Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 2
—'SPURNINGIN— Spurt í Lauganesskóla: Trúir þú því að jóla- sveinninn sé til? Guðni Sesar Jóhannesson: Jáhá. Og hann er svo góöur vegna þess að hann gefur manni alltaf gjafir Sigurður Björnsson: Já, hann á heima í fjöllunum og hann gefur mér alltaf í skó- inn. Birgitta Baldvinsdóttir: Jahháá.... Jóhann Marel Viðarsson: Já. Gríla mamma hans dó vegna þess að börnin voru svo góð og nú á jólasveinninn heima með pabba sínum hon- um Leppalúða. Stekkjastaur er alltaf að rífast við Leppa- lúða vegna þess að hann fer fyrstur ofan af fjöllunum. Sigurlaug Lísabella Árna- dóttir: Já, og hann er góður en verð- ur stundum reiður þegar það er verið að gera grín að hon- um. Ég vildi að pabbi minn væri jólasveinn því þá mundi hann alltaf gefa mér svo mikið og þá gæti ég farið í fötin hans. FRÉT71R Fiskeldi Skilar 266 miljónum Langmestu tekjurnar úrseiðaeldi. Aðeins fáarstöðvar með einhverja umtalsverðaframleiðslu. Heildarverðmæti fiskeldisaf- urða á þessu ári eru áætiuð um 266 miljónir króna. Þar af er hlutur laxeldis um 234 miljónir en silungseldis 32 miljónir. Mestur hluti þessara verðmæta koma úr seiðaeldi um 200 miljónir en hitt úr matfiskeldi og hafbeit. Þetta kemur fram í yfirlits- skýrslu Árna Helgasonar hjá Veiðimálastofnun um fram- leiðslu í fiskeldi hérlendis á þessu ári. Framleiðslan er mjög mis- munandi hjá eldisstöðvunum. í seiðaeldinum skila um 11 fyrir- tæki af 49 skráðum yfir helming allrar framleiðslunnar en 19 fyrir- tæki voru ekki með neina sölu á árinu. Um 50% aukning varð í framleiðslu smáseiða frá síðasta ári og rúmlega 130% aukning í framleiðslu gönguseiða, en í ár voru framleidd um 2 miljónir gönguseiða en um 800 þús. í fyrra. Alls eru nú skráðar 15 haf- beitastöðar í landinu og af þeim endurheimtu 8 stöðvar um 65 tonn af laxi á árinu. Þetta er um 10% aukning frá í fyrrasumar. Ríflega helmingur hafbeitarlaxa komu á landi hjá Kollafjarðar- stöðinni eða um 40 tonn. ísnó stöðin í Keiduhverfi fram- ieiddi á árinu um 80 tonn af laxi í kvíaeldi en 5 stöðvar framleiddu alls 105 tonn í kvíum og eldis- stöðvum á landi, en 5 stöðvar fra- mleiddu rúm 17 tonn af laxi í strandeldi. Silungseidi er að sækja í sig veðrið en þar er Laxlónsstöðin i fararbroddi og framleiddi um 150 tonn af matfiski, aðallega regn- bogasilungi, miljón sumaralin seiði og 100 þús. sjóeldisseiði. -lg- Tónlist Grafík skiptir um búning Hljómsveitin Grafik hefur tekið stakkaskiptum eftir nokk- urt hlé. Til liðs við hljómsveitina eru nú komin þau Andrea Gylfa- dóttir söngkona og Baldvin Sig- urðsson bassaleikari, og koma þau í staðinn fyrir Helga Björns- son söngvara, sem nú hefur snúið sér alfarið að leiklistinni, og Jak- ob Magnússon bassaleikara sem gengið hefur til liðs við Bubba Morthens í hljómsveitinni MX21. Hljómsveitin mun koma fram í fyrsta skipti í sinni nýju mynd í Tónabæ á föstudaginn og verður þar meðal annars kynnt nýtt frumsamið efni frá hljóm- sveitinni. Hljómsveitin mun einnig leika í Duushúsi á sunnu- dag. Andrea Gylfadóttir er