Þjóðviljinn - 24.09.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 24.09.1986, Page 6
MENNING Myndlist Afram Septem! Það hefur verið áberandi síð- ustu áratugina í íslenskri myndlist að listamenn rotti sig saman í hópa og haldi samsýningar í nafni þe; 1 eða stofni jafnvel gallerí undir starfsemina. Súmm, Sept- em, Olíufélagið, íslensk grafík, Lángbrók, Nýlistasafnsgengið, allt eru þetta dæmi um samvinnu- hópa sem mynda hver um sig eigin heim út af fyrir sig. Meðlim- irnir bakka hvern annan upp og mæta á opnanir hver hjá öðrum og mynda þannig skjól í roki raunveruleikans. Hinn jákvæði kliður hvítvínsins yfirgnæfir hrópin utan úr eyðimörkinni. En Septem-málararnir eru einmitt eitt skýrasta dæmið um slíkan hóp sem er örugglega sá líf- seigasti því nú stendur yfir fjórt- ánda sýning þeirra á jafnmörgum árum: Septem ’86. Allt frá mínu blauta myndlist- arbeini sem ég hóf að naga af al- vöru fyrir einum sex árum hef ég einmitt átt mér þann draum að mega fjalla um eina sýningu Septem-hópsins fyrir málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verka- lýðshreyfingar. Og nú hefur þessi langþráði draumur minn loksins orðið veruleikanum að bráð. September er meira en hálfnaður og ekki þurfti ég að óttast það að sjömenningarnir myndu bregðast nú frekar en aðra fyrri samnefnda mánuði. En af hverju þessi löngun mín? Kannski vegna þess að þessar sýningar hafa verið svo stabflar í árvissu sinni og lista- verkin svo ieiðinleg í stöðnun sinni að ár frá ári hefur magnast upp með sér æsingur til þess að kitla aðeins þessa seðlabanka- stjóra íslenskrar myndlistar sem líkt og kollegar þeirra hafa ekki átt miklum vinsældum að fagna meðal almennings. Þeir hafa því legið vel við höggi. En þá ber svo einkennilega við að nú þegar margumtalað tæki- færið gefst þá gerist sá fjandi að skýtur upp kollinum óvænt líf í hinum olíubornu verkum þessara rútíneruðu kalla. Hvað hefur gerst? Hvað hefur breyst? Ég sjálfur? Eða bara tíminn, sem oft getur öllu snúið við og gert gamla kalla að nýjum. Eða hefur þá stöðnunin borgað sig eftir öll þessi ár? Því staðreynd er að sé sami hlutur endurtekinn nógu oft verður hann stundum góður á endanum, hvort sem það er vegna fíngerðra framfara lista- mannsins eða uppgjafar áhorf- andans sem hugsar þá með sjálf- um sér eftir fjórtán ára andóf að ekki þýði lengur að amast við. En hvað um það, það er eitthvað í þessari fjórtándu Septem- sýningu sem ég hef ekki orðið var við áður í þeim herbúðum. Nú sýna þeir (og Guðmunda) á nýjum stað í heimkynnum Listmálarafélagsins sem gárung- arnir gælunefndu „olíufélagið“, og er á margan hátt lifandi gallerí þar sem viðskiptin fara fram í forgrunninum með léttum síma- og reiknivélakiið. En þó langar mig til þess að kvarta yfir þeirri einkennilegu lykt sem læðist þar einatt með veggjum og ég bar eitt sinn undir starfsstúlku sem að vísu þvertók fyrir nef sér um hana. Svo þá snúum við okkur að málverkunum sem jafnan eru vellyktandi af Winsor og Newt- on. Fyrirferðarmestur að þessu sinni er Hafsteinn Austmann og getrsuna- VINNINGAR! 