Þjóðviljinn - 15.11.1986, Side 12

Þjóðviljinn - 15.11.1986, Side 12
Friður-von heimsins Frá alþjóðlegu rithöfundaþingi í Sofía í Búlgaríu 28. -30. október sl. Dagana 28.-30. októbersíð- astliðinn sat ég alþjóðlegt rit- höfundaþing í Sofia í Búlgaríu sem baryfirskriftina„Friður- von heimsins". Voru þarna saman komnir 186 rithöfund- ar frá 57 löndum víðs vegar um heim. Var þetta í sjötta sinnsem Rithöfundasamband Búlgaríu stóð fyrir slíku þingi og virðist leggja mikið upp úr þessum fund- um, enda hlýtur það að kosta óhemju fé að bjóða heim rithöf- undum úr öllum heimshornum. Yfirlýstur tilgangur er sá að fylkja liði rithöfunda ólíkra skoðana, þjóðernis og litarháttar í baráttu fyrir friði á jörðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit slíkt þing, og lýsti ég yfir nokkurri undrun að mér skyldi boðið oftar en einu sinni. En svo var reyndar um fleiri, og veittu búlgarar þau svör að þeir vildu hafa í þessum hópi ákveðinn kjarna þeirra sem sóttu fyrsta fundinn árið 1977, en jafnframt stækka markvisst þann hóp rithöfunda sem vildu taka virkan þátt í baráttu fyrir friði. Nú má vera að einhver lesandi sé fullur tortryggni í garð friðar- þings rithöfunda sem haldið er í ríki í Austur-Evrópu, en sú tor- tryggni er með öllu ástæðulaus. Engar hömlur eru lagðar á mál- frelsi manna, og þeir eru þvert á móti hvattir til hreinskilni og ein- lægni. í þau skipti sem ég hef ávarpað þessi þing, hef ég gert mér far um að halda uppi gagnrýni á bæði stórveldin, bæði Bandaríkin og Sovétríkin fyrir ábyrðarleysi þeirra í vígbúnað- arkapphlaupi og ógnarleik þeirra með gereyðingarhættu kjarn- orkuvopna. Má í raun segja að stórveldin minni á skessurnar tvær í ævintýrinu sem köstuðu á milli sín fjöreggi mannsins. Auðvitað fer ekki hjá því í svo fjölmennum hópi að stöku maður telji sér skylt að koma fram eins og málpípa sinnar ríkisstjórnar og setji á ræður sem einkennist af klisjukenndum slagorðum, en slík framlög til umræðunnar vöktu fyrst og fremst upp stóra geispa og svefndrunga. Var áber- andi hversu margir fundu hjá sér þörf til að forða sér úr salnum og fá sér kaffisopa á meðan á slíkum ræðum stóð. Fundunum stjómaði forseti búlgarska rithöfundasambands- ins Lyubomir Levchev af mikilli röggsemi, en heiðursforseti þingsins var hinn heimsfrægi brasilíski rithöfundur Jorge Am- ado, og meðan á dvöl hans stóð vom honum veitt æðstu bók- menntaverðlaun Búlgaríu sem kennd eru við þjóðhetjuna Ge- orgi Dimitrov. Þjóðarleiðtogar ávarpa þingið Nokkrir þjóðarleiðtogar höfðu verið beðnir að senda þinginu ávörp, og bárust svör frá Ronald Reagan, Mikhail Gorbachov, Rajiv Gandhi og Todor Zhivkov, forseta Búlgaríu, Reagan lagði út af hinum frægu orðum Thomas Jefferson, að hann legði meira upp úr framtíðardraumum en sögu fortíðar, og sagði Reagan að öld okkar hefði einkennst af átökum og tveimur hörmuleg- ustu styrjöldum mannkynsins, en jafnframt hefðu vakist upp öfl er gæfu manninum von um betra líf, um heim sem byggði á réttlæti og virðingu fyrir mannréttindum. Gorbachjov lagði áherslu á nauð- syn þess að rædd yrðu af hrein- skilni þau málefni sem skildu þjóðir að, að menn yrðu að virða margbreytileik heimsins og rétt hverrar þjóðar til sjálfsákvörðun- ar. Hann sagði ennfremur að rit- höfundar hefðu einstæða mögu- leika til að skapa með mönnum siðferðisvitund sem liti á vígbún- að og hernaðarofbeldi sem glæp gegn mannkyninu. Gandhi hélt því fram að lífsþorsti og eilífðar- Ieit stæðu djúpum rótum í sér- hverju