Þjóðviljinn - 20.12.1986, Qupperneq 8
MENNING
Halldórog millistríðsárín
Árni Sigurjónsson:
Laxness og þjóðlífið I.
Vaka Helgafell 1986.
Það kemur fram í formála þess-
arar bókar Árna Sigurjónssonar
að tveir af þremur meginköflum
hennar eru reistir á doktorsrit-
gerð hans og um leið er boðað
síðara bindi, þar sem verði að
finna ítarlega umfjöllun um ein-
stök verk Halldórs Laxness. Slíka
umfjöllun eigum við í bókum Pet-
ers Hallberg, en Ární skoðar
Halldór í dálítið öðru ljósi en
Hallberg og þá greinir á um
margt eins og tímaritsgreinar
þeirra hafa vottað, enda ekkert
undarlegt þó menn séu ósammála
um svo fjölþætt skrif sem Hall-
dórs Laxness.
Uppbygging þessarar bókar er
skynsamleg og skýr. í fyrsta kafl-
anum er fjallað um pólitík þeirra
áratuga sem Halldór Laxness
skrifar sögur sínar um Vefarann
mikla, Sölku Völku og Sjálfstætt
fólk, en í heild fjallar bókin eink-
um um bakgrunn, aðföng og
áhrifavalda tveggja síðastnefndu
sagnanna. Þessi kafli er frekar
stuttur en skýr; miðar að því að
koma fram megindráttum í
stjórnmálalegri og félagslegri
þróun þessara áratuga og tekst
Árna það vel og sýnir ótvfrætt að
þessa hluti verður að hafa í huga
vilji menn skilja til fulls ýmsa
mikilvæga þætti fyrrnefndra
skáldverka.
Annar kaflinn fjallar um bók-
menntakenningar og bók-
menntaumræðu þessara áratuga
og er hann lengsti kafli bókarinn-
ar og margur fróðleikur þar á
bókfell dreginn. Þarna er fjallað
um flókna og umdeilanlega hluti,
og nokkuð víst að ekki munu allir
verða á einu máli um ýmsar túlk-
anir Árna. Þar á meðal eru ýmsar
smáar hugdettur, t.d. sú að lands-
lagsmálverk manna einsog Ás-
gríms og Þórarins B. tengist þjóð-
ernishyggju, sem er skemmtileg
hugmynd útaf fyrir sig þótt trú-
lega sé erfitt að rökstyðja hana til
einhverrar hlítar, enda kannske
Halldór Laxness
engin þörf á því.
Sé litið á umfjöllun Áma í heild
finnst mér einsog honum hætti
dálítið til að sjá ímyndaðar mót-
sagnir í málflutningi manna, þeg-
ar aðrar skýringar eru nærtækari
og eðlilegri í gefnu samhengi.
Hann talar til að mynda um viss-
an tvískinnung hjá Guðmundi
Finnbogasyni og Bj arna frá Vogi:
„Pessir höfundar leggja áherslu
á að listin sé hafín yfír hvers-
dagskröfur nytseminnar. En í
Sigurður A. Magnússon:
Úr snöru fuglarans
„Að stúdentsprófi loknu var mér svipað
innanbijósts og fugli hlýtur að vera þegar honum
er sleppt útúr búri eftir Ianga innilokun," segir
Jakob Jóhannesson í upphafi þessarar bókar,
sem er fimmta og síðasta bindið í uppvaxtarsögu
hans. Hvert liggja vegir frelsisins: Á Jakob að láta
undan hömlulausri löngun til jarðneskrar ástar
eða reyna umfram allt að feta stíg trúarinnar?
