Þjóðviljinn - 24.09.1986, Blaðsíða 2
“SPURNINGIN"
Hver verða úrslit í leik ís-
lands og Sovétríkjanna í
dag?
Gunnar Oddsson, viðskipta-
fræðingur:
Ég segi 3-1 fyrir Rússa. Þeir eru
svo góðir, við höfum séð það í sjón-
varpinu. Þefta er eitt albesta
knattspyrnuliðið í heimi þessa dag-
ana þannig að 3-1 Rússum í hag
vaeri f raun ágætis árangur hjá okk-
ur.
Marteinn Marteinsson, nemi
í Kennaraháskóla íslands:
Ætli við segjum ekki 3-0 fyrir Rúss-
ana. Þeir hafa mun meiri reynslu og
eru einfaldlega betri. Ég reyni að
vera raunsær.
Anna G. Ólafsdóttir, snyrti-
fræðingur:
Ég segi 2-0 fyrir Rússa. Þeir eru nú
ansi góðir. En við þurfum ekkert að
vera með neina minnimáttarkennd
gagnvart þeim. Við stóðum okkur
t.d. ansi vel gegn Frökkunum.
Hvers vegna ekki það sama gegn
Rússum?
Sigrún Harpa Einarsdóttir,
húsmóðir:
Ég hef nú lítið fylgst með þessu en
við skulum segja að íslenska liðið
vinni 4-2. Þeir hafa staðið sig svo
vel að undanförnu að það er engin
ástæða til annars en að vera bjart-
sýn.
John Spencer, sölumaður
Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli:
Úrslitin verða 4-1 fyrir Rússa. Það
er svo margt þeim í hag. Mikil
reynsla þeirra og mikil ferðalög
margra íslensku leikmannanna
munu setja sitt mark á leikinn. Svo
er samæfing Rússanna mun meiri
en (slendinganna.
FRÉTTIR
Sjúkrahúsin
Teygt á sjúkralegunni
Vilhjálmur Egilsson: Legudagar ofmargirþar sem daggjaldafyrirkomulagið er
enn við lýði. Magnús Asmundsson Neskaupsstað: Ekki óeðlilega margir legudagar
að er alþekkt á minni sjúkra-
húsum úti á landsbyggðinni
að fólk sé látið liggja lengur en
þijrf er á tii þess að ná út fleiri
legudögum og þar með meiri tekj-
um. Hér á Borgarspítalanum er
hins vegar svo mikil ásókn í rúmin
að menn komast ekki upp með
þetta, sagði Auöunrt Sigurðsson
læknir á Borgarspítalanum í sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
Vilhjálmur Egilsson hagfræð-
ingur hélt því fram í grein um
heilbrigðisþjónustuna í einu dag-
blaðanna í síðustu viku að hér á
landi væru vel þekkt dæmi um að
sjúkrahús sem nota daggjaldafyr-
irkomulagið láti fólk liggja lengur
en þarf til þess að fá tekjur fyrir
fleiri legudaga en ella.
Magnús Skúlason aðstoðar-
framkvæmdastjóri Borgarspítal-
ans sagði í gær að þetta væri hægt,
en á Borgarspítalanum gætu
menn ekki leyft sér þetta vegna
hinnar miklu ásóknar í rúm spíta-
lans. Hann benti á að legudögum
hefur fækkað á Borgarspítalan-
um á undanförnum árum.
Magnús Ásmundsson yfir-
læknir á sjúkrahúsinu í Neskaup-
stað var spurður hvort legudagar
sjúklinga þar væru óeðlilega
langir, en hann neitaði því. „Það
er hugsanlegt að legudögum
myndi fækka örlítið ef sjúkrahús-
ið hér yrði sett á föst fjárlög, en
það myndi ekki skipta neinum
sköpum. Við erum frekar andvíg-
ir því að vera settir á fjárlög, enda
teljum við hættu á að draga
myndi úr þjónustunni hér ef svo
yrði.“
Ekki er talið ólíklegt að öll
sjúkrahús landsins verði sett á
föst fjárlög á næsta ári, en það
kemur ekki í ljós fyrr en fjárlaga-
frumvarp ríkistjórnarinnar verð-
ur gert lýðum ljóst.
-gg
Trimm-
drottn
ingar
í sumar hefur Ábyrgð hf.
tryggingarfélag bindindismanna
boðið almenningi uppá heilsusk-
okk undir handleiðslu Guðmund-
ar Þórarinssonar frjálsíþrótta-
frömuðar. Á þriðja hundrað
manns hafa tekið þátt í heilsusk-
okkinu í Laugardalnum í sumar
og að jafnaði hafa 50-60 manns
sótt hverja æfingu þrisvar í viku
hverri.
