Þjóðviljinn - 24.09.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 24.09.1986, Page 13
HEIMURINN Hauskúpusafn verður bráðlega sett upp í Úg- anda, að því er forsætisráðherra landsins sagði i útvarpi í fyrra-' kvöld, og verða þar geymd bein fórnarlamba hryðjuverka, „svo að komandi kynslóðir geti séð þau“. Samson Kisekka forsætis- ráðherra, sagði að stjórnin hefði í hyggju, að byggja minningasafn fyrir þá 200 000 menn, aðallega óbreytta borgara, sem létu lífið í hinum illræmda Luwero-þríhyrn- ingi fyrir norðvestan höfuðborg- ina í skæruhernaði sem þar geisaði milli 1981 og janúarmán- aðar 1986, og myndi safnið geyma þúsundir hauskúpna og beinagrinda. Margir bændur í Luwero hafa þegar byggt sín eigin minnismerki með hauskúp- ur festar upp á stengur eða lagðar á borð meðfram veginum. Sagt er að hauskúpum og beina- grindum hafi verið stolið og smyglað úr landi til notkunar við læknakennslu og rannsóknir. Hefur stjórnin boðað að hver sá sem staðinn verður að slíkum þjófnaði verði dreginn fyrir dóm. Líbanon Israelar gera loftárás Metulla, (srael - ísraelskar her- þotur gerðu í gær foftárásir á bækistöðvar Pafestínumanna í grennd við Beirút. Komu þess- ar árásir í kjölfar herflutninga ísraelsmanna til svæða við landamæri Líbanons, sem þeir skilgreindu sem „öryggis- svæði“, þegar þeir fluttu innrásarher sinn úr landi í júní í fyrra. Talsmaður ísraelska hersins sagði í gær að flugvélarnar hefðu ráðist á bækistöðvar skæruliða fyrir austan Damour, sem er fyrir sunnan höfuðborg Líbanons. Hefði skotmarkið verið bygging- asamstæða, þar sem ýmis skæru- liðasamtök væru til húsa en hún væri langt frá öllum þéttbýlis- svæðum. Frá þessum byggingum, sem eru í fjallasvæði, hefðu verið sendar skæruliðasveitir til ýmissa aðgerða. Pessar árásir komu í kjölfar töluverðra herflutninga ísraels- manna að héruðunum við líbön- sku landamærin í fyrradag. Voru þessir herflutningar til stuðnings við hinn svokallaða „Her Suður- Líbanons", sem er hersveit krist- inna manna í bandaiagi við ísra- Kjamorkuver rifið í Austurríki Vínarborg - Stjórn Austurríkis skipaði í dag að eina kjarn- orkuverið í landinu skyldi rifið, og var það sennilega síðasta mikilvæga ákvörðun hennar fyrir kosningarnar, sem eiga að fara fram 23. nóvember. Norbert Steger viðskiptaráð- herra fyrirskipaði eigendum Zwentendorf-kj arnorkuversins, sem hefur staðið árum saman án þess að vera starfrækt, að hefjast Peking - Kínverjar skrifuðu í gær undir stærsta viðskipta- samninginn sem þeir hafa nokkurn tfma gert við erlend ríki. Var þetta samningur við bresk og f rönsk fyrirtæki upp á 2,5 mlljarða dollara um bygg- ingu kjarnorkuvers steinsnar frá Hong Kong. Eru margir íbú- ar bresku nýlendunnar þar andvígir þessari byggingu. Með þessum viðskiptasamn- ingi lauk átta ára samningavið- ræðum og óvissu. Samkvæmt honum ætlar franska fyrirtækið Framatome að selja Kínverjum tvo 900 megavatta kjarnorku- ofna, og þeir eiga síðan að knýja rafstöð, sem breska fyrirtækið General Electric sér um. Áætlað er að fyrri kjarnorkuofninn verði tekinn í notkun 1992 og hinn síðari 1993, og verður mestur hluti rafmagnsins seldur til Hong Kong, en Kínverjar eiga að taka við stjórn borgarinnar af Bretum 1997. íbúar Hong Kong, sem eru 5,4 miljónir, hafa haft miklar áhyggj- ur af þessum framkvæmdum, og hefur ein miljón þeirra undirritað áskorun til Kínverja um að hætta við byggingu kjarnorkuversins. Ýmsir stjórnmálaleiðtogar hafa borið fram þá spurningu hvert íbúar hafnarborgarinnar eigi að flýja ef slys verður, en verið er aðeins 50 km frá henni. Tals- menn Framatome hafa þegar reynt að vinna gegn þessum ótta, og sögðu þeir að engin minnsta hætta væri á því að þarna gæti orðið slys eins og það sem varð í Tsérnóbfl: kjarnorkuverið væri af sömu gerð og fjörutíu ver í Frakklandi, sem aldrei hefðu orðið fyrir neinu óhappi. Sœnskir vísindamenn gera merka uppgötvun Leyndardómar eyðni- veimnnar afhjúpaðir? Stokkhólmi - Sænskir vísinda- menn hafa gert mikilvægar uppgötvanir á eðli veirunnar, sem veldur hinum banvæna sjúkdóm eyðni, að því er til- kynnt var í Stokkhólmi f gær. í skýrslu sem innan skamms verður birt í heild í bresku lækn- atímariti, sögðu vísindamennirn- ir