Þjóðviljinn - 15.11.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 15.11.1986, Page 8
MENNING Skákþraut á hvolfi SJón: Drengurlnn með röntgenaugun Ijóð Mál og menning 1966 Ef ég ætti að gera ljóðum Sjóns makleg skil, trúr þeim anda sem er í ljóðunum og trúr þeim kenndum sem þau kveiktu - eða kveiktu ekki - við Iesturinn, væri auðvitað réttast að notast við ó- sjálfráða skrift (ég man því miður aldrei drauma mína), láta dulvit- und mína tala því sennilega er hún eini hlutinn af mér sem er fær um samræðu við þessa ljóðlist. En ef ég gerði það myndi enginn skilja mig. Og ef enginn skildi mig myndi ég ekki gera ljóðum Sjóns makleg skil. Þetta er vandamál. GUÐMUNDUR A. THORSSON Þessar hugleiðingar eru ekki gersamlega út í hött, því enn er súrrealisminn róttækasta uppgjör listarinnar við skynsem- ishyggjuna sem til er, skynsemin og tungutak hennar - allar klisj- urnar sem við burðumst með - fær rauða spjaldið endanlega. Og ekki fyrir litlar sakir: þegar súrre- 'alisminr) er að gerjast hafði skyn- semin anað út í mestu dellu mannkynssögunnar, heimsófrið- inn mikla; ályktun hafði verið dregin af ályktun af ályktun og æmum hagleik og viti beitt til að smíða ný tól, og allar þessar gáfur myrtu í gamni miljón manns. í þessu samhengi reis súrrealism- inn upp sem siðleg hreyfing alvar- lega þenkjandi manna sem of- bauð rugl skynseminnar og tefldu fram í staðinn skynsemi ruglsins, fegurð hins ljóta, þroska hins barnslega, markvísi fjarstæðunn- ar. Hrollvekjan var hugljúf, eró- tíkin saklaus, veruleikinn draumur og draumurinn vem- leiki. Og sem félagsleg og stjórnmálaleg hreyfing er súrre- alisminn enn fullkomlega tíma- bær, skynseminni er enn ofviða að draga siðlegar ályktanir, því hæfileikanum til að hugsa beita stjórnmála- og vísindamenn jafn- an til að réttlæta óhæfuna. Hið furðulega gerðist: fyrir nokkmm árum gekk vofa í ljós- um logum um Fjölbrautaskólann í Breiðholti - vofa súrrealismans. Eftir öll þessi ár var hann loksins kominn til íslands sem hreyfing. Aður hafði hann aðeins verið til í formi bókmenntalegra áhrifa, einu skáldin sem beinlínis ortu súrrealískt voru Laxness í sínum Unglíngi og Jóhann Hjálmarsson í fyrri bókum sínum. Arin í kring- um ’80 munu aldrei komast á spjöld bókmenntasögunnar sem mikill gróskutími því þá var skandinavíska umræðuskáld- sagan í blóma, en einmitt á þess- um tíma var sitthvað á kreiki neð- anjarðar sem verður örugglega spennandi viðfangsefni fyrir fé- lagslega bókmenntafræðinga. Eða hvað veldur því að allar þess- ar pönksveitir fara á stjá með metnaðarfulla texta? Af hverju þótti þeim svona gaman að spila falskt? Hvað er það í tíðinni sem gerði Einar Má að metsölu- skáldi? Og hvernig víkur því við að drengstaular vart komnir af barnsaldri taka að leggja stund á súrrealíska starfsemi í Breiðholti þar sem ekkert var nema ar- mæða, strit og botnlaus heimska ef marka mátti realísku skáld- sögurnar frá þessum tíma? Haft er eftir Octavio Paz: „Markmið súrrealismans er ekki endilega í sjálfu sér að skapa ljóð, heldur öllu fremur að umbreyta mönnum í gangandi ljóð.