Þjóðviljinn - 18.12.1986, Qupperneq 6
BvEKUR
Ljóð
Gloría á
lystisnekkju
Ljóð á snældu frá Gramminu
Lystisnekkjan Gloría heitir Ijóð-
aútgáfa frá Gramminu: snælda
þarsem sjö skáld lesa Ijóð sín, og
fylgir með bæklingur Ijóðadæma
og höfundarupplýsinga.
Skáldin sem hér lesa eru Anton
Helgi Jónsson, Björk Guð-
mundsdóttir, Sjón, Einar Már
Guðmundsson, Geirlaugur
Magnússon, Steinþór Stefánsson
og Þór Eldon, og hefur hver sitt
iag á lestrinum, með tónlistar-
undir- eða millileik ýmsum eða
engum.
Lystisnekkjan á sér forvera í
Fellibylnum Gloríu sem
Grammið gaf út í fyrra, og mynda
Gloríumar tvær eina útgáfuheild.
Á fyrri snældunni lásu skáldin
Bragi Ólafsson, Dagur, Gyrðir
Elíasson, Jóhamar, Linda Vil-
hjálmsdóttir og Þorri Jóhanns-
son.
Það er ekki markmið að gefa
með snældunum neinskonar
heildarmynd af nútíma ljóðagerð
á íslandi, segja útgefendur í
kynningu, en snældurnar „ættu
að gefa vísbendingu um þá
grósku og fjölbreytni sem þar
ræður ríkjum og kynna hana fyrir
nýjum lesenda- og hlustenda-
hópi.“
lambarás setrið 4
Flambardsbálkur
K. M. Peytons
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu bókin Sundrung á Flamb-
ards, fjórða og síðasta bindið í
bókaflokknum um fólkið á Flamb-
ardssetrinu eftir breska rithöf-
undinn K.M. Peyton. Fyrri bæk-
urnar heita Flambardssetrið,
Flugið heillar og Sumar á Flamb-
ards. Þýðandi er Silja Aðal-
steinsdóttir.
Þessi mikla sögulega skáldsaga
er skrifuð handa unglingum og
lýsir vel aðstæðum á Englandi í
upphafi aldarinnar, atvinnuhátt-
um og aldarfari. Minnisstæðastar
verða þó persónur bókarinnar,
ekki síst söguhetjan Kristína,
munaðarlausa stúlkan sem verð-
ur óðalsbóndi. Höfundur hefur
fengið margháttaða viðurkenn-
ingu fyrir verkið, m.a. Guardian
verðlaunin bresku, og það hefur
verið kvikmyndað fyrir sjónvarp.
Alec Guinnes.
Sjálfsævisaga
Alec Guinnes
„Lán í óláni“ heitir sjálfsævi-
saga hins kunna enska leikara
Sir Alec Guinnes, sem nú er
komin út í íslenskri þýðingu. Þetta
er sérstæð og óvenjulega skrifuð
sjálfsævisaga, sem kom fyrst út í
Englandi í fyrra. Tákn gefur út.
Undirtitill bókarinnar, frá fá-
tækt til frægðar, varpar ljósi á
stormasama ævi þessa viður-
kennda leikara. Hann fæddist inn
í ringulreið og lifði og hrærðist í
henni um árabil.
Með kænsku og dugnaði komst
Alec Guinnes til metorða og átti
þess kost að hitta ýmis mikil-
menni samtímans bæði í röðum
lista- og stjórnmálamanna. í
ævisögunni greinir hann frá ýms-
um þessara samskipta á einkar
skemmtilegan og óvenjulegan
hátt.
Jólasveina-
bækur
og snældur
Föndurskólinn Vesturbergi 73,
Reykjavík, hefurgefið út barnalit-
myndabók eftir Selmu Júlíusdótt-
ur. Myndskreytingu gerði Marilyn
Herdís Mellk.
Þetta er fyrsta bókarverk Mar-
ilyn Herdísar Mellk, en Selma
Júlíusdóttir hefur áður gefið út
tvær jólasveinabækur, „Stúfur
stelur skíðum" og „Bjúgnakræk-
ir“ myndskreyttar af Jóni Júlíus-
syni. Þær hafa einnig verið gefnar
út á snældu. Föndurskólinn hefur
jafnframt látið útbúa föndur-
stafaspil sem hönnuð eru af
Selmu Júlíusdóttur.
