Þjóðviljinn - 11.01.1987, Blaðsíða 2
FLOSI
\iiku
skammtur
af jarðskjálfta í fjóshaugi
Mér skilst að veðurhæð sé jafnan mest í
kröppustu lægðunum og að hámarki nái vind-
hraði í hvirfilbyljum sem skrúfa sig niður á örlítið
svæði.
Á íslandi, þar sem tíð er rysjóttari en víða
annars staðar, er það staðreynd að mestu fár-
viðrin bresta á í vatnsglösum eða tebollum.
Slíkt fárviðri er nú nýafstaðið í landi voru og
virðist ekki ætla að ganga niður.
Hér er að sjálfsögðu átt við leikrit sjónvarps-
ins, „Líf til einhvers?“, á nýársdag og hinar ægi-
legu afleiðingar þess.
Það er semsagt til að taka að á nýársdag
sýndi íslenska sjónvarpið lítið, Ijúft og óvenju
fallega gert sjónvarpsleikrit um nokkrar óham-
ingjusamar og vonsviknar manneskjur, sorgir
þeirra, einmanaleika og hugarvíl.
Hafi einhver á sköpunarferli þessa litla leikrits
og þar til það leit dagsins Ijós, látið sér detta í
hug að verkið ætti ekki erindi til landsmanna, þá
getur sá hinn sami - í þessu tilviki þær- glaðst í
dag, því viðbrögðin bera slagkraftinum vott.
Verkið höfðaði til þjóðarinnar og ólítið.
Ég minnist þess ekki að annarri eins sprengju
hafi verið varpað á hið vitsmunalega samfélag,
sem við byggjum nema kannske þegar Halldóri
Laxness varð það á að skrifa Sjálfstætt fólk.
Afleiðingarnar hafa síðan orðið fárviðri í
vatnsglasi, eðamérernærað halda jarðskjálfti í
fjóshaugi.
Það var fyrir nokkrum árum að góðir
mannvinir úr hópi eðlisfræðinga fundu upp nýja,
skammdræga og hentuga kjarnorkusprengju -
ég held hún hafi verið kölluð nifteindasprengja,
eða eitthvað svoleiðis. Margt var gott um þessa
sprengju, en þó það best að við notkun var sagt
að hún strádræpi allt sem lífsanda drægi á stór-
um svæðum, en verðmæti yrðu eftir ósködduð.
Hér virðist eitthvað svipað hafa skeð og þess-
vegna ættu allir að geta glaðst af hjartans ein-
lægni yfir árangrinum, því líkt og með nift-
eindasprengjuna hafa engin „verðmæti" farið
forgörðum. Það er aðeins andleg geðheilsa (ef
það fyrirbrigði er þá til) þjóðarinnar sem lögð
hefur verið í rúst.
Þegar ég segi að viðbrögðin hafi orðið einsog
jarðskjálfti í fjóshaugi, þá fylgja þeirri samlíkingu
bjartar vonir. Það er nefnilega staðreynd að
fjóshaugur sem stendur óhreyfður skorpnar
fyrst á yfirborðinu og þornar svo smátt og smátt
undir skáninni. Sé hinsvegar hrært uppí honum
verður hann aflgjafi nýs lífs, þegar honum er
dreift um grónar grundir. Af honum spretta grös-
in glöð og kát, guði til dýrðar og fyrir menn og
skepnur að gæða sér á.
Svo ég held að ég leyfi mértil hátíðabrigða að
óska þeim stöllum, Nínu Björk og Kristínu Jó-
hannesdóttur, hjartanlegatil hamingju með það
að hafa hrært svo hressilega uppí innilokuðum
og skorpnandi sálarlífsfjóshaugi svo fjölmargra.
