Þjóðviljinn - 11.01.1987, Qupperneq 13
Andrei Sakharof ræðir við blaðamenn í íbúð sinni í Moskvu: kannski er þetta prófraun á breytingar
undir stjórn Gorbatsjofs.
Reagan og Gorbatsjof í Reykjavík: hefðu þeir samið um langdrægar eldflaugar skiþti SDI engu
máli lengur.
„Hvorki sammála Reagan
né $ovétstjórninni“
Sakharofgerirgreinfyrirafstöðusinnitil Stjörnustríðs, kjarnorku og breytingaí Sovétríkjunum
Andrei Sakharof, eðlisfræð-
ingurog baráttumaðurfyrir
mannréttindum, er aftur í
Moskvu, hefur byrjað störf hjá
Lébédéf-eðlisfræði-
stofnuninni og talaróhindrað
viðerlendafréttamenn. í
merku viðtali við þýska viku-
blaðið Spiegel gerir hann
grein fyrir ástæðum fyrir því
að útlegð var af honum létt,
sem og áliti sínu á Stjörnust-
ríði, afvopnun og kjrnorkusi-
ysum - og staðfesta þau um-
mæli enn það, sem menn
máttu vita - að Sakharof hef ur
sitt ígrundaða mat á hverju
máli, og hirðiraldrei um það
hvortþað erítaktvið
hagsmuni sovéskra ráða-
manna né heldur banda-
rískra, né hagsmunahópa af
ýmsu tagi.
Sakharof gat þess í upphafi við-
talsins að hann hefði í Moskvu
þegar tekið þátt í tveim umræðu-
fundum um eðlisfræði við sína
gömlu stofnun - var einmitt verið
að ræða kenningar um að al-
heimur sé ósamhverfur - en hann
var fyrstur manna til að fjalla um
þá hluti. Pað kom og fram, að
hann hafði lagt stund á sín fræði í
útlegðinni í Gorki og gat pantað
þangað erlend vísindarit, en
kvartaði mjög yfir sambandsleysi
við aðra vísindamenn í einangr-
uninni. Þó komu sovéskir koll-
egar stöku sinnum til viðræðna
við hann og höfðu þá til þess op-
inbert leyfi. Og þó margt væri
honum gert til miska í Gorki, hélt
hann samt launum sínum sem
meðlimur sovésku vísinda-
akademíunnar- ásamt með eftir-
launum konu hans urðu það um
900 rúblur á mánuði, sem þykja
allgóð fjárráð í sovétríkjunum.
Þrýstingur að utan
Sakharof taldi það hafa skipt
mestu um að útlegðinni var
aflétt, að vísindamenn og ýmsir
áhrifamenn víða um heim tóku
hans máli við sovésk yfirvöld.
Hann sagði það hafi verið rangt
að leggja áherslu á að honum yrði
leyft að fara úr landi. Því hefðu
Sovétmenn jafnan getað svarað
með tilvísun til þess, að hann hafi
áður fengist við rannsóknir sem
eru ríkisleyndarmál - og þó langt
sé um liðið, sagði Sakharof, get
ég hvorki játað því né neitað, að
ég sé handhafi leyndarmála.
Vænlegra var það til árangurs
þegar menn í fyrra lögðu fyrst og
fremst áherslu á að ég fengi að
snúa aftur til Moskvu og fá að
sinna vísindastörfum. Auk þess
hefi ég nú ekki í huga að flytja úr
landi, þótt ég vildi gjarna ferðast
til útlanda að finna börn mín og
ræða við erlenda vísindamenn.
Þetta hjólpar
Gorbatsjof
Önnur ástæðan, sagði Sakha-
rof, er sú að orðið hafa breytingar
í landi okkar. Tekin hafa verið
skref til opinskárri umræðu, þótt
þau séu þverstæðukennd - mér er
sleppt úr haldi, en ýmsir sam-
viskufangar hafa búið við harðan
kost og vinur minn Martsjenko
Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins Sæbraut
1-2 Seltjarnarnesi
1. Fóstrur eða þroskaþjálfar óskast sem fyrst á
dagdeild. Umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni.
2. Starfsmaður við ræstingar.
Nánari upplýsingar í síma 611180
lést fyrir skömmu í fangabúðum.
