Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 4
___________LEtÐARI_______ Hópferð til hægri Úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í skattamálum var gert að umtalsefni í leiðara Þjóðviljans í gær, þótt aðallega væri fjallað um þær skattatillögur sem Alþýðubandalagið hefur lagt fram og íhald- ið vill ekki heyra á minnst; þar á meðal 1200 milljón króna lækkun á skattbyrði einstaklinga. Ekki var rúm til að fjalla um hinn svonefnda virðisaukaskatt, sem Þorstein Pálsson langar svo mjög til að troða upþ á þjóðina, þrátt fyrir miklar efasemdir fólks í öllum flokkum um ágæti slíkrar skattheimtu. Meira að segja Sjálfstæðis- flokkurinn vill ekki sameinast um virðisauka- skattinn, eins og kemur greinilega fram í grein sem prófessor Júlíus Sólnes framámaður í Sjálfstæðisflokknum skrifaði í Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag. Prófessor Júlíus segir meðal annars: „Stefna Sjálfstæðisflokksins í skattamál- um er horfin. Finnandi vinsamlegast skili henni til skrifstofu flokksins í Valhöll gegn góðum fundarlaunum.“ (Leturbr. Þjóðviljinn). Og prófessorinn heldur áfram: „Eitthvað á þessa lund datt mér í hug, að þyrfti að auglýsa, eftir að ég las pistil fjármálaráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu nýverið, sem átti að vera svar við gagnrýni mína á virðisaukaskattsbrölt hans. Ef virðisauka- skatturinn á að skila um 2,5 milljörðum króna meira í ríkissjóð en núverandi söluskattur, kalla ég það aukin ríkisumsvif. Ef gjaldendum fjölgar úr 9.000 til 22.000 þýðir það aukin umsvif. Ef það að matvara í landinu hækkar að meðal- talium 10%, þýðir að afkoma heimilanna verði betri, þá erum við öll komin í undra- iandið með Lísu.“ (Leturbr. Þjóðviljinn). Prófessor Júlíus er að vonum óhress yfir þessum tillögum og málflutningi, og er það í sjálfu sér gleðiefni fyrir Alþýðubandalagsmenn að framámenn í Sjálfstæðisflokknum skuli ann- að veifið vilja láta skynsemina ráða. Prófessor Júlíus varar síðan mjög við því að tekið verði hér upp staðgreiðslukerfi skatta eins og fyrirhugað er frá ársbyrjun 1988, og segist þekkja galla slíks kerfis frá Danmörku mun bet- ur en Ásmundur Stefánsson forseti A.S.Í., enda hafi Ásmundur bara verið námsmaður í Dan- mörku meðan Júlíus var launþegi. Á þessa þrætubók skal enginn dómur lagður, enda er það fyrst og fremst niðurlag greinar Júlíusar sem fangar athygli lesandans. Þar setur hann fram þær niðurstöður sem hann kemst að eftir að hafa skoðað stefnu eða stefnuleysi síns eigin flokks, Sjálfstæðisflokksins, í skattamálum. Júlíus Sólnes segir: „Ef ekki verður nein breyting á, er kominn tími til fyrir alvarlega hugs- andi menn, sem ekki aðhyllast öfgastefnur til vinstri, og vilja láta atvinnulífið og peningamálin þróast í friði fyrir afskiptum stjórnmálamann- anna, að snúa bökum saman. Mynda nýja breiðfylkingu borgaralegs afls, sem veitir Sjálfstæðisflokknum aðhald frá hægri.“ Þetta er þungur áfellisdómur. Og þær niður- stöður prófessorsins, að stefna Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum sé hvergi sjáanleg, eru réttar. Hins verkar kunna þær ályktanir sem hann dregur af niðurstöðunum að orka tvímæl- is. Það eru ekki allir á einu máli um, að það sem þessa þjóð skorti fyrst og fremst sé ennþá meira íhald og þvergirðingslegri frjálshyggja. En hver veit nema prófessorinn geri alvöru úr orðum sínum og stofni hér íhaldsflokk, sem þor- ir að segja upphátt það sem okkar gamla íhald hugsar. En áður en prófessor Júlíus boðar til stofn- fundar ætti hann að taka til alvarlegrar íhugun- ar, hvort ekki væri meiri hagsýni að taka þátt í þeirri hópferð til hægri, sem Jón og Jón skipu- leggja um þesar mundir á vegum Alþýðuflokks- ins. Skoðanakannanir sýna að margir góðir íhaldsmenn eru búnir að láta bóka sig í þá hóp- ferð, sem raunar er þegar hafin og komin svo langt á leið, að Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali, að Al- þýðuflokkurinn væri tvímælalaust kominn hægra megin við Framsóknarflokkinn, sem flestum finnst þó vera visnaður vinstra megin. Auðvitað væri það langeinfaldast fyrir próf- essorinn að taka þátt í margauglýstri hópferð Alþýðuflokksins til hægri, því að það kann að verða hægar sagt en gert að stofna nýjan flokk á íslandi, sem standi lengra til hægri en bæði Litla íhaldið og Stóra íhaldið. -Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Hvað kosta framfarirnar? Á síöastliönum mánuðum hef- ur öll umræða í sovéskum blöð- um orðið miklu opinskárri og hvassari en menn hafa átt að venjast. Mikilvægur áfangi í þess- ari þróun til opnari umræðu er framlag ýmissa ágætra manna, ekki síst rithöfunda, til umræð- unnar um náttúruvernd, mengun og háskann af svonefndri friðsamlegri nýtingu