Vandi Jakobs verður mjög áþreifanlegur á
kristilegu stúdentamóti í Danmörku: Hann
verður yfir sig ástfanginn af finnskri stúlku,
Carmelitu. I bókinni lýsir Sigurður A. Magnússon
þessu sérstæða ástarsambandi, með tilheyrandi
ferðum hans til Finnlands og hennar til íslands,
með sterkum og einlægum hætti. Sambandið við
stúlkuna er rauður þráður bókarinnar, en meðan
stormar geisa í sál Jakobs gerast öriagaatburðir í
lífi þjóðar sem knýja hann til að endurmeta stöðu
sína.
Líkt og í fyrri bindum þessa vinsæla bókaflokks,
Undir kalstjömu, Möskvum morgundagsins,
Jakobsglímunni og Skilningstrénu, fléttar
höfundur saman þroskalýsingu ungs manns og
myndum úr sögu þjóðar, svo úr verður
spennandi heild. Bókin er 296 blaðsíður.
Verð: 1690.-.
Við bjóðum til
bókaveislu
um þessi jól
næstu andrá vetja þeir svo list-
ina áþeirri forsendu aðhún hafí
hagnýtt gildi. “ (39).
Þetta þarf alls ekki að vera tví-
skinnungur, því listin er sannar-
lega hvorutveggja svo fjölbreytt
sem hún er; bæði getur hún haft
hagnýtt gildi en um leið er hún að
sjálfsögðu hafin yfir allar þær
hvimleiðu nytsemiskröfur sem
oft heyrast. Áf sama tagi sýnist
mér vera meint mótsögn meistara
Þórbergs:
„Enda þótt Þórbergur kvarti
yfír að Vesturlandabúar hugsi
aðeins um jarðnesk verðmæti,
lofar hann Sovétmenn fyrir að
borga rithöfundum vel. “ (72).
Þarna þarf ekkert að stangast
á; rithöfundar geta krafíst viðun-
andi greiðslu án þess að þeir verði
um leið efnishyggjumenn. Túlk-
anir af þessu tagi koma nokkrum
sinnum fyrir í þessum kafla, en
heyra þó til undantekninga.
Það er einkum í kaflanum um
Sigurð Nordal sem ég er ósam-
mála túlkunum Árna og kann
það að vera sprottið af ágreiningi
um að staðsetja Sigurð rétt í tíma.
Sigurður tilheyrði að mörgu leyti
hinni nýrómantísku kynslóð sem
mótaði hugsunarhátt manna,
þ. á m. Sigurðar, um aldamótin
og ýmis skrif hans verður að
skoða í Ijósi þess tíma, en ekki í
ljósi pólitískra átaka kaldastíðs
og kreppuára. Þegar Sigurður
talar til dæmis um „þroskandi
áhrif erfiðleika" þá geta þau um-
mæli vitanlega staðist útaf fyrir
sig í vissu samhengi og ég er ekki
viss um að hugmyndafræðileg og
pólitísk túlkun Árna á þeim sé að
öllu leyti sanngjörn. Það sama á
við þegar Sigurður talar um
„kjölturakka þægindanna“.
í sambandi við hina merku rit-
deilu Sigurðar og Einars H.
Kvaran finnst mér ekki koma
nógu skýrt fram að það megin-
atriði sem þar er deilt um,
þ.e.a.s. hvort launa eigi illt með
góðu eða illu, sem er siðferðilegt
og heimspekilegt deilumál. Eins
og Árni bendir réttilega á leitar
Einar að skýringum á illgerðum
manna í umhverfi þeirra í því
skyni að sýkna illvirkjann; sökin
er félagslegs umhverfis. Þessu er
Sigurður ósammála, eins og t.d.
Dostojevski, vegna þess að hann
lítur á manninn sem frjálsa og
ábyrga veru sem hljóti og verði
að bera ábyrgð á gerðum sínum.
