Þjóðviljinn - 18.12.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Síða 7
Flmmtudagur 18. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Nicaragúa þarf stuðning Ragnar Stefánsson rœðir við Uriel Perez Uriel Perez starfar við sendi- ráð Nicaragua í Stokkhólmi, en þar er reyndar sendiráð sem sinniröllum Norðurlöndunum, líka íslandi. Uriel var hér ný- lega í boði El Salvador- nefndarinnar og nokkurra ann- arra samtaka og flokka. Pví miður gat Uriel bara staðið hér við í tvo daga, enda allt of fátt fólk í sendiráðinu, sagði hann, og því hefði hann ekki getað verið lengur í burtu. Smástund gafst til að hafa við hann viðtal, og af því Uriel sinnir fyrst og fremst tengs- lum við samstöðuhreyfingarnar spurði ég hann nánast eingöngu um stuðning Norðurlandanna við Nicaragua. Stuðningur Svía Uriel finnst að það yrði mikil langloka að fara að telja upp all- an þann stuðning sem Norður- löndin veita Nicaragua. Tökum Svíþjóð sem dæmi. Stuðningur kemur bæði frá ríkinu og fjöl- mörgum öðrum aðilum. Opinber aðstoð er um 125 miljónir sænskra króna. Nú stendur til að auka hana upp í 160 miljónir, eða u.þ.b. miljarð íslenskra króna. Aðstoðin er veitt með ýmsum hætti, stundum til stórverkefna, sem Svíar vinna með okkur í Nic- aragua, í öðrum tilvikum renna fjármunirnir sem launagreiðslur til tæknimanna sem fara þangað. Eitt mikilvægasta verkefni Svía i Nicaragua er endurbætur á gullnámum og vinnslu úr þeim. Annað verkefni sem þeir taka mikinn þátt í er endurreisn timb- uriðnaðar, og undirbúningur þess að skógarhögg og timbur- framleiðsla verði aftur mikilvirk- ur þáttur í atvinnulífi landsins. f hitabeltisskóginum eru nytjar dreifðari en mest þekkist á norð- Iægum slóðum. Timburiðnaður hafði mjög drabbast niður fyrir byltinguna, enda gengið hættu- lega á nytjatré með rányrkju. Þá hafa Svíar aðstoðað við skipu- lagningu smárra og meðalstórra raforkuvera á svæðum sem dreifikerfi „landsvirkjunar“ Nic- aragua nær ekki til. Sænska SÍS Sænska samvinnuhreyfingin hefur mjög stutt við samvinnu- hreyfinguna í Nicaragua, en Uri- el telur að skipulag samvinnu- hreyfingarinnar í Nicaragua, er Uriel telur að skipulag samvinnu- hreyfingarinnar í Nicaragua sé svipuð og hér á Norðurlöndun- um. Þeir láta í té alls konar land- búnaðartæki, skógarvinnslutæki og áhöld. SIDA, sænska þróunarstofn- unin, er sá farvegur sem mikið af hjálpinni til Nicaragua fer um. Þá kemur mikil hjálp frá kirkjusamtökum. Algengt er að þau safni og láti í té notaða hluti, tæki, skólavörur alls konar, fatn- að ofl. Meira að segja skrifstofu- tæki, sem eru talin úrelt, en koma okkur að geysimiklum notum. Kirkjan borgar sjálf flutnings- kostnað. Nú, sænskir un'gkratar aðstoða æskulýðssamtök Sandinista að byggja menntasetur fyrir æskufólk í Nicaragua. Svo get ég nefnt dæmi um einstaklings- framtak þar sem eru þeir Mikael Wiehe og Björn Afzelius, sem hafa haldið marga rokktónleika til stuðnings menningarstarfsemi í Nicaragua. Rádda barnen, sem er eins konar barnahjálp Svíþjóðar er með ýmis verkefni í Nicaragua. Margt er auðvitað ótalið m.a. það sem kannski er grunnurinn að þessu öllu, en það er beint og óbeint hjálparstarf samstöðu- hreyfinga og nefnda. 100 m. n.kr. - 100 m $ Opinber aðstoð Noregs er um 65 miljónir n.kr. núna og er að hækka. Þriðjungur fer í beinan efnislegan stuðning, annar þriðj- ungur fer um hendur alþjóða- stofnana, og afgangurinn fer til samtaka í Nicaragua, sem vinna að friði, stöðugleika og betri að- stæðum fyrir fólkið. Þeir aðstoða í sambandi við fisk- iðnað og pappírsframleiðslu og hafa sent tilbúinn áburð og áhöld handa smábændum. Samstöðuhreyfingin í Noregi, „Nicaragua verður að lifa“ hefur sett sér það markmið að safna 100 miljónum noskra króna, til að vega eitthvað á móti þeim 100 miljónum dollara sem Bandaríkj- aþing samþykkti nýverið að láta