Þjóðviljinn - 09.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjównuiNN Föstudagur 9. janúar 1987 5. tölublað 52. örgangur íslendingar Fleiri og fleiri suður Öllmannfjölgun á suðvesturhorninu. 8,6% fœkkun í Norður-Isafjarðarsýslu. 243.698 íslendingar í desemberbyrjun, karlar fleiri en konur Aárinu 1986 fjölgaði okkur um 1948 eða 0,81% samkvæmt bráðabirgðatöium Hagstofunn- ar, og voru íslendingar 1. des- ember 243.698. Karlar hafa vinn- inginn, og vantar 1178 konur á fullt jafnræði kynjanna í fjölda. Fjölgun íslendinga á árinu er meiri en 1985, hinsvegar talsvert minni en árin þar á undan. Spek- ingar á Hagstofunni segja að ekki hafi fæðst jafnfá börn síðan árið 1947 að árinu ’85 undanskildu þótt tala kvenna á barnsburðar- aldri hafi tvöfaldast síðan í stríðs- lok. Því er spáð að ófæddar kyn- slóðir verði um 8% fámennari en kynslóð foreldra í framtíðinni, sem hingaðtil hefur bæst upp með hækkandi meðalaldri. Allan áratuginn hefur fólks- fjölgun einskorðast við höfuð- borgarsvæðið og Reykjanes, og er árið 1986 engin undantekning. Á höfuðborgarsvæðinu er heild- arfjölgun 1,7%, mest í Bessast- aðahreppi. Reykvíkingum fjöl- gaði um 1,8% og er það hæsta tala frá 1959. Á Suðurnesjum fjölgaði fólki um 0,4% Mannfjöldi stóð í stað á Austurlandi árið ’86, en fólki fækkaði á Vesturlandi og Suður- landi um 0,2%, á Vestfjörðum um 0,5%, á Norðurlandi eystra um 0,6% og á Norðurlandi vestra um 1,1%. Af þéttbýlisstöðum fjölgaði mest í Bessastaðahreppi (4,9%) og Garðabæ (3,5%), en fækkun var mest á Blönduósi (-4,4%) og Seyðisfirði (-3,8%). Af sýslum varð fjölgun mest í Vest- ur-Barðastrandarsýslu (0,9%), í Borgarfirði (0,6%) og á Snæfells- nesi (0,6%). Fækkun varð mest í Norður-ísafjarðarsýslu (-8,6%), í Austur-Húnavatnssýslu (- 3,2%) og í Suður-Þingeyjarsýslu (-2,7%). -m „Gæða“-jólaljósin í höndum Magnúsar Guðnasonar deildarstjóra hjá Rafmagnseftirlitinu. (Mynd: Sig.) Rafmagnseftirlitið Gæðaserían bráðnaði Rafmagnseftirlit ríkisins kærði fyrir skömmu tii Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrirtækið Jón og Einar s.f. fyrir að dreifa til sölu í verslanir fyrir jólin útiljósaserí- um sem höfðu ekki staðist gæðap- róf Rafmagnseftirlitsins, en fram- leiðendur höfðu merkt vöru sína þannig að hún hefði staðist próf eftirlitsins og nefnt hana „Gæða útiljósasería“. -Við lítum á þetta mál mjög alvarlegum augum því við viljum að fólk fylgist vel með er það kaupir ljós og rafmagnstæki og að það geti þá líka treyst því sem við höfum viðurkennt, segir Bergur Jónsson forstöðumaður Raf- magnseftirlitsins í samtali við Þjóðviljann. Rannsóknarlögreglan gerði þegar þá kröfu til framleiðenda að ljósaseríurnar yrðu innkallað- ar. Þeim hafði að stærstum hluta Sementsverksmiðjan Besta ár sögunnar að er enginn vafi á því að síð- asta ár var besta árið í sögu verksmiðjunnar. Það lítur út fyrir að hagnaður hafí verið um 60 milljónir króna, sagði Ásgeir Pétursson stjórnarformaður Sementsverksmiðju ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Fyrir því eru margar ástæður. Verksmiðjan hefur lengst af átt við erfiðleika að etja, meðal ann- ars vegna þess að sementsverði var haldið niðri. En menn hafa breytt þar um stefnu og að auki hagrætt í rekstri og fleira og hag- ur verksmiðjunnar hefur vænkast að mun.