þjóðfélagi og frammi fyrir gereyðingartækni nútfmans væri friðarviðleitni manna brýnni en nokkru sinni fyrr. Og Todor Zhivkov Iagði út af frásögn Bibl- íunnar af syndaflóðinu og sagði að því miður ætti mannkynið ekki kost á neinni örk til að varðveita kyndil lífsins í flóði kjarnorku- styrjaldar. Þótt stöku maður talaði eins og ríkisstjórn, þá heyrði það til undantekninga, sem betur fer. Menn lögðu þvert á móti áherslu á að rödd rithöfundarins gæti ekki verið rödd valdhafa, heldur yrði að vera rödd fólks gegn yfir- gangi og valdníðslu. Það var að því leyti dálítið einkennilegt að vera íslendingur á þessu þingi, að meira en tveir að hverjum þrem- ur ræðumanna tóku sér í munn orðin Reykjavík og ísland, vita- skuld vegna leiðtogafundarins sem hér var haldinn. Ég var mikið spurður um þennan fund og útvarpið í Sofia átti við mig viðtal, þar sem ég var beðinn að segja frá því hvernig þessi fundur horfði við sjónum okkar íslend- inga. Flestir ræðumenn lýstu yfir miklum vonbrigðum með mála- lyktir fundarins, og sú athyglis- verða skoðun kom fram að við- ræður leiðtoganna væru í raun ekki neinar friðarviðræður, held- ur væru þær miklu fremur tækni- legt jöfnúnardæmi um fjölda ger- eyðingarvopna. Þótti sumum það greinlega einkennilegt karp, þar sem hvor aðilinn um sig getur nú þegar eytt öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Var bent á að friður væri ekki spurning um á- kveðinn fjölda eldflauga, heldur um mannlega skynsemi, og þess vegna yrðu stórveldin að læra að nálgast svo mikilsverðar við- ræður á alveg nýjum grundvelli. Að semja frið við náttúruna Þá voru aðrir, og þeirra á með- al var breski rithöfundurinn Jam- es Aldridge (sem sagði mér að hann hefði verið góðkunningi Vilhjálms Stefánssonar), sem ef- uðust um að kjarnorkustyrjöld væri í raun mesti ógnvaldur mannkynsins, enda ætti að vera hægt að koma í veg fyrir hana ef vilji væri fyrir hendi. Miklu meiri hætta væri á því að við værum ef til vill nú þegar búin að dæma jörð okkar til tortímingar með óhóflegri sóun náttúrulegra auð- linda og með mengun vatns, jarð- ar og lofts. Skógar Evrópu væru að deyja, fiskur væri deyjandi á stórum hafssvæðum og spurning hvort hinir skelfilegu þurrkar í Afríku stöfuðu ekki að einhverju leyti af skemmd á efri lögum guf- uhvolfsins. Og svo bættist eyðni við, hin hræðilega drepsótt nú- tímans. Því gilti umfram allt að semja frið við náttúruna, við sjálfa jörð okkar. H JARTANS MAL Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson gefa út plötu Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefurgefið út hljómplötu með söng þeirra Sólrúnar Bragadóttur og Bergþórs Pálssonarog píanó- leik Jónasar Ingimundarsonar. Þetta erfyrsta hljómplata þeirra Sólrúnarog Bergþórs. Að undangengnu tónlistar- námi hér heima hafa þau stundað söngnám í fjögur ár við söngdeild háskólans í Indíana í Bandaríkj- unum og lokið þar BA-prófi. Nú stunda þau þar nám á masterstigi. Bæði eru auk þess kennarar við skólann. Sólrún og Bergþór hafa haldið tónleika víðs vegar hér- lendis og í Bandaríkjunum auk þess sem þau hafa sungið í útvarp og komið fram í sjónvarpi... Hins vegar heyrist söngur þeirra nú í fyrsta sinn á hljómplötu við ágæt- an píanóleik Jónasar Ingimund- arsonar. Á plötuumslagi segir Halldór Hansen að eðli sínu samkvæmt ættu þessi lög að vera „dægur- flugur". Sjálft „undrið“ kemur einmitt fram í þvf, að dægurflug- an brýtur sín eigin lögmál og verður allt í einu „sígild". Mikið af þeim lögum, sem Sól- rún og Bergþór hafa valið að syngja á þessari plötu, eru ein- mitt með þessu marki brennd. Annað hvort þekkja þau allir eða þau koma kunnuglega fyrir eyru. Og söngræn eru þau í besta skiln- ingi þess orðs.