Þjóðviljinn - 11.01.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Síða 5
Stefán Baldursson fyrir framan Iðnó: Hin mikla leikhússókn Islendinga er ákveðin vísbending um að leikhúsið okkar sé bæði skemmtilegt og spennandi. Væri svo ekki hætti fólk að sækja leikhús. Mynd E.ÓI, stjórnunarstarfa sinnt því sem hugur okkar stefndi til, hans til leiks og míns til leikstjórnar. Þorsteinn hætti sem Leikhús- stjóri eftir þrjú ár og síðan hef ég verið einn stjórnandi leikhússins og er þetta sjöunda ár mitt hér og jafnframt það síðasta sem leikhússtjóri, því næsta haust tekur Hallmar Sigurðsson, leik- stjóri, við.“ Yndislegur vinnu- staður og ormagryfja Ef þú lítur til baka yfir þessi ár þín hjá Leikfélaginu. „Einsog vera ber í leikhúsi, þá er alltaf mikið að gerast hér. Leikhúsið getur verið alveg ynd- islegur vinnustaður en breyst svo í algjöra ormagryfju á köflum. Maður fer í gegnum allan skalann og hoppar upp og niður eftir hon- um. I aðalatriðum er þetta samt mjög skemmtilegur vinnustaður. í>ó leikhúsið sé kallað stofn- analeikhús, þar sem það fær styrk frá Reykjavíkurborg, þá er það þó ekki mjög stórt, þannig að það minnir frekar á stóran leikhóp. Húsnæðið kallar einnig á miklu nánari starfshætti. í annan stað er stjórn leikhússins frábrugðin því sem tíðkast í stofnanaleikhúsum almennt, þar sem stjórn þeirra, leikhúsráð er skipað af yfirvöld- um, eigendunum, ríki eða borg. Leikfélaginu er hinsvegar stjórn- að á lýðræðislegri hátt. Því er stjórnað af þriggja manna stjórn, sem starfsfólk Leikfélagsins kýs. Leikhúsráð, sem stjórnar rekstri leikhússins með leikhússtjóra, er skipað stjórn leikhússins, einum fulltrúa borgarinnar og leikhús- stjóra, þannig að í því fimm manna ráði eru fjórir starfsmenn hússins.“ Að rœkta upp nýja höfunda Þegar þú lítur til baka. Merk- irðu einhverja ákveðna þróun innan leikhússins á þessum árum? „Þegar maður lítur um öxl og reynir að átta sig á þróuninni, tekur maður strax eftir því að á þessum árum hefur verið við- leitini til að fjölga í þeim hópi listafólks, sem starfar við húsið. Við höfum iðulega sett upp mjög fjölmennar sýningar og lagt okk- ur fram við að leyfa ungu fólki að spreyta sig, jafnt í smærri hlut- verkum sem og stórum og erfið- um. Þegar við opnuðum í haust voru 40 leikarar í starfi hjá okkur, reyndar bara hluti af þeim fast- ráðnir. Á þessum árum hafa einnig komið fram nýir leikstjórar, nýir leiktjaldasmiðir, ný tónskáld, sem hafa spreytt sig við leikhúst- ónlist og einnig hafa komið fram ný íslensk leikskáld. Hefur Leikfélagið gert töluvert af því að kynnas ný leikskáld, bæði íslensk og erlend enda er eitt af keppik- eflum leikhússins að rækta upp nýja höfunda. Endurnýjun að hefjast Undanfarinn áratug hafa fá ný áhugaverð leikskáld komið fram miðað við þá miklu grósku sem var í leikritun á sjönda áratugn- um, sem hófst með Jökli Jakobs- syni. Þó sýnast mér á lofti ýmis teikn um að endurnýjun sé að hefjast." Hvað er til marks um þau teikn? „Ég hef orðið var við að leikhúsáhugi hefur aukist að mun hjá ungu fólki og t.d. verða í ár frumsýnd mörg leikverk eftir nýja höfunda. Ef við lítum bara yfir árið sem var að líða, þá höf- um við verið með óvenju mörg íslensk leikverk í gangi. Leikgerð Bríetar Héðinsdóttur af Svart- fugli Gunnars Gunnarssonar, Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson, Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk Símonarson og fyrsta leikritið, sem frumsýnt var í haust var Upp með teppið eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur. Framund- an eru svo tvær íslenskar frum- sýningar, Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson nú á sunnudag og leikgerð Kjartans Ragnarssonar af Eyjum Éinars Kárasonar." Ekki íhaldssöm stofnun Stofnanaleikhúsin eru oft gagnrýnd fyrir íhaldssemi í verk- efnavali. „Ég mótmæli því að við séum íhaldssamir í verkefnavali. Þessi ár sem ég hef verið við leikhúsið höfum við kynnt fjölmörg verk nýrra erlendra höfunda, höfunda sem fara nýjar leiðir í leikritun sinni. Því miður hefur aðsóknin að slíkum verkum ekki alltaf ver- ið mjög góð, en þrátt fyrir það er það lífsnauðsynlegt fyrir leikhús- ið að fá tækifæri til að glíma við þau. Sem dæmi um höfunda