Þjóðviljinn - 11.01.1987, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Qupperneq 12
Meistarar 1 ra mtíða r- innar Alexei Suetin, stórmeistari, fjallar um sovéska skáksnillinga, sem nú eru að vaxa úr grasi Þegar Þjóðviljinn rœddi við íslenska skákmenn eftir einvígi þeirra Kasparovs og Karpovs, kom fram sú skoðun að þeir tveir vœru í algjörum sér- flokki. Nýlega birtist grein eftirSovéska stórmeistar- ann Alexei Suetin, sem árið 1981 var staddur hér á landi við að þjálfa íslenska skákmenn, þar sem hann veltir fyrir sér þeim skákmönnum sem nú eru að vaxa úr grasi. Ungum skák- meisturum fjölgar Þaö er útbreidd skoðun meðal almennings um heim ailan að heimsmeistarinn Garrí Kasparov, og fyrrverandi heimsmeistari, Anatolí Karpov, skari svo f ram úröllumöðrum stórmeisturum nú í dag í skáksnilli að enginn hinna síðarnefndu, þarmeðtaldir jafnvel hinir yngstu og efnilegustu, muni geta jafnast við þá í fyrirsjáanlegri framtíð. En slíkar fullyrðingar standast naumastgagnrýni. í þessari grein ætla ég að reyna að svara annarri spurningu sem er nátengd þeirri fyrri, eða réttara sagt leiðir af henni: Eru einhverjir ungir skák- menn, unglingar, gæddir svo miklum skákhæfileikum að mik- ils árangurs megi vænta af þeim í framtíðinni? Að sjálfsögðu tek ég dæmi úr sovésku skáklífi. Hér er rétt að geta þess að bæði Kasparov og Karpov, líkt og Mikhail Botvinnik, Vasilí Smysl- ov, Tigran Petrosjan og Mikhail Tal löngu á undan þeim, sýndu frábæra skákhæfileika á unga aldri. Nú á dögum er skákfræðsla komin á hærra stig í Sovétríkjun- um en þá var - sérstakir heima- vistarskákskólar hafa bæst við ungherjahallirnar, skákkennsla hefur verið tekin upp í stunda- skrár almennra skóla (í tilrauna- skyni eins og er), kunnir stór- meistarar annast bréfaskóla- kennslu á vegum íþróttafélaga, o.s.frv. Afleiðingin er sú að efni- legum skákmönnum sem vekja athygli sérfræðinganna í aldurs- hópnum 13-15 ára fer fjölgandi. INNRITUN í PRÓFADEILDIR AÐFARANÁM: Jafngilt námi í 7. og 8. bekk grunnskóla (1. og 2. bekk gagnfræðaskóla). Ætlað þeim sem ekki hafa lokið ofangreindum eða vilja rifja upp og hafa fengið E á grunnskólaprófi. FORNÁM: Jafngilt grunnskólaprófi og foráfanga á fram- haldsskólastigi ætlað fullorðnum, sem ekki hafa lokið gagnræðaprófi og unglingum sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi (fengið eink. D). FORSKÓLI SJÚKRALIÐA eða HEILSUGÆSLUBRAUT Undirbúningur fyrir Sjúkraliðaskóla íslands. VIÐSKIPTABRAUT/HAGNÝT VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUSTÖRF Framhaldsskólastig. Nám í prófadeild er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Lauga- lækjarskóla. Kennslugjald fer eftir fjölda námsgreina sem nemandi stundar. Hver mánuður greiðist fyrir- fram. Kennsla hefst 19. janúar. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskólanum, Frí- kirkjuvegi 1 13. og 14. janúar kl. 17-20. Sími 14106 og 12992. Fyrir tveim árum þjálfaði ég Alexei Drejev, 15 ára, frá Zjel- eznovodsk og Vasilí Ivantsjuk, 15 ára, frá Ternopolhéraði á heimsmeistaramóti drengja í Champigny í Frakklandi og við undirbúning þeirra fyrir mótið. Báðir náðu þeir mjög góðum ár- angri þrátt fyrir þá staðreynd að mikill meirihluti keppinauta þeirra var tveim til þrem árum eldri en þeir. Drejev vann gullverðlaun og Ivantsjuk deildi 2.-4. sæti með tveim öðrum. Tvelr efnilegir Ekki alls fyrir löngu létu þessir tveir ungu menn aftur að sér kveða. A móti ungra skákmanna í Sovétríkjunum (fyrir sterkustu skákmeistara innan 28 ára aldurs) vann Ivantsjuk, sem var yngstur keppenda, fyrstu verð- íaun, og Drejev vann einnig tii verðlauna. Petta kom mörgum á óvart en ekki mér. Fyrir tveim árum veitti ég athygli frábærum hæfileikum Ivantsjuk og fylgdist af athygli með framförum hans. Þegar á þeim tíma kom Vasilí auga á naumast sýnileg fléttufæri með undraverðum hraða og sýndi hugkvæmni sem jafnvel Tal þeg- ar hann var ungur hefði mátt öfunda hann af. Skákminni Ivantsjuk vakti furðu mína. Drengurinn fór í gegnum þykk bindi júgóslavneskra upplýsing- arita, sem eru full af nýjum og ákaflega flóknum skákum, og drakk þær í sig eins og svampur. Vasilf er einstaklega áhugasamur um skák. Sem skákmaður er Drejev að vissu marki andstæða Ivantsjuk. Alexei, sem er ungur maður með líkamsþroska umfram aldur, tefl- ir af miklu raunsæi og skynsemi. Óhætt er að segja að þeir séu báð- ir örugglega í hópi efnilegustu ungra, sovéskra skákmeistara. Þeir eru greinilega skákmeistarar morgundagsins. 