Á mánudag lauk formlegum
skokkæfingum sumarsins og þá
var þessi mynd tekin af þessum
þremur trimmdrottningum sem
hafa verið duglegastar í heilsu-
skokkinu í sumar. Frá v. Guð-
ríður Gísladóttir, Sólveig Kol-
beinsdóttir og Anna Sigurðar-
dóttir.
Duglegustu heilsuskokkararnir í sumar, frá vinstri Guðríður Gísladóttir, Sólveig Kolbeinsdóttir og Anna Sigurðardóttir.
Leiðbeiningarrit
Vamö! Lífræn leysiefni
Afjölmörgum vinnustöðum er
unnið með efni sem einu nafni
má nefna lífræn leysicfni. Sum
hafa þá eiginleika að þau leysa
upp önnur efni og eru notuð sem
hreinsiefni og til íblöndunar,
önnur gufa mjög fljótt upp og eru
m.a. nýtt til að blanda þeim í
málningu, lökk, lím og ryðvarn-
arefni.
Mörgum þessara efna fylgir sá
annmarki að þau geta haft
skaðleg heilsufarsáhrif, og hafa
þau verið rannsökuð erlendis í
því skyni um árabil. Efnin geta
komist inn í líkamann við innönd-
un og snertingu og sterk og lang-
varandi áhrif geta valdið
^T^VARUÐ!
LÍFRÆN
LEYSÍEFNI
skemmdum á heila, taugakerfi og
fleiri líffærum. Slík áhrif birtast í
þreytu, sleni og gleymsku - og
stundum í höfuðverk og erfið-
leikum við að einbeita sér.
Fræðslu varðandi skaðsemi
þessara efna hefur verið mjög
ábótavant, en nú hefur Vinnueft-
irlit ríkisins gefið út bækling og
veggspjald um lífræn leysiefni,
þar sem útskýrð eru varasöm
áhrif, og leiðbeint um hvernig ber
að varast þau. Fyrirtæki og félög
iðnaðarmanna og verkafólks sem
efni bæklingsins varðar, fá hvort
tveggja sent og einnig öryggis-
trúnaðarmenn og öryggisverðir í
fyrirtækjum.
Hjálparsveitir skáta
Þjálfwiarmálin samræmd
Landssamband hjálparsveita
skáta hefur samþykkt nýtt
skipulag varðandi samræmingu á
þjálfun hjálparsveitanna um allt
land, en þjálfunarmálin voru að-
alumræðuefni fulltrúarráðsfund-
ar landssambandsins sem haldinn
var á Isafirði á dögunum.
Að sögn Jóns Grétars Sigurðs-
sonar erindreka Landssambands
hjálparsveitanna er með þessu
nýja þjálfunarskipulagi skilgreint
nákvæmlega hvaða þjálfun hjálp-
arsveitarmenn þurfa að ganga í
gegnum til að geta talist fullgildir
og hvaða búnað sveitirnar þurfi
að hafa yfir að ráða.
„Þjálfunarmálin hafa verið í
ágætu lagi en það hefur vantað
samræmingu í þessum efnum
jafnframt því sem ákveðið hefur
verið að endurskipuleggja starf
björgunarskóla Landssambands-
ins sem starfað hefur í 7 ár og
komið að góðu gagni við þjálfun
bj örgunarsveitarmanna", sagði
Jón Grétar.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. september 1986
Forritun
ADA-
þyöandinn
gengur vel
Islenska tölvufyrirtækinu Artek
hf gengur vel að hasla sér völl
erlendis en á undanförnum mán-
uðum hefur staðið yfir markaðs-
átak í Evrópu og Bandaríkjun-
um. Um er að ræða forrit til að
þýða forritunarmálið ADA og
salan gengið framar vonum, eink-
um í Evrópu. í næstu viku mun
starfsmaður Artek hf í Banda-
ríkjunum taka til starfa og vonast
forráðamenn fyrirtækisins til að
hjólin fari að snúast hraðar
vestra.
Vilhjálmur Þorsteinsson for-
stjóri Artek sagði að um helgina
hefði lokið sýningu í París þar
sem forritið íslenska hefði selst
vel og kvað hann sölu í Evrópu
hafa gengið framar vonum.
„Undirtektir í Bandaríkjunum
eru hins vegar ekki eins og við
væntum og ætlum við okkur að
bæta úr því með því að senda
mann vestur til að fylgja tilboð-
um eftir. Hins vegar hafa stórir
aðilar vestra sýnt forritinu áhuga
og má nefna í því sambandi fyrir-
tækið Tektronix, sem sérhæfir sig
í framleiðslu mælitækja ýmiss
konar“, sagði Vilhjálmur í sam-
tali.
-v.