“ Verksmiðjan hefur aldrei framleitt meira gjall en 1986,112 þúsund tonn. Sala á sementi var hinsvegar 111 þúsund tonn og hefur oft verið meiri. Ásgeir sagði að miklar vonir væru bundnar við útflutning á sementi til Grænlands á þessu ári. Grænlendingar keyptu 38 tonn af sementi á síðasta ári, en búist er við að salan aukist verulega. „Aukinn áhugi Græniendinga stafar ekki síst af því að með því að blanda kísilryki í sementið hafa gæði þess aukist og líkur á alkalískemmdum minnkað veru- lega“ sagði Ásgeir. Hann sagði jafnframt að útlit væri fyrir að verð á sementi myndi hækka um 7%-9% á þessu ári. -Sg verið dreift í verslanir úti á lands- byggðinni og selst þar töluvert. Yfir 20 voru seldar á Húsavík og Akureyri, 14 á Vopnafirði og 12 á ísafirði svo dæmi séu nefnd. Enn hefur ekki tekist að innkalla allar seríurnar sem seldust og sumir hafa neitað að skila, að sögn Bergs. Við gæðaathuganir hjá Raf- magnseftirlitinu kom í ljós að þéttingar við ljósstæði voru ekki nægjanlega tryggar og serían þoldi ekki hita frá 40 W ljósaper- um. Þrátt fyrir endurbætur fram- leiðenda stóðst varan ekki próf eftirlitsins og því var óheimilt að selja hana hérlendis. I vikunni birtist í dagblöðunum auglýsing frá framleiðendum þar sem þeir innkalla allar seríurnar en þær eru auðþekktar á grænni flatri rafmagnssnúru. Raf- magnseftirlitið hvetur alla þá sem eru með slíkar lýósaseríur undir höndum að skila þeim þangað sem þær voru keyptar. -4g- Vestmannaeyjar Ámi óhæfur Vilhjálmur Bjarnason: Ýmsir forystumenn Sjálf- stœðisflokksins í Eyjum œttu ekki að koma nálœgt stjórnmálum r Arni Johnsen er óhæfur þing- maður, segir Vilhjálmur Bjarnason í Vestmannaeyjum í síðasta tölublaði Bcejartíðinda. í viðtalinu við „Villa banka- stjóra," sem útibússtjóri Útvegs- bankans er kallaður á Eyjavísu, er Vilhj álmur talinn hafa átt þátt í að koma Árna Johnsen úr öðru í þriðja sæti D-listans á Suður- landi, og einnig talinn hafa spillt fyrir meirihluta Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn fyrir síðustu kosningar. Vilhjálmur segir bæjarstjórn- armeirihlutann fyrrverandi hafa glutrað niður sigri sínum á fyrstu vikunum. „Það er skoðun mín að ýmsir þeir sem hér eru í forystu Sjálfstæðisflokksins ættu ekki að koma nálægt stjórnmálum. Reyndar eru þeir sumir hverjir að fást við hluti sem þeir ráða ekkert við.“ Um Árna Johnsen segir Vil- hjálmur að í prófkjöri fyrir síð- ustu kosningar hafi aðeins verið valdir menn fyrir það kjörtíma- bil; „Árni Johnsen og félagar virðast halda að sú niðurstaða eigi að gilda að eilífu. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að Árni Johnsen sé óhæfur þing- maður og lét þá skoðun í ljósi í síðasta prófkjöri. Og það voru fleiri." _ m Loðnan Norðmenn sækja stíft Loðnugangan óvenju snemma áferðinni 6 norsk loðnuskip voru inni á Norðfirði og Seyðisfirði í fyrri- nótt og gær en skipverjar unnu við að frysta loðnu sem norsku skipin hafa veitt undanfarna daga út af Héraðsflóa. Veiðin hefur verið nokkuð léleg en athygli vek- ur hversu loðnan kemur nú fljótt upp að Austurlandi. Á meðan íslenski loðnuflotinn er bundinn við bryggju vegna sjómannaverkfalls keppast' Norðmenn við að fylla upp í sinn 60 þús. tonna kvóta, en þeir mega veiða úr stofninum fram til 15. febrúar n.k. Heildarkvóti íslensku skip- anna er tæpar 926 þúsund lestir og eiga þau eftir að veiða um 375 þús. lestir að sögn Ástráðs Ing- varssonar hjá Loðnunefnd. Hver dagur sem líður er dýr fyrir ís- lenska loðnuflotann og fisk- vinnsluna því gæði loðnunnar rýrna mjög eftir því sem nær dregur hrygningu. -*g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.