Hugsun Sigurðar er tengd exist-
entialisma og hann álítur að
alltumlykjandi fyrirgefningar-
hugtak Einars Kvaran og skoð-
anabræðra sé farin að gera óg-
agn, með rökum sem gætu hljóð-
að svo: Sé allt fyrirgefið, hversu
svívirðilegt sem athæfið er, hlýtur
nánast hvað sem er að vera leyfi-
legt. Einstaklingurinn hlýtur
alltaf að bera ábyrgð. Þess vegna
er það að mínu viti rangur skiln-
ingur hjá Árna á ákveðnum orð-
um Sigurðar, að honum (S.N.)
þyki of mikið af frelsi og mannúð
í heiminum.
Hins vegar tekst honum vel
upp á öðrum stöðum í þessum
kafla m.a. í lýsingu á fagurfræði-
hugmyndum nokkurra sósíalista
og best í umfjöllun um Kristin E.
og Halldór Laxness.
Fjórði kafli bókarinnar er um
sagnagerð þessara ára og er það
einkar fróðlegur og vel hugsaður
kafli. Árni fer þar í gegnum sagn-
agerðina, með Halldór Laxness
að sjálfsögðu efst í huga, og ég
held að enginn vafi geti leikið á
því að þessi samanburður Árna
eykur skilning á þeim tímum sem
sögur Halldórs eru skrifaðar á og
þar með á bókum hans. Þarna eru
líka tíndar til ýmsar sögur sem
flestum munu nú gleymdar, en
hafa trúlega verið ofar í huga
sinnar samtíðar og voru bók-
menntir þess tíma þegar Halldór
skrifar um Bjart og Sölku. Því er
mikils virði að fá þessa samantekt
og umfjöllun Árna. Ég er líka
sammála túlkun Árna á þeirri
umdeildu sögu Hagalíns, Sturlu í
Vogum, þótt vafalítið séu það
ekki allir.
Það er fagnaðarefni að bóka-
forlag skuli gefa út bók um skáld-
skap, slíkt er furðulega fágætt á
þessu landi, jafnvel þegar í hlut á
skáld sem hefur haft jafn gríðar-
leg áhrif á allt þjóðlífið og hugs-
anir á íslandi á þessari öld sem
Halldór Laxness. Árni Sigurjóns-
son hefur unnið gott verk og safn-
að saman miklum fróðleik á eina
bók. Hann er djarfur í túlkunum
og dregur ýmsar ályktanir sem
menn munu örugglega deila um
eins og hér hefur komið fram.
Það er þó á vissan hátt kostur;
hann gengur hreint og heiðarlega
til verks. Það er ennfremur gam-
an að lesa bók hans, um leið og
hún er fræðandi og færir íslenskri
bókmenntasögu margan molann.
P.V.
'l'.
íslenskar konur á 19. öld. Koparstunga eftir C. Giraud.
ísland á 19. öld
Þeir komu með farfuglunum og fóru flestir með þeim aftur. Og hvort heldur
þeir voru prinsar, vísindamenn, skáld eða listamenn hafði Island mikil áhrif á
þá, þannig að sumum entist það lífið á enda. Svo má ráða af bókinni fsland á
19. öld, sem Frank Ponzi listfræðingur hefur samið um hina erlendu ferða-
langa á íslandi á öldinni sem leið.
Umfram allt fjallar bókin um myndlist þessara ferðalanga og birtir hátt á
annað hundrað myndir sem hér urðu til á 19. öld. Sumar þessara mynda höfum
við áður séð í bókum, aðrar hefur höfundurinn grafið upp í listasöfnum víðsveg-
ar í Evrópu eða Ameríku, jafnvel á heimilum.
Að baki þessari bók liggja miklar rannsóknir, enda ber hún því vitni með sínu
fagra yfirbragði og fjölda nýrra sagnfræðilegra og listfræðilegra upplýsinga.
Með íslandi á 19. öld - ekki síður en fyrirrennara hennar, íslandi á 18. öld -
hefur Frank Ponzi unnið frábært verk, þar sem nýtur sín í góðri einingu
sagnfræði, listasaga og örugg smekkvísi.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1986