Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 5
Minnisvarði um Hafliða Másson á Breiðabólstað í Vesturhópi.
V-Hún.
Búmarkið 440 ærgildi -
fullvirðisréttur 137,5 ærgildi
Frá bœndafundi í Ásbyrgi
í haust og vetur hafa bænda-
fundir verið haldnir víðsvegar
um land. Þar hefur undantckn-
ingarlaust komið fram hörð
gagnrýni á búvörulögin og sumar
þær aðgerðir, sem beitt hefur
verið til þess að minnka hina
hefðbundnu búvöruframleiðslu.
Blaðið hefur ekki tíundað
mikið umræður og ályktanir frá
einstökum fundum en þær hafa
allar hnigið til einnar áttar. Hér
verður hinsvegar greint frá fundi,
sem nýlega var haldinn í félags-
heimilinu Ásbyrgi í Miðfirði og
má segja að hann sé nokkuð ná-
kvæmur þverskurður af funda-
höldunum. Fréttaritari Þjóðvilj-
ans á Hvammstanga, Eyjólfur R.
Eyjólfsson var á fundinum og fer
frásögn hans hér á eftir.
Föstudaginn 5. des. sl. boðaði
Búnaðarsamband V-Húnvetn-
inga til almenns fundar í félags-
heimilinu Ásbyrgi á Laugar-
bakka í Miðfirði. Til umræðu var
það ástand, sem leitt hefur af
setningu búvörulaganna frá 1985
og reglugerðar þeirrar, sem land-
búnaðarráðherra gaf út 29. nóv.
sl. um fullvirðisrétt til handa
bændum. Fundurinn var mjög vel
undirbúinn og fjölsóttur. Munu
flestir bændur sýslunnar, sem á
annað borð áttu heimangengt,
hafa verið mættir, auk fjölda
Hvammstangabúa. Þingmenn
kjördæmisins voru boðnir á fund-
inn og mættu þeir allir utan Eyj-
ólfur Konráð Jónsson, sem var
erlendis.
Afstaða þingmanna
Framsöguræður fluttu þeir
Aðalbjörn Benediktsson og
Gunnar Sæmundsson.
Það sem vakti athygli frétta-
manns var einkum þrennt:
1. Allir þingmennirnir virtust í
höfuðdráttum vera andsnúnir
framleiðsluráðslögunum, jafnt
stjórnarliðar sem stjórnarand-
stæðingar. Til dæmis sagði Pálmi
Jónsson að með því að miða
framleiðsluréttinn við fram-
leiðslu síðustu tveggja ára en ekki
við búmark væri komið aftan að
bændum. Nauðsynlegt væri að
halda uppi hefðbundnum land-
búnaði meðan leitað væri nýrra
leiða. Forystulið bænda hefði sof-
ið á verðinum.
Páll Pétursson taldi lækkun út-
flutningsbóta of hraða og kaup á
framleiðslurétti hið mesta glap-
ræði. Sú verslun gerði þá fátæku
fátækari og þá ríku ríkari og til
þess gerð, að þeir betur stæðu
hefðu meira eftir en áður. Reglu-
gerðin væri meingölluð og nota
þyrfti veturinn til þess að breyta
henni.
Stefán Guðmundsson, sem
jafnframt þingmennskunni er
formaður stjórnar Byggðastofn-
unar, lítur aftur á móti á fram-
leiðsluráðslögin sem varnarlínu,
sem stoppa eigi við til þess síðan
að hefja nýja sókn. Var ekki að
furða þó að menn rædu um það
sín á milli eftir ræður stjórnar-
þingmanna, að með ólíkindum
væri að lögin skyldu nokkurntíma
hafa verið samþykkt.
Ragnar Arnalds sagði Alþýðu-
bandalagsmenn hafa miklar
áhyggjur af þróun mála, enda all-
ar aðgerðir í sambandi við hana
meingallaðar. Óverjandi væri að
tilkynna bændum þá fyrst um
framleiðslurétt þeirra löngu eftir
að sláturhúsum hefði verið lok-
að. Hæpið væri að taka ekki tillit
til hlunninda og einnig að setja
ekki stjórn á alla kjötframleiðslu
á landinu. Sölusamdrátturinn á
dilkakjöti stafaði ekki hvað síst af
stjórnarstefnunni, þar sem dreg-
ið væri úr niðurgreiðslum á kjöti
samhliða minnkandi kaupgetu.
Frjálsa verðlagningin hefði leitt
til þess, að nú fengi kaupmaður-
inn svipaða upphæð fyrir að rétta
kjötlærið yfir búðarborðið og
bóndinn fyrir að framleiða það.
