Þjóðviljinn - 11.01.1987, Page 10
Nýverið var haldin ráðstefna í
Strassbourg á vegum Æsku-
lýðsráðs Evrópuráðsins um
málefni Nicaragua. Allstóku
þátt í ráðstefnunni um 120
manns frá 13 alþjóðlegum
æskulýðssamtökum. Meðal
þátttakendanna var fulltrúi frá
Islandi, Torfi Hjartarson, en
hann var skiptinemi í Nicarag-
ua frá 1983-84 og hefur síðan
þá fylgst náið með atburðum í
landinu.
Að sögn Torfa eru slíkar ráð-
stefnur haldnar tvisvar á ári og
mikið í þær lagt. Þekktir sérfræð-
ingar um þau mál sem fjallað er
um eru gjarnan sóttir í aðrar
heimsálfur og að þessu sinni kom
auk margra annarra rithöfundur-
inn Eduardo Galeano frá Urugay
en hann er kunnur fyrir bók sína
Opnar æðar Rómönsku Amer-
íku. Við báðum Torfa að segja
okkur nánar frá ráðstefnunni.
15 þúsund horfnir?
Á ráðstefnunni fór mest fyrir
umræðum um þrjá málafloicka
sem snerta Nicaragua.
Mannréttindamál, þróun hryðju-
verkastarfsemi Contraskærulið-
anna og stöðu efnahagsmála. Ég
tók sjálfur mestan þátt í umræð-
um um mannréttindamál en þar
kom margt athyglisvert fram.
Þarna var mættur svissneskur
maður að nafni Adrian Zöller en
hann er fulltrúi kaþólsku mann-
úðarsamtakanna Pax Christi hjá
Sameinuðu þjóðunum í Genf.
Hann hefur farið margar ferðir til
ríkja M-Ameríku að huga að
stöðu mannréttinda þar og þrisv-
ar sinnum til Nicaragua eftir að
byltingin var gerð. Á ráðstefn-
unni skýrði hann frá því að hann
hafi hvergi fengið móttökur eins
og þar. Stjórnvöld féllust fyrir-
varalaust á öll skilyrði sem þeir
settu. Þeir fengu t.d. að vera einir
í utanríkisráðuneytinu og skoða
gögn þar að vild og ljósrita þau ef
þeim sýndist. Þeir fengu að fara á
milli fangelsa og ræða við fanga í
einrúmi og þeim var heimilt að
segja frá niðurstöðum athugana
sinna í beinni útsendingu í sjón-
varpinu.
Það var álit þessa manns og
samdóma álit flestra á ráðstefn-
unni, sem hafa verið í Nicaragua,
að skipulagðar ofsóknir séu ekki
liður í stjórnkerfi Sandinista. Þar
eru menn dæmdir ef þeir brjóta
Iög og eitthvað er um það að
menn séu settir í fangelsi í
skamman tíma vegna gruns um
aðild að hryðjuverkum, en flestir
sem kannað hafa málið eru sam-
mála um að þar séu ekki eigin-
legir samviskufangar. Engin
dæmi eru um pólitísk morð eða
pyntingar þegar frá eru talin aga-
brot einstakra her- og lögreglu-
manna. Um 300 slíkir hafa verið
dæmdir hart fyrir slík brot en það
er algert einsdæmi í þessum
heimshluta.
í Nicaragua eru tvær
mannréttindanefndir starfandi.
Önnur þeirra var stofnuð af
stjórnvöldum eftir byltinguna en
hin lýtur forystu Jose Esteban
Gonzales sem er einn af forystu-
mönnum hægri aflanna. 1981
lýsti hann því yfir á þingi Pax
Christi í Róm að 15 þúsund
manns væru horfnir í Nicaragua.
Af því tilefni fór Zöller með
rannsóknarnefnd til Nicaragua
og hóf rannsókn á skrifstofu
mannréttindanefndar hægri
manna í Managua. Á listanum
yfir þá horfnu reyndust vera 5
þúsund nöfn en ekki 15 þúsund.
Sandinisti fagnar sigari daginn sem byitingin var í höfn 19. júlí 1979. Konur
skipuðu mikilvægt hlutverk í frelsisbaráttunni.