“ Þegar Sjón spókar sig í bænum eða heldur ræðu á fundi er hann ein- mitt gangandi ljóð; hann er súrre- aiísk starfsemi. Ég gæti því aliteins ritdæmt klæðaburð hans eða nefið á honum. Ljóð hans þurfa þannig á hans eigin persónu að halda, eigi þau að ná fullum áhrifum, þau eru gerð fyrir ákveðið andrúmsloft, í þeim er einhver mórall sem er á skjön við hefðbundið háttarlag ljóðaunn- Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson). Ljósm. Robert Guillemette. andans sem kýs að vera einn með ljóðunum. Þetta eru ekki ljóð lýrir íhugul vetrarsíðkvöld og koníakskakó. í þeim er sífellt reynt að ná hinum óvæntu stund- aráhrifum. Allt skal vera út í hött. Skákþraut á hvolfi, eins og eitt ljóðið heitir. Svona er annað ljóð, sem heitir Dagur og nótt: Þá eru konurnar úr volgu gleri börnin og læknarnir sakleysisleg trén rótföst í enni skáldsins fuglarnir með regnboga ístað höfða lögregluþjónarnir tunguskornir húsin berfœtt og hlœjandi ogöfugt Þetta er velheppnaður súrreal- ismi, ég veit að vísu ekki hvers vegna, dulvitund mín geymir væntanlega svarið. Annað ljóð sem sýnir Sjón í sínum besta ham, er Postulínssólin: Fuglsaugun eru litlaröskjur sem geyma grænt brúðuhöfuð óttaslegna unglinga ölvaða reglustiku mælikvarða álengdir andardráttarins í leynihólfi er hrafnsfjöður ogskammbyssa hlaðin brennunetlu- fræjum í sumum öðrum ljóðum finnst mér hins vegar örla á stælum og erfiðismunum í frumleikanum; lesandinn fer að vænta hins óvænta, Sjón á alltaf á hættu að lenda í að hljóma eins og popp- texti frá 1967 þegar allt var svo æðislega fjólublátt. En yfirleitt þræðir hann einstigið, þótt stöku sinnum skjóti upp kollinum app- elsínur og þeyttur rjómi. Ljóð hans eru vissulega hrá og þar er látið vaða á súðum og margri blóðslettunni er þar ofaukið, en við nánari lestur má örugglega greina nokkuð persónulegt táknmál sem er sá rauðþráður sem rippar bókina saman. Hér gefst ekki tóm til að leggja það skipulega niður fyrir sér, en vel má ímynda sér að ef maður eltir fugla, hendur, augu og kvenlík- amann markvisst í gegnum bók-' ina, svo handahófskennd dæmi séu tekin, megi henda reiður á ruglinu. Manni skilst að nú sé uppi að hræra ólíku saman í anda póstmódernismans - meira að segja Hallgrímskirkja þykir töff fyrir það hvað hún er mikið kitsj - glundur. Súrrealismi Sjóns á nokkuð vel við þann tíðaranda, og í ljósi þess held ég að það sé sniðugur leikur hjá Máli og menningu að gefa út heildarsafn Sjóns: ljóð hans eru að mörgu leyti hrá og yfirborðsleg, lit- skrúðug og yfir þeim er viss stæll. Með framtakinu sýnir forlagið að það er lifandi og tekur áhættu og slíkt er ekki einungis guðsþakk- arvert, heldur og beinlínis nauðsynlegt bókmenntalífinu í landinu. Hvort Sjón er með þessu að reynast Medúsu einhver Pers- eus hef ég aftur á móti ekki hug- mynd um, ég vona ekki. Frágangur allur til fyrirmynd- ar, nema ég vil láta beygja orðið hönd eins og orðið köttur, og eins get ég ekki að því gert að mér finnast myndirnar í bókinni hálf spílberglegar. . BAKSLAG Selló- tón- leikar Tónleikasókn undirritaðs hef- ur að mestu legið niðri undan- fama viku og því frá fáu að segja á þeim vettvangi. Heldur var baga- legt að missa af Tónlistardögum þjóðkirkjunnar, sem fóru fram í Dómkirkjunni um daginn, en þar mun hafa verið margt um góða drætti. Og svo var einsöngsdebut í Gamla Bíói, sem fara af býsna fallegar sögur og segja mér kunn- ugir að debútantinn, Kristni Sig- tiyggsdóttir sé nú þegar í hópi okkar bestu söngkvenna. Pó drattaðist ég á tvenna tón- leika í Norræna húsinu og það undarlega, var að þetta voru hvorttveggja sellótónleikar. Peir fyrri voru um fyrri helgi og þar kom fram finnskur selló- leikari. Pauli Heikkinen og naut góðrar aðstoðar David Knowles píanóleikara. Var gaman að heyra þá leika m.a. tilbrigði við tema úr Júdasi Makkabeusi eftir Beethoven og einnig gerðu