Þjóðviljinn - 11.01.1987, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Qupperneq 14
 3 sem fann upp dínamitið og stofn- aði friðarverðlaun sjálfs sín. Ekki nógu svalir Ekki tilheyra allar frægar per- sónur sögunnar þeim svölu. Hrói höttur fékk frumlega hugmynd; að ræna þá ríku og gefa hinum fátæku, en klæðaburðurinn var fyrir neðan allar hellur, auk þess var hann alltof léttlyndur til að teljast svalur. Rudolf Hess, kunningi Hitlers. Flaug til Skotlands til að bjóða frið. Var stungið í fangelsi og sit- ur þar enn. Édward Kennedy. Átti svala bræður enda voru þeir báðir myrtir. Sjálfur keyrði hann út í vatn með vinkonu sína í farþega- sætinu. Hann gleymdi að bjarga henni og þar með var pólitískur frami hans að engu orðinn. Svalir þjóðflokkar Þegar litið er til ákveðinna menningarhópa kemur í ljós að sumir eru svalari en aðrir. Vík- ingarnir voru meðal þeirra svöl- ustu. Þeir ráku ferðaskrifstofu sem bauð upp á ferðir um allan hinn þekkta heim og fyrir tilvilj- un rákust þeir á Ameríku fimm hundruð árum á undan Kólumb- us. Á ferðalögunum var ýmislegt sér til gamans gert, farið með rán- um og gripdeildum, ofbeldi var hversdagsleg iðja og eftir að kveikt hafði verið í klaustrum, konum nauðgað, börn tekin til fanga og körlum slátrað, settust þeir niður og ortu ljóð. Inkarnir dýrkuðu sólina, lifðu í friði án vopna þrátt fyrir allt gull- ið. Mættu svo andstæðingum sín- um, Spánverjum, með reist höfuð, stolti og hugprýði. Og létu útrýma sér. I dag er heimurinn fullur af hópum sem eru ákaflega ósvalir: Nýnasistar, Ku klux Klan, Upp- ar, Frímúrarar og Englar vítis svo nokkrir séu nefndir.. Hver er svalur? Ólíklegast fólk er svalt. Það getur verið feitt, sköllótt og for- ljótt. Marlon Brando og Orson Wells eru góð dæmi um það að útlitið skiptir engu. Það eru ekki bara hetjurnar sem eru svalar, andhetjur einsog Woody Allen tilheyra ekki síður hópnum. Jafnvel þeir sem eitt sinn voru hetjur og féllu svo niður í með- almennskuna einsog George Best geta talist svalir. Þeir sýna enn að þrátt fyrir að þeim hefur mistekist þá hafa þeir engu gleymt. Jafnvel brjálæðingargeta verið svalir einsog brjálæðingar Anth- ony Perkins í öllum Pshyco myndunum. Sérvitringar teljast einnig oft í hópi þeirra svölu, Howard Hughes, Paul Getty, svo tveir múltímillar séu nefndir. En peningar eru ekki allt sem þarf. Þeir eru eiginlega algjört aukaatriði. Eina sem þú þarft að vita um peninga er hvernig á að eyða þeim. Það er alls ekki sama hvað keypt er. Það er t.d. mjög ósvalt að kaupa sér volvo, jafnvel þó þú hafir efni á því. ÍCauptu frekar Morris míní og notaðu af- ganginn á svalan hátt, eða gerðu einsog Peter Green, fyrrverandi gítarleikari Fleetwood Mac. Áttu Volvó? Sé svo þá reiknast þú ekki í hópi þeirra svölu. Reykiröu hinsvegar franskar sígarettur þarf ekki frekari vitnanna við: Þú ert svalur. Það er stöðugt verið að draga fólk í dilka, eftir útliti, fram- komu, lifnaðarháttum. Mjög hef- ur verið rætt og ritað um fyrirbær- ið uppa en það skal hér með upp- lýst að upparnir eru ekki svalir, þar af leiðandi þykir ekki lengur fínt að tilheyra þeirri manngerð, því það er hinn svali persónuleiki sem er inni, svo slett sé á okkar ylhýra. Nýlega kom út handbók í Bret- landi, sem enginn lætur sjá sig með, vilji hann tilheyra hóp þeirra svölu. Heitir bókin Cool á frummálinu, sem útleggst svalur á fornnorrænu. Er þar í máli og myndum gerð ítarleg grein fyrir öllum kostum sem hinn svali þarf að vera gæddur. Einnig er bent á ýmislegt sem varast ber vilji mað- ur tilheyra hópnum. En fyrst er sögulegt yfirllt Við byrjum í aldingarðinum Eden. Adam og Eva voru svöl þegar þau