5. leikvika - 20. sept. 1986 VINNINGSRÖÐ: X2X-212-X11-211 1. Vinningur: 11. réttir kr. 83.580 10733 12697(1/10)+ 45854(2/11,6/10) 102185(6/10)+ 128904(6/10) 99596(6/10) 128157(6/10) 200297(12/10) 2. Vinningur: 10 réttir kr. 2.286 157 7619 14428 44524 56677 10127 130157* 722 8302 15325* 45112 56796* 100689 130190+ 985 8741 16151 + 46601 57006 125631 + 201252 1031 9308+ 16318 47055 57198* 125664+ 207191 1322 9634 40408 47599 57426 125667+ 207194* 1720 8670 40519 51532* 57491+ 126422 543518 1721 10890+ 41289 51793 58603 127413* + 1853 11238 41457 52498 58412* 127881 + úr 4.v. 3268 11765 41487* 54094 58633* 128016 10874 3395+ 11766 42533+ 54664 59096 128329 45523 4268 12194 42546+ 55251 60429+ 128615 55858 4438 12986 43061 55470 95309* 128896 7549 14352 44030 56638 98036 129007 ★=2/10 Kærufrestur er til mánudagsins 13. október 1986 ki. 12.00 á hádegi. Islenskar Getraunir, íþróttamidstödinni viSifttún. Heykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar naf nlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fuflar upplýsingar um nafn og heimilisfang til fslenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests. þrátt fyrir að hann hafi verið að mála sama „mótífið“ í þrjátíu ár og „kannað möguleika þess til hlítar“ virðist hann ekki alveg bú- inn með allar myndirnar í þessum stfl. Hér eru fimmtán í viðbót. En þó að þessi stfll sé fyrir löngu orð- inn allt of listrænn til þess að telj- ast lifandi örlar samt á einhverj- um leynikrafti í lit olíumynd- anna. Einkum í mynd nr. 9 „Haust“, enda Hafsteinn lengi verið mikill Haustmaður. Vatns- litamyndirnar eru hinsvegar að- eins mismunandi vel vatns- greiddar endurtekningar. Kristján Davíðsson er alltaf stærstur á Septem-sýningum, þó Jóhannes sé að vísu hærri (sjá hópmynd), og einnig nú er hann með stærstu myndina. Sem fyrr er Kristján í fjörunni og tekst merkilega vel að halda sig frá til- gerðinni þrátt fyrir stælgæðings- háttinn í pensilförunum. Það er reyndar spurning hvort Davíðs- son sé ekki alltaf að mála sjálfs- myndir, það er eins og maður sjái hann alltaf fyrir sér í málverkun- um. Á bláum grunni tvídsins leika hin ljósu skegghár pen- slanna lausum hala eins og hvít- flygsandi öldur í stál-blárri fjör- unni. Valtýr Pétursson sýnir eins og Kristján aðeins þrjú málverk sem eru þó ótrúlega misjöfn að gæð- um. Af þeim er mynd nr. 27 „Uppstilling" langbest og reyndar besta mynd sýningarinn- ar og þess utan mjög góð. Eftir langa baráttu við brúsaformin hefur Valtýr hér árangur sem er glæsilegur í næmri tilfinningu sinni fyrir hversdagslegum hlutum á borði, ávöxtum í skál, og stól á bak við. Gamalt mótíf en þó eitthvað nýtt hér á ferð, eink- um í hárfínu relífi skálarinnar og skugga hennar. Hinar myndirnar eru hinsvegar síðri þó „Vinnu- stofan" nr. 25 sé talsvert ögrandi í banalisma sínum. „Jökullinn" er aftur á móti hreint ótrúlega slak- ur og hef ég ekki orð yfir þetta „málverk“ sem gegnir ekki einu sinni hlutverkinu „grunnaður strigi“. Guðmunda Andrésdóttir er hér með fjögur verk í sínum gamla vatnskennda munsturstfl sem breytir því þó ekki að þetta eru áleitnustu myndir sýningar- innar. Það er eins og tíminn hafi orðið Guðmundu að því vatni sem skolar verkum hennar inn á Valtýr Pétursson - „Framlag hans ótrúlega misjafnt að gæðum" nýjar lendur í listinni. Því sjálf hafa verkin ekkert breyst. En hinn „síð-nýi“ tími