Þjóðviljinn - 20.12.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 20.12.1986, Síða 15
MENNING Jón Thor Haraldsson Hvítbók um „Drengsmálið“ Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni Heimildir. Pétur Pétursson og Haraldur Jó- hannsson sáu um útgáfuna. Reykjavík, 1986. Þetta rit er hið sextánda í Rit- safni Sagnfræðistofnunar. Har- aldur Jóhannsson gerir í örstutt- um formála svofellda grein fyrir tilurð þess: „Að ósk Jóns Guðna- sonar dósents kom ég að máli við hann á vinnustofu hans í Árna- garði í janúar 1985. Sýndi hann mér þar þriðja hluta þessarar bókar í hreinriti og kvaðst hafa hug á að gefa út í ritsafni Sagn- fræðistofnunar skjöl, sem lytu að „drengsmáli“ Ólafs Friðriks- sonar. Bað hann mig að sjá um útgáfu þeirra. Ég sagðist halda, að Pétur Pétursson þulur hefði þegar safnað skjölum þessum saman. Kom það á daginn við eft- irgrennslan. í fórum sínum átti hann ljósrit eða afrit af bréfum þeim og skjölum, sem hér eru birt undir fyrirsögnunum „Mál Nat- hans Friedmanns" og „Nokkur skjöl um Nathan Friedmann“, og sem næst öllu öðru efni sem bók þessi flytur. Samdist svo, að Pét- ur Pétursson tæki að sér útgáfu bókar þessarar með minni að- stoð“. Aðfinnsluefni fyrst. Pétur Pét- ursson, sem er hundvíss og þaulkunngur þessu efni, skrifar ítarlegan inngang, meira en 50 síður. Kannski vegna kunnug- leikans þykir mér inngangurinn eilítið tætingslegur, enda víða komið við. Pétur slær strax í upp- hafi býsna dramatískar nótur og notar mjög „sögulega nútíð“, sem er vandmeðfarið stflbragð. Er það ekki orðum aukið að þessi „piltur um fermingaraldur“ eigi eftir að verða íslandi „örlaga- valdur sem fáir aðrir“? (bls. VII). Klauf „Fjögurra vikna dvöl“ Nat- hans „íslenskt þjóðfélag með svo eftirminnilegum hætti að seint fyrnist"? Er hægt að kalla „Drengsmálið" „hildarleik"?/- Sækist menn hins vegar eftir „dramatík" ættu þeir að lesa framburð Nathans fyrir rétti í Reykjavík. Hann er á blaðsíðu 52-3 í bókinni, að mér fannst hrikalegur í öllu látleysi sínu. í inngangi Péturs er mikið af orðréttum tilvitnunum en þess yf- irleitt hvergi getið, hvar þær sé að finna. Þetta veldur lesanda óþarfa fyrirhöfn vilji hann fræðast meira eða bera saman. - Og það eru villur í því litla sem ég hef borið saman; sauðmein- lausar, en villursamt. Nafnaskrá- in er heldur ekki alveg nógu fag- mannlega unnin. Svona atriði geta svo aftur orðið til þess að veikja trú manns á sjálfa skjal- aútgáfuna, sem ætíð er vanda- verk. Hefi ég þó á ekkert rekist sem tortryggilegt geti kallast, og læt útrætt um þau efni. Ég geri ráð lyrir því, að þeir er þetta lesa kunni nauðsynleg skil á „Drengsmálinu“, sem einnig hef- ur verið nefnt „Hvíta stríðið“; nafngiftin mun frá Hendrik Ott- óssyni runnin. Eitt af því sem þessi bók hefur nýtt fram að færa er það hver urðu raunveruleg endalok Nathans Friedmanns. Það hefur áður verið haft fýrir Ólafur Friðriksson satt að hann hafi orðið einn á að gíska sex miljóna Gyðinga sem létu líf sitt í fangabúðum nazista. Hendrik Ottóssyni segir svo frá, að Nathan kæmi út hingað til ís- lands árið 1931 en festi hér ekki yndi: „Nathan undi ekki dvölinni hér, enda gat hann ekki fengið atvinnu við sitt hæfi. Hann fór svo aftur utan um vorið og hélt til Mulhouse og fékk þar atvinnu. Þar átti hann heima þegar Þjóð- verjar ruddust inn í Frakkland í síðari heimsstyrjöldinni. Nú stóð þannig á, að ættfeður hans voru sú þjóð, sem samið hafði Móse- lögmálið og mörg önnur merkis- rit. Þau ættartengsl voru dauða- dómur, fyrirfram felldur