nýtt nafn í íslenska poppheiminum. Hún hefur Jagt fyrir sig hljóð- færaleik auk söngsins, og sögðu félagar hennar í hópnum að hún hafi smollið saman við hljóm- sveitina bæði tónlistarlega og fé- lagslega þegar frá byrjun. Bald- vin Sigurðsson bassaleikari lék áður í Bara-flokknum. -ólg. Hljómsveitin Grafík frá vinstri: Baldvin Sigurðsson, bassi, Rafn Jónsson trom- mur, Rúnar Þórisson gítar, Hjörtur Howser hljómborð og Andrea Gylfadóttir söngkona sitjandi. Laugarvatn íþróttanemar vilja halda sínu Ósáttir við hugmynd ráðherra um flutning Hótel- og veitingaskólans austur. Missum heimavistina og aðra kennslustofuna Nemendur í íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni eru mjög ósáttir við þá aðstöðu sem þeim er ætluð verði af flutningi Hótel- og veitingaskólans austur á Laugarvatn, en um helmningur nemenda íþróttakennaraskólans er með heimavist í því húsnæði sem nemendum Hótel- og veitingaskólans er ætlað. íþróttakennaranemarnir hafa átt fund með menntamálaráð- herra vegna þessa máls en hann hefur lýst því yfir að enn sé allt óljóst með flutning Hótel- og veitingaskólans austur. í bréfi sínu til ráðherra segjast nemendur ekki sjá hvernig eigi að koma öllu þessu fólki fyrir í því skólahúsnæði sem fyrir er á Laugarvatni. „Það er ekki bara heimavistin sem við missum held- ur einnig aðra kennslustofuna okkar,“ segja nemendur og hvetja ráðherra til að endurskoða hugmynd sína um flutning Hótel- og veitingaskólans að Laugar- vatni. Saga 1986 Konur , og börn í íslandssögu Félagssaga er efst á baugi í ný- útkomnu ársriti Söguféiagsins, Sögu, og sérstaklega fjölskyldu- saga, þar sem hlutur kvenna og barna er meiri en allajafna í sagnfræðinni. Gísli Ágúst Gunnlaugsson rit- ar um rannsóknir á fjölskyldu- sögu og um íslenskar fjölskyldur á 19. öld og fyrstu áratugum hinn- ar 20., Gunnar Karlsson fjallar um fornt kvenfrelsi á íslandi og dregur kenningar um slíkt í efa, Helgi Þorláksson skrifar um óvelkomin börn, brjóstagjöf, móðurást og kaldlyndi, og Gunn- ar Hálfdanarson um barnavinnu á 19. öld í greininni „Börn - höf- uðstóll fátæklingsins”. Þá er í rit- dómum fjallað um efni þessu tengt. Af öðru efni Sögu er að nefna ritgerð Kjartans Ólafssonar fyrr- verandi Þjóðviljaritstjóra um þau áform Frakka um 19. öld að koma upp nýlendu við Dýra- fjörð, afstöðu íslendinga og Dana til þeirra og um heimsókn Napóleons Frakkaprins til lands- ins árið 1856. Jón Hnefill Aðalsteinsson skrifar um írska kristni og nor- ræna trú á 9. öld, Harald Gustafs- son skýrir frá hugmyndum um að hneppa íslenska bændur í átt- hagafjötra á 18. öld, og Björn Th. Björnsson og gagnrýnendur hans eigast við um Þingvelli og Þing- vallarit. Sögu má fá í höfuðstöðvum Sögufélagsins efst í Fischersundi og í öllum almennilegum bóka- búðum. -m Leiðrétting við krossgátu Villa var í krossgátu nr. 548 sl. sunnudag. í þriðja reit í sjöttu línu að ofan á að vera talan 3 í staðinn fyrir töluna 9. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 18. desembér 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.