Þjóðviljinn - 09.01.1987, Side 2
f—SPURNINGIN-
Spurt í Háskóla íslands
Hvernig líst þér þér á frumvarps-
drög menntamálaráðherra að
nýjum lögum um Lánasjóð
námsmanna?
Runólfur Ágústsson,
lögfræðinemi:
Mér líst afar illa á þessar hugmyndir,
t.d. um þakið svonefnda. Svona
lagað kemur verst niður á þeim sem
þurfa á svona lánum að halda, t.d.
einstæðum foreldrum. Einnig fyrir
fólk sem er í löngu námi.
Freyr Þormóðsson,
nemi íAlmennri bókmenntafræði:
Þetta eru nokkuð vafasamar hug-
myndir, þetta þak t.d., að færa þetta
yfir á bankavexti við ákveðin mörk.
Þetta stenst ekki hjá mörgum náms-
mönnum sem eru í löngu og dýru
námi.
Sigrún Ásta Jónsdóttir,
sagnfræðinemi:
j Mér virðist margt í þessum drögum
I nokkuð sérkennilegt. Ég skil ekki
hvernig það á að vera mögulegt t.d.
fyrir fólk í löngu námi að standa síðan
í endurgreiðslum á lánum sem verða
að miklu leyti komnir á bankavexti.
Þórunn Valdimarsdóttir,
sagnfræðinemi:
Það er margt stórhættulegt í þessum
frumvarpsdrögum, t.d. þetta með að
beina námsmönnum á ákveðin lönd
og þetta með bankavexti við ákveðið
mark. Þau bætast við önnur lán og
manni virðist að gera eigi námsmenn
að hinum nýju öreigum þjóðfélags-
ins.
Jónas Guðbjörnsson,
viðskiptafræðinemi:
Ég er mótfallinn þessum hugmynd-
um. Þessar nýju hugmyndir um bank-
avexti við ákveðin mörk eru t.d. mjög
varasamar.
FRÉTTÍR
Námslán
Ekkert frumvarp
án Framsóknar
Menntamálaráðherra vill samþykki Framsóknar og býst ekki við
breytingum á nefndardrögunum. Hörð andstaða íFramsókn. Hugs-
anlegtað kratar styðjifrumvarp Sverris
Lánasjóðsmálum er ljóst að
innan þingflokks Framsóknar-
manna er hörð andstaða við meg-
indrætti í frumvarpsdrögum
Sverris. Er talið að um helmingur
þingflokksins sé staðráðinn í að
styðja sjónarmið Finns, þar á
meðal Páll Pétursson þingflokks-
formaður og Ingvar Gíslason
fyrrverandi menntamálaráð-
herra. Er hugsanlegt að stjórn-
arfrumvarp um lánasjóð þyrfti á
atkvæðum frá krötum að halda til
að ná í gegnum þingið.
Einsog stendur er jafnlíklegt
að ekkert frumvarp verði lagt
fram. Það yrði mikill ósigur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn sem allt
kjörtímabilið hefur beitt sér fyrir
stórfelldum breytingum á Lán-
asjóðnum. Færi svo yrðu náms-
málin að kosningamáli.
Námsmenn eru uggandi um
sinn hag þessa daga. Forystu-
menn þeirra höfðu teygt sig langt
í samkomulagsátt, og óttast að ef
ekki verður samþykkt frumvarp á
þessu þingi muni Sjálfstæðis-
menn ráðast að sjóðnum með
heift ef þeir ná að sitja í næstu
ríkisstjórn, og yrði hugsanleg
stjórnarþátttaka krata lítil hlíf
námsmönnum.
Námsmenn hafa til samkomu-
lags fallist á markmið um 90%
heildarendurgreiðslur í sjóðinn
og tekur lokatillaga þeirra mið af
því, sem og frumvarp Finns sem
mjög svipar til hennar. Pá er ekki
verulegur munur á afstöðu til
þess að greiðslurnar miðist að
nokkru við tekjur, sem Sverrir
gerði ekki ráð fýrir í upphafi.
