Þjóðviljinn - 11.01.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Page 16
Lœrum finnlandssœnsku [ síðasta hefti Tímarits Máls og menningar skrifar Gunnar Karlsson ádrepu sem hann nefnir Samnorræn niður- læging, og gefur hún tilefni til frekari hugleiðinga. Gunnar kvartar undan þeim viðtökum sem íslenskir sagnfræðingar fái á norrænum ráðstefnum og segir að ekki sé á þá hlust- að: „Maðurermeðhöndlaður eins og barn, vingjarnlega, en af varkárni og djúprættri fyrir- litningu. Og eigi maðurerfitt með að finna rétt orð á dönsku og bera þau fram á réttan hátt hjálpar það vafa- laust til að flokka mann sem barn.“ Hérerdrepiðávið- kvæmt og töluvert brýnt mál er snertir þátttöku okkar í norr- ænu og alþjóðlegu samstarfi, og tekur einkum til tveggja þátta: annars vegar fyrirlitn- ingu á smáþjóðum, hins veg- artungumálavandkvæði smáþjóðar. Smáþjóða- fyrirlitning Ég hef setið býsna margar nor- rænar ráðstefnur og tekið þátt í margs konar norrænu samstarfi á sviði almennra menningarmála, en einkum þó á sviði bókmennta, bæði meðal rithöfunda og fræði- manna. Ég hef aldrei orðið var við þá íslendingafyrirlitningu sem Gunnar kvartar undan, aldrei orðið var við að ekki væri á okkur hlustað og tekið mark á okkur, né að erfitt sé að vera metinn sem einstaklingur á eigin forsendum. Hins vegar hef ég orðið var við þessa íslendingafyrirlitningu sem almennur ferðamaður í hvers- dagslegri umgengni, en aðeins á einum stað: í Danmörku. Þar hafa ekki allir menn gleymt því að Danir voru einu sinni herra- þjóð og þykjast sumir vera það enn, og þess vegna hljóti íslend- ingar, Færeyingar og Grænlend- ingar að vera óuppdreginn skrfll. Ég hef líka orðið vitni að svipaðri afstöðu í Svíþjóð í garð Finna. Þetta flokkast að mínu viti undir almenna fordóma fyrrverandi ný- lenduvelda og tengist kannski ómeðvituðum sársauka vegna glataðra yfirburða. Nú, og svo eru Iíka til kynþáttafordómar og almenn útlendingatortryggni, meira að segja á því góða landi íslandi. Ég minnist breskrar yfir- stéttarkonu sem kvartaði undan því í mín eyru að nú væru Arabar farnir að kaupa upp heilu hverfin í London, og það fór hrollur um blessaða konuna. Ég spurði hana hvers vegna Arabar mættu ekki kaupa London, úr því að Bretar hefðu einu sinni mátt eiga Arab- íu, án þess að kaupa hana? Það þótti henni ekki svaravert. Stæri- Íæti þjóða í garð annarra smærri byggist yfirleitt á hroka valds og máttar. Hitt finnst mér sýnu verra þegar smáþjóðir fyllast að- dáun á stórþjóðunum rétt eins og minnimáttarkennd þeirra sé eðl- islæg undirgefni, og er ekki laust við að þess gæti stundum helst til mikið hjá okkur íslendingum, eigum við að segja sumum okkar að minnsta kosti. Tungumálavandinn Við þetta allt saman bætist tungumálavandinn, og er í raun nátengdur. Ég var einu sinni kynntur fyrir allþekktri bandarí- skri leikkonu. Þegar hún heyrði nafn mitt, sagði hún: I will call you Bill. Ég sagði henni að það skyldi hún láta vera. Slíkt hefði þjóð hennar leyft sér þegar hún flutti svarta þræla frá Afríku. En nú væri sú tíð liðin, og hún réði ekki lengur nafngiftum annarra þjóða og þá ekki heldur mínu nafni. Og ef hún ætlaði að kalla mig einhverju amerísku nafni, þá myndi ég kalla hana Hrafnhildi. Ég hef oft sagt við breska og bandaríska kunningja mína að þegar þeir færu út í