Síðasta bók
Agötu Christie
Bókaútgáfan Breiðablik er
búin að senda frá sér bókina
Þriðja stúlkan eftir Agöthu
Christie. Þriðja stúlkan er síðasta
verk Agöthu Christie og kemur
nú út í fyrsta sinn á íslensku í
frábærri þýðingu Elíasar Marar
rithöfundar. Um innihald bókar-
innar:
Ung stúlka, grunuð um morð,
leitar til leynilögreglumannsins
I Hercule Poirot. Hún missir
kjarkinn í miðju samtali og rýkur
út. Poirot ákveður að komast til
botns í máli hennar, heimsækir
Restaricks fólkið og kemst að
raun um að þar er ekki allt með
felldu. Hvert var leyndarmál
blóðuga fjaðurhnífsins? Eitraði
Norma fyrir stjúpu sína, eða var
hún aðeins leiksoppur annarra?;
Allt um
Elliðaárnar
ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur
sent frá sér bókina Elliðaárnar,
eftir Ásgeir Ingólfsson. Þar er
rakin saga Elliðaáranna að fornu
og nýju og veiðistöðum við árnar
lýst.
Á annað hundrað litmynda eru
í bókinni, m.a. litmynd af hverj-
um veiðistað, auk margra svart-
hvítra mynda. Bókinni fylgir kort
af Elliðaárdalnum sem sýnir nöfn
allra hylja og kennileita við árn-
ar. Höfundurinn miðlar hér m.a.
þekkingu afa síns og langafa sem
stunduðu veiðar í ánum með
breskum veiðimönnum fyrr á
öldinni. Bókin er 204 bls.
Laxness og
Sovétríkin
„Eina jörð veit ég eystra“
heitir ítarleg ritgerð um Halldór
Laxness og viðhorf hans til So-
vétríkjanna á tímabilinu 1930 og
fram yfir 1960 og hvernig þetta
viðhorf breytist. Höfundurinn Sig-
urður Hróarsson, er ungur
bókmennta- og ískenskufræð-
ingur.
Á þessu tímabili - frá
rússnesku byltingunni og fram að
stríði, löðuðust margir rithöfund-
ar bæði í Evrópu og Ameríku að
kommúnisma. Þeir töldu hann
veita svör við flestum aðkallandi
spumingum samtímans og fram-
kvæmd hans í Sovétríkjunum
væri lausn veraldarvandans. í
þessum hópi var Halldór Lax-
ness. Þessi þáttur í sögu Laxness
er saga um óvenjulegt hrifnæmi
„saga glæstustu vona og sárustu
vonbrigða" eins og ritgerðarhöf-
undur kemst að orði.
Bókin er 202 bls. að stærð, gef-
in út sem kilja hjá AB.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastöður (37%) í
læknadeild Háskóla íslands.
Dósentsstaða í almennri handlæknisfræði
dósentsstaða í barnasjúkdómafræði
dósentsstaða í brjóstholsskurðlækningum
tvær dósentsstöður í klíniskri handlæknisfræði
dósentsstaða í líffærameinafræði
lektorsstaða í félagslæknisfræði
lektorsstaða í heilbrigðisfræði
lektorsstaða í heimilislækningum.
Gert er ráð fyrir að stöður þessar verði veittar til fimm ára frá
1. júlí 1987 að telja og skulu þær tengjast sérfræðingsstöð-
um á sjúkrahúsum, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 77/1979 um
Háskóla íslands. Að því er varðar dósentsstöðurnar í klín-
iskri handlæknisfræði er gert ráð fyrir að önnur tengist sér-
fræðingsstöðu við handlæknisdeild Landspítalans en hin
sérfræðingsstöðu við handlæknisdeild Landakotsspítala.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rann-
sóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar
menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir
15. janúar n.k. Menntamálaráðuneytið
15. desember 1986
mömuiNN
Höfuðmálgagn
stjómarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)68 13 33
P Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar eftir tilboð-
um í kaup á 5000 sorpílátum úr plasti, 240 lítra að
rúmtaki með áföstum hjólabúnaði og loki.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3 Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
3. febrúar 1987 kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fiiknkjuvcgi 3 Simi 25800
MINNING
Stefán H. Guðmundsson
frá Fáskrúðsfirði
Fœddur 29. nóv. 1916. Dáinn 10. des. 1986.
Sigð dauðans hefur lostið góð-
an vin svo óvænt og skyndilega.
Hugur minn hvarflar til baka
um rúm 30 ár austur til ættarslóða
Stefáns á Fáskrúðsfirði, þar sem
hann þá bjó með fjölskyldu sinni.
