Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 3
„Herra forseti, þú hefur oröiðfórnarlamb rússneskra misvísana... fundurinn er í raun áThaiti!,1' segir í þessum texta. Heldur nöpur mynd af íslenskum aðstæðum. Undanfarin ár hefur það færst mjög í vöxt hjá erlendum blöðum og tímaritum að notast við teikningar til að sýna skoplegar jafnt sem alvarlegar hliðar stór- mála á alþjóða- sem innanlands- sviði. Og nota skopið til að sýna kjarna málsins. Leiðtogafundur- inn í Reykjavík fór ekki varhluta af þessari þróun. Auðvitað beindist athyglin fyrst og fremst að málum málanna vígbúnaðarkapphlaup- inu og afvopnun. Nú þegar nokk- uð er liðið frá þessum atburði er ekki úr vegi að líta á örfá dæmi af því hvernig heimspressan teiknaði leiðtogafundinn í Reykjavík. „Hann mun vera stjörnusjúkur, félagi aðalritari," segir Sjervardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, við Gorbatsjof Sovétleiðtoga þar sem Reagan Bandaríkjaforseti yfirgefur samkunduna á íslandi. Tilbrigði við Stjörnustríð. Leiðtogafundurinn teiknaður DAILY NEWS Frtday, Qqtffler 10, 1966 Heit böð!....................................Ka!t stríð Örbylgjuofnar!.........................Örbylgjunjósnir Hraðbátar!...................................Freigátur ísskápar!...................................Andófsmenn ^ i til Síberíu Tölvuleikir!...............................Stjömustríð Hugrenningatengsl á Islandi Þetta málverk nefnist „Flóttinn frá Reykjavík eða Heimsveldið slær út,“ og vísar í frægar Stjörnustríðsmyndir. Friðardúf- ugreyið segir: „Og allt í einu gerðist ekkert. - Fundurinn sem ekkert varð úr.“ Sunnudagur 11. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Bridsskóinn Ný námskeið að hefjast fyrír byrj&ndur og lengra Irömfið Hvort námskeið um sig stendur yfir í 11 kvöld, einu sinni í viku. Byrjendanámskeið er á mánudagskvöldum frá kl. 20.15 til 23.15. Framhaldsnámskeið er á sama tíma á þriðjudögum. Námskeiðin hefjast 19. og 20. janúar. Spilað er í Sóknarhúsinu, Skipholti 50a, í rúmgóðum og þægilegum fundarsal. Kennarar: Guðmundur P. Arnarson, Guðmundur Hermannsson, Ragnar Hermannsson. Innritun og frekari upplýsingar fást í síma 27316 milli kl. 14.00 og 18.00 alla daga. LEIKHÚSIÐ í KIRKJUNNI sýnir leikritið um KAJMUNK í HALLGRÍMSKIRKJU 3. sýning sunnudaginn 11. jan. kl. 16.00. Sýning mánudaginn 12. jan. fellur niður. 4. sýning sunnudaginn 18. jan. kl. 16.00, 5. sýning mánudaginn 19. jan. kl. 20.30. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 14455, miðasala opin: sunnudaga frá kl. 13.00 og mánudaga frá kl. 16.00 og á laugar- dögum frá kl. 13.00-18.00 fyrst um sinn. A Útboð Sorphreinsun í Kópavogi Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi óskar eftir til- boðum í sorphreinsun í Kópavogi. Um er að ræða að fjarlægja sorppoka frá 4838 íbúðum og 273 fyrirtækjum í Kópavogi. Útboðsgögn verða af- hent á tæknideild Kópavogsbæjar, Fannborg 2, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verðaopn- uð á sama stað, þriðjudaginn 27. janúar nk. kl. 11 f.h.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.