Þjóðviljinn - 11.01.1987, Qupperneq 8
SUNNUDAGSPIST1U
Herra
Parkinson
og
leiðindin
Lagt út afstaðhœfingunni: „ óeirðir, glœpir
og vinnudeilur stafa afleiðindum“
í vikunni birti Morgunblaöiö
grein eftir þann fræga pró-
fessorC. Northcote Parkin-
son. Hann er þar aö velta fyrir
sérýmsum meinsemdum
samtíðarinnar. Og kemst aö
þeirri niðurstööu aö sú sjálf-
virkni, sú vélvæöing starfsins,
sem menn vonuðu að leysa
mundi mannfólkið undan ein-
hliöa og þjakandi erfiði hafa
leitttil vaxandi „óyndis". Fólki
leiöist, segirhann.
Hann er ekki einn um slíkar
athugasemdir. Meðal annars
hafa ýmsir vinstrisinnar oftar en
ekki fjallað um það, hvernig
sjálfvirkni, sérhæfing, niðurbút-
un vinnunnar og fleira leiða til
þess, að menn hafa æ takmark-
aðri yfirsýn yfir starf sitt og ávöxt
þess, ráða æ minna um tilhögun
vinnunnar og niðurstöður. Þeir
hafa látið þessa þróun falla undir
„firringuna“ sem eitt einkenni
kapítalísks tæknivædds þjóðfé-
lags - og ýmsir sáu í þeirri kell-
ingu mögulega kveikju að upp-
reisn alþýðu gegn þeim van-
mætti, sem sú firring hafði hrakið
hana út í.
Þjófar eða
verkalýðsfélög
En sem fyrr segir: Herra Park-
inson kýs að tala um leiðindi - og
nú ber svo við hjá honum að allt
mögulegt er þeim að kenna.
Hann segir á þessa leið í Morgun-
blaðsgreininni ( sem upphaflega
er erindi flutt á fundi í Noregi):
„Óeirðir, glœpir og vinnudeilur
stafa af leiðindum... Pegar við
reynum aðfást við vandamál, sem
fjölmiðlar og skólar vekja athygli
á vegna óeirðaseggja og þjófa eða
verkalýðsfélaga og fíkniefna-
neytenda, verður okkur ekkert á-
gengt fyrr en við komumst að
kjarna málsins. Það sem við verð-
um að fást við eru fyrst og fremst
leiðindi: örvœnting fólks sem
hvorki hefur áhuga á vinnu sinni
né lífi. “
Herra Parkinson er bersýni-
lega einn þeirra, sem finnst þægi-
legt að gera sér hlutina einfalda.
Og er hægur vandi að sjá að baki
slíkri einföldun lævísa til-
hneigingu til að gera sem minnst
úr verkalýðshreyfingu, eins og nú
er mjög í tísku í hægrigustum:
glæpir og vinnudeilur, verka-
Iýðsfélög og þjófar eru þrædd
upp á eitt band með þeirri lang-
sóttu aðferð að leiðindi fólksins
tengi það saman sem ósamkynja
er.
Að flytja
veruleikann
Parkinson telur vaxandi notk-
un fíknilyfja eina helstu sönnun-
ina fyrir því hve háskaleg leiðind-
in eru í samtímanum. Og hann
notar fíknilyf í allvíðtækri merk-
ingu - tekur þar með bæði áfengi
og fjárhættuspil og nú síðast
hraðadýrkun og hávaða (rokk-
mengun til dæmis) - hér mætti og
bæta við sjónvarpi sem vímu-
gjafa. Og mælir enginn því í móti
í sjálfu sér, að fólk leiti á vit allra
þessara vímugjafa vegna þess að
því blátt áfram leiðist. Hitt er svo
rétt að hafa í huga, að það er
mikil einföldun, að þeir sem flýja
raunveruleikann með þessum
hætti geri það vegna þess fyrst og
fremst hve störf manna eru „sjálf
virk“ orðin. Fíkniefnaneysla er
ekki síst vandamál þess unga
ifj Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
byggingadeildar, óskar eftir tilboöum í eftirfar-
andi:
a) Innanhúss málun á leiguíbúðum í eigu Reykja-
víkurborgar. Tilboöin veröa opnuö miðviku-
daginn 21. janúar nk., kl. 11.
