Þjóðviljinn - 25.09.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 25.09.1986, Síða 2
—SPURNINGIN" Hvernig líst þér á mögu- legar þingkosningar í apríl? Guðrún Kristjánsdóttir, saumakona: Mér fyndist það bara allt í lagi. Ástæðan fyrir því er sú að mér líkar einfaldlega ekki þessi ríkisstjórn. Jónas Valtýsson, sölumaður: Mér finnst það eðlilegt. Ég sé eng- an mun á því hvort þær eru í apríl eða síðar. Brynjúlfur Sæmundsson, kennari: Ég tel það óeðlilegt að einn flokkur ætli að setja dagsetningu á kosn- ingar eins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vilja gera. Mér finnst eðli- legra að kosningar til þings verði á þeim tíma sem gert hefur verið ráð fyrir. Valgerður Árnadóttir, íþróttakennari: Mér list ágætlega á það, því fyrr því betra. Unnur Steinsson, húsmóðir: Mér finnst það ágætur tími. Fólk er betur vakandi fyrir þjóðmála- umræðunni á þessum tíma en síð- ar, þegar komið er fram á sumar. FRÉTTIR Trjárœkt Atakið lyppast niður Steingrímur Hermannsson hœttur við „þjóðarátak í trjárœkt“ í tilefni 40 ára lýðveldis og hefur ístaðinn ráðið tvo þriðju úr starfsmanni hjá Skógrœktinni Stcingrímur Hermannsson hef- ur nú lagt niður þá nefnd sem hann stofnaði á 40 ára afmæli lýð- veldisins árið 1984 um þjóðar- átak í trjárækt, og hefur í staðinn fengið loforð fjármálaráðherra um að bæta við % úr starfsmanni hjá Skógrækt rfldsins. Þrátt fyrir talsverðan áhuga ól- aunaðra nefndarmanna hefur starfið verið á núlli vegna þess að engin fjárveiting hefur fengist síðan nefndin var stofnuð. í haust sagði fulltrúi þingflokks Alþýðu- bandalagsins, Hjörleifur Gutt- ormsson, sig úr nefndinni til að mótmæla þeim vinnubrögðum, og viðbrögð forsætisráðherra við úrsögninni voru að leggja nefnd- ina niður og fela verk henni áð- urnefndum hlutamanni. í bréfi til Hjörleifs segir Steingrímur að hann hefði haldið „að engin fjárveiting yrði nauðsynleg“ til þjóðarátaks í trjárækt í þéttbýli og dreifbýli, heldur yrði eingöngu um að ræða „að samræma átak“ á skógrækt- arsviðinu. „Fljótlega kom þó í Ijós,“ segir Steingrímur, „að svo var ekki. Pótti mér það ekki óeðlilegt,“ en fjárveitingarnefnd hafí hinsvegar synjað fjárveiting- ar. Afmælisgjöfin frá 1984 er því orðin að % úr manni hjá Skóg- ræktinni, og segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um það í áðurnefndu bréfí: „Sjálfum fínnst mér þessi lausn stórum betri en fjöimenn nefnd.“ -m Ferðaskrifstofur Vetrarferðir fyrir aldraða Undanfarin ár hafa ferðaskrif- stofur sameinast um ferðir fyrir aldraða til sólarlanda og hafa þær notið ört vaxandi vinsælda. í ár mun Kanarí/Madeira klúbburinn efna til sérstakra ferða, fyrir þá sem orðnir eru 60 ára og eldri, til Kanaríeyja. Þar geta aldraðir dvalið allt frá 3 til 7 vikur í „sól og sumri“ og stytt þannig verulega biðina eftir ís- lenska vorinu. I ferðunum verður íslenskur hjúkrunarfræðingur sem mun veita öldruðum alla nauðsynlega aðstoð. Fyrsta ferðin verður farin 13. nóvember og stendur sú ferð í 4 vikur og einnig eru brottfarir 2. og 8. janúar. Þessar ferðir verða kynntar nánar á fundi á Hótel Esju (2. hæð), sunnudaginn 28. septemb- er kl. 15.00. Þar mun Þórir S. Guðbergsson flytja stutt erindi og sýnd verður kvikmynd og lit- skyggnur frá Gran Canari. Dýrafrœði Senditæki í dýrum Notkun senditækja við lífeðlis- fræðilegar rannsóknir verður efni fyrirlesturs sem prófessor Edgar Folk heldur á morgun. Prófessorinn er frá Iowa í Banda- ríkjunum. Fjallað verður um þá tækni sem gerir það kleift að fá lífeðlis- fræðilegar upplýsingar frá dýrum í náttúrunni. Fyrirlesturinn verður haldinn að Grensásvegi 12, 2. hæð kl. 16 og er öllum opinn. Hann verður fluttur á ensku. Einsog sjá má kennir Gylfi Þ. Gíslason hér 300 viðskiptafræðinemum rekstrarhagfræði við óviðunandi aðstöðu ( kvikmyndasalnum í Háskólabíói. Mynd Sig. Háskólinn Kennt í kvHonyndasal 300 viðskiptafrœðinemar