Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 14
BÆKUR
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
Jólafagnaöur
Félagar.
Æskulýösfylkingin í Reykjavík mun halda jólafagnað laugardaginn 20.
desember kl. 9 til ? Krossið á dagatalið. Dagskrá auglýst síðar.
Stjórn ÆFR.
Dregið hefur verið í happdrætti ÆFAB.
Vinningsnúmerin hafa verið innsigluo til 20. des. n.k.
Ykkur gefst því enn kostur á að eignast ritsafn Lcixness og sitthvað fleira,
með því að greiða heimsenda gíróseðla.
Framkvæmdaráð ÆFAB
Ferðabókin
I LANDI
REAGANS
eftir Halldór Halldórsson
útvegsfræðing.
FERÐAMINNINGAR MANNS SEM HEFUR FLAKK-
AÐ SVO MÁNUÐUM SKIPTIR UM ÞVER OG ENDI-
LÖNG BANDARÍKIN ( BÍL, FLUGVÉL OG LEST.
MEÐAL KAFLA:
BILTMORE HOUSE, - STÆRSTA EINBÝLISHÚS
VERALDAR • VALDIMAR BJÖRNSSON í MINNES-
OTA • FILMSTJÖRNUR í HOLLYWOOD • í YELL-
OWSTONE ÞJÓÐGARÐINUM • ( ÍSLENDINGA-
BYGGÐUM í BANDARÍKJUNUM OG KANADA •
VEGAKERFIÐ í BANDARÍKJUNUM • BOYSTOWN í
OMAHA í NEBRASKA • í RENO OG LAS VEGAS •
HÚS PRESLEYS í MEMPHIS í TENNESSEE • ÞÚ
VERÐUR „SKOTINN" í DODGE CITY • VIÐ GRÖF
BILLY THE KID • RISAFLUGBÁTUR HOWARD
HUGHES OG QUEEN MARY • ORRUSTUSKIP TIL
SÝNIS • Á SKEMMTUN HJÁ BOB HOPE •
FJÖRUGT MANNLÍF Á FISHERMAN'S WHARF í
SAN FRANCISCO • EYJA RÍKA FÓLKSINS • BÍ-
LASÖFN • DRAUGAHÚS FRÚ WINCHESTER •
MARMARI, KOPAR, GLER, - ÞAR ER ROCKEFELL-
ERCENTER • í UNIVERSAL KVIKMYNDAVERINU í
HOLLYWOOD • GEYSER í CALIFORNIU • LÖG-
REGLAN í BANDARÍKJUNUM • Á RODEO í CODY í
WYOMINGRÍKI • STYTTUR OG MINNISMERKI
TENGT ÍSLANDI •
Þetta er bókin um þjóðina sem lesendur
Þjóðviljans hafa svo mikinn áhuga á.
Útgefandi.
Eyrtin á
'veggfttnom
eftir verðlauna-
höfundinn
— bráðskemmtUeg
barnabók
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Einkunnir haustannar verða afhentar í dag. Nem-
endur dagskóla sækja einkunnir kl. 13, skoöa
prófúrlausnir kl. 13.30-15 og ganga frá vali
vegna stundaskrár á vorönn 1987 (staðfesta
fyrra val eða breyta því) kl. 15-16. Mikilvægt er
að allir nemendur gangi frá vali á þessum tíma,
þar sem stundatöflur vorannar verða aðeins
gefnar út eftir staðfestum valblöðum.
Nemendur öldungadeildar sækja einkunnir og
skoða úrlausnir kl. 18-20. Þá fer einnig fram val
fyrir vorönn gegn greiðslu staðfestingargjalds kr.
500, en 3600 kr. skólagjald verður innheimt í
upphafi vorannar.
Brautskráning stúdenta verður laugardaginn 20.
desember kl. 14.
Rektor
SETIÐÁ
nHil
Snjólaug með
spennusögu
Út er komin hjá Erni og Örlygi
skáldsagan SETIÐ Á SVIK-
RÁÐUM eftir Snjólaugu Braga-
dóttur frá Skáldalæk og er þetta
tólfta bók hennar. Þetta er
spennusaga sem gerist að
mestu á Suður-Englandi. Aðal-
sögupersónan er íslensk stúlka í
sumarfríi en jafnframt er hún í leit
að hálfbróður sínum sem hefur
horfið sporlaust ásamt eigjnkonu
sinni sem er frá Norður-írlandi.
(slenska stúlkan finnur fljótlega
að mikillar varkárni er þörf, því
norður-írskir hryðjuverkamenn
eru líka í leit að mágkonu hennar.