“ Hin nýja plata, Hjartans mál er hljóðrituð í Hlégarði. Upptöku annaðist Halldór Víkingsson. Umslag hannaði Sigurþór Jak- obsson. Að þingi loknu var öllum þátt- takendum boðið í tveggja daga ferðalag um fjallahéruð Norður- Búlgaríu. Var ekið á fyrra degi um fjallaskörð til borgarinnar Lovetch. Því miður var á niða- þoka svo að lítið sem ekkert sást á Ieiðinni, og mjög einkennileg til- finning að líða fram í þessari endalausu gráhvítu þoku. Borgin Lovetch er mjög fögur 60 þúsund manna borg í tiltölulega þröngum dal. Þarna var varðveittur gamall borgarhluti með fornu bygging- arlagi, og athyghsvert að í hinm nýju miðborg var tekið fullt tillit til þessarar hefðar í byggingarstfl. Síðari daginn var svo ekið um hátt fjallaskarð sem nefnist Schipka og þar voru háðir örlag- aríkir bardagar á öldinni sem leið, þegar búlgarar voru að brjótast undan oki tyrkja með að- stoð rússakeisara. Þar á háum tindi hafa búlgarar reist mikið hringlaga minnismerki þjóðar- innar og baráttu hennar. Þetta er bygging með hvorki meira né minna en 50 metra radíus og innan á veggjum eru táknrænar mósaíkmyndir úr sögu Búlgaríu. Þennan morgun ókum við upp úr þokubökkunum og voru fjöllin böðuð sólskini ofar skýjum, rétt eins og minnismerkið stæði á himni en ekki jörð. Síðan var ekið niður á sléttuna miklu í miðju landinu og þaðan til hinnar fomu borgar Plodiv þar sem ljóð- skáld úr hópnum lásu ljóð sín í rómversku hringleikahúsi sem enn er í notkun við hátíðleg tæki- færi. Þar er verið að setja á stofn ljóðahátíð sem haldin skal árlega og var af því tilefni tendraður eldur ljóðsins í stfl við olympíu- leikana. Terra — von um frið og framtíð Þing af þessu tagi eru ekki að- eins merkileg og nauðsynleg fyrir sök þeirra ræðna sem haldnar eru. Ekki síður er mikils virði að blanda geði við samstarfsmenn sína úr öllum heimsálfum. Hin persónulegu kynni eru ómetan- leg. Á þessum fundum kynntist ég persónulega tveimur af þekkt- ustu rithöfundum Bandaríkjanna á þessari öld, þeim William Saro- yan og John Cheever. Þarna hef ég hitt tyrkneska rithöfundinn Yassar Kemal og kanadamann- inn Farley Mowat, svo að fáein dæmi séu nefnd. Þarna hef ég eignast góðvini og kunningja, sem ég hefði annars tæpast haft tækifæri til að hitta. Og í umróti nútímans er nauðsynlegt að fólk hittist og ræðist við og reyni að skilja hvert annað. Fyrir íbúa Sofía og víðar í Búlgaríu eru þess- ir fundir líka bókmenntaveisla, því að höfundamir lesa upp úr verkum sínum við mikla aðsókn heimamanna. Á þessu þingi gerðist lítill at- burður sem gæti haft umtalsvert táknrænt gildi. Bandaríska ljóð- skáldið og prófessorinn James Ragan var þama ásamt konu sinni og níu mánaða gamalli dótt- ur sem heitir Terra. Terra þýðir jörð eins og menn vita. Búlgar- skur höfundur kvaddi sér hljóðs og lagði til að þessi litla stúlka með sínu táknræna nafni yrði kjörin heiðursgestur þingsins og rituðu allir rithöfundar þingsins á skjal til hennar og yrði hún okkur sem tákn um von jarðar okkar - von um frið og framtíð. Þessi til- laga var samþykkt með lófataki, og skuum við vona að Terra litla fái að lifa í heimi þar sem varan- legur friður ríkir, friður milli manna og friður milli manns og náttúru. Njörður P. Njarðvík 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.