sitja ífyrirlestrum íHáskólabíói. Halldór Guðjónsson kennslustjóri: Neyðarúrrœði vegna húsnœðisskorts Við búum við mjög mörg neyð- ur fór undir hluta af þjónustu arúrræði í húsnæðisskortin- Háskólabókasafnsins," sagði ið búum við mjög mörg neyð- arúrræði í húsnæðisskortin- um og þetta er eitt þeirra, sagði Halldór Guðjónsson kennslu- stjóri Háskóla Islands þegar hann var spurður að því hvernig stæði á því að nú er farið að kenna 300 viðskiptafræðinemum á 1. ári í Háskólabíói. „Það fylgja því ýmsir vankant- ar að kenna í kvikmyndasal, en það var brugðið á þetta ráð eftir að hátíðarsalurinn, sem hefur verið notaður sem fyrirlestrasal- Halldór. „Þetta fólk hefur ekki haft borð við kennslu í hálfan ára- tug, og stólagerðin í kvikmynda- húsinu er auk þess allt önnur en í fyrirlestrarsal. Fólkið er líka á mjög dreifðu svæði þannig að þeir sem sitja aftarlega eða yst á bekkjum eiga mjög erfitt með að sjá á töfluna sem þurfi að koma upp í bíóinu. I ofanálag fylgir því mjög óþægilegur umgangur ef einhver þarf að fara úr fyrirlestri því sæta- raðirnar eru langar. Lýsing í kvikmyndahúsi er einnig óheppi- leg fyrir kennslu.“ Að sögn Hall- dórs er einnig fyrirhugað að kenna um 100 viðskiptafræði- nemum á 2. ári í stofu í Arnagarði sem tekur um 80 manns í sæti með góðu móti. Álíka fjöldi hóf nám í deildinni í haust og í fyrra. Að sögn Halldórs hafa kröfur um námsárangur verið hertar, þann- ig að nú þarf að lj úka fleiri eining- um en áður til þess að komast upp á 2. ár. -vd. Skákin Karpoff með vænlega biðskák Nítjánda skák heimsmeistara- einvígisins var tefld í gær. Karp- off stýrði hvítu mönnunum og enn á ný beitti Kasparoff Grúnfelds-vöm. í 7. leik venti hann yfir í svokallað Prins- afbrigði en kom ekki að tómum kofunum hjá Karpoff því hann kom með sterka nýjung í 14. leik (Rb5). Kasparoff fórnaði skipta- mun fyrir peð og gott spil með léttu mönnunum en Karpoff náði drottningakaupum. í næstu leikjum nýtti hann sér leppun riddara svarts á e-línunni (20. Rd2 og 23. Rd2) og Kasparoff fann ekkert betra en ná skipta- muninum aftur og tókst það við illan leik. Hvítur fékk sterkan biskup en riddari svarts hraktist upp í borðið. Eftir öflugan bi- skupsleik (29. Be7) vann hvítur peð og síðustu leikina fyrir bið tefldi hann mjög nákvæmt. Biðstaðan hlýtur að vinnast á hvítt og með sigri í þessari skák hefði Karpoff dregið burst úr nefi Kasparoffs með eftirminnilegum hætti. Rýmið í dag er í knappara lagi svo skákin kemur að mestu án athugasemda. Hvítt: Karpoff Svart: KasparofT 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. Rf3 - Bg7 5. Db3 - dxc4 6. Dxc4 - 0-0 7. e4 - Ra6 8. Be2 - cS 9. d5 - e6 10. 0-0 - exd5 11. exd5 - Bf5 12. Bf4 - He8 13. Ha-dl - Re4 14. Rb5 - Df6 Nýjung Karpoffs er sterk. Ef 14. ... Bxb2 15. d6 og hvítur stendur mjög vel. 15. Bd3 - Rb4 16. Rc7 - Rxd3 17. Rxe8 - Hxe8 18. Dxd3 - Dxb2 19. Hd-el - Db4 20. Rd2 - Da4 Ef 26. ... Bxfl Hxe8+ Rxe8 29. hvítur vinnur. 27. Bxg5 - Bxfl 28. Kxfl - Rd6 29. Be7 - Rc8 30. Bxc5 - Hd8 31. He5 - f6 32. HfS - b6 33. Bd4 - Re7 <5 21. Dc4 - Dxc4 22. Rxc4 - Bc3 23. Rd2 - Bxd2 24. Bxd2 - Bd7 25. Bf4 - Bb5 26. f3 - g5 27. Kxfl Rf6 28. Be5 f6 30. d6 og 34. Bxf6 - Hxd5 35. Hg5+ - Hxg5 36. Bxg5 - Rc6 37. Ke2 - Kf7 38. Kd3 - Ke6 39. Kc4 - Re5+ 40. Kd4 - Rc6+ Hér fór skákin í bið. Líklegur bið- leikur er 41. Ke4 og er svartur þá í hinum mestu kröggum. Ef hann hefst ekki að leikur hvítur f3-f4-f5+ 0g hrekur svarta kónginn til baka. Því næst ýtir hann peðunum á kóngsvæng fram eða sækir að peðum svarts á drottningarvæng með kóngi og bisk- upi. Helsta von svarts virðist að skipta upp peðunum drottningar- megin og freista þess að fá fram stöðu þar sem hann getur fórnað riddara á frípeð hvíts. Hvítur verður að tefla af nákvæmni en það er einmitt sterkasta hlið Karpoffs. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.