Og þegar ég svo til viðbótar hugsa til þess hvað
þetta litla leikrit var hreint í sniðum, gott, fallegt
og manneskjulegt þá gleðst ég yfir þeirri
sannfæringu minni að það hafi haft mannbæt-
andi áhrif á þá sjónvarpsáhorfendur, sem báru
gæfu til að sjá það. Ég er þess fullviss að eftir
þessa reynslu hætta sjónvarpsáhorfendur,
blessunarlega og undantekningarlaust, að vera
vonsviknar, vondar og ófullnægðar manneskjur
sem eru að farast úr skömm yfir að vera ekki
náttúrulausar. Mér finnst ég þegar farinn að
merkja það á fólki sem sá verkið, að það sé
orðið betra, glaðara, elskulegra, opnara, ver-
gjarnara, kvennsamara og fullnægðara en það
var fyrir.
Guð láti gott á vita.
Það sem virðist hafa valdið hvað mestri
geðshræringunni í sambandi við „Líf til ein-
hvers?“ er einkum tvennt. í fyrsta lagi það að
lögreglan skyldi ekki leggja hald á sjónvarps-
myndina eins og gert var við sumt af uppáhalds-
efni margra þeirra sem ekki þola að sjá á filmu
nafla á kvenmanni, bossa eða barm, hvað þá
„do-do“ uppá eldhúsborði.
Það er nefnilega staðreynd, þótt skrítin sé, að
fæstir af þeim sem hæst láta, blikna við að horfa
á, og njóta, vídeómynda á við: Hjólsagarmorð-
ingjann, Mannæturnaríklaustrinu, Kynóðalýta-
lækninn, Morðóðasundlaugavörðinn, Blóðsug-
una á barnaheimilinu og Sjúkrahúsnauðgar-
ann. Og ekki virðist það hagga fíntfölende, nafn-
lausum en reiðum konum í Vesturbænum þó
íslenska sjónvarpið sýni reglulega blóðugar of-
beldismyndir þar sem hnífamorðingjar aflífa
fórnarlömbin sín (síðast voru það götuskækjur),
skeri af þeim hausinn og taki jafnvel innanúr
þeim slátrið, blóðugir uppað öxlum. Það skaðar
sjálfsagt ekki blessuð börnin.
Gerir víst minnst til þó angarnir fái að taka
svolítinn þátt í sláturtíðinni í sjónvarpinu, þar
sem þeim hetjum er hampað mest sem flesta
geta drepið á sem skemmstum tíma og með
sem hroðalegustum hætti, ef bara ekki sést í
rassinn á þeim á meðan.
í öðru lagi virðist sú goðgá hafa farið alveg
ósegjanlega fyrir brjóstið á þessu sama fólki að
draga fram í skáldverki, fjalla um eða flíka því
sem mannskepnunni var nú oft efst í huga lang-
tímum saman, en það eru svonefnd feimnismál
- og samfara þeim vonsvik, einsemd, ófull-
nægja og þjáning.
Allt þetta á víst að liggja í þagnargildi á meðan
við sem horfum á sjónvarpið einbeitum okkur að
því að fylgjast með því á skjánum, hvernig
skemmtilegast er að murka líftóruna úr sem
flestum með sem mestu blóði og á sem
skemmstum tíma.
Jæja, það má þó alltaf hugga þá sem telja sig
hafa beðið varanlegt tjón á sálu sinni við að sjá
kvennmannshupp á filmu og „do-do“ uppá eld-
húsborði?með því að þennan hátt hefur nú
mannskepnan haft á frá upphafi vega og ætti
þessvegna ekki að koma flatt uppá neinn.
Og svo er þetta nú - góðir hálsar - gömul
þjóðaríþrótt á (slandi, eða einsog segir í vísu
Tómasar:
Heimaleikfimi er heilsubót
sem hressir upp og gerir mann stífan
hvort sem undir er gras eða grjót,
gólfteppi, eldhúsborð eða dívan.