þeir Séra Gunnar Björnsson sellóleikari. „Arpeggione“ sónötunni eftír Schubert prýðileg skil. En ljúfast var þó að heyra örstuttar „Met- amorfósur“ eftir Sallinen, sem Heikkinen lék einn og óstuddur. Það var hreinn og beinn og eðli- legur leikur. Hinir tónleikarnir voru s.l. miðvikudag, þ.e. hádegistón- leikar. Par var Gunnar Björnsson að verki, með tvær Bach-svítur og mikil lifandis skelfingar ósköp skemmti ég mér vel. Gunnar er einsog allir vita í flokki fremstu sellóleikara hér á landi, þó hann sinni öðrum störfum megnið af tímanum. Leikur hans er bæði fágaður og skapmikill í senn og fullur af óvæntum húmor og smekklegri sérvisku. Svíturnar voru þær í C dúr og Es dúr og er erfitt að gera upp á niilli þeirra. Þó er mér sérstaklega minnistæð meðferð Gunnars á Gavottu þeirrar fyrri, hún var ótrúlega nett og fyndin. Meira af þessu. Takk. Slnfóníutónleikar í Háskólabíói s.l. fimmtudag. Stjórnandi Arthur Weisberg. Elnleikarl Rut Ingólfsdóttir, fiðla. Efnisskrá: Herbert Ágústsson.... Tvær myndir Alfredo Casella.... Flðlukonsert í a moll Jean Sibellus.... Sinfónla nr. 2 í D dúr Arthur Weisberg stjórnaði enn sinfóníutónleikum s.l. fimmtu- dag. Heldur voru það nú átaka- litlir tónleikar og lifnaði aldrei sá eldur sem maður hafði vonað samkvæmt góðum loforðum fyrr í haust. Kannski var prógrammið alltof einlitt, þrátt fyrir frum- flutning á „íslensku" tónverki, þ.e. „Tvær tónamyndir“ eftir Herbert H. Ágústsson. Verk Herberts var í upphafi tónleik- anna og yfir því heldur látlaus en hressilegur blær, þó ekki lyfti það manni í neinar hæðir andans. En það er samið af góðri kunnáttu, sem reyndar kom ekki á óvart, en „humorinn" í því er heldur venju- lcgur og slitinn, með tilvilj'ana- kenndum ívitnunum í stef úr ýms- um áttum. Þær tíu-tólf mínútur, sem tekur að flytja verkið, virtust því nokkuð langar að þessu sinni og held ég að nokkuð megi kenna slöppum flutningi. Þetta var þó hátíð hjá fiðlu- konsert eftir Alfredo Casella og reyndar langt síðan að maður hefur heyrt svo leiðinlegt verk á sinfóníutónleikum. Það má ef- laust flokka þetta undir „nýklass- ík“ án þess að það varði við lög, en svoleiðis flokkun segir ekki mikið að mínum dómi. í rauninni er svona músík alveg stíllaus og tíma- og staðlaus. Þar sitja bara klisjurnar og hugmyndakrepþan í fyrirrúmi og sér maður ekki neina ástæðu að endurvekja svona mússólínipródúkt hér uppá fs- landi. Nóg eru hryðjuverkin samt og ekki á þau bætandi. Hinsvegar verður því ekki neitað, að fiðlu- leikur Rutar Ingólfsdóttur var fallegur þetta kvöld, einsog reyndar margoft áður. En henni tókst samt ekki að blása lífi í þennan draug frá 1928 og Weisberg gerði varla tilraun til að hjálpa uppá sakirnar. Lokaverkið, sinfónía nr. 2 eftir Sibelius, var ekki endilega það sem mann dreymdi um að heyra eftir þessi ósköp. Þó er hún vissu- lega í hópi bestu verka þeirra sem gengu í spor Tsjækofskfs í lok fyrri aldar og þaraðauki full af makalausum sérkennum Sibe- líusar, sem ná fullri stærð í fjórðu og fimmtu sinfóníunum. En til þess að hún virki þarf að leika hana af miklu meiri áhuga og ör- yggi en þarna var gert. Nei, því verður ekki á móti mælt, að þessir tónleikar voru bakslag, miðað við það sem á undan er gengið í vetur. En við skulum samt bera höfuðin hátt, sesónin er rétt byrjuð og áreiðan- lega margir góðir dagar framund- an. LÞ 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Uugardagur 15. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.