Torfi Hjartarson: Byltingin ÍNicaragua
þarffrið
Eftir viku hafði rannsóknar-
nefndin haft uppá öllum nema
800 manns. Við nánari athugun
kom svo í ljós að 500 þeirra voru
þjóðvarðliðar Somoza sem létu
lífið í byltingunni. Á lístanum
voru eftir 300 nöfn sem ekki tókst
að gera grein fyrir. Tala „hor-
finna“ hafði þannig lækkað úr
15.000 í 300. Zölier lagði
áherslu á að þeir sem hafa hæst
um mannréttindabrot í Nicarag-
ua, eins og t.d. kardínálinn
Obando y Bravo og fulltrúar
hægri manna hafa hvað eftir ann-
að farið með staðlausa stafi og
leiða auk þess hjá sér hryðjuverk
Contrasveitanna. Zöller sagði að
þetta ábyrgðarleysi kardínálans
gæti valdið stöðu kaþólsku kirkj-
unnar í Iandinu ómældum skaða.
Það er ekki bara Zöller sem
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að mannréttindabrot séu ekki lið-
ur í stjórnkerfi Nicaragua. Fjöldi
annarra hafa rannsakað þessi mál
líka og komist að svipaðri niður-
stöðu s.s. ýmsar evrópskar þing-
mannanefndir og samtökin Am-
ericas Watch.
Saklausu fólki
slótrað-
Á ráðstefnuninni var líka fólk
sem hefur verið að rannsaka
hryðjuverk gagnbyltingarafl-
anna, t.d. bandaríkjamaðurinn
Jonathan Abady en hann hefur
farið vítt og breitt um sveitir Nic-
aragua í rúmt ár og safnað vott-
festum vitnisburðum frá hundr-
uðum manna. Niðurstöður hans
sýna að gagnbyltingaröflin hafa
breytt um áherslu í hernaði sín-
um. Nú ráðast þeir í minni mæli
en áður á hernaðarmannvirki og
hersveitir en á sama tíma dregur
ekkert úr látlausum árásum þar
sem saklausu fólki er bókstaflega
slátrað. Þeir sýna alveg ótrúlegan
skepnuskap. Eitt dæmi af mörg-
um sem Abady nefndi gerðist 31.
júlí síðastliðinn en þá réðist 100
manna sveit gagnbyltingarsinna
inn í lítið sveitaþorp og byrjaði á
því að drepa 4 menn sem höfðu
leitt þróunarstarf á sviði heilsu-
gæslu, matvæladreifingar og
landbúnaðar á svæðinu. Þeir
voru bundnir og stungnir í kvið
og háls. Þá höfðu kynfærin verið
skorin undan einum þeirra og
augun stungin úr öðrum. Áður en
þeir yfirgáfu þetta þorp brenndu
þeir nokkur heimili og tóku með
sér lyfjabirgðir þorpsins. Þetta er
bara eitt einstakt dæmi. Þunginn í
hryðjuverkum þeirra er smám
saman að færast allur yfir í þetta
form. Sprengjuárásir á smáþorp,
jarðsprengjur í alfaraleið,
nauðganir, hrottalegar misþyrm-
ingar o.s.frv. Svo hafa þeir aflað
sér liðsauka með því að ræna
fólki og draga það með sér til
búða sinna í Honduras.
Eins og flestir vita ákvað
Bandaríkjastjórn á síðasta ári að
veita Contraskæruliðunum 100
miljónir dollara til starfseminnar.
3 miljónir af þessu fé ætla skæru-
liðar að nota til þess að styrkja
stöðu sína á Vesturlöndum með
því að koma upp áróð-
ursmiðstöðvum víðsvegar um
Evrópu. Nú þegar eru þrjár svo-
kallaðar mannréttindaskrifstofur
komnar í gagnið.
Stríðið helsti
dragbíturinn
Hagvöxtur í Nicaragua var
mikill allt til ársins 1983 en frá
1984 fram til dagsins í dag hefur
verið að halla undan fæti. Það er
fyrst og fremst stríðið sem hefur
valdið þessum skaða, en mikið
hefur þurft að draga úr fram-
leiðslu vegna þess. Um 250.000
manns hafa orðið að yfirgefa af-
skekkt svæði og þar liggur fram-
leiðslan niðri. Skemmdir á
mannvirkjum hafa verið gífur-
legar, en svo hefur viðskiptabann
Bandaríkjanna að sjálfsögðu haft
mikil áhrif. Ofaná þetta hefur
Nicaragua verið að berjast við
heimskreppu eins og nágranna-
löndin og ramba nú mörg þeirra á
barmi gjaldþrots.
