Þjóðviljinn - 15.11.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 15.11.1986, Page 9
MENNING Þau mættu ekki til sálumessu Ramón L. Sender. Sálumessa yfir spænskum sveltamanni. Álfrún Gunnlaugsdóttir þýddi. Forlagið 1986. Þessari ágætu spænsku sögu fylgir ítarlegur formáli þýðand- ans, Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Hún gerir grein bæði fyrir höf- undinum, einum þeirra sem hlutu að fara í útlegð eftir að Franco og hans hð hafði náð völdum á Spáni, og svo þeim aðstæðum tímans, þeirri framvindu mála í landinu, sem smeygja sér inn í hvem drátt sögunnar eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Þetta er vel til fundið - í rauninni ætti það fremur að vera regla en hitt að þýðari miðlaði lesendum af þekk- ingu sinni, ekki mun af veita á þessum tímum okkar, þegar tíu ár breyta atvikum í gamla sögu - hvað þá hálf öld, sem liðin er síð- an sveitapresturinn Millán vildi syngja sálumessu yfir Paco og vill eða getur ekki skilið, hvers vegna sóknarbörnin mæta ekki. Nema þá þrír ríkir menn og fjendur Paco, sem bersýnilega eru ekki lausir við samviskubit því allir bjóðast þeir til að borga sálum- essu yfir manni, sem þeir sannar- lega óttuðust og hötuðu meðan hann var ofan moldar. Sálumessan er með afbrigðum vönduð saga. Það verður hvergi séð missmíð á því, hvernig höf- undur rifjar upp, með aðstoð séra Milláns, sögu Pacos, unga mannsins sem ekki vildi sætta sig við ranglætið. Með þeirri merki- legu hófstillingu sem kemur les- andanum í ekki miklu meiri ná- lægð við Paco en skilningur prestsins sjálfs leyfir - um leið og sá sami lesandi fær prýðilega skýra mynd af þeim unga manni, sem vildi segja hertoganum sem „átti“ landið upp hollustu og nota nýjan þrótt og föng samfélagsins til að bæta hag hinna snauðu. Um Ieið tekst höfundi afar vel að koma fyrir í þessari stuttu sögu ARNI BERGMANN mjög miklu af spænsku þorpi. Ekki barasta þeim andstæðum sem kalla á uppgjör - og þá bylt- ingu og gagnbyltingu. Heldur og mörgu sem kannski sýnist smá- legt, en segir um leið margt af venjum og gildum slíkra plássa - við getum nefnt til tréhamrana sem börnin koma með til kirkju fyrir páska til að fremja með þeim táknræn Gyðingamorð í hefndarskyni fyrir Krist, þann trúlitla föður Pacos, sem færði sig í hlekki á föstudaginn langa til að blíðka þá tilviljun sem ræður því hvort sonur hans er tekinn í her- þjónustu eða ekki, konurnar í brúðkaupi Pacos, sem hafa hátt um að gefa fátækum - til að telja sér trú um að þær séu ekki fá- tækar sjálfar. Sú hin sama útsmogna og áleitna hófstilling, sem virðist segja allt sem þarf, ræður frá- sögninni af því að fasistar (sem aldrei eru nefndir á nafn) koma í Tímaþjófur Út er komin hjá Iðunni ný bók eftir Steinunni Sigurðardóttur. Steinunn er löngu kunn (yrir smá- sögur sínar, Ijóð og sjónvarps- leikrit, en hér er á ferðinni fyrsta skáldsaga hennar Tímaþjófur- Inn, sem er tvímælalaust viða- mesta verk hennar til þessa. Á baksíðu bókar segir: „Alda er glæsileg nútímakona, tungumál- akennari við Menntaskólann í Reykjavík. Líf hennar virðist í traustum skorðum, þar til ástir takast með henni og einum sam- kennara hennar. Samband þeirra gerbreytir lífi hennar og verður að lokum sá tímaþjófur sem ekkert fær við ráðið. Til að lýsa þessu ástarsam- bandi beitir höfundurinn tungu- máli og stíl á markvissan og sér- stæðan hátt. Lesandinn er dreg- inn inn í hugarheim aðalpersón- anna og Ijósi varpað á einsemd hennar og vanmátt gagnvart ást- ríðum sínum. Fínleg kaldhæðni höfundar setur ríkan svip á alla frásögn, og er hér samofin Ijóð- rænni tjáningu á djarfan og áh- rifamikinn hátt.