kjarnork- unnar. Lengst hafa menn átt því að venjast í sovéskum greinaskrifum jafnt sem skáldsagnagerð, að tæknilegar framfarir eru taidar af hinu góða fyrirvaralaust. Þau tímaskeið hafa alllöng orðið sem einkenndust beinlínis af tækni- dýrkun. En á seinni misserum hafa þessi viðhorf verið á undan- haldi fyrir skrifum ýmissa rithöf- unda, sem hafa með vaxandi þunga spurt að því, hvað framfar- ir í raúninni eru og hvað þær mega kosta. Þekktastur þeirra er rithöfundur frá Síbiríu, Valentín Raspútin. Hann hefur m.a. skrif- að ágæta skáldsögu sem lýsir síð- ustu mánuðum þorps eins, sem stendur á eyju í stórfljóti í Síbiríu og á að fara undir vatn, því verið er að reisa gífurlega rafstöð við fljótið. Raspútin sendir hvöss skeyti hinni bláeygu og fyrir- hyggjulausu tæknihyggju í þess- ari sögu - samúð hans er bersýni- lega öll með gamla fólkinu í pláss- inu sem „vill ekki fara“, vill ekki slíta þá strengi sem tengir það við gróna lífshætti og grafir forfeðr- anna og setjast að í nýbyggð, sem hönnuð er með reglustikum en tekur lítt mið af lifandi þörfum fólks. Sovésk náttúruvernd Raspútin hefur árum saman barist gegn því að efnaiðnaður risi á bökkum Bækalvatnsins í Sí- biríu, sem er hið mesta náttúru- undur, heimkynni sjaldgæfra teg- unda og reyndar stærsta fersk- vatnsbirgðastöð í heimi. Lengi hafði hann ekki erindi sem erfiði - mikil sellulósaverksmiðja var reist við Bækalvatn og þaðan hef- ur um skeið streymt eitraður úr- gangur, sem hefur þegar valdið miklu tjóni. En nú er viðleitni Raspútins og fleiri loks farin að bera árangur. Hann var fyrir nokkru skipaður í sérstaka nefnd sem fjallar um mengunina í Bækalvatni. Nefndin lagði fram tillögur sínar í ágúst leið. Hún lagði það meðal annars til að sell- ulósaverksmiðjunni verði lokað og önnur verksmiðja, sem nýlega er komin í gang, verði látin taka upp nýjan og öruggari tæknibún- að. Þetta er þó ekki nema tæplega hálfur sigur, segir Raspútin í við- tali við danska blaðið Informati- on fyrir skömmu, en hann kom í heimsókn til Danmerkur til að kynna sér náttúruverndarmál á Norðurlöndum. Því verksmiðj- unni háskalegu verður ekki lokað fyrr en eftir sjö ár og það er langur tími fyrir Bækalvatn. Raspútin nefndi annan sigur sinn og annarra umhverfisvernd- armanna. Um árabil hafa fram- kvæmdaglaðir menn boðað það fagnaðarerindi, að loka skuli með miklum stíflum fyrir streymi Valentín Raspútin: Mér finnst ekki lengur ástæða til að gera ráð fyrir því að sérfræðingarnir viti hvað þeir eru að gera... ýmissa mikilla fljóta sem renna til norðurs og snúa vatni þeirra suður á bóginn. Raspútin og fleiri hafa barist gegn svo róttækri íhlutun í náttúrunnar gangvirki - og loks gerðist það í haust, að miðstjóm Kommúnistaflokksins ákvað að hætta við slíkar fram- kvæmdir og fella niður fjár- veitingar til rannsókna á þessu sviði. Engin hreyfing enn Um stöðu þessara mála í So- vétríkjunum nú segir Raspútin: „Sá er munur á okkur og Vest- urlöndum að hjá okkur er ekki um neina fjöldahreyfingu að rœða. Það er engin hefð fyrir fjöldaafskiptum afslíkum málum hjá okkur, en nú viljum við sem rithöfundar og listamenn leitast við að vekja almenningsálitið. Við munum ekki treysta á eigin krafta eingöngu“... Raspútin sagði að engin „hefð“ væri fyrir sjálfstæðri fjöldahreyf- ingu um slík mál - og þetta er skýringin: ,Áður var þess enginn kostur að segja skoðun sína, en nú getur enginn komið í veg fyrir það. Ég veit ekki hvort ég getfengið skoð- anir mínar á prent, en ég get altént rœtt hana upphátt og það œtla ég að gera. “ Gegn kjarnorku Raspútin minnir á það, að það sem hann skrifaði um Bækalvatn- ið hafi komist á prent - enda hafi hann verið orðinn vel sérfróður um þau mál. Hann efast hins veg- ar um að það sem hann vill nú segja um kjarnorkuframleiðslu komist á prent. Tsjernobylslysið, segir Rasp- útin, hafði mikil áhrif á mig. Flestir landar mínir líta svo á, að ekki verði komist af án kjarn- orku, og svarið við Tsjernobyl- slysinu sé að auka eftirlit og bæta tæknibúnað. En ég, segir hann er á annarri skoðun. Kjarnorkan er blátt áfram hættuleg og verður hættuleg: „Hingað til hefi ég haft til- hneigingu til að líta svo á að sér- frœðingar hlytu að vita hvað þeir gera. En upp á síðkastið efast ég œ meira um að svo sé... “ ÁB þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttast jóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlftstelknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglyslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgrelð8lu8tjórl: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla6, Reykjavík, síml681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 18. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.