af þýsk- um. Síðan hefur ekkert til Nat- hans Friedmanns spurst. Hin eina ráðgáta er, hvort hann hafi verið kæfður eða brenndur í Auschwitz eða einhverri menn- ingarstofnun af því taginu, sem Þjóðverjar reistu á 20 (svo) öld- inni. Það skiptir ekki svo miklu máli. Nathan Friedmann var að- eins einn af sex milljónum" (Hvíta stríðið bls. 90-91). Pétur Pétursson hefur hins vegar kannað málið betur. Nat- han átti ættingja í Sviss, og Leon bróðir hans segir hann hafa gegnt herþjónustu í Frakklandi, enda orðinn franskur ríkisborgari. Hann hafi síðan „andast á sóttar- sæng á spítala árið 1938 í borginni Mulhouse" þar sem hann hafi verið búsettur hin síðari ár (bls. LX). Bókin tekur af öll tvímæli um það, að ótti afturhaldsins íslenska við uppreisn eða jafnvel byltingu Ólafs Friðrikssonar og liðsmanna hans átti sér enga stoð, „vopna- búnaðurinn“, kústsköft, tunnu- stafir og því um líkt, sannar það. Það er því miður og satt best að segja engin umtalsverð reisn yfir þorra þeirra alþýðumanna sem komu fyrir rétt vegna þessa máls; virðast flestir og má reyndar mannlegt kalla hafa hugsað um það eitt að bjarga eigin skinni. Pétur tekur það skýrt fram í inngangi sínum að hann sé ekki að setja sig í neitt dómarasæti, enda margt í máli piltsins sem veki „spurningar og efasemdir, deilur og óvissu“ (bls. VII). Einstaka dómar kveða sig þó nær óhjákvæmilega upp sjálfir. Svo er um ráðabrugg þeirra Jóns Magnússonar, forsætisráðherra, og Sveins Björnssonar, sendi- herra í Kaupmannahöfn og síðar forseta, til að koma í veg fyrir það að Nathan komist aftur til íslands eftir að hann var orðinn albata (bréfin sem þeim fóru á milli eru í kaflanum Mál Nathans Fried- manns). Og ekki stækkar lækn- astétt landsins í sniðum við af- skipti sín af þessu máli, geti leik- maður yfirleitt um það dæmt. Og mál er að linni, þetta sem hér hefur verið ritað er enda snöggtum meir í ætt við umsögn en ritdóm. Margt er óunnið áður en „Drengsmálið“ megi heita fullkannað, það þarf t.d. að rann- saka betur þau „sáttaboð“ sem Ólafi eiga að hafa verið gerð. - Sem aftur leiðir hugann að því, að það er tæpast vansalaust að ekki skuli enn hafa verið rituð ævisaga Ólafs Friðrikssonar, brautryðjanda jafnaðarstefnunn- ar á íslandi. Þegar það verk verð- ur unnið hafa þeir Pétur Péturs- son og Haraldur Jóhannsson lagt ómetanlega undirstöðu að einum þætti þeirrar sögu. Jón Thor Haraldsson Leiðrétting f síðasta Miðli, fylgiblaði föstu- dagsþjóðviljans, er dagskrá rásar tvö jóladagana nokkuð svo í skötulíki. Ástæðan er sú að við tókum drög að dagskránni fyrir endanlega gerð. Við biðjum aðstandendur rásar tvö, svo og væntanlega hlustendur velvirð- ingar á þessari handvömm. Miðill PIONEER S-1100CD hljómflutningstæki kr. 31.045.- PD-X303 diskspilari Lr. 19.675.- SHARP VC-651SH myndbandstæki með fjarstýringu ó icr' 37.520.- 1..................SBM' fl PEONY 14" litsjónvarpstæki ó aðeins kr. 19.900.- SHARP R-4060 örbylgjuofn ó kr. 13.275.- SHARP DX-610H diskspilari ó kr. 19.950.- VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGREIÐSLU. Vilt þú gefa nytsamlegar jólagjafir sem allir eru ónægðir með? Þú svarar ef til vill: „Jó, en þær eru svo dýrar". Nú skaltu líta inn í Hljómbæ. Þó kemur annað hljóð í strokkinn. Jóla-jólatilboð okkar er svo hagstætt að þú kemst í besta jólaskap. Og sióðu til hvort þú tekur ekki aukahring eoa flautar nokkur jólalög ó leiðinni heim!!!!! SHARP QT-242H ferðakassettutæki með FM/AM stereo útvarpi kr. 8.970.-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.