hefur hafið þennan hallærislega sixtís- veggfóðursstíl til sinnar einu mögulegu virðingar og væri nú hafin kynning á þessum verkum eriendis með tilheyrandi auglýs- ingaherferð ætti Guðmunda góða von í alþjóðlegri listfrægð. Því þessi málverk eru annað og meira en póst-módernísk tiivitnun. Það er eitthvað frábærlega aulalegt við þau, ónákvæmnin og illa vönduð vinnubrögðin eru svo ögrandi í óskammfeilni sinni að enginn getur efast um heilindin sem að baki búa. Þetta er svo ein- lægur klaufaskapur. Og ekki spilla fyrir hinir snilldarlega and- lausu titlar eins og „Rökkur", „Brum“, „Kvöldljóð" og „Röðull“, sem er besta myndin. Hámarki sínu nær þó þessi yndis- lega ósvífni þegar eitt verkið er hengt öfugt á vegginn, eða er það prentað öfugt í sýningarskrá? Guðmundur Benediktsson er með tvo „gibsara", skemmtilega hvíta, en það er greinilegt að hann veit ekkert hvað hann vill gera. Annan þeirra gæti jafnvel Jóhannes Jóhannesson hafa gert ef hann hefði ekki verið að mála þessar sex myndir sem hann sýnir hér. Það er hinsvegar ekkert um þær að segja í þeim er ekkert nýtt, ég endurtek aðeins að þær eru sex að tölu. Þá skortir mig fjarlægð á Steinþór Sigurðsson til þess að setja nokkuð út á hans einu mynd. „Það má fullyrða að enginn hópur listamanna hérlendis hefur verið í fremstu víglínu mynd- listarmanna eins lengi og Sept- em“, segir í sýningarskránni og það er sannarlega gott fyrir okkur hina að vita af þessum miklu kempum þar og vona ég að þeir berjist áfram. Læt ég hér með lokið ferli mín- um sem myndiistargagnrýnanda og get andað léttar að mér áunnum ilmi terpentínu og olíulita. Ég þakka samfylgdina. Kvikmyndir Kalt borð franskt Kvikmyndasýningar Alliance frangaise af stað í Regnboganum Kvikmyndaklúbbur Alliance frangaise hefur vetrarstarf sitt annað kvöld í Regnboganum með myndinni Buffet froid / Kalt borð eftir Bertrand Blier, og verður síðan sýnd ný mynd í viku hverri. Lögð er áhersla á fjöl- breytni í myndavalinu um tíma og höfunda, en gæðin sitja í fyrir- rúmi. Fram að jólum verða auk Kalda borðsins sýndar myndirnar Les doigts dans le téte eftir Doill- on frá ’74, L’argent des autres (’78) og Malevil (’81) eftir de Chalonge, Passe ton bac d’abord eftir Pialat frá ’79, Céline etJulie vont au bateaux eftir Rivette frá ’74 og Le destin de Julietee eftir Isserman frá ’83. Myndin annað kvöld, Kalt borð (1979) er efíir Bertrand Blier, sem meðal annars gerði Ur leikstjórans Les valseuses sem hér hefur verið sýnd við ágæta aðsókn. Myndir Bliers hafa þótt nokkuð grá- lyndar, og Kalda borðið er engin undantekning, þar gengur á með manndrápum í nöturlegu nú- tímaumhverfi. Örvæntingin ekki langt undan, ákveðin tegund glettni ekki heldur. Meðal leikara er faðir höfundar, Bern- ard Blier, frægur leikari í Frans, og stórstjarnan Gérard Depardi- eu. Hægt er að gerast félagi í AF og fá þannig afsláttarkort á kvik- myndasýningarnar, utanfélags- menn geta líka keypt miða á hverja sýningu fyrir hundraðkall. Kalt borð er sýnd annað kvöld klukkan 20.30 - og slakir frön- skumenn geta huggað sig við en- skan skýriqjfl#rxta með öilum myndun 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 24. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.