Þá hefur forlagið endurútgefið
fimmtu bók Snjólaugar Braga-
dóttur frá Skáldalæk sem nefnist
'ENGINN VEIT HVER ANN-
ARS KONU HLÝTUR. Bókin
varð á sínum tíma metsölubók en
hefur ekki fengist um nokkurt
skeið.
Ferðabók um
Bandaríkin
Út er komin bókin „í landi Re-
agans" eftir Halldór Halldórsson
útvegsfræðing sem jafnframt
gefur bókina út. f bókinni eru yfir
50 kaflar og fjalla þeir um ferða-
lög bókarhöfundar innan Banda-
rikjanna. í bókinni eru um 100
myndir.
í bókinni er komið víða við.
Einn kafli er um hús Presleys í
Memphis í Tennessee. Út af
strönd Georgiaríkis er eyja sem
heitir Yekyll Island. Skömmu
fyrir síðustu aldamót keyptu
nokkrir af ríkustu mönnum
Bandaríkjanna og byggðu þar
nokkur hús og lokuðu sig af fyrir
almenningi. I bókinni segir frá
heimsókn til eyjunnar. Þegar
höfundur ferðaðist um í Californ-
iu kom hann á bóndabæ sem
heitir Geyser en innan marka
jarðarinnar er goshver sem gýs á
nokkurra mínútna millibili.
Meðal sérkenna á bandarísku
þjóðlífi er hvernig minning ým-
issa ribbalda er haldið á lofti og er
í því sambandi kafli um gröf Biliy
the Kid sem er þekktur ferða-
mannastaður í New Mexico.
Tveir kaflar tengjast fslandi og
er annar um íslendingabyggðir í
Bandaríkjunum og Kanada, en
hinn um styttur og minnismerki
sem varða ísland. í bókinni er
sagt frá hvernig Norðmenn stela
Leifi heppna frá íslendingum og
eru þeir ansi lúmskir við þjófnað-
inn.
Ný íslensk
unglingasaga
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA
H.F. hefur sent frá sér bókina
VIL, VIL EKKI eftir Gunnhildi
Hrólfsdóttur.
Þetta er unglingasaga og fjallar
um menntaskólastúlkuna Elísu
sem stendur á tímamótum í lífi
sínu. Hún er í föstu sambandi við
ungan mann á uppleið þegar at-
burðir gerast sem vekja spurning-
ar um hvort sú trygga framtíð sem
við henni blasti sé það sem hún
raunverulega vili. Kýs hún kann-
ski óvissu og ævintýri frekar?
Höfundurinn hlaut verðlaun í
barnabókasamkeppni Ríkisút-
gafa Námsbóka á barnaári. Bók-
in er 215 bls., unnin að öllu leyti í
ísafoldarprentsmiðju h.f.
KKISTÍV I.LVI SUOIT1« .
Mbt Kl)l H l-OKU J.1MO
22« GÓ1V1S4Í11R
ávaxla og bt*rjaix‘1 tir
HoJrft <it.i-.site«ra litiuynila «1 irUHUiim pnáa iiiiMoa
uufc tu.irgia <i-ifcntHK.i
KrlMiti f*i>tsdott)r it rinnln hiduudur irófcaun.i
22ií ftéwsariir Nþivarrellix n« 22« l|ulf.'n«lr famtMfcþrlM éttfr
___________'">tW lulfcltta itHsa-tda.
Ávaxta- og
berjaréttir
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hef-
ur gefið út bókina 220 GÖMS-
ÆTIR ÁVAXTA- OG BERJAR-
ÉTTIR eftir Kristínu Gestsdóttur
með fjölda teikninga eftir Sigurð
Þorkelsson og litmynda sem
Guðmundur Ingólfsson tók af
réttunum.
Kristín Gestsdóttir er höfundur
bókanna 220 gómsætir sj ávarrétt-
ir og 220 ljúffengir lambakjöts-
réttir.
í bókinni er lýst matreiðslu á
ábætisréttum, kökum, drykkj-
um, krapréttum, saft og sultu úr
ávöxtum og berjum. Eflaust
kemur það mörgum til góða að í
bókinni er lýst matreiðslu allra
hinna mörgu framandi ávaxta
sem farið er að flytja til landsins.
Má þar nefna kafki, gullappels-
ínu (kumquat), papaya, kívi,
mangó, litchi, ástríðuávöxt (pass-
ionfruit) og granatepli.
