Þjóðviljinn - 09.01.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.01.1987, Síða 3
FRETTIR Spítalasalan Andstaða starfsfólks magnast Ólafur Jónsson formabur lœknaráðs segir sig úr nefnd Ragnhildar. Starfsmenn ítreka mótmœli gegn kaupum ríkisins. Ég sagði mig úr þessari nefnd annars vegar vegna þess að ég á sæti í nefnd starfsfóiks, sem falið hefur verið að ræða við ríki og borg um framtíð spítalans, og hins vegar vegna þess að ég álít Hœkkanir 1100 kall fyrir teinið Pungaskattur hœkkar um 5000 krónur u m áramót hækkaði verð á þjónustugjöldum bifreiðaeft- irlitsins um 10%. Nýskráning á bfl kostar því núna 2.200 krónur, eigendaskipti á bfl 1.100 krónur, umskráning á bfl milli umdæma 1.100 krónur og umskráning innan sama umdæmis 3.300. Parið af númeraplötum kostar nú 800 krónur, vottorð um skrán- ingu bifreiðar 100 krónur, öku- mannstrygging 400 krónur og skoðunargjald er 880 krónur. Þungaskattur hefur einnig hækkað um 10%, árgjald af dísel einkabfl var á síðasta ári 46.016 krónur en er nú 50.980 krónur. Sé mælir í bifreiðinni er hægt að greiða eftir honum 2.47 krónur á hvern ekinn kflómetra. Endurnýjun ökuskírteinis eftir eitt ár kostar nú 1.100 krónur en kostaði 1000 krónur fyrir áramót. -vd. Borgarspítalinn Meina- tæknar enn á förum Yfir helmingur meinatækna á Borgarspítalanum hefur sagt upp störfum sínum á nýjan leik, eða 26 konur. Að sögn Jóhannesar Pálma- sonar framkvæmdastjóra spítal- ans tilgreina meinatæknarnir enga ástæðu fyrir uppsögn sinni í bréfi. Meinatæknarnir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og tryggingu fyrir því að frestur- inn verði ekki framlengdur. Jóhannes vildi í gær ekkert segja um hvernig brugðist vrði við þessum uppsögnum. -gg Sölumiðstöðin Fiskvinnsla framtíöarinnar Á annað hundrað verkstjórar og stjórnendur í frystihúsum Sölumiðstöðvarinnar sitja nú á fræðslufundi í Reykjavík þar sem m.a. er rætt um „Fiskvinnslu framtíðarinnar“. Fræðslufundir þessir eru hald- nir annað hvert ár og þar m.a. rætt um markaðsmál, einstök markaðssvæði, gæðastýringu, blokkarvinnslu, vélvæðingu í frystihúsum og fl. í umræðunni í dag verður m.a. fjallað um frjálst fiskverð og upp- boðsmarkaði, gæðamál , nýjar pakkningar og vörutegundir og ný launakerfi í fiskvinnslunni. -Ig- þetta mál óviðkomandi fulltrúum ríkisspítalanna eins og sakir standa, sagði Ólafur Jónsson for- maður læknaráðs Borgarspítal- ans í samtali við Þjóðviljann í gær. Olafur hefur sagt sig úr nefnd þeirri sem Ragnhildur Helga- dóttir heilbrigðisráðherra skipaði á mánudaginn og var ætlað að ræða stjórnarfyrirkomulag Borg- arspítalans í framtíðinni. Nefndin heáir enn ekki verið kölluð sam- an. Starfsfóik Borgarspítalans ítr- ekaði í vikunni mótmæli sín gegn kaupum ríkisins á Borgarspítal- anum. í ályktun fundar starfs- fólks segir að ekkert bendi til þess að kaupunum fylgi aukin hag- kvæmni í rekstri eða bætt þjón- usta. Að sögn Ólafs átti 5 manna nefnd starfsfólks fund með Þor- steini Pálssyni fjármálaráðherra um framtíð spítalans í fyrradag, en engin niðurstaða varð af fund- inum. Ráðgert er að nefndin eigi fund með Davíð Oddssyni og Ragnhildi Helgadóttur um mál- ið, en enn er óljóst hvort og þá hvenær af því verður. Þrátt fyrir að nánast sé ljóst að ríkið muni verða við beiðni borg- arstjóra um að kaupa spítalann, hefur málið enn hvergi verið lagt fyrir kjörna fulltrúa borgarbúa, hvorki í borgarráði né borgar- stjórn. Þar af leiðandi hefur borg- arstjóri enn enga heimild til þess að ganga frá sölu stofnunarinnar. Aðspurður um þetta sagði Sig- urjón Pétursson borgarfulltrúi í samtali við blaðið í gær að vinnu- brögð borgarstjóra í þessu máli væru gersamlega óþolandi. „Það er ólíðandi að borgarstjóri skuli á þennan hátt ráðskast með eignir borgarbúa eins og sína einka- eign,“ sagði Sigurjón. -gg Fulltrúar sjómanna á leið á fund ráðherra í gær. F.v. Guðmundur Hallvarðsson og Hólmgeir Jónsson. Mynd. Sig. Sjómenn Bull í Þjóðhagsstofnun Þjóðhagsstofnun telur að sjómenn hafifengiðþað bættsem þeir misstu með lögum um kostnaðarhlutdeild 1983. Hólmgeir Jónsson: Bull Það er bara bull að vera að blanda saman hlutaskipta- kerfinu og öðrum atriðum sem varða kjarasamninga sjómanna, en það er f.o.f. skiptaverðshlut- fallið sem við viljum fá leiðrétt, sagði Hólmgeir Jónsson hagfræð- ingur Sjómannasambandsins um niðurstöður úr samantekt Þjóð- hagsstofnunar þar sem talið er að sjómenn hafi fengið það bætt að fullu sem tekið