Fyrst eftir byltinguna var lögð
mikil áhersla á mikla tæknivæð-
ingu og þá búgarða sem voru
stórir í sniðum. Stríðið og fengin
reynsla hafa hins vegar haft þau
áhrif að nú er fremur stutt við
bakið á smábændum og landbún-
aði í smáum stíl þannig að gagn-
byltingasinnar hafa ekki eins
hnitmiðuð skotmörk. Auk eigna-
manna er um helmingur lands-
manna í smárekstri ýmis konar í
Iandbúnaði og verslun þannig að
efnahagskerfið í Nicaragua er
blandað. Erlend fyrirtæki virðast
þrífast mjög vel í Nicaragua, en
ESSO rekur t.d. stærstu olíu-
hreinsunarstöðina í landinu.
Vegna stríðsins verður stjórnin
að veita um 50% af sínum ríkisút-
gjöldum í varnir. Um 35% fara í
menntun og heilbrigðismál. Á-
standið er bágborið því ríkið er
skuldugt og verðbólgan hefur far-
ið upp úr öllu valdi. Talað er um
þrjár leiðir til lausnar: í fyrsta lagi
að skera niður útgjöld til mennta-
mála og heilsugæslu, en það væri
auðvitað mjög óæskilegt. Þá er sá
möguleiki að stórauka skatta á
eignafólk, en sú leið myndi auka
spennuna í landinu verulega.
Þriðja leiðin sem væri að sjálf-
sögðu sú besta en liggur hins veg-
ar alls ekki fyrir er sú að binda
endi á styrjöldina.
Þó að erlendar skuldir Nicar-
agua nemi nú um 5 miljörðum
dollara er ástandið kannski ekki
eins slæmt og maður gæti haldið
við fyrstu sýn. Ólíkt því sem gerð-
ist á Kúbu, þar sem Kúbumenn
áttu ekki annarra kosta völ en að
leita til Sovétríkjanna eftir við-
skiptabanni Bandaríkjamanna
þá hefur Nicaragua geta leitað til
V-Evrópu. Við V-Evrópu hefur
Nicaragua átt mjög gott efna-
hagslegt samstarf og einnig önnur
þróunarlönd, en mikið af er-
lendum skuldum landsins eru
hagstæð langtímalán sem koma
frá löndum eins og Mexikó, Bras-
ilíu, Argentínu, Arabalöndun-
um, Lýbíu, Kína og svo Evrópu-
löndunum. Að auki eru bankar í
Bandaríkjunum sem styðja ekki
viðskiptabannið og hafa fram-
lengt lán til Nicaracua. Bandarík-
in skilja hins vegar eftir sig stórt
skarð og hafa komið í veg fyrir
ýmiss konar stuðning alþjóða-
stofnana. Það er þetta skarð sem
austantjaldslöndin hafa leitast
við að fylla með ýmsum fram-
lögum.
Margir hagfræðingar hafa lagt
áherslu á það að Evrópa eigi að
auka aðstoð sína við Nicaragua
en þannig staðfesti Evrópulöndin
sjálfstæða utanríkisstefnu gagn-
vart Bandaríkjunum. Þeir benda
á að þetta snertir spurninguna um
sjálfstæði smáþjóðar gagnvart
stórveldi og að hún sé ekki ein-
ungis lífsspursmál fyrir Nicarag-
ua heldur líka smáþjóðir Evrópu.
Það er ljóst að það eru miklar
vonir bundnar við Nicaragua út
um allan heim, ekki síst í öðrum
þróunarlöndum og vitneskjan
um það er mjög mikilvæg fyrir
Nicaragua. Byltingin í Nicaragua
er tilraun til þess að fara nýjar
leiðir og þess vegna er mjög
mikilvægt að Bandaríkin komist
ekki upp með að afskræma bylt-
inguna þar til hún verður óþekkj-
anleg. Eitt af skilyrðum þess að
tilraunin í Nicaragua heppnist
eru að þjóðin fái allan þann
stuðning sem hún þarfnast og þar
geta íslendingar orðið að liði.
—K.Ól.
Torfi Hjartarson.
Vinningar í H.H.Í. 1987: 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000;
2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukauinningar á kr. 20.000.
Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.
ARGUS/SÍA
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vœnlegast til vinnings
BYLHNG AFSKRÆMD I ARODRI
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1987