Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 3
______________________________FRÉTTIR______________________________ Kísilmálmverksmidjan Stjómin klúðraði málinu Hjörleifur Guttormsson alþingismaður: Framtíð kísilmálmverksmiðjunnar í algerri óvissu. Alfarið háð vilja Rio Tinto Zink. Ohœf framkoma gagnvart byggðarlögunum. Það er alveg greinilegt að ríkis- stjórnin hefur klúðrað þessu máli. Það er ljóst að stjórninni nýtist ekki þetta kjörtímabil til þess að ganga frá því og fram- vinda þess er í algerri óvissu, sagði Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á stöðu mála varðandi byggingu kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Þjóðviljinn skýrði frá því fyrir helgi að samningaviðræður við Rio Tinto Zink væru í biðstöðu. Fyrirtækið heldur að sér höndum vegna mikils kostnaðar við bygg- ingu verksmiðjunnar og ónógrar arðsemi að mati fulltrúa fyrirtæk- isins. Hjörleifur sagði í gær að við stjórnarskiptin 1983 hefði sú af- drifaríka stefnubreyting verið gerð að fá erlenda aðila til þess að gerast meirihlutaaðili í verk- smiðjunni. „Menn fóru af stað út í heim með betlistafinn, auglýstu ódýra orku, ódýrt vinnuafl og að- stöðu, en engu að síður hefur ekkert gengið, ekki síst vegna þess að allt ákvarðanavald er í höndum Bretanna. Það er alger- lega háð þeim hvort af byggingu verksmiðjunnar verður eða ekki. Málið er í fullkominni óvissu og að mínu mati hefur fólkið í við- komandi byggðarlögum verið dregið óhæfilega lengi á ákvörð- un. Það hefur heldur ekki bætt úr skák að stjórn verksmiðjunnar hefur verið ýtt út í horn. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar þar hafa ekki fengið upplýsingar um gang mála fyrr en eftir dúk og disk," sagði Hjörleifur. Birgir Isleifur Gunnarsson for- maður stjóriðjunefndar sagðist aðspurður í sjálfu sér ekki telja það ósigur fyrir stjórnina að ekki skuli takast að koma málinu í höfn fyrir kosningar. „Það er unnið í málinu og við höfum sett okkur það mark að komast að niðurstöðu í síðasta lagi um mitt þetta ár. Það er alveg fráleitt að við höfum klúðrað málinu. Þetta hefur ekki gengið eins vel og útlit var fyrir, en málið er alls ekki dautt,“ sagði Birgir. Að sögn Birgis liggja fyrir drög að samkomulagi um ýmis atriði, en hann sagði raforkuverð enn ekki hafa verið rætt. -gg Dagsbrúnarsamningurinn Hreykjum okkur ekki Samningur Dagsbrúnar samþykktur. Pröstur Ólafsson: 3-5% umfram ASÍsamninginn. Afundi stjórnar Dagsbrúnar með félagsmönnum í gær voru samningarnir samþykktir með öllum þorra atkvæða gegn 32 atkvæðum. Þröstur Ólafsson framkvæmdarstjóri Dagsbrúnar segir þá hækkun sem samningur- inn felur í sér á bilinu 3-5% meiri Samningaviðrœður Snót til sáttasemjara Kjaradcilu verkakvennafélags- ins Snótar í Vestmannaeyjum og vinnuveitenda hefur verið vísað til Ríkissáttasemjara, en Snót fell- di samninga ASÍ og VSÍ sem gerð- ir voru í desember sl. Að sögn Vilborgar Þor- steinsdóttur formanns Snótar ber mikið í milli að samningar náist. Snót hefur lagt mikla áherslu á það að fá starfsaldurshækkanir fyrir félaga sína sem flestir starfa við fiskvinnslu, en tilboð vinnu- veitenda við þeirri kröfu hefur verið hækkun til handa þeim sem eru á 15 ára og 10 ára töxtum. Snót hafnaði þessu tilboði. Verkalýðsfélagið Afturelding á Hellisandi, hefur samþykkt 5% hækkun ofan á 15 ára taxta fisk- vinnslufólks, með þeim skilyrð- um að semji einhver önnur félög í landinu um meiri hækkun þá komi hún inní sérkjarasamninga