var af þeim með lögum um kostnaðarhlutdeild árið 1983. Hólmgeir sagði að í niðurstöð- um Þjóðhagsstofnunar væri t.d. verið að tilgreina kjarabætur frá því í mars 1985 sem eru m.a. hækkun kauptryggingar, aukin lífeyrisréttindi og auknir fæðis- peningar. Að sögn Hólmgeirs er í sumum þessum tilfellum ekki um hækkanir að ræða, heldur leiðréttingar. T.d. voru fæðis- peningar sjómanna skertir árið 1983 og hækkunin 1985 hafi ein- ungis verið leiðrétting á þeirri skerðingu. Þá var með aukningu lífeyrisréttinda einungis verið að ná samræmingu við lífeyrisrétt- indi þeirra sem starfa á stóru tog- urunum. Loks benti Hólmgeir á að ekki væri rétt að blanda saman kauptryggingu sem væri lág- markslaun sjómanna og hluta- skiptakjörum. Hólmgeir lagði áherslu á að það væri kostnaðarhlutdeildin sem sjómenn vildu fá til baka. Skiptahlutfall er nú 71% af heildarverðmæti og enn vantaði 13% á að það væri leiðrétt að fullu, en sjómenn telja að með réttu ætti það að vera 84%. í yfir- standandi samningsviðræðum hafa sjómenn þó ekki farið fram á að skiptaverð verði hærra en 80%. „Kjaraskerðingin 1983 var gerð í skjóli hækkaðs olíuverðs og aukins fjármagnskostnaðar. Nú hefur þetta snúist við og þess vegna hlýtur það að vera eðlilegt og réttlátt að hlutaskiptakjörin séu leiðrétt þegar vel árar,“ sagði Hólmgeir. í samningaviðræðunum sem sjómenn áttu með útvegs- mönnum í síðustu viku fengu þeir tilboð frá útvegsmönnum sem hljóðaði uppá 0.6% hækkun á hlut sjómanna, en krafa sjó- manna hljóðar uppá 9.5% hækk- un. Það ber því mikið í milli. -K.Ól. Dagsbrún Afturá morgun Dagsbrúnarmenn og vinnu- veitendur luku sólarhringsfundi um samninga í gær klukkan fjögur og ætla að athuga málin þangað til þeir hittast aftur á morgun um tvöleytið. Samningamenn urðu sammála um að þegja sem fastast um við- ræður sínar. -m ísafjörður Sendingar úr stolnu tæki Neyðarsendirinnfannst í miðjum bænum. Stolið úr trillu í vetur Neyðarsendirinn sem var mið- aður út á ísafirði á þriðjudag er talinn hafa verið senditæki sem stolið var úr lítilli trillu, Stapan- um, í vetur. Sendirinn var miðaður út af varðskipi og fannst hann í kofa í efri hluta bæjarins. í fyrstu var gefið upp að sendingarnar bærust úr Víkingi III til þess að sá sem setti tækið af stað næðist ef hann myndi nálgaðist það en sú von brást. Tækið er sömu tegundar og það sem var í gúmmíbát Stapans þegar honum var stolið en búið var að skrapa af því merkingu bátsins og bæta við aukaraf- hlöðu. „Það er mjög ólíklegt að ung- lingar gætu hafa bætt við þessarri aukarafhlöðu,“ sagði Páll Guð- mundsson hjá Skipaeftirlitinu í samtali við blaðið. Fyrsta til- kynningin um neyðarsendinguna kom frá Bodö í Noregi og skömmu síðar frá flugvélum sem flugu yfir bæinn. „Þessi tæki eru okkur mjög mikils virði sem öryggistæki og þau eru ekki til að leika sér að á nokkurn hátt,“ sagði Páll. „Ég vil benda mönnum á að þegar þeir taka gúmmíbáta úr notkun vegna aldurs þá ættu þeir að fjarlægja tækin úr þeim strax.“ -vd. Suðurlandskratar Fundað um Elínu Líklegast að prófkjörsröð verði látin ráða listanum Flest bendir til að Elín Alma Arthúrsdóttir haldi öðru sæt- inu á Alþýðuflokkslistanum á Suðurlandi eftir kjördæmisráðs- fund sem boðaður hefur verið í Eyjum á laugardag, þvert á þá tillögu stjórnar ráðsins að hnika prófkjörsúrslitum þannig að Elín Alma færi í þriðja sætið en Þor- lákur Helgason á Selfossi í annað sætið. Sú tillaga stjórnarinnar hefur verið mjög umdeild og lýsti Eh'n því yfir að hún tæki ekki þriðja sætið á listanum. Hún sagði um leið af sér trúnaðarstörfum á veg- um flokksins. Elín var meðal annars formaður Eyjafélagsins. Elín hefur nú sagst draga allt til baka verði prófkjörsúrslitin látin ráða á fundinum á laugardag, einsog líklegt er. Fyrsti maður krata á Suður- landi er Eyjamaðurinn Magnús Magnússon, og þótti fastlending- um af krataætt illt við að búa að Eyjamenn hirtu einnig annað sætið. f kjördæmi þarsem fyrsti maður Alþýðubandalagsins er kona er varla heppilegt að hugsa einungis eftir hreppum, en það bætir enn á vanda krata að Þor- lákur er einn fárra fyrrverandi BJ-manna á þokkalegum stað á A-listum. Eru úrslit máls ekki augljós. Prófkjör Suðurlandskrata hef- ur verið kært vegna þess að á Sel- fossi einum staða þurftu kjósend- ur að'undirrita stuðningsyfirlýs- ingu við flokkinn, en ólíklegt er að sú kæra leiði annað af sér en afsökunarbeiðni. -m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.