Þar eystra bar fundum okkar
fyrst saman. Á heimili hans átti
ég margar ánægjulegar stundir,
þar sem alúð og höfðingslund
húsráðenda beggja réði ríkjum.
Þar. myndaðist sú vinátta sem
haldist hefur æ síðan.
Stefán var einlægt prúðmenni,
sannur drengskaparmaður, er
hafði að vegarnesti í lífi sínu heita
og staðfasta trúarsannfæringu,
sem veitti honum lífsfyllingu, en
hann naut einnig hamingju í sínu
einkalífi og var gæfumaður, sem
gekk þannig um meðal samferða-
fólks, að hann ávann sér vináttu
og traust allra er honum fengu að
kynnast. Hann var hins vegar
dulur maður og flíkaði lítt sínum
tilfinningum, en hann var vinur
vina sinna, hlýtt og traust var
handtakið, sem lýsti skaphöfn
hans vél. Hann var maður ærinn-
ar alvöru, en átti létt með að slá á
gleðinnar strengi, ekki síst þegar
hann gaf sig söngnum á vald, en
hann var hinn ágætasti söngmað-
ur, hafði hreimfagra og sterka
rödd, sem hann kunni að beita af
ærnu listfengi.
Stefán var starfsins maður alla
tíð, ungur fór hann að stunda sjó-
mennsku, fór í verið vetur eftir
vetur svo sem títt var um
Austfirðinga á þeim árum, en hér
syðra annaðist hann lengst af hús-
vörzlu af stakri samvizkusemi og
trúmennsku þess, sem í engu vildi
vamm sitt vita. En hann var líka
maður heimilisins, þar undi hann
bezt í faðmi fjölskyldu sinnar,
sannur veitandi umhyggju og al-
úðar.
Stefán var greindur maður og
gott við hann að ræða, hann
fylgdist með öllum þjóðmálum
og var einlægur sósíalisti að lífs-
skoðun alla tíð. Lítilmagninn átti
hug hans, samúð hans var með
hinum kúguðu og undirokuðu,
hann þekkti kreppuna í
austfirzku sjávarþorpi, þar sem
fátæktin blasti hvarvetna viðl í
þeim eldi verkalýðsbaráttu þeirra
ára skírðist hugsjón hans og mót-
aði lífsviðhorf hans og allt fór
þetta ágæta vel saman við
ákveðna trúarskoðun, sem hon-
um var heilög.
Stefán var ævinlega sjálfum sér
samkvæmur, heill og óskiptur í
hverju því sem hugur eða hönd
vann að.
Stefán var fæddur 29. nóv.
1916 á Fáskrúðsfirði og var því
nýorðinn sjötíu ára, er hann lézt.
í góðra vina hópi hélt fjölskyldan
afmæli hans hátíðlegt og engan
óraði þá fyrir slíkum umskiptum.
Feginn hefði ég viljað vera þar til
að sajmfagna honum með árin
liðnu.
Foreldrar Stefáns voru hjónin
Björg Pétursdótir og Guðmund-
ur Erlendsson er bjuggu á Fá-
skrúðsfirði. Árið 1937 gengu þau
í hjónaband Aldís Kristjánsdóttir
og Stefán og þar fólst lífsgæfa
hans mest að eiga þessa glað-
beittu og geislandi hlýju konu að
lífsförunaut. Dætur þeirra urðu
tvær Elsa og Fjóla, báðar búsett-
ar hér í borg. Þær voru nemendur
mínir vetrarlangt á Fáskrúðsfirði
og urðu mér einkar kærar.
Bamabömin eru orðin 9 og
barnabarnabörnin 6. Þar er stór
hópur sem sárlega saknar í dag.
Farsælum lífsferli er lokið og
komið að kveðjustund.
Veitula vináttu og kær kynni
um langan'veg hlýt ég að þakka
heilum huga. Órofatryggð við
sameiginlegan málstað má ég til
með' að þakka sérstaklega. Um
leið og ég sendi Aldísi, Elsu og
Fjólu og öðrum ástvinum ein-
lægar samúðarkveðjur veit ég að
minning um sannan dreng mun
milda tregann og varpa birtu
fram á veginn í gegnum myrkur-
móðu þessara desemberdaga. Sú
mæta minning sem vammlausan
hal og góðan vin er blessuð í dag.
Megi Stefáni verða vistin góð á
þeim ódáinsakri eilífðarinnar,
sem hann trúði á af svo mikilli
einlægni og vissu.
Helgi Seljan
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN