Þjóðviljinn - 15.11.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 15.11.1986, Side 13
Af eyðni (AIDS) koma bæði góðar fréttir og vondar frá ráðstefnu sérfræð- inga í Vín. Franskur prófessor við Pasteur-stofnunina sýndi þar frammá tilvilst hliðarveiru við eyðniveiruna og sagði hana geta komið af stað öðru eins fári ef hún bærist í áhættuhópa. Hins- vegar greindi bandarískur pró- fessor frá því að til eru fjórar teg- undir af eyðniveirunni, og eiga þeir sem sýkjast af einni þeirra ekki á hættu að sýkjast af hinum þremur. Það er hinum sýktu að vísu lítil huggun, en sýnir að í náttúrunni fer fram einskonar bólusetning, og eykur líkur á að mönnum takist að apa eftir. Ann- ar prófessor sagði að sennilega yrðu hafnar bólusetningartil- raunir eftir eitt ár eða tvö, en ekki væri þó bitið úr nálinni með að bóluefni fyndist. Á ráðstefnunni var skýrt frá sæmilegum árangri við notkun lyfsins AZT, sem til- raunir hafa sýnt að hægir mjög á eyðnisjúkdómnum. Mongús heitir indverskt rándýr af ætt de- skatta, og er frægastur þeirra Rikkí-tíkkí-taví, hinn frækilegi andskoti kóbralslöngunnar í einni af sögum Kiplings. Mongúsar gætu nú hafist til nýrrar frægðar á stoðarmenn lögreglu við leit að fíkniefnum; er farin af stað árstil- raun hjá dýragarði þar í landi um þefnæmi þeirra. Hingað til hafa hundar verið tíðastir í þessu hlut- verki, en þeir þrífast illa í loftslagi á eyjunni. Filipo Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, kom í gær til Kúbu, og tóku Kastró og félagar á móti honum með rauðum dregli og 21 fallbyssuskoti. Gonzalez hafði áður heimsótt Perú og Equador, og meðal annars lýst eindregn- um stuðningi við Argentínumenn í deilu þeirra við Breta útaf Falk- landseyjum. Gonzalez er annar spænski leiðtoginn sem kemur til Kúbu, áður heimsótti landið Adolfo Suarez árið 1979. Glasgow verður menningarborg Efna- hagsbandalagsins árið 1990 samkvæmt ákvörðun menning- armálaráðherra EBE. Þetta er heiðurstitill sem gengur á milli borga, og er notuð athyglin til að halda veglegar menningarhátíð- ir. Fyrsta menningarborgin var Aþena í fyrra, nú Flórens, næst Amsterdam, þá Vestur-Berlín, París og Glasgow. Glasgow- menn gleðjast; borgin hefur hing- aðtil verið kunn fyrir annað en kúltúr. Klaus von Dohnanyi borgarstjóri Hamborgar og for- ystumaður krata þar, hefur hafn- að tilboði Kristilegra demókrata um samstjórn eftir fylgishrunið í kosningunum fyrir stuttu. Hann hyggst efna til minnihlutastjórnar flokks síns SPD, sem þá yrði að styðjast ýmist við íhaldsmenn eða græningja. Bjartlitar brýr eru ólíklegri sjálfsmorðstaður en dökklitar, segir norskur litasál- fræðingur, og leggur til að allar háar brýr verði málaðar uppá þann máta. Sálfræðingurinn hef- ur einnig komist að því að uppá- haldslitir karla eru grænt, dökk- blátt, dökkappelsfnurautt og fjólublátt, en uppáhald kvenna er himinblátt, bleikt, Ijósbláttog lilla- blátt. ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR /_ i- 11 -r r n ÁRNASON /R E U1 E R HEIMURINN Sovétríkin Eldflaugamar fluttar burt frá Kólaskaga Sovétmenn hafa lagt niður skotstöðvar fyrir meðaldrœgar eldflaugar á Kólaskaga til að auðvelda stofnun kjarnorku- vopnalauss svœðis á Norðurlöndum. Segjast hafa flutt flestar eldflaugar sínar við Eystrasalt burt. Vilja takmarka herœfing- ar á norðurslóðum Moskva - Jegor Ligatsjof, ann- ar æðsti maður Sovétríkjanna, hefur lýst því yfir að ailar með- aldrægar eldflaugar hafi verið fluttar burt frá Kólaskaga og skotstöðvar þeirra verið lagðar niður. Hann sagði einnig á blaða- mannafundi í Helsinki í fyrra- kvöld að „flestar“ eldflaugar hefðu verið fluttar brott frá svæð- inu kringum Leningrad og frá Eystrasaltsríkjum Sovét. Með þessu eru Sovétmenn beint og óbeint að greiða fyrir stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum, án þess þó að hafa gefið neinar yfirlýsingar um hugsanlegar skuldbindingar í því sambandi. í sameiginlegri yfirlýsingu Lig- atsjofs og finnskra gestgjafa úr stjórnarflokki sósíaldemókrata segir að finnski flokkurinn muni halda áfram að beita sér fyrir stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis, og að Sovétmenn væru „reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til að skapa hagstæðar aðstæður til þess að af mætti verða“. Ein af rökum andstæðinga svæðisstofnunar á Norður- löndum hafa verið að ekki væri hægt að koma upp slíku svæði nema það næði einnig til Kóla- skaga. Hugmyndin um kjarnork- uvopnalaust svæði á Norður- löndum var fyrst sett fram af Kekkonen Finnlandsforseta árið 1963 og hefur aukist mjög hylli á síðari árum. Friðarhreyfingar á Norðurlöndum hafa samið til- lögur að tilhögun slíks svæðis og meðal annarra stjórnmálaflokka en hægriflokka nýtur hugmyndin meirihlutafylgis. Ligatsjof sagði í Helsinki að ef grannlönd vildu að Eystrasaltið yrði hluti af hugsanlegu bann- svæði væru Sovétmen fúsir til að taka kjarnorkukafbáta sína úr flotanum sem aðsetur hefur í Leningrad. Þá lagði Sovétmaður- inn fram tillögur um að dregið yrði úr heræfingum í Norður- Evrópu, á Eystrasalti, Norður- sjó, Barentshafi og úti fyrir ströndum Noregs. Engin opinber viðbrögð höfðu borist frá norrænum ráða- mönnum í gærkvöldi við yfirlýs- ingum Sovétmanna, en haft var eftir ónafngreindum norrænum sendiráðsmanni í Moskvu, að yfirlýsingarnar færu langleiðina með að mæta nokkrum helstu rökum andstæðinga kjarnorku- vopnalauss svæðis, þótt Moskvu- menn yrðu að lýsa gerðum sínum Norðmenn Osló - Norska ríkisstjórnin boðaði í gær viðskiptabann á Suður-Afríku frá miðju næsta ári, að fengnu samþykki Stór- þingsins nú fyrir jól. Knut Frydenlund utanríkisráð- herra sagði á blaðamannafundi að bannið mundi ná til allra vöru- tegunda og viðskipta og að nor- skum skipafyrirtækjum yrði ekki leyft að flytja olíu til Suður- Afríku. Olíuinnflutningur til landsins með norskum skipum er talinn nema um þriðjungi heild- arneyslu í Suður-Afríku. Vænt- anlega tækju annarra þjóða skip við þeim flutningum. Þá verða allar flugferðir milli landanna lagðar af, og norskum fjármálastofnunum verður gert óheimilt að veita suðurafrískum fyrirtækjum lán eða tryggingar. Norðmenn munu ennfremur auka aðstoð sína við grannríki Suður-Afríku, beita sér af alefli fyrir hertum aðgerðum gegn Suður-Afríka boða viðskiptabann Norska ríkisstjórnin undir forystu Gro Harlem Brundtland sker á öll tengsl við hinn hvíta aðskilnaðarminnihluta Þieter W. Botha í Suður-Afríku. Pretoríustjórn á vettvangi Sam- Fyrstu sex mánuði ársins var einuðu þjóðanna, ásamt öðrum verslun milli landanna talin í 340 norrænum ríkjum. milljónum norskra króna. og ætlunum betur til að allir létu sannfærast. Bandaríkin Brjóta SALTII Stýriflaugar settar í B-52 sprengjuflugvélar Blaðið Washington Post hefur skýrt frá því, að í byrjun næstu viku muni Bandaríkja- menn brjóta samkomulagið sem kennt er við SALTII þegar ný gerð sprengjuflugvéla, búin stýriflaugum, verður tekin í notkun í hernum. Hér er um að ræða sprengju- flugvélar af gerðinni B-52. Reagan forseti lýsti því yfir í maí leið, að Bandaríkin mundu ekki lengur virða SALT II, sem var undirritað 1979 en ekki stað- fest, þótt risaveldin bæði hétu því að virða þetta samkomulag um eftirlit með vígbúnaði. Reagan segir að Sovétmenn hafi þegar rofið SALTII, en heimildir Was- hington Post andmæla því. Með því að taka fyrrnefndar sprengjuflugvélar í notkun er rofið „þak“ það sem sett var í SALTII á fjölda þeirra flutnings- tækja (mest 1320) sem aðilar mega hafa til að flytja fleiri en eina kjarnorkusprengju á áfang- astað. Einn af þingmönnum Demó- krata, Les Aspin, formaður her- málanefndar fulltrúadeildar þingsins, segir í viðtali við Was- hington Post, að þetta samnings- rof komi Rússum til góða - þeir eigi auðvelt með að fylgja á eftir fljótlega og geti bætt við kjarna- oddum í eldflaugar og smíðað fleiri kafbáta til að „svara" stýrifl- augunum í B-52. íu Danmörk Löggan stelur seðlum og hassi Varðstjóri harðjaxladeildar lögreglunnar látinn víkja. Fleiri grunaðir Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn: Varðstjóri í sérstakri harðjaxl- adeild dönsku lögreglunnar (Ur- opatrolen) hefur verið staðinn að verki við að stinga á sig peningum sem deildin hafði gert upptæka. Þessi harðjaxladeild blandar sér gjarnan á meðal þeirra sem lögreglan á í höggi við og reynir að líkjast þeim í útliti og klæða- burði. Meðal þessara hópa eru t.d. hústakar, Kristjaníubúar og smáglæpamenn. Þá hefur deildin það hlutverk að gera rassíur í Kristjaníu og lætur þá greipar sópa um hass og stórar peninga- summur. Kristjaníubúar hafa lengi ásak- að meðlimi deildarinnar um að stinga hluta hassins og peningun- um í eigin vasa en þeim áburði hefur ekki verið trúað af yfirvöld- um. Þess er heldur ekki að vænta að menn kæri það að lögreglan beri á þá of litlar sakir. Þó liggja fyrir 2 kærur á hendur harðjaxla- deildinni frá Kristjaníubúum sem urðu fyrir þvt að peningar sem þeir höfðu fengið með löglegum hætti voru gerðir upptækir. í báð- um tilfellum munaði tugum þús- unda á þeim upphæðum sem harðjaxladeildin skráði og því sem Kristjaníubúar héldu fram að gert hefði verið upptækt. Æðstu yfirmenn lögreglunnar og dómstólar hafa látið þessa kæru sem vind um eyrun þjóta, en almennar löggur í harðjaxla- deildinni fór hins vegar að gruna einn félaga sinn. Fyrir nokkrum vikum lögðu þeir gildru fyrir hann og töldu sjálfir peninga úr rassíunni og merktu peningaseðl- ana. Þegar varðstjórinn var far- inn töldu þeir peningana og sáu að það vantaði fleiri þúsund. Seinna um nóttina var varðstjór- inn handtekinn á næturklúbbi með þrjá merkta þúsundkalla í fórum sínum. Varðstjórinn hefur verið leystur frá störfum og bíður nú dóms en fáir telja að hann beri ábyrgð á hvarfi alls þess hass og peninga sem gufað hafa upp í vörslu harðjaxladeildarinnar og m.a. er krafist opinberrar rann- sóknar á starfi deildarinnar. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.