“ Ritsafn Sverris Mál og menning hefur sent frá sér þriðja bindi Ritsafns Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. í bókinni eru ritgerðir hans um al- menna sögu og alþjóðastjórn- mál, en Sverrir var annálaður rit- geröasmiður. 19. öldin var Sverri jafnan hug- stæð, og þá einkum borgaraleg frelsishreyfing hennar. Hér er að finna ritgerðir hans um febrúar- byltinguna 1848 og áhrif hennar í Evrópu, um Parísarkommúnuna og um Ferdínand Lasalle, og einnig fræga grein hans um sam- skipti bresku stjórnarinnar við Ira, „Kartaflan og konungsríkið". Franska byltingin 1789 markaði upphaf þessarar hreyfingar, og í bókinni eru greinar um aðdrag- anda hennar og afleiðingar. Sós- íalísk byltingarhreyfing 20. aldar var Sverri ekki síður hugleikið viðfangsefni og hér má lesa helstu ritgerðir hans um sigra hennar og harmleiki. Alls eru 15 ritgerðir í þessu þriðja bindi ritsafnsins, en fjórða og síðasta bindi þess kemur út á næsta ári. Þriðja bindið er 344 blaðsíður að stærð og unnið í Prentsmiðjunni Hólum hf. plássið til að drepa hvern þann sem tekið hafði undir umbótavið- leitni eða er líklegur til andófs. Og er þó ekki enn nefndur sá þáttur sögunnar sem eftirminni- legastur verður - lýsingin á föður Millán, þeim góða og gæfa manni, sem er tiltölulega saklaus einstaklingur en ber um leið þá sekt kirkjunnar í ótal löndum, að beygja sig fyrst undir valdið en spyrja síðan um réttlæti - eða vísa spurningum um það með öllu frá sér. Hann mótmælti ekki því, að félagar Pacos voru myrtir, hann fann aðeins að því að þeir fengu ekki að skrifta áður en þeir voru drepnir. í næstu umferð fær hann að veita þeim dauðadæmdu af- lausn, það er allt og sumt. Hann hefur svikið Paco og réttlætið og hefndin hvílir yfir honum síðan: hann h efur týnt trúnaði fólksins, hann er einn. Þýðing Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur er vönduð og læsileg, og Fyrir fimmtíu árum hófst borgarastyrjöldin á Spáni... sama verður sagt um þýðingu um Paco, sem þorpið er að Þorgeirs Þorgeirssonar á ljóðinu semja. _ ÁB. '« kynr>inr<^ðsla Laugar- ky ini Kl.1016 Fjöldi fólks kemur á hverjum laugardegi í JL Byggingavörur. Þiggur góð ráö frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna. Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni. Laugardaginn 15. nóvember verður kynningu háttað sem hér segir: JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 15. nóvemberkl. 10-16. Kynnum nýjar og spennandi gerðir eldhúsinnréttinga frá PASSPORT og EUROLINE. Uppsett sýningareldhús. 15% kynningarafsláttur. JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 15. nóvemberkl. 10-16. METABO kynnir rafmagnsverkfæri, borvélar, hjólsagir, fræsara, juðara og margt fleira. KYNNINGARAFSLÁTTUR Komið, skoðið, fræðist ÉF3 ■ . . e- : i m BYGGINGAVÖRUR 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 2860C Laugardagur 15. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 I—

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.