b) Innanhúss málun íbúöa fyrir aldraða í eigu
Reykjavíkurborgar. Tilboðin verða opnuð mið-
vikudaginn 21. janúar nk. kl. 14.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000 skilatrygg-
ingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuð
á sama stað á ofangreindum tíma að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
fóiks, sem hefur ekki einu sinni
fengið að spreyta sig á þeirri ein-
hæfu vinnu sem helst er í boði.
Þessi veruleikaflótti - með of-
beldisverkum og öðrum mis-
jöfnum fylgifiskum - eru miklu
heldur tengdur atvinnuleysi held-
ur en „sjálfvirkni“.
En vitanlega er það svo ekkert
nýtt, að visst samhengi sé milli
leiðinda, vinnu og vímugjafa.
Ekkert nýtt
Menn þurfa ekki lengi að skyggj-
ast um í sögunni til þess að vita,
að sú vinna sem mönnum er
nauðsynleg til framfæris hefur
lengst af verið alþýðu manna
þung byrði. Hún er einhæf og í
rauninni „vélræn" löngu fyrir
eiginlega vélaöld. Og á þeim tíma
þegar t.d. vinna handverks-
manna var ekki eins einhæf og
vinna verksmiðjufólks varð eftir
upphaf vélaaldar og tilkomu færi-
bandanna, þá var hún vissulega
erfið og leiðinleg - vegna óheyri-
lega langs vinnutíma við afleitar
aðstæður. Og yfirstéttir hvers
tíma vissu vel, að til að ekki syði
upp úr, þá þurfti að slá á þá
spennu sem upp hlóðst með því
að vísa alþýðu á einhvern tiltölu-
lega ódýran vímugjafa. Það var
bersýnilega opinber pólitík,
hvort sem væri í Bretlandi eða
Rússlandi, að tryggja það, að
hvenær sem verkamaðurinn
mátti um frjálst höfuð strjúka þá
gæti hann drukkið sig kengfullan
af vodka eða gini fyrir nokkra
aura.
Það er þá ekki úr vegi að geta
þess í leiðinni að áður en þau
verkalýðsfélög sem Parkinson
skipar á bekk með þjófum, gátu
hafið sínar skelfilegu vinnu-
deilur, þá þurftu þau að byrja á
því að þurrka upp verkalýðinn,
eða að minnsta kosti sæmilega
stóran hluta hans - svo hann
mætti höfði halda í átökum tím-
ans. Og til að menn gætu barist
með krafti samstöðunnar fyrir
auknu frelsi - og þá ekki síst því
frelsi undan „leiðindum," sem
ekki fæst nema að vinnutími sé
styttur verulega.
Ekki
dœgrastytting
Parkinson talar um það í grein
sinni að „verkfall býður upp á
æsing, leikræn tilþrif, átök eins
og í fótboltakeppni." Já og hvað
með það? Vitanlega eru slík átök
tilbreyting á langri glerperlufesti
hvunndagsins - meira en svo, í
þeim hefur einatt verið nokkur
lyfting sem tengist því að menn
eru að uppgötva sjálfa sig og aðra
í nýju samhengi, komast að því,
að þeir eru nokkurs megnugir.
En vitanlega fer því fjarri að
menn segi sem svo: æ mér leiðist,
eigum við ekki að fara í verkfall!
Verkfall var lengi vel hættuspil,
þátttakendur tefldu einatt vel-
ferð fjölskyldna sinna í háska.
