Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 15
VERA SVALUR Þrem stórum piparaldinum er stungið í flösku af rússneskum vodka og flaskan látin standa í tvo mánuði. Fær hárin að rísa á höfðinu. Þurr Martíni, malt wiský, púrt- vín, koníak, Armagnac og rautt og hvítt léttvín. Ýmislegt ber þó að varast varð- andi vínið einsog annað og ýmsar tegundir ekki jafn svalar og aðr- ar. Ein góð regla er að drekka aldrei kokteil. Og gleymdu sval- anum. Ólíkt uppunum leggja þeir svölu ekki svo mikið upp úr matargerð. Blóðugar steikur, rjómasósur og önnur afbrigði franska eldhússins sjást sjaldan á borðum, hinsvegar er mjög mikilvægt að eggið sjóði í ná- kvæmlega þrjár mínútur og fimmtíu og eina sekúndu. Gott ráð er að skella laginu Down the Waterline með Dire Straits á fón- inn þegar egginu er skellt, ekki of harkalega, í pottinn, og um leið og síðasti gítarhljómurinn deyr út, skal það tekið upp. Tilbúnir pastaréttir í álumbúð- um eru vinsælir. Bakaðar baunir, kornflögur og tvær gerðir af sam- lokum en uppskrift þeirra fer hér á eftir: Hnetusmjörs og sultu samloka; önnur sneiðin smurð með smjöri, sultu eða marmelaði eða hunangi, hin sneiðin með hnetusmjöri, skal étið standandi. Hin samlokan inniheldur hnetu- smjör, salatblað og mæjones. Að lokum skal þess getið að kartöfluréttir þykja svalir . Ýmislegt varasamt Ýmsar bílategundir: Óþarfi að nefna Volvo, en Rollsinn þykir ekki heldur svalur. Hafirðu feng- ið gamla Volkswagenbjöllu fyrir slikk ertu hinsvegar á grænni grein. Skiptir engu þó hún sé varla gangfær. Farðu aldrei í strætó. Ferðistu með flugvél skaltu ætíð mæta við seinasta útkall og lestu aldrei björgunarleiðbeiningarnar. Þeg- ar flugfreyjan sýnir björgunar- vestin skaltu vera eins áhugalaus og mögulegt er. Og lestu aldrei tímarit flugfélagsins, þau eru yfir- leitt skrifuð af fallistum í landa- fræði. Notaðu aldrei gráa skó, aldrei anorak, demanta í tönnum, penna hangandi í ól um hálsinn, hjálpartæki kynlífsbankans, tölvuúr, né kredit kort (hvaða máli skiptir þó þú getir keypt þér helgarferð til Glasgow og verslað einsog brjálæðingur, þú þarft hvort eð er að borga þetta allt aftur). í handbókinni eru birtir listar yfir hvaða tónlist og bækur svala fólkið á að hafa í safni sínu. Einn- ig er birtur listi yfir þær kvik- myndir sem nauðsynlegt er að hafa séð. Þá er bent á hvað ekki á heima í safni hinna svölu. Of langt mál væri að telja allt þetta upp hér. Svöl pör Einsog áður sagði eru þeir svölu yfirleitt einhleypingar en þó eru til einstaka svöl pör. Þau má þekkja úr m.a. á því að fari þau út að skemmta sér, þá fara þau í sínhvora áttina um leið og þau koma inn á staðinn og hittast ekki aftur fyrr en þau yfirgefa veisluna. Þau fara stundum í sín- hvoru lagi í sumarfrí. Eru bæði á framabraut og skipta hvort við sinn bankann. Kyssast ekki opin- berlega og haga sér í einu og öllu einsog sjálfstæðir einstaklingar, en þegar makinn fellur frá þá heita þau því að líta aldrei við hinu kyninu aftur, að minnsta kosti í tvo mánuði. Þau rífast aldrei um það hvort eigi að keyra heim og megi því ekki drekka, byrja aldrei máls- grein á; að okkar mati, gráta ekki opinberlega, né rífast, biðja ekki gesti að yfirgefa heimboð fyrir miðnætti, né heldur geyspa þau sameigninlega. Að