Helst ber í milli að Sverrir vill
vexti á lán umfram 1,5 miljón,
taka lántökugjald, og stöðva
heildarlán námsmanns við
ákveðið hámark. Gegn þessu
berjast námsmenn, og hafa í sín-
um tillögum gert ráð fyrir 90%
endurgreiðslum án þess arna.
Þeir benda á að vextir mundu
gera greiðslubyrðina (í 40 ár)
mjög erfiða, og yrði varla á færi
nokkurs manns að taka vaxtalán
lengur en eitt námsár.
Sverrir gerir ráð fyrir að
styrkjakerfi taki við þeim sem
lengst nám stunda, en hugmyndir
um það eru ómótaðar, og óttast
námsmenn að með því stýrðu
misvitur stjórnvöld náms-
mönnum í þær greinar sem á
hverjum tíma teldust „hagnýtar“
og hömpuðu einstökum náms-
mönnum að geðþótta.
- m
að er ekkert nýtt af þessum
málum að frétta, sagði Sverr-
ir Hermannsson menntamálaráð-
herra við Þjóðviljann í gær um
nýtt námslánafrumvarp. Hann
sagði þó skammt í að hann tæki
lokaákvörðun um málið, sem nú
er í hans höndum og forsætisráð-
herra. Sverrir sagði að ef stjórn-
arflokkarnir kæmu sér ekki sam-
an yrði ekkert frumvarp lagt
fram. Vitað er um harða and-
stöðu við frumvarpsdrög Sverris
innan þingflokks Framsóknar-
flokksins.
Sverrir segist meðal annars
bíða viðbragða námsmanna við
frumvarpi stjórnarflokkanefn-
darinnar, því sem Finnur Ingólfs-
son hefur nú svarið af sér, en seg-
ist ekki búast við teljandi
breytingum. Frumvarpið verði
lagt fyrir ríkisstjórnina og síðan
fyrir þingflokka stjórnarinnar.
Alþýðuflokksmenn hafa tekið
undir eina af meginbreytingartil-
lögum Sverris í Lánasjóðnum, að
námslánin heri vexti, og eru uppi
getgátur um að Alþýðuflokkur-
inn kynni að styðja frumvarp
Sverris lítt breytt ef Framsóknar-
menn féllu frá. Sverrir segir að ef
stjórnarflokkarnir komi sér ekki
saman verði ekkert frumvarp lagt
fram. „Ég er að stjórna landinu
með öðrum flokki, og kann ekki
svoleiðis vinnubrögð," - að
treysta á stuðning stjórnarand-
stöðuflokks, - „Ég tala nú ekki
um þessa flugfiska sem alltaf eru
að kaupa sér atkvæði."
Þótt Steingrímur Hermanns-
son hafi vikið Finni Ingólfssyni til
hliðar og reyni nú að ná samstöðu
við Sverri og Sjálfstæðismenn í
Jón Ægir í Hafrúnu gær. Því miður, enginn nýr fiskur. Mynd E.ÓI.
Fiskbúðir
Bakkamir að tæmast
Ferskur fiskursést varla ífiskbúðum. Góð sala ífrystum, söltuðum,
reyktum og hertumfiski eftir jólasteikurnar
Það fækkar bökkunum hérna
hjá okkur á hverjum degi.
Ferskan físk höfum við ekki feng-
ið, það eru ekki nema þrír bátar
sem mega róa hérna á svæðinu.
Við bíðum til 15. þá mega smá-
bátarnir fara af stað og við getum
þá boðið nýju ýsu í soðið, sagði
Jón Ægir Pétursson fisksali í
Hafrúnu í samtali við Þjóðvifjann
í gær.
Almenningur verður oft fyrst
var við afleiðingar sjómanna-
verkfalls þegar lítið er að fá í fisk-
búðunum. Nú eftir jólahátíðina
hefur verið góð vertíð í fiskbúð-
um þrátt fyrir skort á nýjum fiski
en borearbúar kaupa þess í stað
frystan og saltaðan fisk, kinnar
og gellur, reyktan og hertan.
Við erum með góðan frystan
fisk af vestan og hann selst vel
auk þess sem ég býð uppá ferskan
sjóalinn silung sem er herra-
mannsmatur, sagði Jón Ægir
fisksali í Hafrúnu.
-Ig-