Kóreukommar
á Mogga
Þeir urðu margir reiðir
sjálfstæðismennirnir þegar
þeir opnuðu Moggann sinn
nokkru fyrir jólin og ráku
augun í fréttaskýringu Agn-
esar Bragadóttur á vanda
Sjálfstæðisflokksins í fram-
boðsmálum, Alberti og svo
framvegis. Einn Sjálfstæðis-
maðurinn lýsti þessari reiði
sinni nýlega á þann hátt að
þegar N-Kóreukommar væru
farnir að skrifa fréttaskýringar
fyrir Moggann væri svo sem
ekki von á góðu. Var þar vísað
til hrifningartónsins í skrifum
Agnesar yfir ferð sinni til N-
Kóreu fyrir fáum árum. En
fyrrnefndum reiðum sjálf-
stæðismanni varð einnig tíðr-
ætt um forystumenn í íslenskri
pólitík (var fyrst og f remst með
karla í huga). „Það þýðir ekk-
ert að vera með súkkulaði-
drengi á borð við Þorstein
Pálsson í formannssæti,"
sagði maðurinn. „Þar þarf
maðurinn að vera feitur, Ijótur
og gamall til að ná trausti
fólks.“B
Borgað í
boltanum
Það ríkir áhugamennska í ís-
lenskri knattspyrnu, a.m.k. á
að heita svo. Hugtakið er þó
farið að hafa óræða merkingu
og ýmislegt er gert fyrir leik-
menn, a.m.k. í 1. deild. Gott
dæmi er um knattspyrnu-
mann sem hingað til hefur
verið þekktur fyrir allt annað
en að vera loðinn um lófana.
Fyrir skömmu skipti hann um
fólag og nú hefur hann ágæta
íbúð til umráða, ekur um á nýj-
um bíl og er búinn að fjárfesta
í sjónvarpi og vídeói. Svo er
bara aö standa sig...B
Svarthvítingar
kaupa og selja
Innanúr spúttnikkforlaginu í
bókabransanum, Svörtu á
hvítu, eru þau tíðindi að þrír af
stærri hluthöfum eru að selja
hluti sína, þeir Páll Kr. Páls-
son forstjóri Iðntæknistofnun-
arinnar, Sveinn Úlfarsson
viöskiptafræðingur og Guð-
mundur Þorsteinsson, sem
lengi var önnur helsta drif-
fjöður fyrirtækisins. Saman-
lagt áttu þessir þrír meirihluta,
en hlutir þeirra eru nú boðnir
öðrum hluthöfum. Er búist við
að kaupendur verði fyrst og
fremst framkvæmdastjórinn
Björn Jónasson, Jón Þóris-
son arkitekt og Einar Valur
Ingimundarson efnaverk-
fræðingur og baunaspíru-
framleiðandi. Samningavið-
ræður um þessa hlutabréfa-
sölu munu hafa verið langar
og strangar, hlutafélagslög-
unum veifað óspart og banda-
lög mynduð og afmynduð í
Dallas-dúr. En allir komu þeir
aftur, og enginn þeirra dó;
hlutabréfin eru seld og keypt á
fjórföldu nafnverði.
Kvennalisti
á Vesturlandi
Allt bendir nú til þess að enn
einn stjórnmálaflokkurinn
blandi sér í baráttuna um
þingsæti i Vesturlandskjör-
dæmi nú í vor. Kvennalista-
konur í kjördæminu hafa lengi
rætt sín á milli um hugsanleg
framboð og virðast nú ætla að
gera alvöru úr þeim áformum
sínum. Framboðið hefur farið
mjög leynt, en þó hefur kvis-
ast út og er altalað í vissum
hópum að Danfríður Skarp-
héðinsdóttir kennari muni
skipa efsta sæti listans...B
Eyðnilimra
Háðfugl Þjóðviljans átti í
stökustu vandræðum með
nýársheitið þar sem hann
hafði undanfarin ár lofað sér
öllu fögru upp í ermina og
auðvitað svikið það allt sam-
an. Eftir miklar vangaveltur
kom þó loksins lausnin og
varð hún til í limruformi.
Eyðni er algengur kvilli,
upprunninn fóta í milli.
Því skjótt reynist best
að skreppa í test,
þótt sjensunum sjálfsagt það
spilli. ■
,2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1987