heiminn, þá töluðu þeir sitt eigið móðurmál og ætluðust til þess að allir aðrir gerðu það líka. Þar með krefðust þeir yfirburða í samskiptum, og það hvarflaði ekki að þeim að mæta öðrum á jafnréttis- grundvelli. Þegar ég aftur á móti færi út í heiminn, þá hvarflaði ekki að mér að nokkurt kvikindi skildi mitt mál. í þessu fælist grundvallarmunur í viðhorfi og tilætlunarsemi. Og þetta fyrir- bæri endurspeglast að nokkru í samskiptum okkar við önnur Norðurlönd. Allar norðurianda- þjóðir eru smáþjóðir. Þær hafa því svipuð viðhorf og við, þegar þær fara út í hinn stóra heim. Þeim dettur ekki í hug að nokkur tali þeirra tungu. En þegar þessir sömu menn koma til íslands, þá bregður allt í einu svo við að þeir ætlast til að við tölum þeirra mál. Þetta táknar í raun að þjóðir geri meiri kröfur til sér minni þjóða. Frakkar eru frægir fyrir að tala ekki önnur tungumál en frönsku, og vilji það jafnvel ekki, sumir segja í hroka sínum. Hollend- ingar, Belgar, Lúxembúrgarar og Svisslendingar (sem ekki hafa frönsku að móðurmáli) tala hins vegar iðulega 3-4 tungumál eins og ekkert sé sjálfsagðara: frön- sku, þýsku, hollensku og ensku, og stundum líka ítölsku. Gerum okkur þá líka grein fyrir því að þetta er í raun mikill kostur. Það er kostur að þurfa að læra tung- umál, það eykur menntun okkar og víðsýni. Og það er okkur lífsnauðsyn að læra fleiri en eitt útlent mál. Ef við lærðum bara ensku, þá þrengdist sjóndeildar- hringur okkar og við færum í æ ríkari mæli að sjá heiminn eins og Bretar og Bandaríkjamenn og ykjum þannig enn á yfirburði þeirra yfir okkur, og á það er sannarlega ekki bætandi. Þess vegna er okkur svo mikil nauðsyn að læra eitt norðurlandamál og að auki helst þýsku og frönsku, eða spænsku. Brú til Norðurlanda Við Gunnar Karlsson erum áreiðanlega sammála um að sam- skipti okkar við Norðurlönd eru ákaflega mikils virði. í þeirri litlu þjóðafjölskyldu mætum við miklu meiri skilningi en annars staðar, og norrænt samstarf er okkur í raun ómetanlegt, - þótt við séum ekki ánægðir með allt sem þar gerist. Og við erum líka sammála um það að þátttaka okkar í þessu samstarfi verði að byggjast á kunnáttu okkar í ein- hverju norðurlandamáli. Og sú kunnátta verður að vera góð. Eins og Gunnar bendir réttilega á í ádrepu sinni, þá felur ófullkom- ið vald á orðaforða og framburði í sér að viðkomandi er metinn eins og barn, - er talinn óþroskaðri eða jafnvel heimskari en efni standa til. Finnskur vinur minn sagði einu sinni: Þegar ég tala móðurmál mitt, þá segi ég það sem ég vil. Þegar ég tala annað tungumál, þá segi ég það sem ég get. Og oft hef ég liðið önn fyrir að hlusta á allar þær ambögur sem velta upp úr stjórnmála- mönnum okkar á norrænum vett- vangi. Ég hef ekkert alltof mikið álit á gáfum og menntun stjórnmálamanna okkar, en ófullkomið vald á tungumáli verður óhjákvæmilega til þess að áheyrendur dragi miður æskileg- ar ályktanir, þótt ekki sé það alltaf af sanngirni gert. Brú okkar til Norðurlanda er danska. Það er sú norræn tunga sem hér er kennd í skólum. Og ég dreg enga dul á þá skoðun mína að danska sé okkur óhallkvæm brú. Við höfum í raun aldrei rætt fyrir alvöru hvaða norðurlanda- mál væri heppilegast að kenna í skólum. Við höfum ekki valið dönsku. Við kennum dönsku af því að við vorum einu sinni danskir þegnar. Danir