Ég vona, sagði hann ennfremur,
að sú breyting sem hefur orðið á
mínum högum sé ekki pólitískt
bragð heldur endurspegli raun-
verulegar breytingar. Verið getur
að frelsun mín sé einskonar próf á
það hvernig breytingar í Sovét-
nkjunum undir stjórn Gorbat-
sjofs muni fram fara og við það sé
ég ekkert slæmt.
Ég tel reyndar að það hjálpi
Gorbatsjof að ég er laus ur út-
legð. Ég hefi reyndar aldrei
gagnrýnt hann eða fyrirrennara
hans persónulega heldur bara
fyrirbæri eins og mannréttinda-
brot. Ég hefi tekið til máls um
afvopnun og fleira og oft verið
ósammála opinberri stefnu. En
ég fagna því sem Gorbatsjof er að
gera í baráttu sinni gegn áfeng-
isbölinu.
Ekki foringi
hreyfingar
Ég tel það skyldu mína, sagði
Sakharof ennfremur, að halda
áfram að beita mér í vissum mál-
um - og þá fyrst og fremst berjast
fyrir því að samviskufangar séu
látnir lausir, ekki bara í Sovét-
ríkjunum heldur og um allan
heim. Hjá okkur mun mannrétt-
indahreyfing verða til svo lengi
sem mannréttindi eru brotin og
ég mun taka þátt í henni. Annað
mál er að mér líkar ekki allt sem
ég veit um hina og þessa hópa
andófsmanna. Meira segi ég ekki
um það, en mér mislíkar þegar
menn kalla mig foringja andó-
fshreyfingarinnar. Ég er ekki
fulltrúi neins annars en sjálfs
míns, ég tala ekki máli einstakra
hópa.
Ég veit ekki hver áform Gor-
batsjofs eru, og ég þekki það ekki
hvernig ákvarðanir eru teknar í
forystunni. En ég tel að lýðræðis-
þróun og aðrar umbætur séu
lífsnauðsyn hverju samfélagi við
aðstæður vísinda- og tæknibylt-
ingar okkar tíma.
Stjörnustríð
og afvopnun
í þvi máli tek ég hvorki undir
við sjónarmið Reagans né So-
vétstjórnarinnar. Áður en Reag-
an fór af stað með Stjörnustríðs-
áætlun sína (SDI), lýsti ég því yfir
í grein, að enda þótt hægt væri að
smíða ýmis vopn í slíkt kerfi
(leysigeisiavopn o.fl.) þá mundi
slíkt kerfi aldrei virka. Andstæð-
ingurinn gæti alltaf fundið svör
við slíku kerfi, sem væru miklu
ódýrari en það sem lagt er í SDI. í
þessu efni er ég sammála opin-
berri afstöðu Sovétríkjanna. En
ég var ekki sammála því að Gor-
batsjof setti allt í einn pakka á
Reykjavíkurfundinum og léti
SDI þar með koma í veg fyrir, að
hægt væri að semja um niður-
skurð á kjarnavopnum. Ef hægt
hefði verið að semja í Reykjavík
um að útrýma langdrægum eld-
flaugum beggja, þá hefur SDI
enga þýðingu meir.
Kjarnorkuslysið
Undir lok viðtalsins svaraði
Sakharof spurningum um kjarn-
orkuslysið í Tsjernobyl.
Þetta var hræðilegt slys og
menn illa viðbúnir. En ég mæli
ekki með því að menn vísi kjarn-
orkunni frá sér. Ég held að
mannkynið komist ekki af án
kjarnorku - af hagrænum, félags-
legum og öðrum ástæðum. Orku-
ver, sem ganga fyrir kolum, eru
líka hættuleg umhverfinu - og svo
önnur orkuver. Ef skaðinn sem
kolaorkuver valda er lagður sam-
an valda þau meira tjóni en
Tsjernobylslysið.
Verkefnið er að búa til kjarn-
orkuver sem eru 100% örugg. Og
ég ætla mér að taka þátt í þeirri
umræðu.
AB endursagði
St. Jósefsspítali, Landakoti
Ársstaða aðstoðarlæknis
við barnadeild
St. Jósepsspítala, Landakoti, er laus til umsókn-
ar. Staðan veitist frá 1. júní 1987.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1987.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri
störf skal senda til yfirlæknis barnadeildar.
Reykjavík 5.1. 1987
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar trúnaðarmanna-
ráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur fyrir árið 1987.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif-
stofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlan 7,
eigi síðaren kl. 12 þriðjudaginn 13. janúar 1987.
Kjörstjórnin
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13