Þjóðviljinn - 20.12.1986, Side 6
BÆKUR
Thor
Vilhjálmsson
áritar bók sína
Grámosinn glóir
laugardaginn 20.12.
frá kl. 4-6.
Árituð bók
er minnisverð jólagjöf
Bókabúð
LMÁLS & MENNINGAR J
LAUGAVEG118-108 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242
HAFNARSTJÚRINN í REYKJAVÍK
Pósthólf 382 121 Reykjavik
Senn líður að áramótum!
Þeir bátar sem legið hafa í reiðileysi á hafnar-
svæðinu, og fluttir hafa verið á sorphaugana við
Gufunes, verða brenndir á borgarbrennunni, gefi
eigendur sig ekki fram við skipaþjónustustjóra
Reykjavíkurhafnar fyrir 29. desember 1986.
Hafnarstjórinn í Reykjavík.
FJÖLBRAUTASKÓUNN
BREIÐHOLTi
Austurbergi5 109Reykjavik ísland sími756 00
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir stunda-
kennara í fjölmiðlafræði á vorönn 1987. Allar
upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans, sími
75600, á venjulegum skrifstofutíma, kl. 9-12 og
13-15, frá 5. janúar 1987.
Skólameistari.
Er ekkitilvalið
aðgerast
áskrifandi?
DJÚÐVIIJINN
Sími
681333
Heilbrigði og
vellíðan
Komin er út hjá Iðunni bókin
Heilbrigði og vellíðan eftir Dr.
Paavo Airola.
í kynningu forlagsins á bókinni
segir: Hér er fjallað um hvernig
fæðuval, fjörefni, fasta, lækn-
ingajurtir og -böð og ýmsar aðrar
óskaðlegar aðferðir stuðla að
bættri heilsu, lengri og betri líf-
dögum.
Fjallað er um flesta algengustu
sjúkdóma og kvilla í vestrænum
samfélögum og leiðir til að ráða
bót á þeim með lífrænum lækn-
ingaaðferðum, sem þrotlausar
rannsóknir og reynsla hafa sann-
að að komi að gagni.
Höfundurinn, dr. Paavo Air-
ola, er þekktur næringarfræðing-
ur og sérfræðingur í lífrænum
lækningum. Arngrímur Arn-
grímsson þýddi.
Stríðssaga
Hermanns Wouks
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út bækurnar Stríðs-
minningar eftir Herman Wouk í
þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.
Þetta er framhald bókarinnar
Stríðsvindar sem sjónvarps-
þættirnir Blikur á lofti byggðu á.
Saga hefst þar sem síðara bindi
Stríðsvinda lauk en þá stóð síðari
heimsstyrjöldin sem hæst. Pug
var kominn til PearlHarbour og
hefur tekið við stjórn North-
ampton, skipsins sem honum er
ætlað. Styrjöldin er í algleymingi,
synir hans taka þátt í stríðinu, en
kona hans leitar nýrra ásta heima
við.
Stríðsminningar er söguleg
skáldsaga úr síðari heimsstyrjöld-
inni. Hún fjallar um ástir og örlög
einstaklinga en um ieið er hún
hluti mannkynssögunnar.
TOMSTUNOABÆKUR IDUNNAR 2
Leikir og grín
Þrautir og galdrar
Iðunn hefur sent frá sér tvær
fyrstu bækurnar í nýjum flokki
fyrir börn og unglinga, Tóm-
stundabækur Iðunnar. Nefnast
þær Leikir og grín og Þrautir og
galdrar.
í þá fyrrnefndu hefur verið
safnað saman fjölda leikja, bæði
gamalla og nýrra og kemur bók af
þessu tagi sér vel við hin ýmsu
tækifæri þar sem krakkar eru
saman komnir til að skemmta
sér.
En í þeirri síðarnefndu er eins
og nafnið bendir til að finna safn
þrauta og galdra. Hér er hægt að
skyggnast inn í leyndardóma hins
fullkomna töframanns og tileinka
sér brögð og brellur. Sem dæmi
má nefna ýmsar þrautir með spil,
eldspýtur, vasaklúta o.s.frv.
Bækurnar eru þýddar úr dönsku.
Sigurður Bjarnason þýddi.
JÓLABÆKUR DYNGJU
Úr lífi verkamanns.
Rímur, Ijóð og lausavtsur eftir Sigurð
Óla Sigurðsson verkamann og sjó-
mann frá Vigur við Djúp.
GÓÐAR
BÆKUR
FRÁ
DYNGJU
Ferskeytlur.
Úr safni Jakobínu Johnson skáldkonu
íSeattle. Tilvalin gjöf til vina og
frœnda í Vesturheimi.
I » U N N,
8 ö G D H I T
ÚM YMSA MENN OG VIDBURDI, LÝSING
LANDA OG PJÓÐA OG NXTTtíBUNNAR.
SAfKAD, fSLKNmn OO KOSTAD
Hera
SICURDUR Gt’NNARSSON.
AKUKEYRI 1860.
rna.mn í miestsmidjo kow>c»- oo áúm’Mw.
P.RMCIK?, ttfA B. BKlOASIia
Iðunn.
Sögurit um ýmsa menn og viðburði,
lýsing landa ogþjóða og náttúrunnar.
Þetta er Ijósprentuð útgáfa af elstu
Iðunni sem kom út 1860 og var kostuð af
Sigurði Gunnarssyni presti og alþingis-
manni á Hallormsstað og Desjamýri.
Draumar og æðri handleiðsla.
IngvarAgnarsson skráir í þessa bók af
hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðal-
heiðar Tómasdóttur eiginkonu sinnar.
bókaútgáfa,
Borgartúni 23,105 Reykjavík, box 5143,125 Reykjavík. ® 91-28177,91-36638 og 91-30913