félagsins. Þá gerir félagið kröfu um 3 krónu hækkun ofan á tíma- kaup starfsfólks í salthúsi, en hækkunin skoðast sem kuldaá- lag. Að sögn Guðrúnar Gísla- dóttur formanns félagsins er nú beðið eftir undirskrift vinnu- veitenda á þessum samningi. Þá hefur Verslunnarmannafé- lag Vestmannaeyja hafið við- ræður við kaupsýslumenn en fé- lagið hefur m.a. lagt mikla áherslu á að samið verði um hærri lágmarkslaun en í jólaföstusamn- ingunum. Að sögn Ingimars Ge- orgssonar er verið að miða við laun á bilinu 28-29 þúsund krónur á mánuði. Sagði Ingimar að fé- lagar virtust tilbúnir til þess að fara út í viðræður nái þessi krafa ekki fram að ganga, en kvaðst frekar bjarsýnn á að kaupsýslu- menn myndu ganga að þessari kröfu. -K.ÓI. en í aðalkjarasamningum ASÍ frá því í desember. „Við erum ekkert að hreykja okkur af þessum samningum. Launin eru enn of lág, en við náð- um ekki meiru út úr þessum við- ræðum,“ sagði Þröstur Ólafsson um samninginn á fundi Dags- brúnarmanna í gær. Samningur- inn sem undirritaður var á sunnu- dagsmorgun sl. er í öllum megin- atriðum byggður á sömu forsend- um og almennu samningarnir, en auk þess er samið um 3% starfs- aldurshækkun til handa starfs- mönnum í fiskvinnslu sem starfað hafa hjá sama fyrirtæki í 15 ár. Þá var samið um un nýjar reglur um útköll. Jafnframt voru gerðar nokkrar bókanir um þær við- ræður sem samningsaðilar hyggj- ast taka upp á samingstímabilinu, en þar á meðal verður gerð at- hugun á áhrifum þess að breyta yfirvinnugreiðslum, reglur um staðgengilslaun verða endur- skoðaðar og viðræður verða hafnar um endurskoðun á launa- rétti starfsfólks í slysa og veik- indatilfellum. í samningnum felst jafnframt endurskoðun á 9 sérkjarasaming- um Dagsbrúnar og sagði Þröstur að best hefði upp tekist í gerð sérkjarasamninga fyrir hafnar- verkamenn og bensínafgreiðslu- menn. Á fundinum var stjórn Dags- brúnar nokkuð gagnrýnd fyrir ó- lýðræðisleg vinnubrögð í gerð kröfugerðar Dagsbrúnar og fyrir það að bera samninginn undir at- kvæði áður en hann er kynntur á vinnustöðum. -K.ÓI. Formaður Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guðmundsson, mælir fyrir samningnum, en hann var samþykktur með þorra atkvæða gegn 32. Mynd E.ÓI. Framsóknarflokkurinn Hörð gagnrýni á Steingrím Stefán Valgeirsson þungorður í garð formannsins á fundum í kjör- dœmi sínu: Steingrímur sér landið frá Arnarnesinu Það er nú kannski ofsagt að ég hafi farið mjög hörðum orð- um um formann Framsóknar- flokksins, en mér er engin launung á því að þessi ríkisstjórn hefur ekki tekið á landsbyggð- armálum, t.d. málefnum land- búnaðarins, eins og ég og margir aðrir ætluðumst til, sagði Stefán Valgeirsson alþingismaður Fram- sóknarflokksins í samtali við Þjóðviljann í gær. Stefán hefur efnt til opinna funda í kjördæmi sínu að undan- förnu og hefur þar deilt á forystu Framsóknarflokksins, einkan- lega vegna frammistöðu hennar í málefnum landsbyggðarinnar. „Ég lýsti þessu þannig og hef gert það áður að Eysteinn hafi séð landið frá Austfjörðum hvar sem hann hafi verið staddur, Hermann frá Ströndum og Ólafur Jóhannesson frá Skaga- firði. Steingrímur hefði fyrst í stað séð það frá Vestfjörðum, en nú virtist mér hann vera farinn að sjá það frá Arnarnesinu. Mér finnst menn í Reykjavík hafa allt of mikil áhrif í þessum flokki eins og öðrum og áherslan á landsbyggðina allt of lítil,“ sagði Stefán í gær. -gg Þriðjudagur 13. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.