Vegna vaxtaokurs þess, sem við-
gengist tapaði ríkissjóður milj-
örðum króna árlega. Væri þeim
fjármunum betur varið til niður-
greiðslu á búvörum öllum til
hagsbóta.
Samstaða dreifbýlis
og þéttbýlis
í öðru lagi vakti athygli sam-
staðan milli bænda og íbúa þétt-
býlisstaða eins og Hvammstanga.
Kom það glöggt fram í máli Þórð-
ar Skúlasonar sveitastjóra, Arnar
Gíslasonar formann Verkalýðs-
félagsins Hvatar og Gunnars Sig-
urðssonarkaupfélagsstjóra. Allir
lýstu þeir áhyggjum sínum vegna
landbúnaðarstefnunnar, sem
bitnaði jafnt á þéttbýliskjörnum
landsbyggðarinnar og sveitunum
sjálfum. Las Öm upp ályktun
stjórnar Hvatar og hefurm hún
verið birt hér í blaðinu.
Ungu bændurnir
í þriðja lagi vöktu athygli frá-
sagnir ungra bænda af við-
í Miðfirði
skiptum þeirra við
Stofnlánadeild, Framleiðsluráð,
Búmarksnefnd eða hvað það nú
heitir, allt þetta fargan, þar sem
ómanneskjuleg, tölvuvædd
stjórnun embættismannakerfis-
ins ríkir og enginn virðist hafa
pólitískt þor til að hrófla við,
einsog það var orðað.
- Búmark þitt er 440 ærgildi en
fullvirðisréttur þinn er 137,7 ær-
gildi. Eitthvað á þessa leið hljóð-
aði bréfið sem ég fékk frá Fram-
leiðsluráði 4. nóv. sl. Það var
ungur bóndi í Hrútafirðinum,
sem var að lýsa viðskiptum sínum
við báknið fyrir sunnan. Haustið
1980 sótti hann um lánveitingu til
Stofnlánadeildar vegna bygging-
ar á 440 kinda fjárhúsi. Ekki stóð
á láninu og hófst hann þegar
handa um byggingu, enda gömlu
fjárhúsin að hruni komin. Bú-
mark hans var þá 142 ærgildi en
gömlu fjárhúsin rúmuðu lítið
fleira. Haustið 1981 voru fjárhús-
in tilbúin til úttektar vegna lán-
veitingar en þá kemur bréf frá
Stofnlánadeild um að lán fáist
ekki vegna þess hve búmarkið sé
lágt þ.e. 142 ærgildi. Fram-
kvæmdastjóri Stofnlánadeildar
ráðleggur að óska eftir stækkun á
búmarki og var það gert.
Þann 10. nóv. 1981 berst til-
kynning frá framleiðsluráði um
að búmarkið sé hækkað upp í 440
ærgildi. Vorið 1984 fæst svo lof-
orð fyrir láni til að byggja vot-
heyshlöðu og þá var samstaðan
komin. En 4. nóv. sl. kemur svo
náðarhöggið frá landbúnaðar-
ráðuneytjnu. Þar er viðurkennt
að bóndinn hafi að vísu 440 ærg-
ilda búmark en í nýju fjárhúsun-
um fái hann því miður ekki að
hafa nema 137,5 kindur. Líklega
meiningin að láta nágrannann
hafa helminginn af hrútnum. Þeir
hefðu allt eins getað haft bréfið á
þessa leið:
Drengur minn. Við höfum
endanlega ákveðið að setja þig á
hausinn. Við gerum þér tilboð,
sem þú getur ekki hafnað. Þú sel-
ur okkur fullvirðisréttinn, ferð af
jörðinni með nýju húsunum og
flytur á mölina. Þú getur eflaust
fengið inni í bragga á Suðureyri,
þeir eru alltaf með útlendinga í
frystihúsinu hjá sér hvort sem er.
Þú getur svo borgað af nýju hús-
unum með næturvinnu,
virðingarfyllst o.s.frv.
Umræður í sex
og hálfan tíma
Já, það var þungt hljóðið í
ungu bændunum á fundinum og
sögurnar allar í svipuðum dúr.
Þeir fengu líka að heyra það þing-
mennirnir, að til annars væri æt-
iast af landsbyggðarþingmönnum
en að þeir stuðluðu að því, að
leggja byggðir landsins í eyði.
Glöggt kom fram að menn ef-
uðust stórlega um að þessar að-
gerðir landbúnaðarráðherra
stæðust lagalega.
Á fundinum var dreift ályktun,
sem samþykkt var í fundarlok
mótatkvæðalaust. Fundurinn
hófst kl. 9 um kvöldið og stóð til
kl. 03.30 um nóttina. Var aldrei
lát á umræðum og segir það sína
sögu um þungann í fundar-
mönnum.
ere/mhg
Flmmtudagur 18. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5