bitu í forboðna eplið og gerðu mannkynið brottrækt úr pardís að eilífu amen. Nói byggði sína örk þó nágrannarnir gerðu gys að honum, þeir höfðu ekki jafn gott samband við veðurstof- una og hann. Fleiri persónur Biblíunnar til- heyra hópi hinna svölu. Lot sem samrekkti dætrum sínum. Abra- ham sem ætlaði að fórna syni sín- um. Móses sem gekk á þurru yfir Rauðahaf. Davíð sem slóst við Golíat með slönguvað einan að vopni. Og sjálfur Kristur sem ætíð bauð hina kinnina, gekk á vatni, mettaði fimmþúsundir, breytti vatni í vín, snéri út úr fyrir guðfræðingum og valdsmönnum. Önnur svöl mikilmenni sög- unnar eru t.d. Alexander mikli, sem hafði sölsað undir sig allan hinn siðmenntaða heim áður en hann varð tvítugur, drakk einsog berserkur og lést ungur. Múham- eð sem innleiddi ný trúarbrögð og bannaði fylgismönnum sínum að drekka áfenga drykki. Rætnar tungur segja ástæðuna þá að hann hafi verið hasssölumaður. Ef við færum okkur nær í tíma hittum við fyrir Leonardo da Vinci í ítölsku endurreisninni. Að telja upp allt það sem hann lagði stund á myndi æra óstöðug- an. Hann skráði sínar vísindalegu uppgötvanir með spegilskrift og nú hefur komið fram sú tilgáta að hin dularfulla Móna Lisa sé engin önnur en hann sjálfur og brosið fýlusvipur meistarans á hvolfi. Sé haldið áfram að stikla á stóru má nefna Alfred Nobel, Gefðu þá og fáðu þer starf sem kirkjugarðsvörðúr. Hetjudýrkun þekkist ekki hjá hinum svölu, með einni undan- tekningu þó. Þeirdýrkasjálfasig. Að lokum er rétt að geta þess að þeir svöla hlýta aldrei neinum reglum, nema þegar þeir spila krikket og því er óhætt að taka ekki mark á neinu afþví sem á undan hefur verið sagt, nema því að eignast ekki volvó. Heimili hinna svölu En skoðum okkur nú um á heimili hinna svölu. Fyrst er þó að geta þess að flestir hinna svölu búa einir, einstaka undantekning er þó þar á og svöl pör eru til, þó ótrúlegt megi virðast. Þeir svölu búa annaðhvort í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði, einsog allir hinir, en heimili þeirra eiga það sameiginlegt að þau geisla ekki af góðum smekk og „design'* hús- gögnum. Húsgögnin er hægt að kaupa notuð eða í Ikea, eða bara hvar sem er og Hús og hýbýli er ekki fyrirmyndin þegar hlutunum er raðað í skipulegt kaos á heimili hinna svölu. Yfirleitt er bjart í íbúðunum og hlutunum komið fyrir á þægi- legan hátt þannig að íbúum og gestum líður vel. Fari gesturinn að rýna nánar í umhverfið, sem þeir svölu vona að hann geri, rekst hann á fullt af undarlegum hlutum sem koma honum á óvart. Myndirnar á veggjunum virðast tala til gestsins, ekki um myndasmiðinn, heldur um eigandann. Þú tekur eftir því að húsráð- andi hefur ekki eytt peningum í húsbúnað, en sé nánar hugað að kemur í ljós að innbúið hefur kostað sitt, peningarnir liggja í málverkum, mjög góðu hljóm- plötusafni, bókasafni þar sem tölvert er af fyrstu útgáfum. Þeir liggja hinsvegar ekki í dýrri eld- húsinnréttingu og dýrum gólf- teppum. Á bamum Þeir svölu kunna vel að meta áfengi en kunna sér hófs þó þeir telji sig geta drukkið hvern sem er undir borðið. Þeir fá þó timb- urmenn einsog allir aðrir. Það er þó ekki algilt að þeir svölu smakki það. Sumir þeirra komast nefnilega í vímu af því einu að vera með sjálfum sér. Ef við lítum á vínlistann hjá þeim sem ekki láta sér eigin nær- veru nægja til að komast í vímu, sjáum við efst á blaði kampavín. Það skal drukkið úr ekta kristal- glösum en sjálft vínið þarf alls ekki að vera það besta sem fáan- legt er og alls ekki það dýrasta. Pipar vodka. Heimalagaður. Gluggað í handbók fyrir þá sem vilja teljast svalir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.