13 óra snillingur En það er full ástæða til þess að tala líka um „hinn daginn“. Ung- lingar, næstum börn, tóku þátt í sveitakeppni-Iandsmótinu í skák sem haldið var í Volgograd. Á þessu móti kepptu raunverulega allir bestu skákmenn Sovétríkj- anna. Ég man ekki eftir neinu þvílíku áður. Hinn 13 ára gamli Vladimir Akopjan, sem tefldi fyrir Azerbeijan, vakti almenna athygli. Þetta ungmenni, sem leit út eins og barn, hagaði sér eins og reyndur baráttumaður við skák- borðið, bæði frá því sjónarmiði séð hvað hann tók skákina alvar- lega, og það sem mestu máli skipti hvað taflmennska hans bar vott um mikinn þroska. Meðal andstæðinga hans voru þekktir og reyndir skákmenn, sérstak- lega má nefna alþjóðlega stór- meistarann Jevgení Vasjukov frá Moskvu. En Akopjan (er raunar tefldi á einu af neðri borðunum) tapaði ekki einni einustu skák, vann tvær og gerði fímm jafntefli. Félagar hans í liðinu sögðu með stolti, að jafnvel Kasparov hefði ekki sýnt slíka leikni á hans aldri. Á síðasta ári vann Akopjan sér meistaratitil og varð, að ég held, yngstur manna til þess að hljóta þann virðulega titil. Ljóst er samt að ungir skák- snillingar ná oftar góðum árangri í keppni við jafnaldra sína. Það er af þessum sökum sem sovéskir skákáhugamenn sýna slíkum mótum mikinn áhuga, einkan- lega þó landsmótum þar sem þátttakendur eru hæfileikarík- ustu fulltrúar ungu kynslóðarinn- ar, valdir úr í mörgum forkeppn- um. Sigurvegari í síðasta slíku móti, sem haldið var í Daugav- pils, var Daríus Ruzals, 16 ára skólapiltur frá Panevezis, sem náði mjög góðum árangri. Sama á við um hinn 14 ára gamla Mik- hail Uljbin frá Sverdlovsk, sem var aðeins hálfum vinningi neðar en sigurvegarinn. Fyrrnefndur Akopjan varð í 13.-16. sæti á þessu móti, sem sýnir hve kepp- endurnir voru góðir. Eftir að hafa farið yfir skákirnar sem tefldar voru í þessari keppni komst ég að þeirri niðurstöðu að nýrra stór- meistara og sterkra meistara væri von í Sovétríkjunum í náinni framtíð. Skákin yngist hratt Það er því enginn vafi á því að í skákina er mikið aðstreymi nýrra hæfileikamanna. Við verðum vitni að harðri keppni milli ung- linganna, sem er þeim mikill hvati til frekari framfara. Þegar á heildina er litið „yng- ist“ skákin mjög hratt. Kasparov er aðeins 23 ára. Andrei Sokolov er jafnaldri hans en Artur Jusop- ov, andstæðingur hans í væntan- legu einvígi, er 26 ára. í þróun skákarinnar er greinileg tilhneig- ing til endurnýjunar. Fyrir því eru fleiri ástæður en betri þjálfun ungra skákmanna. Eftirtalið atriði skiptir einnig miklu máli. Skákin er nú orðin, ef svo má segja, miklu vísindalegri en hún var fyrir tiltölulega fáum árum. Síaukin þjálfun og vaxandi upp- lýsingastreymi krefst mikillar vinnu til þess að ná tökum á þeim (til hvers er að leggja á sig að uppgötva það sem þegar hefur verið uppgötvað?). Þar af leiðandi fer mikilvægi vinnuþreks vaxandi, og ungir, stefnufastir og áhugasamir skákmenn hafa vissulega yfirburði í þessu tilliti. Þeir hafa gott minni, meiri skiln- ing og óslökkvandi þekkingar- þorsta til að bera. Þetta er önnur orsök þeirrar staðreyndar að ungir skákmenn eru ört að ryðja sér til rúms í skákheiminum. -APN Skólasafnvörður Barnaskólinn á Selfossi vill ráða skólasafnvörð í fullt starf (aldur nemenda er 6-12 ára). Upplýs- ingar gefur formaður skólanefndar í síma 99- 1467 eða skólastjóri í síma 99-1500 eða 99- 1498. Skólanefnd Frá skóla Unglinga- heimilis ríkisins Kennara vantar strax í hálft starf við skóla Ung- lingaheimilis ríkisins, Laugavegi 162. Upplýsing- ar í símum 14437 (skólinn) og 29647 (Guðlaug). Unglingaheimili ríkisins 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.