Contra-málaliðunum í té. Norðmenn hafa sent skip og fólk til starfa í Nicaragua. Skipin eru hugsuð sem fyrirmynd fyrir skip sem byggð verða í landinu sjálfu. VS lifir enn Mest af opinberu hjálpinni frá Danmörku fer gegnum alþjóð- astofnanir svo sem UNISEF og UNESCO. Þingmenn Vinstri sósíalista þar í landi ákváðu að gefa launahækkun sem þeir fengu í september alfarið til Nicaragua, en það voru 250 þúsund danskar krónur á ári hjá þeim. Skora þeir á aðra þingmenn að gera slíkt hið sama. Stuðningur Finna fer vaxandi, og er opinber aðstoð þeirra nú um 27 miljónir marka á ári. Þeir senda alls kyns vélar, tæki til mjólkurframleiðslu og tæki til flugvallarreksturs á svæðum á Atlantshafsströndinni, svo eitthvað sé nefnt. Verkalýðsfé- lögin hafa látið mikið af hendi rakna. Málmiðnaðarmenn sendu t.d. nokkra sjúkrabíla o.s.frv. Er hin erlenda aðstoð vaxandi? spyr ég. Jú hún er vaxandi. Hann nefndi áður vaxandi aðstoð frá Svíþjóð og Noregi og vegna góðs álits sem þeir nytu í heiminum ur er við heilagan Þorlák vinabær nytu þeir almennt vaxandi stuðn- fiskiþorpsins, sem kennt er við ings, Uriel tók það fram að Nor- heilagan Jóhann fyrir sunnan, í egur veitti geysi mikilvæga opin- Nicaragua. bera aðstoð, líka þegar hægri stjórnin var þar við völd. En La Prensa Dró ekkert úr stuðningi viriNic- aragua, þegar dagblaðið La Prensa var stoppað? Ekki held ég það, segir Uriel. Það var auðvit- að heilmikil gagnrýni. En við erum í stríði. Eg held að fólk skilji að stjórn okkar átti ekki annars úrkosta. Engin ríkisstjórn mundi leyfa stórblaði á borð við La Prensa að styðja þúsund manna innrásar- og hryðjuverka- sveitir, sem vaða um landið með morðum og pyntingum. Eina skilyrði þess að La Prensa geti byrjað aftur er að það hætti að styðja erlent stórveldi í árásum sínum á landið okkar. Alþingismenn til Nicaragua í apríl? Uriel segir að það sé almennt vaxandi skilningur á því hvað það sé nauðsynlegt að styðja Nicarag- ua. Eitt dæmi um það er að Al- þjóðasamtök þingmanna munu halda fund í Managua dagana 27. apríl - 2. maí n.k. Taldi hann þetta mikinn stuðning við landið og tilvist þess. Noregur, Finnland og Svíþjóð hafa þegar tilkynnt um þátttöku sína. Vonandi sleppa einhverjir íslenskir þing- menn heimdraganum þá líka, segi ég feimnislega fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar. Þorlákshöfn og San Yan del Sur Hafið þið ekki vinabæjartensl við borgir og bæi í Svíþjóð? Jú, jú, hvað heldurðu. Lundur er vinabær námubæjarins Libertad. En er ekkert fiskiþorp þarna, sem spennandi væri fyrir íslenskt fiskiþorp að eignast sem vinabæ? Jú, jú segir Uriel, t.d. San Juan del Sur. Og mér dettur í hug að kannski verði fiskibærinn á suðurströnd íslands, sem kennd- Hætta á innrás ekki minnkað Að lokum spurði ég Uriel, hvort síðasta hneykslismálið í Bandaríkjunum, leynileg vopna- sala til írans og flutningur ágóð- ans til Contra-málaliðanna, styrkti ekki stöðu Nicaragua og veikti Bandaríkin í árásarstefnu sinni. Uriel kvað þetta að vfsu rétt. En stjórnvöld í Nicaragua hefðu reyndar ekki minni áhyggj- ur af því að bandarísk stjórnvöld mundu einmitt nú grípa til örþrif- aráða gegn Nicaragua, til að reyna að breiða yfir hneykslin heima fyrir. Ekki var gengið frá þessu við- tali fyrr en eftir að fréttist af loft- árás Bandaríkjanna og Honduras-hers á þorp í Nicarag- ua nú í vikunni, til að staðfesta á óhugnanlegan hátt þessi síðustu orð Uriels. R- St. Saga ísafjarðar II Saga ísafjardar er fróðleg heimild um aðdraganda og upphaf Skúlamála og þau átök. sem fylgdu í kjölfar þeirra. Nauðsynlegur lestur fyrir sýningu Uppreisnar á ísafirói. ,,Að minni hyggju er öllum Vestfirðingum mikill fengur í hinni fögru og fróðlegu bók, Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna.“ Jóhann Hjaltason. SOGUFELAG ISFIRÐINGA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.