lokum Einsog allt annað þá er það dagsbundið hvað er svalt. Það sem er svalt í dag er það ekki á morgun. Hipparnir voru svalir á sínum tíma en eru það ekki lengur. Dópið þótti svalt en slíkt rugl á ekki upp á pallborðið lengur. Pönkið er úrelt í dag, sama má segja um skrikkinn og ýmis önnur fyrirbæri. Eini mögu- leikinn til að vera stöðugt svalur er að vera á undan tískusveiflun- um, eða sniðganga þær algjör- lega. Sumum gefst vel að vera ætíð á öndverðum meiði við viðmæl- endur sína en slíkt getur verið varasamt, t.d. ef þú ferð að bera blak af Hitler vegna þess að hann lét framleiða Fólksvagninn. Heimurinn þarfnast hinna svölu. Það er óumdeilanlegt eins- og sést á sögulega yfirlitinu í byrj- un greinarinnar. Hinsvegar vakn- ar stundum sú spurning hvort þeir svölu þarfnist heimsins. Eitt er víst að þeir hafa ekkert við þessa grein hér að gera og því síður handbókina sem var kveikjan að henni. -Sáf Bók eftir Gloriu Steinem: Marilyn Monroe með augum jafnréttiskonu Nú eru senn tuttugu og fimm ár síðan Marilyn Monroe lést. Og enn sem fyrr er ævi þess- ararfallegu konu, sem var gerð að vinsælasta kyntákni síns tíma, hvað sem leið hennar eigin löngun til að vera tekin alvarlega sem listakona, mikil freisting ævisagnahöf- undum. Þegarhafameiraen fimmtíu bækurveriðskrifaðar um Marilyn og nú bætast nokkrarvið. Einnamestaat- hyglivekurbókGloriu Steinem, sem eins og margir vita, hefur haft með skrifum sínum drjúg áhrif ájafnréttis- hreyfingu síðari missera. Hingað til hafa flestir ævisögu- ritarar Marilyn verið karlar og einatt á höttum eftir einhverju „hneykslanlegu“ eða æsilegu úr ástalífi hennar eða vímugjafa- neyslu (Marilyn lokaði sig inni yfir kampavíni seinni ævidaga sína og lést úr of stórum skammti lyfja - reyndar hafa verið uppi ýmsar kenningar um að henni hafi verið „hjálpað“ út úr heimin- um). Gloria Steinem reynir að skoða líf Marilyn, þá goðsögn sem um hana myndaðist frá sjón- arhóli kvenréttindahreyfingar- innar nýju. f stuttu máli sagt kemst Gloria Steinem að þeirri niðurstöðu, að allir hafi samein- ast um að halda Marilyn á því stigi að hún væri barnaleg og ósj- álfstæð - og launað henni fyrir það. Þegar bókarhöfundur var ung gekk hún út af kvikmyndinni „Karlmenn kjósa ljóskur“ vegna þess að henni fannst Marilyn óþolandi. Nú telur hún að Norma Jeane Baker (sem var hið rétta nafn Marilyn Monroe) hafi verið stúlka sem aldrei fékk að verða fullorðin - og hafa hinir ýmsu karlar í lífi hennar sameinast um að svo færi. Fyrst faðir hennar, sem var hvergi nálægur og lét hana hrekjast úr einu fóstri í ann- að og verða fyrir ýmislegri reynslu sem hefti þroska hennar. Síðan komu kvikmyndaframleið- endurnir, sem héldu henni fastri í hlutverki „ljóskunnar heimsku“ enda þótt hún léti sig dreyma um að verða tekin alvarlega sem leik- kona. Svo komu ástmennirnir sem hugsuðu barasta um eitt, eiginmennirnir, sem ekki gátu gefið henni það sem hún þurfti til að lifa, „skilyrðislausa og skilmálalausa ást“, segir Gloria Steinem. Bók þessari fylgja myndir sem George Baris tók af Marilyn síð- ustu mánuðina sem hún lifði og þykja þegar merktar dauðanum. (áb endursagði). Mynd úr bókinni, tekin skömmu áður en Marilyn Monroe lést.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.