buðu okk- ur að læra dönsku. Við erum að því leyti í sömu stöðu og afríku- þjóðir sem eru ýmist ensku- eða frönskumælandi eftir því hvaða nýlenduveldi þær tilheyrðu. Eftir að við urðum sjálfstæð þjóð, hefði verið eðlilegt að taka þessi mál til endurskoðunar. Það var ekki gert, heldur var dönsku- kennslu haldið áfram af sljóum vana. Danska er að mínu áliti óhent- ug af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að við eigum ákaf- lega erfitt með að læra danskan framburð svo að vel sé. Við stúd- entspróf hefur verið eytt nokkurn veginn jafnlöngum tíma í dön- skukennslu og ensku. En munur- inn á kunnáttu nemenda er gífur- legur. Með nokkurri alhæfingu má segja að allir íslendingar læri dönsku, en enginn tali hana. Þeir tala eins konar hrognamál sem kölluð er „skandinavíska“ þar sem stofn orðaforða á víst að heita úr dönsku, en framburður- inn í námunda við íslensku. Þetta er ófagurt mál og eykur einhvern veginn ekki á trúverðugan mál- flutning þess sem talar. í öðru lagi má segja að danska veiti okk- ur ekki fullgildan aðgang að hinu norræna málssvæði þótt hún væri töluð vel. Svíum gengur ekkert alltof vel að skilja dönsku, og Finnar sem kunna sænsku, skilja hana yfirleitt alls ekki. Kostir finnlands- sœnskunnar Nú vill svo til að ein norræn tunga hentar okkur íslendingum sérlega vel. Það er sænska, en þó ekki ríkissænska sem svo er nefnd, heldur finnlands- sænskan, móðurmál sænskumæ- landi Finna. Vegna nábýlis við finnskuna hefur finnlands- sænskan áherslu á fyrsta atkvæði eins og íslenska og hinn torlærði „accent 2“ ríkissænskunnar er þar ekki til. Auk þess er fram- burður hinna ýmsu s-hljóða mun auðveldari en í ríkissænskunni. Finnlands-sænskan hefur einnig varðveist betur hvað orðaforða snertir, er ekki eins enskuskotin, og af því leiðir að meiri skyldleiki er sennilega með íslensku og finnlands-sænsku en skandinav- ískum málum. Það er með öðrum orðum enginn vafi á því að finnlands-sænskan er sú norður- landatunga sem við eigum lang- auðveldast með að læra. Þar til kemur einnig sá ótvíræði kostur að finnlands-sænskuna skilja allir skandínavar fyrirhafnarlaust. Danir skilja hana betur en ríkis- sænskuna. Við þetta bætist svo að með þessu móti ykjust verulega tengsl okkar við Finna, sem eru skammarlega lítil, ekki síst vegna þess að staða okkar og Finna í norrænu samstarfi er um margt lík, ekki síst sænskumælandi Finna. Kannski finnst einhverjum þetta einkennileg kenning við fyrstu sýn. En það er full þörf á því að ræða í alvöru kennslu okk- ar í norðurlandamálum. Þar á úr- elt hefð ekki að ráða ferðinni. Og ég er persónulega sannfærður um að kennsla í finnlands-sænsku myndi stórlega bæta stöðu okkar í norrænu samstarfi. Njörður P. Njarðvík Sfl LAUSAR STÖÐUR HJÁ ||f REYKJAVIKURBORG ★ Dagheimili: Laufásborg, Laufásvegi 53-55 Suðurborg v/Suðurhóla. Völvuborg, Völvufelli 9. ★ Dagh./leiksk: Grandaborg, Boðagranda 9. Hálsaborg, Hálsaeli 27. Nóaborg v/Stangarholt. Ægisborg, Ægissíðu 104. ★ Leikskólar: Fellaborg, Völvufell 9. Kvistaborg, Kvistlandi 6. Seljaborg, Tunguseli 2. ★ Skóladagh: Hálsakot, Hálsaseli 29 Hólakot v/Suðurhóla. Hagakot, Fornhaga 8. Upplýsingar gefa umsjónafóstrur á skrifstofu Da- gvista barna í síma 27277 og 22360 og forstöðu- menn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.