Síðar meir fara menn í verkföll
blátt áfram vegna þess, að þeir
sætta sig ekki við misrétti í
þjóðfélaginu - nú eða þá að þeir
vilja knýja fram „annað mat á
sínu starfi," svo við tökum ýmsa
þá sem skár seru settir. Hvort
sem er - þetta kemur lítið við
leiðindum - eins þótt það sé rétt
ábending hjá herra Parkinson að
síður megi búast við vinnudeilum
í fyrirtækjum þar sem vinnan er
spennandi (slíkir vinnustaðir eru
sem betur fer til) en þar sem allt
er í sukki og óreiðu.
Þrjú róð
Nema hvað. Herra Parkinson
fullyrðir að leiðindin séu Óvinur-
inn og hann vill snúa á þann
vonda með þrem ráðum. Tvö
þeirra eru svosem ágæt - hann vill
að fólk sem fer á eftirlaun eigi
þess kost að vinna hálfan daginn
við ýmiskonar opinbera þjón-
ustu. Og hann mælir með því að
engum verði gert að vinna „sjálf-
virk störf“ lengur en þrjá daga í
viku - tvo daga vikunnar fái hver
og einn að gera eitthvað það sem
tilbreyting er í. Þetta er ágætt - en
það sem nú var nefnt krefst þess
reyndar, að sú hámarksnýting
sérhæfðs vinnuafls, sem mark-
aðshyggjan heimtar, verði látin
víkja fyrir öðrum og manneskju-
legri kröfum.
Afleit tillaga
Þriðja ráð Parkinsons er svo
miklu lakara. Hann vill halda
ungu fólki frá „fjárhættuspilum
og fíkniefnaneyslu“ með tveggja
ára þegnskylduvinnu að loknu
námi. Hann gerir ráð fyrir því, að
slík þegnskylduvinna gæti átt sér
stað á sjúkrahúsum eða í skóg-
rækt, en hann hefur ekki síst hug-
ann við að lögreglan og herinn
taki við unga fólkinu, því Parkin-
son vill kenna aga. Hann segir
m.a.:
„Mín tillaga er sú að sérhver
ungur þegnskyldur maður œtti að
fá skírteini, þegar hann er leystur
frá herþjónustu, og án slíks skír-
teinis myndi enginn atvinnurek-
andi ráða hann í vinnu. “
Þetta er náttúrlega niður fyrir
allar hellur. Og vel á minnst - það
er eins og maður hafi heyrt það úr
ótal áttum að engin „þegnskyldu-
vinna“ sé óyndislegri en einmitt
herþjónusta, sem einkennist ekki
síst að því að borðalögð fól finna
tilgang í lífinu með því að pína
óbreytta til að vinna sóðaleg
verk, heimskuleg og að sjálf-
sögðu hrútleiðinleg. Og liggja
leiðir þaðan beint í næsta vímu-
gjafa.
Merkileg
mál
Ekki þar fyrir - herra Parkin-
son fitjar upp á merkum málum,
þó boðskapur hans sé um margt í
skötulíki. „Leiðindin" eru raun-
veruleg og þau eru blátt áfram
böl. Og það er mikið og verðugt
pólitískt verkefni í okkar hluta
heims, að sækja að þeim úr ýms-
um áttum. Bæði með því að taka
upp slag gegn atvinnuleysi, fyrir
styttri og sveigjanlegri vinnu-
tíma, fyrir íhugunarrétti um til-
högun vinnunnar - og svo fyrir
sem bestum skilyrðum þess, að
mönnum verði eitthvað úr
auknum frístundum. Það er ekki
síst á þessum brautum að sósíal-
istar og aðrir vinstrisinnar gætu
komist að því og upplýst aðra um
það, að þeir hafa margt það til
mála að leggj a sem ekki er í vörsl-
um hinna - það er að segja hinna
sjálfumglöðu hægrinagla sem
halda að þeir hafi fundið endan-
leg svör við flestu því sem máli
skiptir. ÁB
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1987