sem við höfum kynnt get ég nefnt Franz Kroetz, Bandaríkjamann- inn Sam Sheppard, Svíann Lars Norén, sem nú þykir eitt athyglis- verðasta leikhússkáld Norður- landanna og írann Brian Friel. Nú standa t.d. yfir sýningar á leikritinu Vegurinn til Mekka, eftir Suður-Afríkanska leik- skáldið Athol Fugard. Þetta eru bara örfá af þeim fjölmörgu leik- skáldum sem Leikfélagið hefur kynnt á undanförnum árum og því vísa ég því á bug að við séum íhaldssamir í verkefnavali. Við höfum reynt að sinna þessum þætti leikhússins einsog tök hafa verið á, en þar sem leikhúsið er rekið að stærstum hluta fyrir eigið aflafé verðum við einnig að vera með sýningar sem trekkja, því höfum við orðið að leggja áherslu á hvoru tveggja, góða að- sókn og nýsköpunina. En tilraunastarfsemi felst ekki bara í verkefnavali, hún felst ekki síður í því hvernig verk eru sviðs- sett. Leikstjóri getur sviðsett það klassískasta af öllu klassísku á mun framsæknari máta en annar sviðsetur nútímaverk.“ íslendingar mikið leikhúsfólk íslendingar eru mikið leikhús- fólk þrátt fyrir það að leikhús- hefðin sé mjög ung hér á landi. Hvað veldur? „Það er rétt að leikhúsið okkar er ungt, en hinsvegar eigum við gamla bókmenntahefð og fólk kemur í leikhús til að láta segja sér sögu. Slíkt þarf þó ekki að vera bundið við textaleikhús, því það er hægt að segja sögu á ýms- an annan máta, á leikrænan hátt. Þessa mikla leikhússókn held ég að sé ákveðin vísbending um að íslenskt leikhús sé bæði spenn- andi og skemmtilegt. Væri svo ekki hætti fólk að sækja leikhús. En það kemur alltaf aftur. Það hefur einnig sýnt sig að við eigum góða íslenska höfunda, sem skrifa góð leikhúsverk og höfða til áhorfenda.“ Eru það ákveðnar stéttir sem sækja leikhús umfram aðrar? „Nei. íslenska leikhúsið hefur alla tíð verið almenningseign ólíkt því sem víða annarsstaðar er. Til marks um það er m.a. hið blómlega áhugaleikhússtarf hér á landi, en um 70-80 áhugaleikfé- lög eru starfandi í landinu og flest þeirra setja upp eina sýningu á ári. Þetta undrast leikhúsfólk í nágrannalöndum okkar og öfundar okkur að. Erlendis er áhugaleikhópur kannski ár að koma upp einni lítilli sýningu en hérna tekur fólk sig saman einsog það væri að vinna í atvinnu- leikhúsi og kemur upp sýningu, og það ekki ósjaldan merkum sýningum og metnaðarfullum, á sex vikum.“ Leikhúsið er sérstök reynsla Óttast leikhúsfólk ekki hið aukna framboð á hverslags af- þreyingarefni, sem nú er boðið uppá? „Það er auðvitað ákveðin hætta á að það komi niður á að- sókninni en hinsvegar er leikhús- ið svo sérstök reynsla, sameigin- leg upplifun flytjenda og áhorf- enda, að ég þykist nokkuð viss að það muni halda sínum hlut. Fólk mun alltaf hafa þörf fyrir þessa reynslu. Það er svo annað mál að ieikhúsið verður að nýta sér betur þessa sérstöðu, þessa sameigin- legu upplifun og þá möguleika sem leikhúsið hefur yfir að ráða. Það hefur þegar verið gert tölu- vert af því. Formið hefur verið stokkað upp og önnur rýmisnotk- un en sú hefðbundna, verður æ algengari. Áhorfendur sitja ekki lengur aðgerðarlausir á bekkjun- um og einblína á sviðið, heldur er leikurinn færður nær þeim, t.d. með því að leika allt.í kringum þá. Borgarleikhúsið býður upp á slíkar uppfærslur og ástæðan fyrir því að við fórum út í skemmutil- raunina, var einmitt sú að við vildum reyna að brjóta upp form- ið, sem er erfitt í j afn litlum sal og Iðnó.“ Vinna uppö líf og dauða Að lokum Stefán. Þú hefur leikstýrt fjölda verka hér í lðnó, jafnmframt því að stýra leikhús- inu. Hvaða uppfærsla er þér eftir- minnilegust? „Það er mjög erfitt að gera upp á milli sýninga. Leikhúsvinnan er mjög óútreiknanleg og árangur- inn mikið undir því kominn hvernig fólk velst saman í það og það skiptið. Ég á skemmtilegar og góðar minningar frá flestum sýningum sem ég hef tekið þátt í. Ef ég á að taka eitt verk út úr, ætli ég grípi þá ekki til gamallar klisju leikstjóra, semsagt að sú sýning sem maður er að færa upp þegar spurningin er borin fram sé sú merkasta. Vinnan við að færa á svið leikverk er alltaf upp á líf og dauða. Það kemst því fátt ann- að að þessa dagana en Dagur vonar.“ -Sáf Sunnudagur 11. janúar 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.