Aldnir hafa
orðið, 15. bindi
Erlingur Davíðsson rithöfundur
sendir nú frá sér 15. bindi þessa
einstæða ritsafns, sem nú er orð-
ið mikið bæði að vöxtum og vin-
sældum. Alls eru sögumenn
orðnir 105, og bækurnar 15 eru
merkar heimildir um ættfræði,
atvinnusögu, þjóðhætti, sagn-
fræði og margt fleira. Þótt þeir,
sem hér segja frá, séu enn á lífi
og flestir í fullu fjöri, þá spegla
frásagnirnar liðinn tíma, sem fjar-
lægist ört á okkar miklu
breytingatímum.
- Þau, sem frásagnir eiga í
þessu bindi, eru: Elín Stefáns-
dóttir húsfreyja og ljósmóðir að
Miðfelli í Hreppum, Finnlaugur
Pétur Snorrason frá Syðri-Bægisá
í Öxnadal, Helga Gunnarsdóttir
verkakona á Akureyri, Indriði
G. Þorsteinsson rithöfundur í
Reykjavík, Jóhanna Árnason í
Rammagerðinni á Akureyri, Sig-
urður Elíasson iðnrekandi í Kóp-
avogi og Þórarinn Vigfússon
skipstjóri á Húsavík.
Leiðtogafundurinn
í Reykjavík
Guðmundur Magnússon,
blaðamaður á Morgunblaðinu
hefur samið bók sem nefnist
„Leiðtogafundurinn í Reykjavík".
Almenna bókafélagið gefur út.
I bókarkynningu segir á þessa
leið:
í þessu verki birtist greinargóð
frásögn af því sem gerðist hér-
lendis dagana fyrir leiðtogafund-
inn í Höfða og á meðan fundur-
inn stóð yfir. Sagt er frá viðbún-
aði vegna fundarins, frétta-
mönnum, fundinum sjálfum og
þeim málum sem tekin voru fyrir
og deilt var um. Bókin er prýdd
fjölda mynda með textum bæði á
íslensku og ensku. Þá er í bókar-
lok útdráttur á ensku.
, 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 18. desember 1986
f
Þetta er eigulegt verk fyrir þá
er vilja varðveita minninguna um
þá daga í september og október
1986 er ísland var svið heimsat-
burða.
Dómari og
böðull
Bókaútgáfan Breiðablik hefur
sent frá sér bókina Dómari og
böðull, eftir Mickey Spillane.
Mickey Spillane er heimsþekktur
sakamálarithöfundur af „harða
skólanum" svonefnda. Nokkur
orð um innihald bókarinnar:
„Félagi minn Jack er dáinn, -
myrtur af einhverjum sem hefur
horft á hann deyja með háðsbros
á vör, meðan honum blæddi út...
Ég hef svarið þess dýran eið að
hefna dauða Jacks vinar míns. Og
þegar ég hef gómað morðingjann
mun ekkert stöðva mig. Ég mun
verða allt í senn, kviðdómur,
dómari og böðull... “ Þannig talar
Mike Hammer, einkaspæjarinn.
...Maðurinn sem framfylgir rétt-
lætinu, meðan Iögreglan stendur
ráðþrota.
Fíladelfíuforlagið
Trúarleg rit
og dagatöl
Fíladelfíuforlagiö hefur sent frá
sér bækurnar „Friður, Mattheus-
arguðspjair og „Trú, Bréf Páls til
Rómverja". Þetta eru fallegar
bækur innbundnar í harða kápu
og skreyttar litmyndum á hverri
síðu. Textinn er úr „Lifandi orð“,
endursögn Nýja testamentisins á
íslensku. Bækurnar eru einkar
aðgengilegar fyrir þá sem ekki
eru vanir að lesa Nýja testament-
ið, og kjörnar fyrir þá sem vilja
kynnast sígildum boðskap þess,
- eins og segir í bókarkynningu.
Bækurnar kosta 400 kr. hvor um
sig.
Sama forlag hefur einnig sent
frá sér litprentað dagatal, sem
kallast „Sköpunin“, er hefur að
geyma myndir úr ríki náttúrunn-
ar. Hverjum degi ársins fylgir
jafnframt ritningargrein og reitur
fyrir minnisatriði. Dagatalið
kostar 295 kr.
Þá er einnig komið út hjá Fíla-
delfíu póstkortadagatalið Börn
og vinir með vinsælum barna-
myndurn. Þessum dagatölum er
ætlað að standa á borði eða hanga
á vegg og kosta þau 255 og 215
krónur.