að þeir hefðu fundið mikilvæg- an líffræðilegan mun á veirunni í eyðnisjúklingum og í mönnum, sem eru sýktir en hafa þó ekki tekið sjúicdóminn sjálfan. Ef þessi uppgötvun er rétt kann hún að gefa skýringu á því hvers vegna sumir þeirra sem sýkjast af veirunni fá eyðni og deyja en aðr- ir eru heilbrigðir. Hingað til hafa vísindamenn einungis þekkt eina veiru, sem hefur hlotið nafnnúmerið HTLV-3, og vissu þeir ekki hvort það væru tvær ó- líkar veirur sem yllu eyðni og sem sýktu menn án þess að þeir tækju sjúkdóminn eða hvort fyrri veiran væri hættulegra afbrigði af hinni síðari. Uppgötvun sænsku vísindamannanna kann að leiða til þess að unnt verði að segja fyrir um það hverjir af þeim milj- ónum manna, sem sýkst hafa af veirunni HTLV-3, eigi á hættu að fá eyðni og hverjir séu ekki í hættu. þegar handa við að selja eigur þess á eins hagkvæman hátt og auðið væri. Þessi ákvörðun er lokaþátturinn í átta ára löngu stappi um það hvað gera eigi við Zwentedorf-verið, sem er 30 km fyrir vestan Vínarborg. Þegar byggingu þess var lokið 1978 var samþykkt með naumum meirihluta í þjóðaratkvæða- greiðslu að taka það ekki í notk- un. í desember ákváðu eigendur þess, m.a. austurríska rafveitan, að láta gera rannsókn á því hvernig unnt væri að rífa verið. Sýndi rannsóknin að hægt var að selja hluti úr verinu en ágóðinn af því myndi þó ekki verða nema örlítið brot af því verði sem bygg- ing þess og varðveisla í átta ár hefði kostað. Engin von virtist til að unnt gæti verið að finna kaupanda að öllu verinu, en ef hægt væri að selja hluta úr því, yrði hægt að loka kjarnorkuver- inu endanlega eftir tvö ár. Fullkomið niðurrif myndi taka sjö ár og vera mjög kostnaðar- samt. elsmenn, en hann varð þá fyrir skothríð sjíta. Ytzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, fór í gær í heimsókn í bækistöðvar „Hers Suður-Líbanons“ í „örygg- issvæðinu“, sem ísraelsmenn hafa afmarkað. Hafa þeir lýst því yfir að þeir muni ekki láta við- gangast neinar árásir á þessa bandamenn sína, „Her Suður- Líbanons" telur 2500 menn. ERLENDAR FRÉTTIR JÓNSSON /REUIER Kjarnorkuslysið í Tsérnóbíl í Sovétríkjunum í apríl leysti úr læðingi jafnmikið af geislavirkum efnum, sem bárust út í umhverfið, og allar kjarnork- utilraunir sem gerðar hafa verið til samans. Það var dagblaðið „New York Times“ sem hafði þetta eftir visindalegri skýrslu í gær, og sagði í skýrslunni, að í þessu slysi kunni 50% meir af geislavirka efninu Cesium að hafa borist út í gufuhvolfið en í öllum kjarnorkusprengingum fyrr og síðar samanlögðum. Cesium er mjög lengi að eyðast og leysast upp í skaðlaus efni, og hefur það verið sett í samband við krabbamein og erfðasjúk- dóma. Vísindamenn eru þó ekki á einu máli um þetta. Þótt menn séu orðnir hræddir við kjarnorkuver á Vesturlöndum, ekki síst eftir slysið í Tsérnóbíl, er hætt við að enn verði haldið áfram að byggja slík ver í löndum þriðja heimsins vegna þess hve orkuþörfin er þar brýn. Kjamorkuvsr byggt í Kína AFMÆLISUTGAFA vegna 70 ára afmæíis Guðrúnar Guðvarðardóttur FERÐA- SÖGUR FRÁ VESTFJÖRÐUM NIÐJATAL Þóru Gunnlaugsdóttur frá Svarfhóli Álftafirði Guðrún Guðvarðardóttir I tilefni af 70 ára afmæli Guðrúnar Guðvarðardóttur í vor s.l. mun Starfsmannafélag Þjóðviljans gefa út ferðasögur hennar frá VeStfjörðum og niðjatal Þóru Gunnlaugsdóttur frá Svarfhóli. Bókin er væntanleg á markaðinn í október. Þeir sem hug hafa á að tryggja sér eintak geta hringt í sfma 681333/73687 (Jóhannes) og 610398 (Jörundur) eða fyllt út pöntunarseðil og sent Starfsmannafélagi Þjóðviljans. Pósthólf 8020, 128 Reykjavík. Nöfn áskrifenda munu birtast í bókinni sem heillakveðja. Bókin kostar kr. 1.300.- til áskrifenda. (Útsöluverð úr búð verður kr. 1.500.-). Pöntunarseðlll Nafn Heimili Póstnúmer Slmi Útför móður okkar Ragnhildar K. Þorvarðsdóttur Langholtsvegi 20 fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. september kl. 13.30. Þorvarður Örnólfsson Valdimar Örnólfsson Arnbjörg Auður Örnólfsd. «iiiujui^muuui wiiiunau. KUiUllll vsriiuilauuiul Margrét Órnólfsdóttir Guðrún Úlfhildur Örnólfsd Anna Örnólfsdóttir Ingólfur Örnólfsson Þórunn Örnólfsdóttir Mlðvikudagur 24. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.