefndin æskir þess að sem flest norræn lönd eigi fulltrúa meðal yfirmanna skrifstofu for- sætisnefndarinnar. Yfirmennirnir eru auk aðalrit- arans, sem nú er finnskur ríkisborgari, tveir að- stoðarritarar, norskir og sænskir ríkisborgarar auk upplýsingastjóra sem er danskur ríkisborg- ari. Um laun og kjör gilda sérstakar norrænar reglur, sem að hluta til eru samsvarandi þeim sem gilda um opinbera starfsmenn í Svíþjóð. Aðalritara- stöðunni fylgir embættisbústaður. Samningstíminn er fjögur ár og hefst 1. janúar 1987. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samningstímanum stendur. Nánari upplýsingar veitir aðalritarinn llkka - Christian Björklund í síma 90468 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, ritari íslandsdeildar Norður- landaráðs, í síma Alþingis, 11560. Umsóknum skal beina til Nordiska rádets presi- dium, og skulu þær sendar til Nordiska rádets presidiesekretariat, Tyrgatan 7, (Box 10506) S- 10432 Stockholm, og hafa borist þangað eigi síðar en miðvikudaginn 1. október 1986.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.